Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. maí 1990 11 NÆSTAFTASTA SÍÐAN Systkinin Linda og Jerry Lee, áður en samvinnu þeirra iauk. Valt er veraldar gengið Á ýmsu hefur gengið í lífi Lindu Gail Lewis. Hún er syst- ir hins fræga rokkara Jerry Lee Lewis (og var einmitt í hljómsveit bróður síns og söng með honum þegar hann hélt hljómleika hér á landi fyrir nokkrum árum.) Sjöundi eiginmaður Lindu er sjúklingur og Linda ku vinna fyrir þeim með því að selja hálfgerðar nektarmynd- ir af sjálfri sér. Ekki hefur gengið minna á í lífi bróður hennar ,,Killer‘ Lewis, bifreiðaslys, torráðin dauðsföll, eiturlyfjahneiksli o.s.frv. Hann er sagður skulda milljónir dollara í opinberum gjöldum þrátt fyrir geysilegar tekjur annað slagið. Jerry segist ekkert skilja í litlu systur sinni. Hún hafi fengið þunglyndisköst annað slagið frá því móðir þeirra lést. „Bobby eiginmaður hennar er skemmtikraftur, og ég hélt að þeim liði vel,“ sagði ,,the Killer". DAGFINNUR Litla Pravda með bláan haus Nú er mér öllum lokið. Al- þýðublaðið kom út í gær með bláan haus. Hvar end- ar þetta eiginlega? Áður fyrr var Alþýðublaðiö alltaf svo flokkshuggulegt; birti ræður leiðtoganna og fylgdi línunni út í ystu æsar. Var ekki með neinar auka- skoðanir. Var að vísu kallaö Litla Pravda. Nú er blaðið fullt af einhverjum óþekkt- um skoðunum. Og Litla Pravda kominn með bláan haus. * Eg hef þegar lýst von- brigðum mínum með rit- stjórnarstefnu ritstjórans. Hiö nýja Alþýðublað finnst mér í öllum meginatriðum misheppnað en þó sérstak- lega að ég skuli hafa verið fluttur af leiðarasíðunni og yfir á einhverja ruslakistu- síðu. Og styttur þar aö auki. En það var þetta meö hausinn. Aö setja bláan haus á Alþýðublaðið er álíka og að afhenda Inga Birni leiðaraskrifin. Al- þýðublaðið og Alþýöu- flokkurinn er samofið, hvort tveggja sprottin úr verkalýðshreyfingunni. Og það þýðir rauðan lit. Byltingin er rauð. Alþýðublaðið á að sjálf- sögðu að vera með rauðan haus. Eg hringdi að sjálfsögðu í ritstjórann og spurði hvort hann væri genginn af göfl- unum. — Hvað áttu við? spurði hann. Ég tjáði honum tilfinn- ingar mínar um bláa haus- inn. — Petta er ágætislitur. Við erum að búa til frískt blað, svaraði hann. — En blár litur þýður íhald, afturhald, Sjálfstæð- isflokkur og lengst til hægri! hrópaði ég í'tólið. — Er það? Þýðir ekki blár líka haf, himinn, blóm og vafasamar kvikmyndir? spurði ritstjórinn á móti. — Þetta eru útúrsnúning- ar, sagði ég fastur fyrir. — Á þá ekki að nota rautt letur í leiðarana? spurði rit- stjórinn. Eg svara náttúrlega ekki svona dellu. Ég myndi segja upp blaðinu sam- stundis ef ég fengi það ekki ókeypis. Og ég myndi nátt- úrlega hætta að skrifa í það ef ég væri ekki svona blankur. Eina vonin er að þessi rit- stjóri fari bráðum að hætta og einhver almennilegur komi í staðinn; einhver sem setur rauðan lit í hausinn. Og sem setur mig aftur á leiðarasíöuna. Lijang í Kína Andblær fortíðar 87 ára er Bob Hope enn ungur i anda. Bob Hope grínast ,,Ég ætlaði mér einu sinni að fara út í pólitík. Áttaði mig þó á því sem betur fer að til þess er ég ekki nægilega góð- ur leikari." Hope er mikill aðdáandi golf og segist skilja manninn sem ætlaði að kvænast en: „Brúðurinn í brúðarkjólnum og með slörið, stóð við skál- ann og grét. Eiginmaðurinn tilvonandi sagði við hana eft- ir nokkur æfingahögg: Ég sagði þér að athöfnin yrði að- eins ef það yrði rigning." I litlum dal í suðvestur- hluta Kína klúkir smábær- inn Lijiang, og lokkar til sín vestræna ferðamenn með því að bjóða þeim annarsvegar upp á andblæ hins forna Kína — og hins- vegar auðveldan aðgang að fíknilyfjum. Kaffihúsin sem standa við þröngar bugðóttar göturnar bjóða reyndar upp á hamborg- ara og pizzur og státa sömuleiðis af mat eins og mamma gamla eldaði fyrir mörgum árum. Viðskiptavinirnir eru mest- anpart vestrænir flakkarar og förumenn sem eru enn á höttunum eftir einhverjum af leyndardómum Katmandu, sem var vinsæll áfangastaður hippanna á 7da áratugnum og í upphafi þess 8da. Það er einkum maríúana sem hinir vestrænu feröa- langar sækjast eftir, en kannabisplöntur vaxa villtar í nágrenni þorpsins. lnnfæddir nota það sem krydd í matinn sinn og sem áburð á akrana en þeim er vel kunnugt um að það er hægt að nota plönt- urnar til annars. Lífið í Lijiang er friðsælt, ber keim af fornri tíð og sam- félagiö silast áfram ósnortið af klukkukapphlaupinu sem afgangurinn af heiminum há- ir á hverjum degi. Skyndilega er þögnin rofin í Lijiang, þegar lögreglubif- reiðir með æpandi sírenur koma í gegnum bæinn. Á palli eins bílsins stendur saka- maður — á baki hans er spjald sem greinir frá nafni hans og afbroti sem er morð. Þetta er dæmdur morðingi og leið hans liggur þangað sem enginn fær snúiö aftur. í aftökuna. Bílarnir silast að af- tökustaönum. Þeir snúa aftur þegar kvölda tekur. Það hef- ur fækkaö um einn. Þrátt fyrir þetta er Lijiang, bæði fyrir þá sem þar búa sem og þá fáu sem þangaö koma, í raun ekki hluti hins ytra heims. Ekki einu sinni hluti af Kína eöa Peking. „Við vitum í raun ekki svo mikið um Peking," segir ung stúlka. „Þetta er svo langt í burtu." DAGSKRAiN Sjónvarpið 13.00 Evrópumeistaramót kvenna í fimleikum 15.10 Enska knattspyrnan 16.00 EM í fimleikum frh. 17.10 Meistaragolf 18.00 Skytturn- ar þrjár 18.25 Táknmálsfréttir 18.30 Fréttir og veður 19.00 Sönglagakeppni sjónvarps- stöðva Evrópu 1990 22.05 Lottó 22.10 Gömlu brýnin 22.40 Demantsránið 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNNUDAGUR 14.00 Evr- ópumeistaramót í fimleikum kvenna 16.30 Bygging, jafn- vægi, litur 17.00 Jarðfræði Reykjavíkur 27.40 Sunnu- dagshugvekja 17.50 Bauga- lina 18.00 Ungmennafélagið 18.30 Dáðadrengur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Vista- skipti 20.35 Fréttastofan 21.30 íslendingar i Portúgal 22.15 Heimsóknartimi 23.66 Listaalmanakið — maí Stöð 2 09.00 Morgunstund 10.30 ’Túni og Tella 10.35 Glóálfarn- ir Glofriends 10.45 Júlli og töfraljósið 10.55 Perla Jem 11.20 Svarta Stjarnan 11.45 Klemens og Klementína 12.00 Popp og kók 12.35 Hlé- barðinn 13.25 Fréttaágrip vikunnar 13.45 Háskólinn fyr- ir þig 14.15 Veröld — Sagan í sjónvarpi 14.45 Fullnægja 16.15 Falcon Crest 17.00 Em í kraftlyftingum 19.19 19.19 20.00 Séra Dowling 20.55 Kvikmynd vikunnar— Dáða- drengur 22.25 Elvis rokkari 22.55 Spillt vald 00.30 Undir- heimar Miami 01.15 Sam- búðarraunir 03.00 Dagskrár- lok SUNNUDAGUR 09.00 Paw, Paws 09.20 Selurinn Snorri 09.35 Popparnir 09.45 Tao Tao 10.10 Vélmennin 10.20 Krakkasport 10.35 Þrumukettir 11.00 Töfraferðin 11.20 Skipbrotsbörn 12.00 Fótafimi 13.40 Popp og kók 14.00 íþróttir 17.50 Menning og listir 18.45 Viðskipti í Evr- ópu 19.19 19.19 20.00 Kenn- edy-fjölskyldan grætur ekki 21.40 Ógnarárin 23.10 Jayne Mansfield 00.40 Dagskrárlok Stjarnan 09—12 Arnar Albertsson 12—12.35 Popp og kók 12.35—17 Kristófer Helga- son 17—19 íslenski listinn 19—22 Björn Sigurðsson 22—04 Darri Ólafsson 04— 10 Seinni hluti næturvaktar SUNNUDAGUR 10—11 Arn ar Albertsson 14—18 Á hvíta tjaldinu 18—22 Darri Ólafs- son 22—01 Ólöf Marin Úlf- arsdóttir 01—07 Lifandi næt- urvakt með Birni Sigurðssyni Bylgjan 08.00 Þorsteinn Ásgeirsson og húsbændur dagsins 12.00 Einn, tveir og þrír 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson 15.30 íþróttaþáttur 16.00 Bjarni Ól- afsson 19.00 Haraldur Gísla- son 23.00 Á næturvakt 03.00 Freymóður T. Sigurðsson SUNNUDAGUR 09.00 í biíið 13.00 Á sunnudegi til sælu 17.00 Ólafur Már Björnsson 20.00 Heimir Karlsson 24.00 Freymóður T. Sigurðsson. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn á laugardegi 09.20 „Grand duo concertante", opus 85 í A-dúr, eftir Mauro Giullani 09.40 Þingmál 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Vor- verkin í garðinum 11.00 Viku- lok 12.00 Auglýsingar 12.10 Á dagskrá 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 Hér og nú 14.00 Sinna 15.00 Tón- elfur 16.00 Fréttir 16.15 Veð- urfregnir 16.30 Leikrit mán- aðarins: „Að loknum mið- degisblundi" eftir Marguerite Duras 17.40 Stríðsáraslagar- ar 18.00 Sagan: „Momo" eftir Michael Ende 18.35 Tónlist. Dánarfregnir 18.45 Veður- fregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Ábætir 20.15 Vísur og þjóð- lög 21.00 Gestastofan 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.30 Dansað með harmoníkuunnendum 23.00 „Seint á laugardags- kvöldi" 24.00 Fréttir 00.10 Um lágnættið 01.00 Veður- fregnir 01.10 Næturútvarp SUNNUDAGUR 08.00 Fréttir 08.07 Morgunvakt 08.15 Veð- urfregnir 08.30 Á sunnudags- morgni 10.00 Fréttir 10.03 Á dagskrá 10.10 Veðurfregnir 10.25 Skáldskaparmál 11.00 Messa í Hallgrímskirkju 12.10 Á dagskrá 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 Hádegisstund í Út- varpshúsinu 14.00 Hernám (slands í síðari heimsstyrjöld- inni 14.50 Með sunnudags- kaffinu 15.10 í góðu tómi 16.00 Fréttir 16.05 Á dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 „Leyndarmál ropdrekanna" eftir Dennis Júrgensen 17.00 Frá erlendum útvarpsstöðv- um 18.00 Sagan: „Momo" eftir Michael Ende 18.30 Tón- list. Dánarfregnir 18.45 Veð- urfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Ábætir 20.00 Eitthvað fyrir þig 20.15 Islensk tónlist 21.00 Kíkt út um kýraugað 21.30 Útvarpssagan 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.30 (slenskir einsöngvarar og kórar syngja 23.00 Frá norrænum djass- dögum í Reykjavik 24.00 Fréttir 00.07 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir Rás 2 08.05 Nú er lag 10.00 Helgar- útgáfan 15.00 ístoppurinn 16.04 Sngur villiandarinnar 17.00 íþróttafréttir 17.03 Fyrirmyndarfólk 19.00 Söngvakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu 22.07 Gramm á fóninn 00.10 Bitk aftan hægra 02.00 Fréttir 02.05 Kaldur og klár 03.00 Rokksmiðjan 04.00 Fréttir 04.05 Undir værðarvoð 05.00 Fréttir 05.01 Tengja 06.00 Fréttir 06.01 Af gömlum list- um 07.00 Áfram ísland 08.05 Söngur villiandarinnar SUNNUDAGUR 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests 11.00 Helgar- útgáfan 12.20 Hadegisfréttir 14.00 Með hækkandi sól 16.05 Raymond Douglas Davis og hljómsveit hans 17.00 Tengja 19.00 Kvöld- fréttir 19.31 Zikk-Zakk 20.30 Gullskífan, að þessu sinni „Kielgasten" með Kim Lar- sen og Bellami 21.00 Ekki bjúgu! 22.07 Blitt og létt 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.10 í háttinn 01.00 Áfram ísland 02.00 Fréttir 02.05 Djassþátt- ur 03.00 Blítt og létt 04.00 Fréttir 04.03 Sumaraftan 04.30 Veðurfregnir 05.01 Harmoníkuþáttur 06.00 Fréttir 06.01 Suður um höfin KROSSGÁTAN ■ 1 2 3 □ 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 13 L □ 28 Lárétt: 1 fönn, 5 högg, 6 þráöur, 7 samstæðir, 8 eðli, 10 átt, 11 spýja, 12 þýtur, 13 tóman. Lóðrétt: 1 fága, 2 þreif, 3 silfur, 4 þvær, 5 hlífðarfat, 7 álitin, 9 kvendýr, 12 pípa. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 fleyg, 5 slór, 6 kóð, 7 ha, 8raskar, 10 ær, 11 agn, 12 auga, 13 auðna. Lóðrétt: 1 flóar, 2 lóðs, 3 er, 4 gjarna, 5 skræfa, 7 hagga, 9 kaun, 12 að.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.