Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. maí 1990 VIDHORF 5 Var bylting nauðsyn? „Spekingurinn Maó Zedong þótti ekki nóg að skerða kjör manna með stórum stökkum, heldur henti hann Kínverj- um út í hringiöu menningarbyltingarinnar með þeim afleiðingum að efnahagslífið staðnaöi gjörsamlega. En Kin- verjar lærðu af reynslunni og uppgötvuðu að frelsi er ekki lúxus heldur efnahagsleg nauösyn," skrifar Stefán Snævarr m.a. i grein sinni. Eitt af því sem maður veit, ef maður er svona bókmennta- kommi, er að byltingarnar í Kína, Rússlandi og víðar hafi, þrátt fyrir sína miklu galla, markað framfara- spor. „Iðnvæðing" Stalíns á að hafa bætt kjör alþýðu og Maó Ze- dong á að hafa fætt og skætt kín- verskan tötralýð. Skiptir frelsi fá- tækling nokkru bara ef hann fær að éta? spyrja kommarnir og telja sig spaka. Stór stökk fram og aftur En staðreyndin er sú að kín- verskir ráðamenn hafa viður- kennt að sú efnahagsstefna Maós sem kennd var við „stóra stökkið" hafi leitt til hungursneyðar sem kostaði 10—20 milljónir manna líf- ið á árunum í kringum 1960. Ég þekki reyndar Kínverja sem sagði mér að frændi sinn hefði fallið úr hor á þessum tímum. En hvað var svo stóra stökkið? Jú, „stóra stökk- ið framávið" var ein af þessum patentlausnum kommúnískra valdhafa á vandamálum efnahags- ins. Maó ætlaði að gera Kína að þróuðu nútímaríki í einum græn- um með því að skikka alþýðuna til að grafa áveituskurði og stunda aðrar stórbrotnar verklegar fram- kvæmdir. Afleiðingin varð full- komið efnahagslegt öngþveiti, sem er fylgifiskur ofskipulagning- ar, og hungurvofan knúði að dyr- um. Staðreyndin er sú aö það eru áhöld um hvort lífskjör alþýðu hafi skánað meir á Indlandi eða í Kína. Þeir sérfræðingar, sem verja Kína, viðurkenna að Indverjar hafi, gagnstætt Kínverjum, sloppið við stórfelldan mannfelli á eftirstríðs- árunum, en hins vegar sé hiö dag- lega hungur meira á Indlandi en í Kína. Spekingnum Maó Zedong þótti ekki nóg að skerða kjör manna með stórum stökkum heldur henti hann Kínverjum út í hringiðu menningarbyltingarinnar með þeim afleiðingum að efnahagslífið staðnaöi gjörsamlega. En Kínverj- ar lærðu af reynslunni og einn pót- intátinn austur þar sagði (fyrir blóðbaðið mikla) að Kínverjar hefðu uppgötvað að frelsi er ekki lúxus heldur efnahagsleg nauð- syn. Og það er lóðið! Vissulega má öreigann einu gilda hvort hann er frjáls eða ófrjáls fái hann nóg að bíta og brenna. En besta leiðin að því marki er að gera hann frjálsan. Josef Stalín stórskaddaöi sov- éskt efnahagslíf með gerræði sínu. Hann gaf fúskaranum Lysenko einkarétt á sannleikanum í land- búnaðarrannsóknum en Lysenko fór með hreint fleipur og sovéskur landbúnaður hefur ekki náð sér enn. Ennfremur þóknaðist alvald- inum að líta á sjálfstýrifræði (cyb- ernetics) sem borgaraleg hjáfræði Stefán Snævarr með þeim afleiðingum að Sovét- ríkin eru langt á eftir Vesturlönd- um í tölvuvæðingu. Fyrir byltingu voru lönd þau er lutu Rússakeisara kornforðabúr Evrópu. En eftir sjötíu ára komma- veldi verða Sovétmenn að flytja inn korn í stórum stíl. Um fjórð- ungur allra vinnufærra Sovét- manna starfar að landbúnaði, að- eins 3% Bandaríkjamanna. Samt er talið að Bandaríkjamenn geti brauðfætt alla heimsbyggðina, Sovétmenn ekki einu sinni sjálfa sig. Og þá verður lítið eftir af gömlu kommaskoðuninni að fjöldamorð Stalíns hafi verið sögu- leg nauðsyn svo kjör alþýðunnar mættu batna. Samkvæmt sóvésk- um heimildum lét hann skjóta eða svelti í hel þrjár milljónir bænda í þeim fróma tilgangi að koma á óskilvirkasta landbúnaðarkerfi sögunnar. „Hvað er þá orðið okkar starf í sexhundruð sumur?" Arðrán og iðnvæðing Þingmenn á sovéska þinginu setti hljóða þegar hagfræðingur- inn Nikolæ Sjmelov lýsti því yfir að sovésk alþýða byggi við meira arðrán en Vesturlandabúar. Á Vesturlöndum er hlutur launa í þjóðartekjum 70—80%, í Sovét- ríkjunum aðeins 40%. En hvernig vikur þessu við? Annar hagfræð- ingur, Tékkinn Ota Sik, sem var ráðgjafi Dubceks, Pragvorið góða, segir að ástæðan fyrir þessu lága hlutfalli launa sé einfaldlega óskil- virkni kerfisins. Hver fjárfesting- arkróna skilar af sér langtum minni hagnaði en hún myndi gera í markaðskerfi. Sik segir ennfremur, að kerfið hafi náð vissum árangri á upphafs- skeiði sínu, m.a. vegna þess að fjöldi manns sem áður unnu ekki, t.d. munkar og nunnur, hafi veriö rekin út í atvinnulífið (Frelsisunn- andinn mikli, Karl Marx, segir í Kommúnistaávarpinu að það eigi að vera jöfn vinnuskylda fyrir alla á upphafsskeiði sósíalismans). Auk þess segja sumir að þrælkun milljóna hafi verið nauðsynleg for- senda þess að hægt væri að hlaða upp auðmagni til iðnvæðingar. Én er þá ekki einhvers konar kúgun forsenda efnalegra fram- fara í fátækum löndum? En lítum á Japan. Fyrir 1917 voru lífskjör í Rússlandi fjórum sinnum betri en i Japan. Japanir njóta nú margfalt betri kjara en Sovétmenn, þótt landi þeirra hafi verið rústað líkt og Rússland í stríðinu og þótt þeir eigi bókstaflega engin hráefni. Sovétríkin væru sennilega komin á vonarvöl fyrir löngu ef þau væru ekki auðugasta land veraldar að náttúrugæðum. Svo misheppnað er efnahagskerfi þeirra að þrátt fyrir ofuráherslu á tæknimenntun hafa mjög fáar byltingakenndar uppfinningar séð dagsins ljós þar eystra. Gagnstætt því sem margir halda sótti Stalín tækni og fjár- magn til „auðvaldslanda" er hann hóf iðnvæðingu Sovétríkjanna. Til dæmis reisti Ford bílaverksmiðju í borginni Gorkí og fjöldi þýskra verkfræðinga réðu sig í vinnu hjá „sólinni miklu". Og alveg fram á síðustu ár hefur það veriö ein helsta iðja KGB að stela vestræn- um uppfinningum eða stæla þær með einhverjum hætti. Sumir fræðimenn segja að mesta framfaraskeið rússneskrar hagsögu hafi verið tímabilið 1890—1914. Þá var t.d. reist stærsta verksmiðja í heimi i Pét- ursborg þar sem 40.000 manns púluðu, sjálfsagt fyrir lúsarlaun- um. það fylgir svo sögunni að Len- ín mátti ekki Ijúka sundur munni án þess að minnast á þessa verk- smiðju þegar hann vildi réttlæta kenningu sína um „misþróun kapítalismans". (Viss svið rússn- esks efnahagslífs voru háþróuö, önnur vanþróuð). Og ef tekið er tillit til þess að lönd eins og Tævan og S-Kórea eru komin langleiðina í raðir þróaðra ríkja meðan Kúba hjakkar í sama farinu, má stað- hæfa með góðri samvisku, að bylt- ing sé engin nauðsyn í þriðja heiminum. Lífskjör í S-Kóreu eru í dag næstum eins góð og í Suður- Evrópu en voru um 1950 svipuð og í Bangla Desh. Og Tæland stefnir hraðstíga í sömu átí. En hvernig er með Kúbu og Kastró fínakomma? Hefur ekki fínikomminn stórbætt heilsu- gæslu og menntun landsmanna. Jú, vissulega en aðeins vegna þess að stóri bróðir í Moskvu borgaði reikninginn. Sovétmenn borga Kúbumönnum fjórfalt heims- markaðsverð fyrir sykur og niður- greiða ofan á þá olíu. Þess utan hefur Kastró engan einkarétt á út- rýmingu ólæsis, Tævanbúar út- rýmdu ólæsi á aldarfjórðungi. Lokaorð Bylting var því ekki nauðsyn nema síður sé. Flest bendir til þess að markaðskeríi bæti kjör fólks í fátækum löndum meir en áætlun- arbúskapur, stór stökk fram og aft- ur blindgötuna eru engum til góðs. Jóna Osk Guðjóns- Valgelrður Guð- Anna Kristin Jó- dóttir bæjarfulltrúi. mundsdóttir bæjar- hannesdóttir fulltrúi. kennari. Brynhildur Skarp- Margrét Pálmars- héðinsdóttir banka- dóttir rekstrarfull- starfsmaður. trúi. Hádegisfundur Kvenfélag Alþýöuflokksins í Hafnarfirði, heldur fund í veitingahúsinu A. Hansen, laugardaginn 5. maí nk. kl. 11.00, árdegis. Kvenframbjóðendur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði flytja stutt ávörp. í boði er léttur hádegisverður, súpa og salat fyrir kr. 570,00. Allir velkomnir Stjórnin Oddgerður Odd- geirsdóttir íþrótta- kennari. Klara S. Sigurðar- dóttir skrifstofu- maður. Kristín List Malm- berg, nemi i KHÍ. Guðrún Emilsdóttir Guðríður Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur. form. Verkakvennaf. Framtiðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.