Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 6
INNLENDAR FRÉTTIR Laugardagur 12. maí 1990 '™*******<*œto>*° „Hvernig ætli kosningarnar fari?" gæti veriö umræöuefniö hjá þessu heiöursfólki i Bankastræti i gær. A-mynd: E.ÓI. Islenskir útflytjendur: Lífa í austurátt Útflutningsrád mun á næst- unni kanna hvaða möguleika breytingarnar í Austur-Evrópu gefa íslenskum útflytjendum. Norræna ráðherranefndin hefur boðið Útflutningsráðum INorður- landa samstarf um sameiginleg- ar norrænar aðgerðir og mun Útflutningsráð Islands taka þátt í því. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns Útflutningsráðs á aöalfundi ráösins. Um þetta sagöi Magnús ennfremur: Islandi hefur verið boðið að vera heiðursþjóð á haustvörusýningunni í Búdapest og er gert ráð fyrir, að þar verði kynntar íslenskar sjávaraf- urðir, jarðhitaþekking og ýmsar iðn- aðarvörur. í tengslum við sýning- una verður almenn kynning á Is- landi og er gert ráö fyrir, að fjölmiðl- ar í Ungverjalandi fjalli um ísland af þessu tilefni. Á sýninguna koma gestir frá flestum Austur-Evrópu- löndum og verður fróðjegt að sjá hver viðbrögðin verða. Utflutnings- ráð hefur að undanförnu verið að athuga möguleika á útflutningi á vélum og tækjum til Sovétríkjanna og verður því verki haldið áfram. I ágúst veröur alþjóðleg vörusýning fyrir vélar og tæki fyrir sjávarútveg i Leningrad og verður sameiginlegt sýningarsvæði íslenskra útflytjenda á þeirri sýningu." Kaupmenn í gamla miöbœnum: Funda með frambjóðendum Mikil og sívaxandi óánægja kaupmanna í miðbæ Reykjavík- ur mun væntanlega fá útrás á fundi sem Kaupmannasamtökin efna til í Húsi verslunarinnar annað kvöld. Þar munu fulitrúar þeirra stjórnmálaafla sem bjóða fram í borgarstjórnarkosning- unum, svara spurningum kaup- manna. Gamli miðbærinn í Reykjavík má muna sinn fífil fegri og verslun þar hefur hrakað mikiö á undanförnum árum, frá því að Kringlan tók til starfa. Kaupmenn í miðbænum eru margir hverjir óánægöir með frammistöðu borgaryfirvalda í mál- efnum gamla miðbæjarins. Sem dæmi um þetta má nefna umfjöllun Verslunartíðinda fyrir fáeinum vik- um, þar sem rætt er viö tvo kaup- menn í gamla miðbænum. Þar er t.d. haft eftir Katli Axelssyni kaup- manni að engu sé líkara en yfirvöld séu jarðsambandslaus í þessu efni og skipulega sé unnið að því að gera fólki umferð um miðbæinn eins erf- iða og mögulegt sé. Meðal kaupmanna í gamla mið- bænum virðist sú skoöun útbreidd að opnun Austurstrætis fyrir bíla- umferð sé forsenda þess að gamli miðbærinn lifni við að nýju. Auk þess telja menn að fjölga þurfi bíla- stæðum að miklum mun og harðari innheimta stöðumælasekta hafi einnig haft sitt að segja. RADAUGLYSINGAR Starfsmannafélag ríkisstof nana Afgreiöslutími á tímabilinu 14. maí—30. september er skrifstofa SFR opin frá kl. 8.00—16.00. W) Aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis veröur hald- inn í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 19. maí kl. 10.00. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins, en auk bess gerð tillaga um aö leggja niöur innlánsdeild félags- ins. Stjórn KRON. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Hinar árlegu sumar og orlofsferöir hafa veriö skipulagöar og tímasettar. Nánari upplýsingar eru í Fréttabréfi um málefni aldraöra sem sent er öllum Reykvíkingum 67 ára og eldri. Upplýsingar og pantanir í Félags- og bjónustu- miöstööinni Bólstaöarhlíö 43 í símum: 689670 og 689671 f rá og meö mánudeginum 21. maí nk. milli kl. 9.00 og 12.00. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Hinar árlegu yfirlits- og sölusýningar á handa- vinnu unninni í féiagsstarfi aldraöra í Reykjavík veröa dagana 19., 20. og 21. maí frá kl. 13.30 til 17.00 í Hvassaleiti 56, Geröubergi, Bólstaðahlíö 43 og Vesturgötu 7. í Seljahlíð v/Hjallasel verður sýningin 25. og 26. maí frá kl. 13.30 til 17.00. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Flol &K Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Opinn stjórnmálafundur í Kirkjuhvoli, fimmtudag- inn 17. maí kl. 20.30. Stuttar framsöguræður flytja: Helga Kristín Möller bæjarfulltrúi Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmáiaráðherra Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Karl Steinar Guðna- son alþingismaður. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Gizur Gottskálksson og Erna Gunnarsdóttir. ALLIR VELKOMNIR. Stjómin. Reykvíkingar! ll^ikllil Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins, verður með viðtalstíma í Félagsheimili jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10, miðvikudaginn 16. maí kl. 16.00—19.00. ALLIR VELKOMNIR Alþýðuflokkurinn, sími 15020 og 626701 Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn, þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 20.30 á Holiday Inn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar 3. Önnur mál Bjarni R Magnússon bæjarfulltrúi flytur ávarp. Stjórnin. ***** u| UMFERÐAR Góð orð > duga skammt. Gott f ordæmi skiptir mestu máli IrAd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.