Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 1
MÞYBUBLMD Aklu ekki út i évissuna aktuá Ingvar Helgason hf. Sævarnofða2 Sími: 91-67 4000 93. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1990 HREFNUVEIÐAR: Vísindanefnd Alþjóða-hvalveiði- ráðsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að veiða mætti tvö til fjögurhundruð hrefnur á ári án þess að það hefði nokkur áhrif á viðkomu stof nsins og hann sé því vannýttur. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur sagði í viðtali við útvarpið í gærkveldi að nefndin hefði með þessu stað- fest niðurstöður íslenskra vísindamanna varðandi stærð hrefnustofnsins á hafsvæðinu frá Austur-Grænlandi um- hverfis ísland og til Jan Mayen. Þessi niðurstaða vísinda- nefndarinnar þarf þó ekki endilega að þýða að hvalveiði- ráðið sjálft samþykki að hrefnuveiðar verði hafnar að nýju. Akvarðanir ráðsins hafa gjarnan þótt bera keim af stjórn- málaviðhorfum fremur en vísindaniðurstöðum. ÁTÖKUM FRESTAÐ TIL HAUSTS: Átökum i Alþýðubandalaginu hefur verið skotið á frest til haustsins. A fundi fram- kvæmdastjórnar flokksins í gær var samþykkt tillaga Ragnars Arnalds um að miðstjórnarfundur verði haldinn í haust og þar tekn- ar ákvarðanir um undir- búning kosninga næsta vor og um landsfund flokksins í janúar á næsta ári eða síð- ar. Þeir sem vilja landsfund í janúar hafa fyrst og fremst í huga að skipta um formann í flokknum. Olafur Ragnar Grímsson hefur lýst andstöðu við landsfund svo snemma. Svavar Gestsson skipaði sér opinberlega í hóp andstæð- inga Ólafs í viðtali við Stöð tvö í gærkvöldi þegar hann lýsti því yfir að flokksmenn í Reykjavík ættu við ákveðinn vanda að stríða eftir að formaður f lokksins treysti sér ekki til að lýsa stuðningi við G-listann fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. DrlIVlH: Forsvarsmenn BHMR funduðu í gær með forsætisráðherra og fjár- málaráðherra. Ekki náðist samkomulag um launa- hækkanir þær sem um er deilt. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra sagði í viðtali við út- varpið í gærkvöldi að það væri misskilningur að ríkis- stjórnin væri að rifta samn- ingunum frá í fyrra. Það væri ekki vitað hvort tilefni væri til launahækkana fyrr en samanburður hefði verið gerður á kjörum háskólamenntaðra starfsmanna í ríkis- geiranum og hjá einkafyrirtækjum. Páll Halldórsson for- maður BHMR segir hins vegar að engar frestanir á launa- hækkunum séu til umræðu. Deilan virðist þannig fara harðnandi. ÍRAR OG ÍTALIR ÁFRAM: írar og ítalir tryggðu sér í gær rétt til að leika í átta Hða úrslitum heimsmeistara- keppninnar í fótbolta. ítalir sigruðu Úrúguay með tveimur mörkum gegn engu en írar tryggðu sér áframhaldið í æsi- spennandi vítaspyrnukeppni eftir að hvorki þeim né Rúm- enum hafði tekist að skora mark í framlengdum leik. loka- stöðutölurnar urðu 5—4. IRA SPRENGIR LUNDÚNAKLÚBB: öfiug sprengja írska lýðveldishersins sprakk í gærkveldi á fyrstu hæð eins sögufrægasta klúbbs Lundúna, Carlton-klúbbsins. Klúbb- urinn er einkum sóttur af meðlimum breska íhaldsflokks- ins og Margaret Thatcher er meðal meðlima. Samkvæmt Reutersfrétt í gærkveldi var talið að allmargt fólk hefði særst en ekki var vitað hvort einhverjir ráðherrar hefðu verið í klúbbnum þegar sprengjan sprakk. LEIÐARINN Í DAG Tíminn er okkar, voru slagorð Lýðræðisbanda- lagsins í Búlgaríu í nýafstöðnum kosningum. Leiðari Alþýðublaðsins í dag fjallar um fyrstu lýðræðiskosningarnar í Búlgaríu. Þó að komm- únistar sitji áfram við stjórnvölinn, trúir enginn því að þeir ráði við vandamálin. Tímanum verð- ur einfaldlega ekki snúið við. Kommúnistar syngja sjálf ir út fararsönginn, e n við lag lýðræð- issinna. SJÁ BLS. 4. Galdurinn að láta peninga hverfa Sæmundur Guðvinsson skyggnist bak við fréttimar og veltir því fyrir sér hvernig standi á því að menn sem tekst ist að láta peninga hverfa, séu verðlaunaðir með því að láta þá hafa enn meiri peninga til að iáta hverfa. Að fleygja mönnum í sjó Dagfinnur lætur gamminn geysa að venju og leggur nú til að gleðimenn í Vestmannaeyj- um verði teknir til fyrirmyndar og tekið verði til við að fleygja mönnum í sjó. Afreksmenn framtíðarinnar Örn Eiðsson skrifar um íþróttamálefni og fjallar um ungt og efnilegt íþróttafólk, sem landsmenn eiga e.t.v. eftir að veita meiri athygli hér eftir en hingað til. Að þessu sinni fjallar hann um Jón Arnar Magnússon. Elísabet II. Englandsdrottning og hertoginn af Edinborg fengu að handfjatla íslensku handritin. Jónas Kristjáiisson, forstöðumaöur Árnastofnunar, fræddi drottninguna og hertogann um alla sólarsögu handritanna. Hjónin sýndu handritunum mikinn áhuga eins og sjá má á báðum myndunum. A-myndir: E.ÓI. Koma Elísabetar II. og hertogans af Edinborg: . i^u.jui/v-iu; ij. x/f\ * *V »v/^u/ i.o u/ uutfii/uig! Hvar er drottningin o" — var spurt unglegri röddu úr hópi áhorfenda Óhætt er að segja að hið íslenska veður hafi leikið við Elísabetu II. Englands- drottningu og Filippus prins, hertogann af Edin- borg, þegar þau lentu á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbil í gær. Komu þau þar með í sína fyrstu opinberu heimsókn til ís- Iands. Þota þeirra lenti um tveimur mínútum fyrir áætlaðan tíma, eða þegar klukkan var 23 mínútur gengin í eitt. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, tók á móti drottn- ingu og hertoganum á Reykjavíkurflugvelli þar sem þjóðsöngvar hvorrar þjóðar voru leiknir. Að þeirri athöfn lokinni hélt mektarliðið til hádegisverðar í ráðherrabú- staðinn við Tjarnargötu þar sem snæddur var léttur há- degisverður í boði forsetans. Á matseðlinum var; blandað- ur forréttur er innihélt hum- ar, lifrarkæfu, steiktur blóð- mör og reyksoðinn smálax, í aðalrétt var soðin smálúða í saffransósu, eftirrétturinn var skyrkaka. Maturinn var eldaður af Hilmari Jónssyni. Áður höfðu þjóðhöfðingj- arnir skipst á gjöfum. Vigdís gaf drottingu vatnslitaverk eftir Eirík Smith af Þingvöll- um og Filippusi Dýraríkið eft- ir Benedikt Gröndal. Elísabet önnur færði Vigdísi tvær postulínsstyttur og bókina Heimsókn til íslands, 1833 eftir Atkinson. Drottningin sæmdi einnig Vigdísi Bath orðunni við þetta tækifæri. Við komuna til ráðherrabú- staðarins hafði nokkur fjöldi fólks safnast saman í Tjarnar- götunni. Unga kynslóðin beið spennt eftir drottning- unni og við Tjarnarborg ið- uðu yngstu börnin af spenn- ingi. Þegar drottningin loks kom heyrðist ein ungleg rödd segja: „Hvar er drottningin." Sú litla, eða litli, sem þetta sagði hafði sennilega búist við drottningu með kórónu og sprota en orðið fyrir von- brigðum með það að drottn- ingin íklæddist fremur íburð- arlitlum fatnaði og bar enga sjáanlega eðalsteina. Sjá nánari umfjöllun um fyrsta heimsóknardag drottn- ingar.