Alþýðublaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR
3. JANÚAR 1991
UNGLINGAR Á BARNATAXTA í STRÆTÓ: ung-
lingar á aldrinum 12—15 ára borga barnagjald með stræti-
svögnum Reykjavíkur frá og með 1. jan. sl. Fargjöld hækk-
uðu almennt frá sama tíma, þannig að fullorðinsmiði með
strætó kostar nú 65 krónur.
Sama viðmiðun og í almenningsvögnunum verður einn-
ig hjá borginni á þeim stöðum sem unglingar þurfa að
greiða aðgangseyri. Þannig munu þeir t.d. greiða sama
gjald og börn í sundlaugar borgarinnar. Ekki er vitað til
þess að þessi gjaldaskrárlækkun hafi á áhrif á vísitölu til'
lækkunar, enda eru unglingar ekki reiknaðir í hagtölum
okkar.
ÞORLÁKUR HELGASON í PRÓFKJÖR: ’orlákur
Helgason blaðamaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í
prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík sem fyrirhugað er í
næsta mánuði. Þorlákur var áður skólameistari við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands og skipaði þriðja sæti Alþýðu-
flokksins í Suðurlandskjördæmi við síðustu kosningar.
HLUTAFÉ FYRIR MILLJARÐ ÍÁRSLOK: -llutabréf
voru seld fyrir um einn milljarð króna í vikunni milli jóla
og nýárs en slík hlutafjárkaup eru að ákveðnu marki frá-
dráttarbær frá skatti. Ekki er talið að verð hlutabréfa muni
lækka jafnvel þótt eitthvað yrði um það að einstaklingar
seldu bréf sín aftur á næstu dögum.
SEX TÝNDIR Á FLJÓTSDALSHEIÐI: íkkert hafði
spurst til þeirra sex sem saknað var á Fljótsdalsheiði. Þeir
höfðu lagt á heiðina á tveimur velbúnum jeppum á sunnu-
dagskvöldið og var ferðinni heitið að Snæfelli. Var von á
þeim til byggða í fyrradag en þegar blaðið fór í prentun
hafði enn ekkert spurst til þeirra. Björgunarsveitir hafa
hafið leit að mönnunum en vonskuveður var á Fljótsdals-
heiði í gær og leitarskilyrði afar erfið.
FÁ SKYNDIBITASTAÐIR VÍNVEITINGALEYFI? A
fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur í dag verður endanlega
afgreidd ósk tveggja skyndibitastaða um vínveitingaleyfi.
Ágreiningur varð um leyfisveitinguna í félagsmálaráði og
í borgarráði og þess vegna kemur málið til endanlegrar af-
greiðslu borgarstjórnar.
Það eru veitingahúsin Jarlinn við Tryggvagötu og Jarl-
inn við Bústaðaveg 153 sem sækja um vínveitingaleyfi. Á
fundi félagsmálaráðs 17. des. andmæltu Guðrún Ágústs-
dóttir og Elín G. Ólafsdóttir leyfisveitingunni og létu bóka
að þær teldu það ranga stefnu „að veita skyndibitastöðum
og stöðum, þar sem matur er seldur út, leyfi til að selja vín.“
Á borgarráðsfundi 21. des. sl. gekk Sigurjón Pétursson til
liðs við Guðrúnu og Elínu og greiddi atkvæði gegn um-
sókninni. Á fundi borgarstjórnar í dag er búist við að leyfi
verði gefið, þar sem borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokks hefur verið óskiptur í málinu.
LEIÐARINNIDAG
Leiðari Alþýðublaðsins fjallar um úrslitaárið 1991. Á
þessu ári ræðst framtíð innanríkisþróunarinnar í
Sovétríkjunum. Undir henni er framtíð samskipta
stórveldanna komin og trygging heimsfriðarins.
SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ÚRSLITAÁRIÐ 1991
Sambandið í sex
hlutafélög
tórfelldar vöru-
ækkanir boðaðar
um skot hittu
4 mark
í fréttaskýringu er sagt frá
þeim sex hlutafélögum sem
hafa tekið við rekstri fyrirtækja
Sambandsins. Vænta má frek-
ari breytinga hjá samvinnu-
hreyfingunni og breytinga á
lögum um samvinnufélög.
Búist er við stórfelldum
hækkunum á matvörum í Sov-
étríkjunum samfara því að þau
taka upp í auknum mæli mark-
aðsbúskap. Erlend fréttaskýr-
ing eftir Ingólf Margeirsson.
„Svo fer það eftir því hvort
fólk er í stuði eða ekki þegar
það fylgist með skaupinu. Á
fimmta glasi hlæja sumir að
öllu," segir Sæmundur Guð-
vinsson um áramótaskaup
Sjónvarpsins.
Á sama tíma og Reykvíkingar hafa selt um 15 þúsund tonna kvóta burt hefur Vestmannaeyingum áskotnast andvirði allrar
veiði Bolvíkinga. _
Storfelldir kvotaflutningar
Bolungarvik til
Yestmannaeyja
Vestmannaeyingui.i
hefur á árunum
1984—1990 bæst við
jafnstór veiðikvóti og
nemur öllum núverandi
kvóta Bolvíkinga.
Vestmannaeyjar eru sú
verstöð þar sem mestur
kvóti hefur bæst við á tíma-
bili kvótakerfisins. Á árínu
1984 nam aflakvóti Vest-
mannaeyinga 8,65% af
heildarkvóta í landinu. í
fyrra höfðu 6750 tonn bæst
við aflakvóta Eyjamanna
og er það álíka mikill afli úr
sjó og Bolvíkingar máttu
veiða í fyrra. Aflaverðmæt-
in sem áskotnuðust í Vest-
mannaeyjum nema ríflega
hálfum milljarði króna.
Tilfærslur á kvóta hafa
verið miklar á þeim tíma
sem kvótakerfi hefur verið
við líði. Reykvíkingar seldu
um 15 þúsund tonn úr
kvóta sínum á árunum
1984—1990, og var afla-
kvóti þeirra í fyrra aðeins
8,15% heildarkvóta lands-
ins samanborið við 11,43%
á árinu 1984. Sala á kvóta
úr Reykjavík með skipum
eða beint er álíka mikil og
ársveiði 6—7 skuttogara.
3 þúsund starfsmenn bœttust á ríkissjód um áramótin
Ríkið borgar
— en hefur ekki hugmynd um launakjörin
Um þrjú þúsund manns
fluttust um áramótin af
sveitarfélögunum yfir á
ríkið. Ríkisvaldið hefur
ekkert eftirlit með launa-
greiðslunum og í ríkis-
kerfinu hafa menn enga
hugmynd um kaup og kjör
þessa hóps.
Sú breyting varð um ára-
mótin á starfsmannahaldi
sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva, sem eru í tengslum
við sjúkrahúsin, að launa-
greiðslur koma framvegis al-
gjörlega úr ríkissjóði. Stofn-
anirnar munu þó greiða fólk-
inu launin áfram, en launa-
bókhald verður ekki á hendi
ríkisins eins og gildir um aðr-
ar stofnanir ríkisins. Ríkis-
sjóður er sem sé launagreið-
andinn, en ríkisvaldið hefur
ekkert eftirlit með launa-
greiðslum og í ríkiskerfinu
þekkja menn ekki kaup og
kjör þessa fólks.
Um er að ræða tæplega
þrjú þúsund manns af um 25
þúsund manns sem vinna hjá
ríkinu. Ríkið hefur því enga
hugmynd um laun meira en
tíunda hvers opinbers starfs-
manns. Það var á fyrra ári
sem ákveðið var að launa-
greiðslur skyldu framvegis
verða á hendi sjúkrahúsanna
sjálfra og ekki í gegnum
launakerfi ríkisins og Reykja-
víkurborgar. Litið var á
ákvörðunina sem hverja aðra
valddreifingu. Slík valddreif-
ing var þó ekki viðhöfð fyrir
ári er ýmsir starfsmenn —
m.a. í skólakerfinu — fluttust
af sveitarfélögum á ríki.
Ekki er vitað hvenær reikn-
ingum verður framvísað í
fyrsta sinni, en þá mun vænt-
aniega koma í ljós á hvaða
kjörum það fólk er sem vinn-
ur hjá ríkinu — enn sem kom-
ið er virðast launakjörin
launagreiðandanum óvið-
komandi.