Alþýðublaðið - 03.01.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 03.01.1991, Page 2
2 Fimmtudagur 3. janúar 1991 Nú tekur Björn gleði sina Björn bóndi á Löngumýri ætti að geta tekið aftur gleði sína. Bókin hans og Gylfa Gröndals, Ég ef lif- að mér til gamans, náði ekki upp á efstu hæðir á vinsældalista bókanna í DVum daginn. Kvaðst Björn þá una því fremur ijla að vera ekki í efsta sætinu. Á vin- sældalista Dags á Akureyri er bókin hans Björns í efsta sætinu. Þar koma í næstu sætum Tár, bros og takkaskór eftir Porgrím Þráinsson, í þriðja sæti er Bubbi, í fjórða Kristján og í fimmta brandarabók Árna Johnsen úr þinginu. Bubbi og „gólftusk- urnar" Bubbi Morthens fær vægast sagt vondan dóm fyrir umgengni sína við kvenkynið í nýútkom- inni Veru. I augum Bubba eru konur „hitt" kynið, segir í blað- inu, hann hrífst af þeim, en ein- göngu sem kynverum. „Hann framandgerir konur og líkir þeim við strengjahijóðfæri. Allt sem þarf að gera er að finna strenginn, „stilla hann og spila á hann". Hann útmálar ást sína til þeirra með gömlum klisjum og útjaskaðri goðsögn,” segir m.a. í ritdómi þeirra Eyrúnar Ingadótt- ur og Oddnýjar Árnadóttur. Undir lokin segja þær að virðing Bubba fyrir kvenfólki sé aðeins í orði en ekki á borði, því í lífi hans hafi konur einkum gegnt því hlutverki að vera gólftuskur. Að öðru leyti er bókinni hælt sem skemmtilegri aflestrar. Bónus er ódýrasta búðin Leifur Gudjónsson vakir yfir verðlaginu á skrifstofu Verðlags- eftirlits verkalýðsfélaganna, sem áreiðanlega er stórgóð stofnun, sem verndar kaupmátt- inn betur en margt annað. Leifur segir í viðtali við Frétta- bréf Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, að Bónusbúðirnar séu ódýrastar, en þær dekri minnst við mannskapinn. Fjarð- arkaup eru ódýrastur stórmark- aðanna, en Hagabúðin ódýrust stærri hverfisverslana. í ljós kemur hrottalegur verðmunur í matvörubúðum, — allt að 44% munur á lægsta og hæsta meðal- verði. Leifur segir að Bónus sé um 9% undir meðalverði Fjarð- arkaupa, — það þýði að við- skiptavinur sem kaupir fyrir 10 þúsund á viku í Fjarðarkaupum mundi borga um 47 þúsund krónum minna á ári í Bónusbúð- unum. Jólakortin hans Ólafs Ragnars Sigurjón Þ. Arnason formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands telur að enginn íslendingur hafi fengið annað eins af hátíða- kveðjum að þessu sinni og fjár- málaráðherrann Ólafur Ragnar Grímsson. Stúdentar við Háskól- ann sendu hundruð korta þar sem komið var á framfæri áhyggjum af afdrifum kennslu við skólann eftir áramótin. Þar á eftir að leysa deilu stundakenn- ara og yfirvalda áður en vor- misseri getur hafist. Náttúrulif á sýningu Svala Sigurleifsdóttir sýnir svart/hvítar ljósmyndir, náttúru- lífsmyndir og styttur hjá Sævari Karli í Bankastræti um þessar mundir. Þessi mynd er ein þeirra sem þar er sýnd, — og minnir óneitanlega á að nú er fuli þörf á að gefa öndum, svönum, dúfum og öðrum góðum fuglum sem búa við matarskort í vetrarkuld- anum. ■ FRtTTABK ÝMING Sambandið i Skipadeildin heitir nú SAMSKIP hf. eins og gat að líta á þessari bifreið sem stóð fyrir utan Sambandshúsið á Kirkjusandi í gær. Rekstur Sambandsfyrirtækjanna er nú kominn í hlutafélagaform en Sambandið á stærstan hluta nýju hlutafélaganna. Sambandinu hefur nú verðið skipt upp og stofnuð hlutafélög um þann rekstur sem það hefur hafft á hendi. Sambandið heldur þó ófram að vera til sem samstarfseining kaup- fólaganna og á reyndar að miklum hluta þau hlutafélög sem stofnuð hafa verið um þann rekstur sem var á veg- um Sambandsins. Tryggvi Harðarson skrifar Margir hafa spurt: Hverjir eiga Sambandið? Sambandið er eins konar sjálfseignarstofnun í eigu kaupfélaganna. Sambandinu er stjórnað af samvinnuhreyfingunni sem kýs stjórn Sambandsins og með því móti stjórna kaupfélögin Sambandinu án þess að vera lög- formlegir eigendur þess eða bein- ir hluthafar. Kaupfélögin eiga þó stofnframlög sín í Sambandinu en þau nema samtals aðeins um 100 milljónum króna. Hin ýmsu kaup- félög eru nú beinir eigendur að nýju hlutafélögunum auk þess sem þau eiga í þeim í gegnum Sambandið. Sambandið er hins vegar orðið eins konar eignar- haldsfélag sem fer með eignar- hluti Sambandsins í hinum ýmsu fyrirtækjum. Nýju hlutafélögin sex Jötunn hf. er hlutaféiag sem lengi hefur verið í eigu Sambands- ins. Það var ekki í rekstri á síðasta ári en hefur nú tekið yfir rekstur Jötuns — deildar sambandsins. Hlutafé í upphafi er 140 milljónir króna og stendur til að auka það í 200 milljónir. Jötunn hf. tók við innflutningi og sölu á bílum, vél- um, fóðurvörum, rafeindabúnaði og fleiru nú um áramótin. Mikligarður hf. komst í meiri- hlutaeign Sambandsins á síðasta ári. Hlutafé í Miklagarði hf. er um 130 milljónir og stendur til að auka það í 300 milljónir. Frá og með þessu ári yfirtekur Mikligarð- ur hf. Verslunardeild Sambands- ins. Goði hf. var stofnaður 11. des- ember sl. og hóf starfsemi sína nú um áramótin. Hlutafé Goða hf. er 300 milljónir og tekur félagið við hlutverki Búvörudeildar. Sam- bandið á 50% hlut í Goða en ýmis kaupfélög hinn helminginn. Islenskar sjávarafurðir hf. taka við hlutverki Sjávarafurðar- deildar Sambandsins. Hlutafé þess er 588 milljónir króna og er Sam- bandið helmingseigandi á móti framleiðendum sjávarafurða (landfrystihús og frystiskip), auk nokkurra kaupfélaga. Fyrirtækið var stofnað 14. desember sl. og iróf rekstur nú um áramótin. íslenskur skinnaidnaður hf. var stofnað á Akureyri 15. des- ember sl. og tekur við hlutverki Skinnadeildar á Akureyri. Hlutafé í upphafi er 270 milljónir króna. Stofnfélagar auk Sambandsins eru 20—25 kaupfélög sem eiga fé í svokölluðum verksmiðjustofn- sjóði. Starfsemi fyrirtækisins hófst nú um áramótin. SAMSKIP hf. tekur yfir starf- semi Skipadeildar Sambandsins og er nær alfarið í eigu Sambands- ins. Hlutafé er 892 milljónir króna. Hlutafélagið var stofnað 21. des- ember sl. og hóf það rekstur frá og með áramótunum. Sombandlð langstærsti hluthafinn____________________ Sambandið er langstærsti hlut- hafinn í hinum nýju hlutafélögum og á ailt frá helmingi hlutafjár í þeim upp í það að eiga sum þeirra nánast 100%. Hér er því fyrst og fremst verið að breyta um rekstr- arform auk þess sem fyrirhugað er að opna fyrirtækin fyrir nýju hlutafé. Hlutafélagsformið býður upp á ýmsa fjármögnunarmögu- leika sem ekki voru til staðar hjá samvinnufyrirtækjunum áður. Með því að breyta Sambandinu í nokkur hlutafélög verður rekstur hvers og eins þeirra undir sjálf- stæðri stjórn. Þá er gert ráð fyrir að nýir hluthafar komi inn í fyrir- tækin og auki með því eigið fé fyr- irtækjanna. Forstjóri Sambands- ins, Guðjón B. Ólafsson, sagði við Alþýðublaðið að almennt mætti segja að nýju hlutafélögin byggju við góða eiginfjár- og greiðslu- stöðu miðað við sambærileg fyrir- tæki. Kæmi það meðai annars til af því að við breytingarnar hefðu komið fram ýmsar duldar eignir, bæði í húseignum og skipum, og stæðu því nýju fyrirtækin bók- haldslega betur en ársreikningar Sambandsins höfðu sagt til um. Þá hafa lánardrottnar Sam- bandsins lagt blessun sína á þá gjörbreytingu sem átt hefur sér stað á rekstrarformi Sambandsfyr- irtækjanna því annars hefði ekk- ert getað orðið af umræddum breytingum. Nýtt frumvarp um samvlnnufélög_____________ Nú stendur til að breyta lögum um samvinnufyrirtæki á Aiþingi og var lagt fram frumvarp þar um fyrir jólin af Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra. í því er gert ráð fyrir að hægt verði að gefa út svo- kölluð „samvinnuhlutabréf" sem lúta almennum reglum um við- skiptabréf og geta gengið kaupum og sölum á markaði. Þeim fylgir þó ekki atkvæðisréttur en hins vegar fylgir þeim forgangur til arðgreiðslna. Gert er ráð fyrir að þau fái samskonar skattalega meðferð og hlutabréf. Með þessum breytingum yrði um tvenns konar stofnsjóði að ræða hjá samvinnufyrirtækjum. Annars vegar A-deild, sem sam- svarar venjulegum stofnsjóði eins og nú tíðkast, og hins vegar B- deild, sem taki til „samvinnuhluta- bréfanna". Með þeim breytingum sem felast í frumvarpi viðskipta- ráðherra er verið að færa sam- vinnufélög nær hlutafélagsform- inu. Hverjir eigq______________ Sambandiö?________________ Eins og fram hefur komið eiga kaupfélögin Sambandið. Eign Sambandsins nú að breytingunum afstöðnum er talin vera yfir 4 millj- arðar. Hins vegar er bein eign kaupfélaganna talin vera aðeins um 100 milljónir, eða nálægt 2,5% eigna Sambandsins. Það er sá hlut- ur er nemur stofnframlögum kaupfélaganna. Því má segja að Sambandið eigi sig sjálft sem nem- ur um 97,5%. Á móti koma að sjálfsögðu skuldir en kaupfélögin eru ekki ábyrg fyrir skuldum Sam- bandsins umfram það sem nemur framlagi þeirra í stofnsjóð. Ein- hverjar hugmyndir munu vara uppi um að gefin verði út einhvers konar jöfnunarhlutabréf í Sam- bandinu og beinn eignarhlutur kaupfélaganna með því móti auk- inn. Annars er ýmislegt ófrágengið og óljóst hvernig verður með farið af þeirri starfsemi sem hefur verið á hendi Sambandsins. Sambandið hefur haft á sinni könnu ýmislega sameiginlega þætti hinna ein- stöku deilda, eins og fjárhag-, aug- lýsinga- og hagdeildar auk innra eftirlits. Væntanlega verður innan tíðar tekin afstaða til þessara þátta í rekstri Sambandsins og hvernig með verður farið í framtíðinni. Hin nýju hlutafélög munu taka við öllum skuldbindingum Sam- bandsins gagnvart starfsfólki fyrir- tækjanna og greiða áfram í lífeyr- issjóð samvinnustarfsmanna. Þá hafa nýju hlutafélögin að sjálf- sögðu tekið á sig skuldir Sam- bandsins í hlutfalli við hvað þau yf- irtóku af eignum þess.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.