Alþýðublaðið - 03.01.1991, Page 3

Alþýðublaðið - 03.01.1991, Page 3
Fimmtudagur 3. janúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN 2000 FARÞEGAR Á DAG: Umferðin um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hins heppna á Keflavíkurflugvelli er ca. 2000 farþegar á degi hverjum allt árið um kring. Að sjálfsögðu er atgangurinn í flugstöðinni mismikill eftir árstíðum, margfalt fleiri eiga leið um þegar mest er, mun færri á dauðu mánuðunum. I fyrra fóru um flugstöðina 699.445 manns — brottfararfarþegar 272 þúsund — komufarþegar svipað margir og áningarfarþegar 156 þúsund, sem er 14,4% meira en í fyrra, sem að sjálfsögðu eru góð tíðindi fyrir ferðamannagreinina í landinu og virðist mikil og vax- andi þörf fyrir hina nýju flugstöð. UNGLINGARNIR í MIÐBORGINNI: Félagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ákveðið að tillögu framkvæmdahóps um málefni miðborgar Reykjavíkur að skipa samstarfsnefnd um málefni barna og unglinga á höf- uðborgarsvæðinu. Fulltrúar fjögurra ráðuneyta eiga sæti í nefndinni og stærstu sveitarfélögunum á svæðinu boðið að tilnefna fulltrúa sína. Hópurinn mun fara rækilega í saum- ana á því ástandi sem skapast hefur oft á tíðum í miðborg- inni, en það hefur sannast sagna ekki verið gott, eins og flestir vita. BANKIKAUPIR BANKA AF BANKA: Bankastjórnir Landsbankans og íslandsbanka hafa náð samkomulagi um ramma að samningi um sölu útibús Samvinnubankans á Húsavík. íslandsbanki kaupir. HEIMSSAMBAND OG BHMR-DEILAN: Heims- samband kennarafélaga sendi rétt fyrir jólin kæru gegn ríkisstjórn íslands til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, fyrir hönd hins íslenska kennarafélags. Heimssam- bandið tekur undir öll kæruatriði í kæru BHMR til stofnun- arinnar. Sérstaka áherslu leggur heimssambandið á ein- hliða riftun löglegs kjarasamnings með beitingu bráða- birgðalagavalds. Þennan gerning telur sambandið alls ekki standast ákvæði ILO um frjálsan samningsrétt, segir í fréttatilkynningu Hins íslenska kennarafélags. SAMNINGUR VIÐ SOVÉTRÍKIN: Enda þótt ýmis viðskipti okkar við Sovétríkin séu að fara í vaskinn, hefur náðst samningur um samvinnu á sviði menningar, vísinda og tækni milli íslands og Sovétríkjanna. Framkvæmda- áætlun var undirrituð nýlega og skrifuðu undir hana fyrir hönd landanna Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Igor N. Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. Myndin var tekin við samningsundirritun. BREYTINGAR í UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNI: sig- ríður Snævarr hefur verið skipuð sendiherra í Stokk- hólmi frá 1. febrúar. Gunnar Pálsson hefur verið skipaður sendiherra og falið fyrirsvar í afvopnunarviðræðum frá 1. þessa mánaðar. Gunnar Gunnarsson hefur verið skipað- ur sendifulltrúi og starfar í alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytis frá áramótum. ÍTALÍUSKRIFSTOFA SÍF: Sigurður Sigfússon, við- skiptafræðingur, verður forsvarsmaður nýrrar skrifstofu Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í Mílanó á Ítalíu, sem ákveðið hefur verið að opna. Sigurður hefur í sex ár starfað hjá SÍF og verið ábyrgur fyrir Ítalíuviðskiptunum. SÍF hefur frá upphafi rekið skrifstofu í Genova á Italíu, en henni hefur nú verið lokað og verður nú opnuð að nýju í Mílanó. EIMSKIP Á NYFUNDNALANDI: Eimskip hefur opn- að eigin skrifstofu í St. John's á Nýfundnalandi. Þar í landi hefur félagið viðkomur í Argentia. Er þetta sjötta skrifstofa Eimskips erlendis. Forstöðumaður nýju skrifstofunnar er Eyjólfur Sigurðsson, sem starfað hefur sem markaðsfull- trúi félagsins á Nýfundnalandi frá því í maí á síðasta ári. Spád samdrœtti hjá evrópskum flugfélögum: Fleiri bókanir hjá Flugleiðum „Enn sem komið er hefur ekki dregið úr eft- irspurn eftir sætum hjá okkur og bókanir næstu mánuði eru meiri en á sama tíma í fyrra. Ef það hins vegar verður kreppa í heiminum hef- ur það auðvitað áhrif á okkar rekstur eins og annarra. Einu samdrátt- areinkennin sem við er- um farnir að sjá eru þau að það virðist vera minna bókað af ráðstefn- um hér næsta vor og sumar,“ sagði Pétur J. Ei- ríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða í samtali við Alþýðublaðið. Reuterfréttastofan hefur það eftir sérfræðingum að jafnvel þótt Persaflóadeilan leysist friðsamlega og verð á eldsneyti lækki muni hið nýbyrjaða ár verða evr- ópskum flugfélögum þungt í skauti. Astæður eru eink- um sagðar samdráttur í við- skiptum, hærra eldsneytis- verð og aukin samkeppni sem hefur í för með sér lægri meðalfargjöld. Talið er að mjög dragi úr hagnaði stórra flugfélaga, eins og British Airways, Lufthansa og Swissair. Hollenska flug- félagið KLM hefur kynnt sparnaðaráætlun sem á að draga úr kostnaði er nemur 235 milljónum dollara á næstu þremur árum. Starfs- mönnum verður fækkað um 500. Þá kemur fram í frétt Reuters, að til að draga úr kostnaði muni mörg fyr- irtæki, sem hafa keypt far- Allt útlit er fyrir að hinar nýju flugvélar Flugleiða verði þéttsetnar á næstu mánuðum meðan spáð er erfiðu ári hjá stóru flugfé- lögunum í Evrópu. miða á fyrsta farrými eða bissnisfarrými fyrir starfs- menn sína á ferðalögum, kaupa ódýrari farmiða. Pét- ur J. Eiríksson var spurður hvort vart hefði orðið við samdrátt hjá Saga Class Flugleiða. „Það hefur verið talsverð aukning á farþegum sem ferðast á Saga Class á flug- leiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. í Evrópu- fluginu hefur hins vegar orðið samdráttur hvað þetta varðar og álítum við að það stafi af samdrætti hérlendis i erlendum við- skiptum. En þegar á heild- ina er litið þá erum við bjartsýnir á nánustu fram- tíð að minnsta kosti þar sem bókanir lofa góðu,“ sagði Pétur. Bleikjuframleiöendur stofna fagráð: Ætla að forðast mistök laxeldis „ Þad hefur veriö flutt út lítils háttar af bleikju, einkum til Bandaríkjanna og Frakklands og viötökur verið mjög góðar. Bleikju- eldi viröist því eiga góða möguleika ef rétt er að málum staðið en við hvetj- um menn til að fara að öllu með gát svo ekki verði þar sömu mistök og hjá laxeld- inu,“ sagði Óskar ísfeld Sigurðsson fiskeldisráðu- nautur hjá Búnarfélagi ís- lands í samtali við Alþýðu- blaðið. Á morgun verður haldinn stofnfundur fagráðs bleikju- framleiðenda en nokkrir framleiðendur hafa ásamt fulltrúum Búnaðarfélagsins ur að kynbótum á eldis- bleikju. Við vonumst til að hægt sé að byggja þetta upp í réttum takti svo ekki fari fyrir þessu eins og laxinum og ætl- um að gera það með því að styðja við bakið á þeim stöðv- um sem eru komnar í gang og sjá hvernig þeim farnast en ekki að fjöldi manna helli sér strax út í þetta,“ sagði Óskar ísfeld. Hann sagði að þetta bleikjueldi væri enn á til- raunastigi og ýmislegt sem menn vildu vita betur í sam- bandi við framleiðsluna. Út- flutningur til þessa hefur einkum verið til betri veit- ingastaða í Nýja Englandi í Bandaríkjunum og í Frakk- og Útflutningsráðs átt við- ræður um hvernig best væri að haga markaðssetningu og sölu eldisbleikju. Sérstök verkefnisstjórn var mynduð sem var falið að undirbúa stofnun fagráðs. „Það eru sex stöðvar sem eru komnar með einhverja framleiðslu að marki á eldis- bleikju. Má þar nefna stöðvar á Hólaskóla, Húsavík, Silfur- stjörnuna í Öxarfirði og stöð á Þorlákshöfn. Auk þess eru víða minni stöðvar. Eldis- þekking hvað varðar bleikj- una er ekki lakari en varð- andi laxinn. Við erum með rannsóknarverkefni í gangi til að betrumbæta eldisferil- inn og hafinn er undirbúning- landi en Sviss og Austurríki væru líka áhugaverð mark- aðslönd. Það væru ekki margar þjóðir sem gætu aiið þennan fisk og það ætti að auka möguleika framleið- enda hér að koma bleikjunni á markað við góðu verði. Hins vegar væri mjög auðvelt að eyðileggja þessa mögu- leika ef menn gerðu sömu mistök og urðu við markaðs- setningu laxins á sínum tíma. Stefnt er að því að fagráð bleikjuframleiðenda geti veitt framleiðendum aðstoð við markaðssetningu og upp- lýsingar um vöruþróun, stað- ið að markaðsrannsóknum, samræmt útflutning og verið stefnumótandi í bleikjueldi. Efnahagsspá Félags íslenskra idnrekenda: Hagvöxtur verður 2,6% — ef viö fáum álver og loöna veiöist Á Norðurlöndunum ,sem heild mun hagvöxtur á ný- liðnu ári ekki verða yfir 1,5% sem er einungis helmingur þess sem búist er við _ í Evrópulöndum OECD. Á þessu ári er búist við enn minni hagvexti eða innan við 1%. Hins vegar er talið að hagvöxtur á ís- landi á mælikvarða lands- framleiðslu geti orðið um 2,5%. Þetta er hins vegar háð því að hafist verði handa um framkvæmdir i orkugeiranum í tengslum við fyrirhugað álver og loðnuafli verði umtals- verður. Bregðist þetta hvort tveggja má hins veg- ar búast við samdrætti í landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Nordic Economic Öutlo- ok, en það er rit sem gefið er út sameiginlega af iðnrek- endafélögunum á Norður- löndum og fjallar um horfur í efnahagsmálum. Sagt er að undanfarin þrjú ár hafi hag- vöxtur á Norðurlöndum ver- ið talsvert minni en í Evrópu- löndum OECD. Þó hefur ár- legur hagvöxtur i Finnlandi verið vel yfir 5% bæði árin 1988 og 1989. Á þessum ár- um var hagvöxtur sérlega íít- ill eða neikvæður í . Dan- mörku, Noregi og hér á landi. Á síðasta ári efldist hagvöxt- ur í Noregi en minnkaði í Sví- þjóð og Finnlandi. í almennu yfirliti um efna- hagsástand og horfur á ís- landi þetta ár segir meðal annars að verg landsfram- leiðsla standi í stað eða vaxi ef til vill um hálft prósent. Bú- ist er við að verðmæti fiskafl- ans minnki að raungildi, einkum vegna minni kvóta til veiða verðmætari tegunda og samdrætti í heildarafla. Spáð er að atvinnuleysi verði að meðaltali um 2% af heild- armannafla. Dræmar horfur eru um vöxt útflutningstekna og talið að útflutningur vöru og þjónustu dragist saman um 1,5% á þessu ári. Hins vegar er búist við að innflutn- ingur aukist mjög en þá nán- ast einvörðungu vegna inn- flutnings byggingarefna, véla og tækja til framkvæmda við virkjanir tengdum álveri Alt- antsáls. Reiknað er með að verð- bólgan verði 9—10% og með- algengi krónunnar verði haldið svo til óbreyttu þetta ár. Spá Félags íslenskra iðn- rekenda um 2,6% hagvöxt á þessu ári gengur nokkuð á skjön við áætlun Þjóðhags- stofnunar um 1,5% hagvöxt og spá OECD um 3,4% hag- vöxt. Þess ber að geta að Þjóðhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir neinum fram- kvæmdum í orkugeiranum í tengslum við fyrirhugað ál- ver en í spá OECD er reiknað með slíkum framkvæmdum. Af hálfu Félags íslenskra iðnrekenda hefur Yngvi Harðarson, hagfræðingur unnið að útgáfu ritsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.