Alþýðublaðið - 03.01.1991, Síða 5
5
Þórður Magnússon
Fœddur 28. ágúst 1922. Dáinn 20. des. 1990
í dag, 3. janúar 1991, er kvaddur
frá Borgarneskirkju Þórður Magn-
ússon, sjúkrabifreiðastjóri. Hann
var fæddur hér í Borgarnesi 28.
ágúst 1922 og hér ól hann allan
sinn aldur og var einn þeirra sem
alla tíð setti sitt mark á samfélag
þessa bæjar.
Þórður var sonur hjónanna
Guðrúnar Guðmundsdóttur og
Magnúsar Ólafssonar. Þau bjuggu
allan sinn búskap í húsinu nr. 10
við Egilsgötu hér í Borgarnesi.
Hús þetta kallast í daglegu tali
,,Arabía“ og er nefnt eftir bygg-
ingameistara hússins, sem hér Ari.
Borgnesingar minnast enn þess-
ara skemmtilegu öðlingshjóna,
sem eignuðust hér fjögur börn:
Gyðu, búsetta í Borgarnesi, Krist-
ján, nú látinn, Þórð, sem nú er
kvaddur, og Val, búsettan í Reykja-
vík. Áður hafði Guðrún eignast
dótturina Margréti, sem búsett er
í Reykjavík. Mér segja tengdafor-
eldrar mínir að á heimili þeirra
Guðrúnar og Magnúsar í Árabíu
hafi alla tíð ríkt einstaklega
skemmtilegur heimilisandi, sem
þessi fimm systkini ólust upp við
og setti sitt mark á allt þeirra líf.
Þann 7. maí 1949 kvænist Þórð-
ur Helgu Jónsdóttur, sem fædd er
og uppalin í Reykjavík. Þau hófu
þó búskap saman nokkru fyrr og
hafði þeirra sambúð staðið í 45 ár
nú er Þórður féll frá. Þau eignuð-
ust saman 5 börn; Magnús, prent-
ara í Reykjavík, Gunnar, mjólkur-
fræðing á Selfossi, Hörð, trésmið í
Vestmannaeyjum, Þórð, deildar-
stjóra hjá VIS í Reykjavík og Guð-
rúnu, fatahönnuð í Bandaríkjun-
um. Fyrir átti Helga soninn Jón
Björnsson, trésmið í Reykjavík.
Hér í Borgarnesi bjuggu Helga og
Þórður sér notalegt heimili, fyrst í
Arabíu og síðar að Böðvarsgötu 4.
Heimilið hefur alla tíð borið
myndarskap Helgu vitni.
Það var um jólin 1959 sem ég
get sagt að kynni mín af Þórði
Magnússyni hafi hafist. Ég kom þá
fyrst á heimili tilvonandi tengda-
foreldra minna, Fríðu og Baldurs,
hér í Borgarnesi og kynntist þá
strax þessum skemmtilega heima-
gangi þar. Mér verða þau kynni
alltaf minnisstæð. Hann kom mér
strax fyrir sjónir sem framúrskar-
andi skemmtilegur persónuleiki,
hafsjór af skemmtilegum sögum
af mönnum og málefnum í Borg-
arnesi og nágrenni. Þórði var gef-
in einstök frásagnargáfa, hann var
aldrei iilkvittinn, en kunni að
skreyta og lagfæra sínar sögur á
þann hátt að engan meiddi.
Mikill vinskapur ríkti milli
tengdaforeldra minna og Þórðar
ög Helgu. Þessa vinskapar nutum
við Ása kona mín. Með þeim var
gaman að eiga góðar stundir, þá
var Þórður hrókur alls fagnaðar,
sem seint gleymist.
Þórður var einn af stofnfélögum
Lionsklúbbs Borgarness 2. apríl
1957. Hann var síðan einn af burð-
arásum þess félagsskapar, gegndi
þar öllum helstu trúnaðarstörfum
með sóma, svo sem formennsku,
ritara- og gjaldkerastörfum. Okk-
ur Lionsfélögum verður sjálfsagt
minnisstæður síðasti fundurinn
sem Þórður sótti, nú í okt. sl. Hann
var þá orðinn helsjúkur en hann
skýrði okkur samt frá sinni þrauta-
göngu í léttum tón og með
skemmtilegum dæmisögum eins
og hann einn gat. — Við Lionsfé-
lagar þökkum Þórði Magnússyni
skemmtilega samfylgt og vottum
Helgu og fjölskyldu hennar samúð
okkar.
Helga og Þórður hafa starfað
talsvert í Alþýðuflokksfélagi Borg-
arfjarðar. Þórður átti oft sæti á
framboðslistum flokksins við
sveitarstjórnarkosningar hér í
Borgarnesi og vildi veg jafnaðar-
stefnunnar sem mestan. Við
flokksfélagar hans kveðjum hann
nú með þökk og virðingu.
Án efa verður Þórðar lengst
minnst fyrir afrek sín á leiksvið-
inu, í fjölmörgum hlutverkum á
vegum leikdeildar Umf. Skalla-
gríms. Hann var um áratugaskeið
einn aðalburðarásinn í starfsemi
deildarinnar. Árum saman var
ekki sett upp leikrit í Borgarnesi
án Þórðar, það einfaldlega kom
ekki til greina. Hann var afburða-
góður leikari og minnast menn
margra persóna sem hann gerði
ógleymanlegar.
Starfsferill Þórðar var að mestu
tengdur þjónustu, fyrst á gamla
Laxfossi, sem var í förum milli
Borgarness-Akraness-Reykjavík-
ur, þá sem skrifstofumaður hjá Bif-
reiðastöð K.R og síðan um mörg
ár sjúkrabifreiðastjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Borgarnesi.
Ég kynntist Þórði Magnússyni
þegar ég stóð á tvítugu þó fannst
mér strax að ég hefði þekkt hann
alla ævi. Þegar ég nú íhuga hvern-
ig á þessari tilfinningu stóð hygg
ég að þar hafi komið til sérstakt
lag hans við að umgangast sér
yngra fólk. Kynslóðabil held ég að
hafi ekki verið til í huga Þórðar og
lag hans á börnum var einstaklega
gott.
Nú við leiðarlok vilja tengdafor-
eldrar mínir, Fríða og Baldur, og
fjölskylda þeirra færa Þórði inni-
legar þakkir fyrir samfylgdina og
biðja honum blessunar á nýjum
vegum. — Við vottum þér, Helga
mín, börnum þínum, tengdabörn-
um og barnabörnum, okkar
dýpstu samúð. — Minningin um
góðan dreng mun lifa.
Sveinn G. Hálfdánarson.
Leikfélag Akureyrar:
Ríki og bær hafa
tryggt reksturinn
Búid er að tryggja áframhald-
andi rekstur atvinnuleikhúss á
Akureyri með samningi sem
gerður var milli ríkissjóðs, Ak-
ureyrarbæjar og Leikfélags Ak-
ureyrar. Ríkið mun greiða ár-
lega 18 milljónir til leikhús-
rekstrarins og Akureyrarbær
sömu upphæð. Upphæðin mun
hækka í samræmi við breyting-
ar á launavísitölu á gildistíma
samningsins.
Leikfélag Akureyrar mun á móti
sviðsetja 3—5 leikverk árlega og
tryggja hallalausan rekstur á tíma-
bilinu, en samningurinn var gerður
til þriggja ára. í fjáraukalögum í lok
ársins voru samþykktar sex milljón-
ir króna til Leikfélags Akureyrar til
að koma leikfélaginu á réttan kjöl
og til að koma í veg fyrir lokun
vegna skulda.
Það voru menntamálaráðherra
og fjármálaráðherra sem undirrit-
uðu samninginn fyrir hönd ríkis-
sjóðs, bæjarstjóri og formaður leik-
félagsins fyrir hönd heimamanna.
t
Hjartkær frændi okkar
Ingólfur J. Stefánsson
múrarameistari
Suðurgötu 25, Hafnarfirði
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 2. janúar.
Fyrir hönd ættingja
Ragnhildur Ásgeirsdóttir