Alþýðublaðið - 03.01.1991, Page 6
6
Fimmtudagur 3. janúar 1991
RAÐAUGLÝSINGAR
Fréttamynd ársins 1990
Frétt érsins 1990, sem nú er horfið í aldanna skaut, var én efa hin marg-
umrædda sétt, sem varð með hinni íslensku þjóð, — Þjóðarsáttin. Einar
Ólason, Ijósmyndari Alþýðublaðsins, var í Karphúsinu snemma nætur í
byrjun febrúar, þegar samningar tókust milli valdablokkanna í þjóðfélag-
inu, samningar sem miðuðu að stórfelldu höggi á verðbólguskrímslið, sem
lengi hafði gengið laust meðal landsmanna.
Á myndinni má sjá Hauk Halldórsson, oddvita bændastéttarinnar og
„bjargvættinn frá Flateyri", Einar Odd Kristjánsson, einbeitta á svip við
undirskrift samningsins. Kannski segir svipur þeirra meira um þá alvöru og
eindrægni sem loks ríkt meðal samningamanna. Loks voru allir sammála
um að höfuðmeinið lægi í verðbólgunni, og voru viðbúnir að leggja sitt af
mörkum.
Myndin er endurprentuð þar eð texti skilaði sér ekki með myndinni í ára-
mótablaðinu okkar.
Námskeið í náttúruvernd
Námskeið í náttúruvernd verður haldið í Reykjavík
og á Akureyri eða Egilsstöðum í vetur.
Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki innsýn í
náttúruvernd á íslandi, þjálfa það til að hafa eftirlit.
með friðlýstum svæðum og fræða fólk um náttúru
landsins.
Þátttakendur skulu vera orðnir 20 ára og hafa stað-
góða framhaldsmenntun og gott vald á einhverju
eftirtalinna tungumála; ensku, þýsku, frönsku,
ítölsku eða einhverju norðurlandamáli. Námskeið í
náttúruvernd er skilyrði fyrir ráðningu í landvörslu-
störf á vegum Náttúruverndarráðs, en tryggir fólki
þó ekki slík störf.
Námskeiðið tekur ellefu daga. í Reykjavík verður
það haldið dagana 8.—10. febrúar og 8.—10. mars,
en á Akureyri/Egilsstöðum 22.—24. febrúar og
22.—24. mars. Verklegur þáttur námskeiðsins (5
dagar) verður seint í apríl eða byrjun maí, í Skafta-
felli og Mývatnssveit, nánari tímasetning verður
ákveðin síðar.
Lágmarksfjöldi þátttakenda í námskeiðinu á Akur-
eyri eða Egilsstöðum er 15 manns.
Umsóknir um þátttöku óskast sendar skrifstofu
Náttúruverndarráðs, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
og skulu greina frá nafni, heimilisfangi, menntun,
aldri, störfum, áhugamálum og öðru sem máli
skiptir. Þeir sem sækja um námskeiðið á
Akureyri/Egilsstöðum eru vinsamlegast beðnir að
taka fram á hvorum staðnum þeir óska að það verði
haldið.
Umsóknir skulu berast fyrir 15. janúar, námskeiðis-
gjald er kr. 25.000.
Náttúruverndarráð.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés-
skemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 6.
janúar kl. 15.00 á HÓtel íslandi. Miðaverð fyrir börn
kr. 550,- og fyrir fullorðna kr. 200,-
Miðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinn-
ar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
íþróttakennarar
Vegna forfalla (barnsburðarleyfi) vantar nú
þegar íþróttakennara að Hvaleyrarskóla í
Hafnarfirði.
Um er að ræða 15 kennslustundir á viku.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma
50974 og skólaskrifstofa Hafnarfjarðar í síma
53444.
Skólafulltrúinn íHafnarfirði.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent útgerðum fiski-
skipa 10 brúttólestir og stærri veiðileyfi ásamt til-
kynningu um aflamark af botnfiski og úthafsrækju
fyrir fiskveiðitímabilið er hefst 1. janúar og lýkur 31.
ágúst nk. Jafnframt hefur ráðuneytið sent út til-
kynningu um aflamark af hörpudiski fyrir allt næsta
ár.
Vinnu við úthlutun veiðiheimilda til báta minni en
10 brúttólestir er ekki lokið en gert er ráð fyrir að því
verki Ijúki um miðjan janúar. Af þeim sökum var ekki
unnt að senda út veiðileyfi til þessa hluta fiskiskipa-
flotans fyrir áramót. Útgerðum báta undir 10
brúttólestum sem sótt hafa um veiðileyfi með afla-
hlutdeild og fengið hafa tilraunaúthlutun er þrátt
fyrir það heimilt að hefja veiðar strax eftir áramót
enda hafi viðkomandi bátur haffærisskírteini. Bát-
um sem velja leyfi til línu- og handfæraveiða með
dagatakmörkunum er ekki heimilt að hefja veiðar
fyrr en 1. febrúar nk.
Sjávarútvegsráðuneytið, 31. desember 1990.
HAMRABORG
ÍÉLAGSMIÐSTÖfl JAFNAÐARMANNA
HAMRABORG 14A KÓPAVOGI
Vikulegu fundirnir um bæjar- og landsmál hefjast
nk. mánudagskvöld kl. 20.30.
Mætum öll
Alþýðuflokkurinn í Kópavogi