Alþýðublaðið - 22.01.1991, Page 2
2
Þriðjudagur 22. janúar 1991
Ekki alveg hættur í
málaferlum
Blaðið Feykir á Sauðárkróki tók
Björn á Löngumýri tali um dag-
inn og spurði hann tíðinda — um
riðuna sem komin er upp hjá
hinum aldna höldi á Löngumýri,
um hvað nú tekur við þegar
hann hefur ekki lengur fé til að
hugsa um: „Flestir menn eru nú
dauðir áður en þeir ná mínum
aldri, svo ég býst varla við að
verða til stórræðanna hér eftir,"
segir Björn sem sem átti met-
sölubók fyrir jólin. Hann kveðst
ekki á því að skrifa fleiri bækur,
nema það yrði „innansveitar-
króníka", það væri af nógu að
taka í sinni sveit. Björn kvartar
yfir „kjarklausum útgefendum",
þeir hafi ekki þorað að prenta
meira af bókinni sinni, sem var
uppseld síðustu dagana fyrir jól
— einmitt þegar bóksalan var
mest. Björn segir að iokum að
hann sé ekki hættur málaferl-
um. Hann sé i máli út af kvótan-
um. „Ég held ég sé ekki í fleiri
málum núna," segir kappinn.
Bubba skotið ref
fyrir rass
Veslfirska fréllabladiö segir frá
því að Bubba Morlhens hafi ver-
ið skotið ref fyrir rass í að
minnsta kosti einu byggðarlagi
landsins — Bolungarvík. Þar
voru íbúarnir einhuga um val á
hljómplötum fyrir jólin, menn
vildu „sitt fólk", Magnús Má og
Ástu Björk, sem urðu langsölu-
hæst í verslunum þar um slóðir.
Plötusalar á Vestfjörðum kvört-
uöu ekkert undan sölunni, hún
var svipuð og vant er, þrátt fyrir
vaxandi samkeppni virðisauka-
skattslausra bóka.
Fyrirlestur um börn
og lestur
Kristín Aðalsteinsdóttir umsjón-
armaður sérkennslunáms held-
ur fyrirlestur í stofu B 201 í Kenn-
araháskóla íslands kl. 17 í dag.
Kristín mun fjalla um skilning
barna á lestri og tilgangi með
lestri. Byggir hún erindi sitt á at-
hugun sem hún gerði fyrir
skömmu og ræðir m.a. hvort nið-
urstöður hennar gefi vísbend-
ingar um heppilegar aðferðir til
lestrarkennslu. Fyrirlesturinn er
öllum opinn.
Horntónleikar
Á fimmtudaginn heldur Sinfón-
íuhljómsveitin þriðju tónleika í
rauðri tónleikaröð. Á efnisskrá
eru fjögur verk, eftir Tsjajkovskí,
Mozart og Schumann. Einleikar-
ar aö þessu sinni verða hornleik-
ararnir Hermann Baumann,
Joseph Ognibene, Þorkell Jóels-
sonogEmilFridfinnsson. Hljóm-
sveitarstjóri er Peler Sakari.
Frambjóðendur og kjördæmisráð Alþýöuflokksins i Austurlandskjördæmi undirbúa nú kosningabaráttuna af krafti og kostgæfni.
Alþýöuflokkurinn á Austurlandi:
MÖÐARSATT UM
BYGGÐASTEFNU
Reykjavíkur eða annarra þéttbýl-
isstaða vegna þess að það hefur
ekki geta búið hér með börn sín
sem eru fötluð."
— Hvert er þitt mat á hinni
pólitísku stöðu í fjórðungnum?
„Hér ætti jafnaðarstefnan að
njóta mikils fylgis. Það er erfitt að
meta núna styrkleikahlutföllin
milli einstaka flokka. Mér virðist
eins og að fólk sé ekki að reyna
svo mikið í augnablikinu að gera
upp á milli flokkanna heldur eiga
mál eins og atvinnuöryggi og lífs-
afkoman hug þess allan. Það er al-
veg Ijóst að fólk kemur til með að
kjósa stjórnmálaflokka út frá þvi
hversu trúverðugir þeir reynast í
því að standa vörð um búsetuna,
lífsbjörgina og lífskjörin.
KvóTi, landbúnaður
og kjaraiöfnun_________________
Við leggjum fram í þessari kosn-
ingabaráttu kröfu um sáttmála
sem við köllum „þjóðarsátt um
byggðastefnu" sem byggist á
nokkrum grundvallaratriðum. Ég
vil í fyrsta lagi nefna að kvótinn
verði tryggður heima í héraði. Að
bændum og búaliði verði búin
betri rekstrarskilyrði og þannig
gert kleift að framleiða ódýrari
landbúnaðarvörur. Að kostnaður
við húshitun og verð á raforku
verði jafnað. Að gert veröi átak í
samgöngumálum. Lögð verði
mikil áhersla á nýsköpun í at-
vinnulífinu á landsbyggðinni.
Aukin verði sjálfsákvörðunarrétt-
ur fyrirtækja og sveitarfélaga. Hið
pólitíska vald beini fjárfestingum
sínum ekki síður út á landsbyggð-
ina heldur en í Reykjavík og að
þjónustustofnanir verði reistar á
'landsbyggðinni eins og aðstæður
frekast leyfa. Þá þarf að hækka
laun verkafólks og vinna þannig
að aukinni kjarajöfnun.
Ég hef drepið hér á nokkur at-
riði sem verður að taka á við
myndun næstu ríkisstjórnar að af-
loknum kosningum. Þá verða
þetta forgangsmál Alþýðuflokks-
ins á Austurlandi," sagði Gunn-
laugur Stefánsson að lokum.
„Ég met stöðuna þannig að Alþýðuflokkurinn fái
mann inn á Alþingi eftir kosningarnar i vor í fyrsta
skipti i áratugi, eða frá þvi ffyrir kjördæmabreyting-
una árið 1959. Það mat mitt byggist á þvi að listinn
okkar er skipaður heimafólki, ungu og kraftmiklu
fólki, og ég tel að jafnaðarstefnan eigi mikinn
hljómgrunn hjá fólki hér núna," sagði Hermann Ni-
elsson sem skipar annað sæti lista Alþýðuflokksins
á Austfjörðum ffyrir alþingiskosningarnar við Al-
þýðublaðið.
TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR
Frambjóðendur Alþýðuflokks-
ins í Áusturlandskjördæmi og
kjördæmisráðið funduðu í Vala-
skjálf á Egilsstöðum sl. laugardag
til að undirbúa kosningabaráttuna
fram undan. Mikil hugur var í Al-
þýðuflokksmönnum fyrir austan
þegar blaðamaður Alþýðublaös-
ins leit þar við.
Alþýðuflokkurinn í Austur-
landskjördæmi var fyrstur til að
ganga frá framboðslista sínum, 1.
desember sl. Austurland er víð-
feðmt kjördæmi og oft erfitt aö ná
saman fólki víðs vegar að yfir há-
veturinn. Því lögðu fundarmenn
ofurkapp að skipuleggja allt sem
best enda verður hver og einn
frambjóðandi að reka kosninga-
baráttuna á sínum stað meira eða
minna upp á eigin spýtur.
Alþýðublaðið ræddi við fram-
bjóðendur og fer viðtal við Gunn-
laug Stefánsson, prest á Heydöl-
um, sem skipar efsta sæti Á-list-
ans, hér á eftir. Gunnlaugur var
fyrst spurður hvort hann myndi
setjast á þing að afloknum kosn-
ingum.
Þvi ráða kjósendur
„Eg veit það ekki. Því ráða kjós-
endur. En ég veit að það er mjög
brýnt fyrir Austurland aö eignast
þingmann í Alþýðuflokknum svo
berjast megi fyrir hagsmunum
kjördæmisins sem víðast."
— L’m hvað mun kosninga-
baráttan snúast á Austfjörð-
um?
„Kosningabaráttan mun snúast
um lífskjörin, búsetuna og lífs-
björgina. Þetta eru þau þrjú lykil-
atriði sem kosningabaráttan mun
snúast um þessu sinni."
— Hver er staða atvinnulífs-
ins í fjórðungnum?
„Hún er á mjög viðkvæmu stigi
vegna þess að í gildi eru kvótalög
sem ógna grundvelli sjávarþorp-
anna með því að kvótinn er eins
og á hverfandi hveli. Einnig á land-
búnaöurinn í vök að verjast. Á
þessum burðarásum hvílir at-
vinnulífið hér í fjórðungnum. Það
skiptir því öllu hvernig á þessum
málum verður haldið á næstu
mánuðum og í nánustu framtíð."
— Hvað með nýsköpun í at-
vinnulífinu?
„Það er búið að tala um nýsköp-
un i atvinnulífinu lengi og margt
hefur verið reynt. Sumt hefur tek-
ist en annað mistekist en það er al-
veg Ijóst að hér þarf að koma til
nýsköpun sem getur boðiö upp á
ný atvinnutækifæri. Ég nefni
dæmi eins og ferðaþjónustu. Þá
nefni ég fiskeldi en þaö virðist
hafa gengið bærilega vera með
fiskeldi hér í fjórðungnum. Þá
nefni ég ýmiss konar smáiðnað,
t.d. við matvælaframleiðslu sem
er verið að huga að og getur átt
framtíð fyrir sér hér á landi. Eins
má nefna skógrækt og frekari full-
vinnslu sjávarafurða."
Hvorki löggq né læknir
— Hvernig eru íbúar Aust-
fjarða settir í félagslegu tiiliti?
„Þetta er mjög víðlent kjör-
dæmi og fólk býr við mjög mis-
munandi aðstæður. í stærri
byggðakjörnum er félagsleg þjón-
usta orðin allgóð en á smærri stöð-
um er hún takmarkaðri. Þegar við
erum að tala um menningarlíf og
félagslega þjónustu hér á lands-
„Viö leggjum fram i þessari kosn-
ingabaráttu kröfu um sáttmála
sem við köllum „þjóðarsátt um
byggðastefnu," sem byggist á
nokkrum grundvallaratriðum," seg-
ir Gunnlaugur Stefánsson sem leið-
ir lista Alþýðuflokksins á Austfjörð-
um.
byggðinni annars vegar og
Reykjavík hins vegar, þá erum við
að tala um tvo ólíka heima. Hvort
það er hins vegar hægt að tala um
gott eða verra í þessu tilliti er af-
stætt.
Ég get tekið sem dæmi að þar
sem ég bý er enginn læknir. Auð-
vitað vildum við hafa lækni bú-
settan í byggðarlaginu en svona
hefur þetta verið og við höfum
orðið að una því. Ég get nefnt fleiri
dæmi um þjónustu sem við njót-
um ekki. T.d höfum við enga lög-
reglu í minu byggðarlagi eða fé-
lagsmálastofnun. Það er skortur á
margvíslegri þjónustu sem við
verðum þá að sækja eitthvað ann-
að og það oft langar leiðir.
Ég er t.d. í stjórn Þroskahjálpar
hér á Austurlandi og við höfum
valið þá leið að reyna að efla og
styrkja þá þjónustu sem veitt er að
Vonarlandi á Egilsstöðum eins og
frekast er kostur. Þar hefur átt sér
stað gríðarlega mikil uppbygging
á síðustu árum og unnið hefur ver-
ið sérstaklega gott starf af því
starfsfólki sem þar vinnur. Hitt vit-
um við líka, að fólk hefur þurft að
flytja héðan úr fjórðungnum til