Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1 991 Það verður kosið 20. april Forsætisráðherra tilkynnti í gær að kjördagur í vor verður 20. apríl. í von um samstöðu um þennan kjördag hefur ríkisstjórnin ákveðið þennan kjördag, sagði í tilkynningu forsætisráðuneytis. Á Alþingi í gær komu fram raddir, sem ekki lýstu ánægju með þennan kjördag, samstaðan er því ekki algjör að sjá. Gert hafði verið ráð fyrir því að kjördag- ur yrði 11. maí, en gegn því hefur stjórnarandstaðan lagst. Er það gert á þeirri forsendu að þá verði liðnir 16 dagar fram yfir kjörtímabilið og landið án þings þá daga. Ekki er þó að finna nein ákvæði í stjórnarskrá eða lögum sem krefjast þess að kosið sé til Alþingis innan fjögurra ára. For- dæmin um að landið sé án þings eru fjölmörg. LITHÁÍSKUM RÁÐ- HERRA BOÐIÐ HING- AÐ: Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur boðið starfsbróður sínum í Litháen, Darius Kuolys að sitja þing ráðuneytisins um Evrópu og íslenska menningu þann 23. febrú- ar. Þetta var ákveðið þegar Emanuel Zigeris, formað- ur utanríkismálanefndar litháíska þingsins,var hér á landi í síðustu viku. ÞORMÓÐUR RAMMIlÓlafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri fóru í gær á fund Guðrúnar Helgadóttir forseta sameinaðs þings, og kröfðust þess að skýrsla ríkisendurskoðunar um söluverð hlutabréfa í Þormóði ramma yrði tekin til rækilegrar athug- unar og könnuð yrðu vinnubröggð viö gerð hennar, forsend- ur og framsetningu. Ólafur Ragnar hefur einnig farið fram á að umrædd skýrsla verði sem allra fyrst tekin til umræðu á Alþingi svo honum verði kleift að að koma athugasemdum sínum á framfæri. EIN MALSTOFA ! Frumvarp um að á Alþingi starfi aðeins ein málstofa var lagt fram á Alþingi. Að frumvarpinu standa formenn allra þingflokka. í vetur hafa formenn þingflokk- anna setið í nefnd og er frumvarpið afrakstur þeirrar nefnd- arsetu. Nefndin var sammála um að leggja aðeins það til sem samstaða var um. Veigamesta breytingin er að lagt er til að deildaskipting Alþingis verði afnumin. LEIÐARINN Í DAG Flest bendir til þess að Persaflóastríðið muni drag- ast mjög á langinn, segir í leiðara Alþýðublaðsins í dag. Blaðið minnir á loforð Bandaríkjaforseta, að Persaflóastríðið verði ekki nýtt Víetnamstríð. Meðan stríðið dregst á langinn og afleiðingarnar verða æ uggvænlegri, spyrja margirsig, hvort Bandaríkjafor- seti geti staðið við loforð sitt. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: PERSAFLÓASTRÍÐIÐ DREGST Á LANGINN. Heillandi hálendisvegir Vegir um hálendi íslands geta gert landið mun byggi- legra. Ferð úr Reykjavík austur á land — eða öfugt — þarf ekki að taka nema fimm klukkutíma í fjölskyldubílnum. Við segjum frá hugmyndum um vegakerfi um íslensku eyðimörkina. Tækjakostur í skralli Ríkisútvarpið stendur frammi fyrir því að hundruð milljóna króna vantar til að hægt sé að endurnýja og við- halda nauðsynlegum búnaði, jafnvel öryggisbúnaði sem nauðsynlegurer, ekki síst komi til náttúruhamfara eða stríðs- ástands. Nóg fé í stríðið Þjóðverjar hafa ákveðið að verja litlum 300 milljörðum ís- lenskra króna til stríðsreksturs bandamanna við Persaflóa. Frá þessu og öðrum erlendum við- burðum segir á baksíðu. 8 Helmingur þina- manna erlendis Allar líkur eru á því að allt að helmingur þing- heims, eða þrjátíu al- þingismenn, muni verða samtímis á erlendri grund seinni hluta febrúar, samkvæmt heimildum Alþýðubiaðs- ins. Forsetar Alþingis hafa rætt um hugsanlega takmörkun á ferðum þingmanna til útlanda vegna styrjaldar- ástandsins. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar þar um. Á þessum tíma er óvenju mikið um ráðstefnur er- lendis, sem alþingismenn sækja alla jafna. Evrópu- ráðið heldur fund síðustu dagana í næsta mánuði og verða þar að minnsta kosti fjórir þingmenn héðan. Sex þingmönnum hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Póllands. Þá verður hald- inn um svipað leyti þing- mannafundur hjá Atlants- hafsbandalaginu. Auk þess þingmannafundur EFTA-ríkjanna — og síðan tekur við þing Norður- landaráðs. Þessa dagana eru í það minnsta 7 þingmenn er- lendis og hugsanlega ein- hverjir ráðherranna. Þeir sitja undirbúningsfundi fyr- ir þing Norðurlandaráðs. Hin miklu ferðalög munu að sjálfsögðu verða til þess að fjöldi varaþingmanna mun taka sæti á Alþingi ís- lendinga. Tékkadrífa þrátt fyrir plastkortin: Kemur — segir adstoðarsedlabankastjóri Landsmenn hafa ekki dreg- ið úr notkun tékka þrátt fyrir aö notkun greiðslukorta sé nú orðin almenn. Frá árinu 1986 til 1990 hefur aukning í fjölda úrgefina tékka verið um 5%, en á sama tíma hefur orðið tvöföldun í notkun greiðslukorta. Árið 1986 voru færslur vegna greiðslukorta- viðskipta rúmlega fimm mi- Ijónir en á síðasta ári voru færslurnar komnar yfir níu miljónir. Og fjöldi útgefina tékka árið 1986 var tæpar tuttugu og tvær miljónir en á á óvart síöasta ári voru útgefnir tékk- ar, rétt innan við tuttugu og sex miljónir. Eiríkur Guðna- son, aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanun sagði að það hefði komið mönnum í bank- anum nokkuð á óvart að ekki skyldi hafa dregið úr notkun tékka. Hann sagði að á síð- asta ári væri ekki að undra þó menn hefðu látið peninga standa á tékkareikningum því það hefði ekki verið verri kostur við að ávaxta fé sitt en ýmsir aðrir kostir sem í boði væru. Höggvið á síðasta hnútinn Deilumál lækna, — þad er aðstodarlækna og sérfræðinga — virðist senn að baki. Aðeins frágangsvinna eftir i gærkvöldi að sögn samningamanna. Læknar sátu mestallan gærdaginn i Karphusinu og reyndu að höggva á siðasta hnútinn. Eins og títt erídeilum sem þessum fór tíminn mestan part til annarra hluta en beinna samninga — og þá var m.a. hlýttájohn Sweeney, fréttamann CNN-sjónvarpsins, eða Jón Sveinsson eins og hann nefndist hér á landi, þegar hann var hér i sveit og lærði is- lensku. — A-mynd E.ÓI. RITSTJÓRN 0 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT 06 AUGLÝSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.