Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 2
2 FRtTTASK ÝRING Miðvikudagur 30. janúar 1991 ingu vega yfir hálendið mætti með góðu móti komast á milli landshluta í þægilegum hálfs dags ferðum. Fimm tima akstur úr súldinni ó Suðvestur- landi i sól i Atlavik En hvað gætu hálendisvegir þýtt fyrir allan almenning? Það tæki höfuðborgarbúa t.d. aðeins rúma fimm tíma að komast í sólskinið austur á fjörðum og menn gætu brugðið sér til Akur- eyrar á um þrem klukkustundum. A hálendinu mætti koma upp þjónustumiðstöðvum og þær byggingar sem ráðast verður í að reisa vegna virkjana mætti nýta sem fjallahótel þegar fram- kvæmdum er lokið og þannig mætti lengi telja. Alþjóðleg miðsteð__________ jarðarbúq Vegir um hálendid — nýtt og skiluirkt byggöaþróunarmál? Heimurinn er sífellt að minnka. Eitt helsta einkenni þeirrar nýju aldar sem brátt gengur í garð er að þá muni jarðarbúar lita á sig sem eina heild, sem eigi sér sameigin- lega alþjóðlega staði víðs vegar á jarðarkringlunni. Öll þau skilyrði sem slíkar alþjóðlegar miðstöðvar þurfa að uppfylla eru fyrir hendi á Islandi, landið er eyja, hér býr hlutlaus þjóð og síðast en ekki síst er ísland mjög greinilega staðsett á mörkum Evrópu og N-Ameríku. Fyrsti hringurinn sýnir mörk tveggja tíma aksturs en hringur 2 sýnir hve þetta tveggja tíma aksturssvæði mundi stækka mikið ef allar vegabætur væru framkvæmdar. Hringur 3 sýnir síðan fjögurra tíma fjarlægðarhring miðað við hraðbrautir. Ur súld i Reykjavík í Atlavíkursól á 5 timum Allnokkurt vegakerfi uppi i hálendi landsins hef ur orðið til vegna virkjunarframkvæmda. Enn fleiri slíkir vegir eru á döfinni, þegar meira verður Virkj- að. Nú eru uppi áform um að Landsvirkjun og Vega- gerð rikisins tengist böndum, linuvegirnir svoköll- uðu verði svo úr garði gerðir að þeir þjóni almennri þjóðvegaumferð, ekki aðeins dugmiklum f jórhjóla- drifnum ökutækjum. Svo kann að fara að íslending- ar eigi eftir að komast um landið akandi á mun skemmri tima og á þægilegri vegum en nú er. Slikir vegir gætu orðið til að gera samgöngur milli lands- hluta ódýrari. Bent er á að núverandi byggðastefna hafi litlu fengið áorkað um jafnvægi i byggð lands- ins. Bætt vegakerfi kunni að vera lausnin. BJÖRN E. HAFBERG SKRIFAR Svona akstursmáti leggst vonandi af þegar hálendisvegir veröa lagðir. Meö gerð hálendisvega má stytta leiöina á milli Reykjavíkur og Egilsstaða úr 710 km í 460 km, segir Trausti Valsson i nýútkom- inni bók sinni „Framtíðarsýn, fs- land á 21. öld“. Hann bendir líka á að loftlínan á milli Akraness og Reykjavíkur sé aðeins 19 km en vegurinn í dag sé 109, sem þýðir að krókur á þessari leið sé 90 km. Menn eru rigbundnir við aldargamalt________________ byggðamynstur______________ Fyrir stuttu var haldin í Hótel Reynihlíð við Mývatn ráðstefna um hálendisvegi og áhrif þeirra, en þar var bók Trausta kynnt. Fjöldi framsöguerinda var fluttur og reifaðar voru margar nýstárleg- ar hugmyndir. Trausti sagði í viðtali við Al- þýðublaðið að landsmenn væru enn of rígbundnir í það byggöa- mynstur sem skapaðist í upphafi aldarinnar. Nauðsynlegt væri að átta sig á því að fleira en fiskurinn og orkan væru verðmæti. Trausti sagði ennfremur að núverandi byggðastefna hefði ekki náð þeim árangri að stöðva fólksflóttann. Á meðan fjármunum væri eytt í ár- angurslitlar aðgerðir stæði það í raun i vegi fyrir þróun nýrra hug- mynda því núverandi byggða- stefna miðaðist fyrst og fremst viö að halda byggðamynstrinu óbreyttu. „Stærri byggðakjarnar og bætt- ar samgöngur eru aftur á móti framtíðin, m.a. til að geta mætt hinum vaxandi kröfum um aukna þjónustu í framtíðinni," segir Trausti Valsson. Sú sýn er viö okkur blasir í dag er að fólki haldi áfram að fækka á landsbyggðinni. Þetta er afleit framtíðarsýn og nauðsynlegt er að finna ný ráð. Trausti leggur til að í stað þess að einblínt sé á að frysta byggðamynstrið, þurfi að opna leiðir fyrir þá sem búa á suð- vesturhorninu til að njóta lands- ins, og með því verði hægt að halda uppi nauðsynlegu þjónust- ustigi þrátt fyrir að hinum upphaf- legu íbúum fækki. Tvöföld búseta — nýjung i byggöaþróun sem er hafin________________ Án þess að viö höfum tekið eftir því er nýtt skeið að hefjast í byggðaþróun landsins, þetta er hin svokallaöa tvöfalda búseta. Nú eru þegar orðnir um tíu þúsund sumarbústaðir í landinu. I dag tak- markast þessi jákvæða þróun við þröngan fjarðlægðarhring út frá höfuðborginni. Trausti bendir á að landið er í raun ekki stærra en það að þessi þróun gæti náð yfir mest allt landið og þar mundu hálendis- vegir valda hvað mestum þátta- skilum. Trausti segir að með gerö há- lendisvega megi t.d. stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Egilsstaða úr 710 km í 460, eins og fyrr grein- ir. Hann segir líka að loftlínan á milli Akraness og Reykjavíkur sé aðeins 19 km en vegurinn í dag sé 109 km, sem þýði að krókur á þessari leið sé 90 km. Trausti bendir á að landflutningar séu hagkvæm lausn og með því að bæta þjóðvegina megi draga úr ýmsum framkvæmdum við t.d. við flugvelli og hafnir og þannig komi til fé sem nota megi í vega- gerðina. Landflufningar —__________ mikill sparnaður Mikil sparnaður getur orðið á öllum flutningsgjöldum og aukinn ferðamannastraumur frá höfuð- borginni getur skapað verulegar tekjur fyrir sveitarfélög á lands- byggðinni. Flestir þeir hálendis- vegir sem Trausti gerir ráð fyrir í áætlunum sínum tengjast virkjun- arframkvæmdum en með bættu skipulagi er hægt að leggja þessa vegi þannig að þeir verði stofninn að framtíðarvegakerfi stystu vega- lengda milli landshluta. Spurningin í dag snýst fyrst og fremst um það hvort vegirnir verði þannig úr garði gerðir að al- menningur geti nýtt sér þá. í dag er það svo að aðeins fámennur hópur manna hefur með góðu móti möguleika á að njóta þess sem óbyggðir landsins bjóða upp á, en með hálendisvegum gæti það gjörbreyst. Landið okkar er ekki stærra en svo að með lagn- Sérstaða hálendisins í miðri eyði- mörk Islands er ekki slakur kostur fyrir slíka miðstöð, og ekki er lak- ara að á 100—150 km hring um- hverfis landið eru margar af feg- urstu náttúruperlum Evrópu. En til að gera slíkan draum að veru- leika þarf að tengja hálendið með góðum vegum. Flakkað milli veðraskila í erindi Ómars Ragnarsson fréttamanns á ráðstefnunni er fjallað um þá möguleika sem myndast gætu í þjónustu við ferðamenn og það aukna öryggi sem skapaðist við að fá hálendis- vegi lagða. Hann segir að með til- komu hálendisveganna verði hægt á skömmum tíma að fara með ferðamenn á milli svæða og sem dæmi nefndi hann að það „tæki það aðeins tvær stundir að fara með ferðamenn úr rigningu á Heklusvæðinu norður fyrir veðra- skil á miðri Sprengisandsleið, eða fara úr rigningu við Geysi og Gull- foss norður fyrir veðraskil á miðj- um Kili.“ Stefna i nýtingu ekki til Þóroddur F. Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, flutti erindi á ráðstefnunni og sagði að stefna í nýtingu hálendis- ins væri ekki til og skipulag því í ólestri. Þóroddur sagði í samtali við Alþýðublaðið að brýnt væri að vinna að heildarskipulagi á nýt- ingu hálendisins og uú væri unnið að því að skilgreina betur verksvið þeirra aðila sem hafa með málið að gera. Hann sagði áherslu á að mörkuð stefna þyrfti að liggja fyrir sem allra fyrst þannig að hægt yrði að taka tillit til allra sjónar- miða, þar á meðal náttúruvernd- ar, áður en einhverjar fram- kvæmdir hefjast. Þóroddur sagð- ist eiga von á því að einhverjar samræmdar niðurstöður gætu leg- ið fyrir seinna í vetur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.