Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 5
5 Miðvikudagur 30. janúar 1991 UMRÆÐA Jafnaðarstefna nútímans Aff stjórnmálastefnun aldarinnar hefur engin staðið betur af sér hretviðrin en einmitt jafnaðar- stefnan. Timinn sannar sifellt betur að hið mannúð- lega inntak hennar er sigilt. Kommúnisminn hefur runnið sitt skeið á enda, þó Hrunadansinum sé enn ekki lokið eins og siðustu atburðir við Eystrasalt sýna. Á fallanda fæti er sömuleiðis hin öfgafulla markaðshyggja, nýfrjálshyggjan, sem um örstutt skeið tókst að gera mannúðina útlæga úr pólitískri umræðu sums staðar i Vestur-Evrópu. Yfirburðir jaf naðarstefnunnar, eins og hún birtist i öfgalausum markaðsbúskap með sterkri tengingu við þéttriðið öryggisnet velferðarkerfisins, dyljast engum leng- ur. Að sönnu er slagorðið frelsi, jafnrétti og bræðralag orðið slit- ið af langri notkun, en það er eigi að síður staðreynd, að það felur í sér allt það sem jafnaðarstefnan vill hrinda í framkvæmd. Sókn til frelsis Frelsi er grundvallarhugtak í mannúðarstefnu jafnaðarmanna, og þeir hafa hvarvetna verið í far- arbroddi þar sem barist er fyrir opnari og frjálsari samfélögum. Kn í jafnaðarstefnu nútímans nær frelsishugtakið ekki einungis til mannsins, og þarfa hans fyrir frelsi, heldur líka til markaðar, þar sem ábyrgt frelsi hefur sannað gildi sitt. Félagslegur markaðsbú- skapur byggist á frelsi — bæði frelsi einstaklinga og frelsi á mark- aði. Frjáls samkeppni er hluti af þessu frelsi. Nútíma jafnaðarmenn vilja not- færa sér alla kosti hinnar frjálsu samkeppni um leið og þeir vilja vera ábyrgir gagnvart samborgur- um sínum . Hér á íslandi hafa jafn- aðarmenn beitt sér í jafnríkum mæli fyrir opnun og auknu frelsi á markaðnum. Fullt jqffnréHi_______________ Um leið og jafnaðarmenn vilja sækja meira frelsi á öllum sviðum verður hins vegar að gæta þess, að samfélagið með öllum sínum stofnunum tryggi eftir bestu betu öllum mönnum jafnræði til að njóta þessa frelsis. Þegar markaðs- vædd þjóðfélög taka ekki tillit til ólíkra þarfa einstaklinga hætta þau að vera velferðarþjóðfélög. Þá hætta þau að kallast réttlát. Skilningur jafnaðarmanna á þessum grunnþætti sker þá frá öðrum, sem einnig hampa mark- aðshyggjunni, en í miklu hrárri mynd. Jafnrétti til náms, húsnæð- is, vinnu og til þátttöku í samfélag- inu er þannig grundvallaratriði réttláts samfélags. Þetta er í raun ekki einungis einn af grundvallar- þáttum jafnaðarstefnunnar, held- ur líka órjúfanlegur hluti af krist- inni menningararfleifð. Angar kolkrabbans____________ Sumum kann að koma spánskt fyrir sjónir sú mikla áhersla sem ég legg á frelsi í viðskiptum og at- hafnalífi íslandinga. Ástæðan er hins vegar einföld. I dag eru stærstu annmarkanir á atvinnulífi íslendinga einmitt þeir, að örfáar fjölskyldur og miðstýrð fámennis- veldi halda heiiu atvinnugreinun- um í greipum sér. Þetta ofurvald felst meðal annars í einokun á markaði, bæði lögvernduðum og tilbúnum með öðrum hætti. Þetta kemur í veg fyrir eðlilega þróun í viðkomandi greinum eins og land- búnaði og sjávarútvegi, og heftir eðlilegan vöxt fyrirtækja. Nýir einstaklingar fá einfaldlega ekki að njóta frumkvæðis síns og útsjónarsemi, og um leið tapar samfélagið af þeim arði og at- vinnu, sem þeir hefðu ella skapað. Samkeppnin er einfaldlega ekki frjáls við þessar aðstæður. Fjöl- skyldurnar fjórtán, angar kol- krabbans, teygja sig um allt at- vinnulífið og beita einokunarað- stöðu sinni til að drepa í dróma alla nýja einstaklinga sem koma fram í atvinnulífinu, og virðast lík- legir til að ógna veldi þeirra. Þetta stríðir ekki einungis gegn skilningi nútíma jafnaðarmanna á frelsi, heldur er skaðlegt fyrir sam- félagið. Við hreinlega töpum fjár- munum, atvinnutækifærum og at- gervi vegna einmitt þessa. Framtióin Við Islendingar erum svo heppnir að búa í fámennu þjóðfé- lagi, sem býður upp á gífurlega ,,Samkeppnin er einfaldlega ekki frjáls viö þessar aðstœöur. Fjölskyldurnar fjórtán, angar kolkrabbans, teygja sig um allt atvinnulífiö og beita einokunaraöstööu sinni til aö drepa í dróma alla nýja einstaklinga sem koma fram í atvinnu- lífinu, og viröast líklegir til aö ógna veldi þeirra,“ segir Össur Skarphéöinsson m.a. í grein sinni. möguleika. Við getum búið til þjóðfélag, þar sem blómlegra at- vinnulíf skapar meiri arð, þar sem kaupmáttur verður hærri, þar sem fleiri fá tóm og aðstöðu til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Við eig- um einfaldlega áþreifanlega möguleika á því að gera ísland að fyrirmyndarsamfélagi í bópi lýðræðisþjóðanna. Hins vegar kemur þetta aldrei af sjálfu sér. Við þurfum stöðugt að vinna að meira frelsi, meira jafnrétti og víðtækara bræðralagi. Mannúðarstefna, félagsleg ábyrgð og frelsisviljinn heldast í hendur í nútíma jafnaðarstefnu. Möguleikarnir sem bíða okkar ís- lendinga felast í því að halda í heiðri félagslegum gildum um leið og sótt er fram til opnara þjóðfé- lags, meira frjálsræðis og velferð- ar. Össur Skai ski rphéðii FMwCsw fffSSOft Festa eða flaustur — um það snýst prófkjörið Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík nálgast óðum, en það fer fram nú um næstu helgi. Lítill vafi leikur á því, að formaður og varaformaður flokksins munu skipa tvö efstu sæti framboðslistans og stend- ur slagurinn því í raun um þriðja sætið. Ýmsir bjóða sig fram í það sæti, en því er ekki aö leyna, að barátt- an stendur fyrst og fremst milli þeirra Þorláks Helgasonar og Öss- urar Skarphéðinssonar. Er gott til þess að vita, þvi þar fara skarpar andstæður innan Alþýðuflokks- ins. Þeim jafnaðarmönnum, innan sem utan Alþýðuflokksins, sem hyggjast kjósa í prófkjörinu, ætti því að vera auðvelt að átta sig á því, um hvað er kosið. Þorlákur hefur starfað ötullega innan Alþýðuflokksins undanfarin fimm-sex ár. Hann er því öllum virkum flokksfélögum í Reykjavík aö góðu kunnur. Auk þess hefur hann um árabil verið virkur félagi í Búseta og Neytendasamtökunum og á sæti í stjórnum beggja þess- ara hagsmunafélaga alþýðunnar. Þess er því að vænta, að samfara þingmennsku muni honum auðn- ast að efla innviði flokksins í Reykjavík svo sem hugur hans stendur til. Þorlákur Helgason Össur Skarphéöinsson er einn þeirra upphlaupsmanna úr Birt- ingu sem illu heilli gengu í Alþýðu- flokkinn í kjölfar síðustu borgar- stjórnarkosninga. Störf hans inn- an flokksins hafa að vonum verið lítil ef þá nokkur, enda gerðist hann ekki flokksmeðlimur fyrr en skömmu fyrir síðustu áramót. Vel má vera að Össur geti gert jafnað- arstefnunni einhver viðvik. En hvernig væri að sanna okkur jafn- aðarmönnum að svo sé, áður en okkur er ætlað að gera hann að málsvara okkar á þingi? Með leyfi, heldur maðurinn að okkur nægi ekki að spila í lottói um leið og viö kaupum okkur rettur úti í sjoppu? Alþýðuflokknum er, eins og fram kemur í heiti hans, ætlað það hlutverk að standa vörð um hags- muni alþýðu þessa lands. Kjör hennar nú eru ekki með þeim hætti, að vogandi sé sú gerð ævin- týramennsku sem innan flokksins kallast ámíska, þegar valið skal á framboðslistann í reykjavík. Jafnaðarmenn — sýnum sjálfum okkur og öðrum þá virðingu að taka festu fram yfir flaustur. Kjósum Þorlák Helgason í ör- uggt þingsæti. Pjetur Hafstein Lárusson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.