Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. janúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN ÍSLAND 0G STRÍÐSÁTÖKIN: Samtök herstöðvaand- stæðinga benda á að hætta er á að Island gæti dregist inn í stríðsátökin við Persaflóa vegna veru hersins hér og vegna aðildar okkar að NATO. í ályktun samtakanna segir að búnaður frá Keflavíkurflugvelli hafi farið til átakasvæð- anna, og að liðssveitir á leið til Persaflóa hafi millilent hér. Þá er bent á þá hættu að írakar ráðist á Tyrkland, en þar eö landið er Nato-land jafngildi það þvi að ísland verði ásamt öðrum Nato-löndum beinn stríðsaðili, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Hvetja samtökin til að stríðsaðil- ar semji þegar um vopnahlé. Samtökin fordæmdu enn- fremur framferði sovéska hersins í Eystrasaltslöndum. STÚDENTAR YRKJA ÁSTARLJÓÐ: Þessi ást, þessi ást heitir ljóðabók sem nú er að koma út hjá Stúd- entaráði Háskóla íslands. Haldin var Ijóðasamkeppni í haust innan skólans. í ljós kom að Ijóðskáldin þar á bæ eru mörg og meira að segja góð. Alls bárust 213 Ijóð undir 109 dulnefnum. Dómnefndin, skipuð þeim Matthíasi Jo- hannessen, skáldi og ritstjóra, Steinunni Sigurðardótt- ur, rithöfundi og Sigurdi Páissyni, rithöfundi og háskóla- kennara, hefur nú kveðið upp sinn dóm. Hann verður kynntur við sérstaka athöfn i Garðsbúð í Gamla Garði á föstudaginn kl. 16. Þar verður Ijóðabókin líka kynnt. KOSNINGASKRIFSTOFUR 0G AUGLÝSINGAR: Hart er barist í prófkjörinu sem Alþýðuflokkurinn heldur um helgina. Nokkrir hinna 13 frambjóðenda hafa opnað kosningaskrifstofur, nú síðast stuðningsmenn Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings. Þeir starfa að Tjarnargötu 4. Aðrir sem hafa opnar skrifstofur eru Ossur Skarphédins- son, á Vesturgötu 17 Þröstur Ólafsson á Hverfisgötu 8—10. Þá munu stuðningsmenn Þorláks Helgasonar opna skrifstofu í dag. Athygli hefur vakið að frambjóðend- ur leggja talsvert í auglýsingar, m.a. auglýsir Þröstur Ólafs- son í ljósaauglýsingum á Nýja Bíó-húsinu og Kringlunni. Baráttan er því hörð að þessu sinni. EIMSKIP OPNAR SKRIFSTOFU í FÆREYJUM: Eins og áður hefur komið fram, opnaði Eimskip skrifstofu í næsta nágrannalandi okkar, Færeyjum, í desember. Á myndinni er starfsfólk félagsins í Færeyjum, frá vinstri: Ei- ín Jónsdóttir, Ólafur Friðfinnsson og Eyðfinnur Reinert. Eimskip hefur ennfremur keypt breska umboðs- og flutningaþjónustufyrirtækið MGH Ltd. sem rekur skrif- stofur í fjórum breskum borgum og er með 60 starfsmenn. Jón B. Stefánsson, sem áður veitti forstöðu dótturfyrir- tæki Eimskips í Bandaríkjunum veitir fyrirtækinu for- stöðu. VILLANDI ÁRSREIKNINGAR: Á undanförnum mán- uðum hafa heyrst þau sjónarmið að ársreikningar margra fyrirtækja 1990 gefi villandi mynd af raunverulegri af- komu fyrirtækjanna. I meginatriðum er tveim aðferðum beitt, ýmist aðferð sem kölluð er skattaaðferðin eða þeirri aðferð sem kölluð er fráviksaðferð. Munurinn liggur helst í því að fyrirtæki sem sýna t.d. góða afkomu árið 1990 geta oft eingöngu rakið það til þess að ytri aðstæöur voru hag- stæðar, en ekki til þess að fyrirtækið sýni hæfni til að fylgja góöum árangri áfram. Sem dæmi um slíkan ytri þátt má nefna að á siðasta ári lækkaði dollarinn um 10% gagnvart íslensku krónunni og þannig tókst ýmsum fyrirtækjum að lækka skuldir sínar þótt ekkert annað hefði breyst til batn- aðar í rekstrinum. AUKIN VINNA DÓMARA: Hjá embætti Yfirborgar- dómara í Reykjavík jókst starfsemin á síðasta ári sem nem- ur einu ársverki að mati Friðgeirs Björnssonar yfirborg- ardómara. Það sem gerðist þar á bæ á síðasta ári var að þingfestingum fækkaði umtalsvert, úr 21 þúsund málum í liðlega 17 þúsund. Hins vegar fjölgaði munnlega fluttum málum úr 535 i 633 mál. Metur yfirborgardómari þetta svo að fækkun skriflega fluttra mála þýði einu ársverki minna hjá embættinu — fjölgun munnlegra mála þýði aftur á móti 2 ársverkum meiri vinna en áður. VATNSENDASTÖÐIN — Öryggismal sem kostar 500 milljónir að endurnýja. — A-mynd E.ÓI RUV— Ymis tœkjabúnadur í lamasessi og ríkiö fast á fé, sem þó er ,,eyrnamerkt“ útvarpinu lögum samkvœmt: Langbylgjubúnaður að hruni kominn Endurnýjun og við- hald tækja og búnaðar Ríkisútvarpsins er í kaldakoli. Útvarpsráð hefur lýst yfir vonbrigð- um með það sem ráðið kallar „skilningsleysi stjórnvalda á fjárhags- stöðu Ríkisútvarpsins" og kemur fram í af- greiðslu fjárlaga árið 1991. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið í gær að hér væri um að ræða umtalsvert vandamál í rekstri stofnunarinnar, ekki síst hjá sjónvarpinu, þar væri um að ræða 70 til 80 milljón króna endurnýjun- arþörf á þessu ári, sem er hluti af uppsöfnuðum vanda, sem þyrfti að leysa fyrr en síðar. Ríkisútvarpið hefur í ár 35 milljónir kr. til framkvæmda. Ríkisútvarpið á sam- kvæmt útvarpslögum að njóta tekna'af aðflutnings- gjöldum af útvarps- og sjón- varpstækjum. Markús Örn sagði að RÚV hefði fengið þessar tekjur eitt ár, 1986, en síðan hefðu þær lent í ríkissjóði þrátt fyrir „eyrna- merkingu" þessara tekna. Þessar tekjur næmu nú á bilinu 150 til 200 milljónum króna á ári. Þær hefði m.a. átt að nýta tiluppbyggingar dreifikerfis og til endur- byggingar langbylgjustöðv- arinnar á Vatnsenda. „Ástand Vatnsenda- stöðvarinnar er hið háska- legasta mál,“ sagði útvarps- stjóri. „Þar er um að ræða um 500 milljón króna end- urnýjun á búnaði, sem gegnir mikilvægu hlutverki í öryggiskerfi og almanna- vörnum landsins. Þessi stöð er nú að hruni komin og framleiðendur búnaðarins hafa tilkynnt okkur að það séu síðustu forvöð að kaupa varahluti í hann." Markús Örn sagðist hafa heyrt mæta þingmenn tala um langbylgjusendingar sem úrelta tækni vegna til- komu nýrra útvarpsstöðva. Það væri fjarri öllum sann- leika. Langbylgjan þjónaði sínum tilgangi, það hefði komið á daginn í óveðrun- um sem geisuðu norðan- lands í byrjun ársins. Fjárhagsáœtlun Hafnarfjardarbœjar lögð fram: Tekjur 2 milljarðar Vb til róðstöfunar „Við kusum að ljúka þeim verkefnum sem við vorum með í gangi þótt það kostaði lántöku í stað þess að sitja uppi með arð- lausar og hálfkaraðar fjár- festingar,“ segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. „Okkar fjárhags- áætlun sýnir að bærinn er vel í stakk búinn að greiða niður skuldir. Að sjálf- sögðu verður að gæta ýtr- asta aðhalds í rekstri og spenna bogann ekki of hátt í fjárfestingum." Meirihluti Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði fram á bæjarstjórnar- íundi í gær fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1991 til fyrri umræðu. Gert er ráð fyr- ir að rúmum 300 milljónum verði varið til að greiða niður á skuldir á þessu ári. Samkvæmt fjárhagsáætl- uninni er gert fyrir að sam- eiginlegar tekjur bæjarins veröi um 1,4 milljarðar, rekstrartekjur vel yfir 600 milljónir eða samtals um 2 milljarðar. Sameinginleg út- gjöld eru áætluð rúmlega 1,7 milljarðar. Samkvæmt því verður rekstrarafgangur upp á 315 milljónir, eftir fjárfest- ingar, og fara af þvi rúmlega 300 milljónir til niöurgreiöslu á lánum. Tryggvi sagði við Alþýöu- Á annað hundrað manns sóttu fund sem Alþýðu- flokkurinn hélt í Alþýðu- húsinu á Akureyri á mánu- dagskvöldið. Framsögu á fundinum höfðu Jón Bald- vin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formað- ur Alþýðuflokksins og Jó- hanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra og vara- formaður flokksins. Fund- blaðið að þessi fjárhagáætiun bæri með sér ábyrgð og festu í fjármálum bæjarins. Hann sagði að það hefði alla tíð leg- ið Ijóst fyrir að greiöa þyrfti niður þau lán sem tekin voru vegna þeirrar gífurlegu upp- byggingar sem átt hefði sér stað á síðustu árum. arstjóri var Sigbjörn Gunnarsson, efsti maður á iista Alþýðufiokksins á Norðurlandi eystra. Þetta er upphafið á funda- herferð Álþýðuflokksins víðsvegar um landið undir vígorðinu ísland í A-flokkl. Á fundinum urðu miklar og lífiegar umræður um hin ýmsu mál að loknum fram- söguerindum. Þá var ýmsum Tryggvi sagði ennfremur að engu að síður væru miklar framkvæmdir á döfinni á þessu ári. Gert væri ráð fyrir að rúmar 300 milljónir færu í gjaldfærða fjárfestingu og um 85 milljónir í eignfæröa fjár- festingu. Auk þess sem áður- greindar 300 milljónir færu til niðurgreiðslu á lánum. fyrirspurnum beint til ráð- herranna hverjum og þeir svöruðu. Fundurinn hófst hálf níu um kvöldið og stóð fram yfir miðnætti. Næstu fundir í fundaher- ferð Alþýðuflokksins verða í Vestmannaeyjum á morgun, í húsi Sveinafélags járniðnað- armanna við Heiðarvegar, og á Selfossi, á fimmtudags- kvöldið í Hótel Selfossi. Ísland i A-flokki! Fundur á Akureyri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.