Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. febrúar 1991 MMÐUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Tryggjo verður endalok valda Saddams Husseins Her bandamanna við Persaflóa hefur nú hrakið inn- rásarlið íraka út úr Kúveit. Þar með er lokið hernámi íraka sem staðið hefurfrá 2. ágúst á fyrra ári. Flótti ír- aka og uppgjöf fjölda hermanna þeirra eru ótvíræð sönnun algjörs ósigurs herja Saddams Husseins og endaloka ofbeldisstefnu hans í Kúveit. Samtímis er Ijóst að draumur Saddams um sameinaðan araba- heim undir forystu hans er einnig hruninn. Saddams Husseins bíða nú hefðbundin örlög ofbeldisseggja og einræðisherra sem beðið hafa ósigur. Spurningin er aðeins hvort það verða bandamenn sem binda enda á völd hans í Irak eða Irakar sjálfir. Bandamenn eru nú komnir langt inn í Irak og eiga stutt eftir til Baghdad. Saddam Hussein hefur haldið ræður og ávörp í Baghdadútvarpið þar sem hann hefur haft uppi skrúðmælgi og sett bandamönnum skilyrði fyrir flótta hermanna sinna. Að sjálfsögðu hafa banda- menn brugðist við á þann rétta veg að segja að Sadd- am Hussein setji ekki skilyrði fyrir endalokum stríðs- ins. að er þegar orðið Ijóst að Saddam Hussein hefur beðið mikinn ósigur í Persaflóastríðinu. Hersveitir hans hafa veitt lítið sem ekkert viðnám og verið verr búnar og vistaðar en menn hafa haldið. En enn stafar hætta af Saddam Hussein og herliði hans. Það er full- komlega hugsanlegt að hinn örvæntingarfulli leiðtogi íraka kunni að gefa fyrirskipanir um ef navopnahernað eða beitingu sýklavopna þegar hringurinn þrengist um hann. Hins vegar er það að sjálfsögðu aðeins tímaspurning hvenær einvaldurinn fellur. Það erfyrst og fremst hlutverk fjölþjóðahersins á líðandi stundu að tryggja endalok valdatíma Saddam Husseins til að tryggja að Kúveit stafi ekki áframhaldandi ógn af ein- ræðisherra íraks. Til lengri tíma er verkefnið að tryggja frið og stöðug- leika í löndunum við Persaflóa og finna lausn á vanda Palestínumálsins og öðrum deiluefnum arabaland- anna og ísraels. Það verður hið stóra verkefni Samein- uðu þjóðanna að vinna friðinn eftiraðfjölþjóðaherinn hefur unnið stríðið. FORRÉTTINDI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í SJÓNVARPSFRÉTTUM Það hefur vakið athygli og umræður að báðar frétta- stofur sjónvarpsstöðvanna vörðu lunganum af frétta- tíma sínum síðastliðið mánudagskvöld í að segja frá ákvörðun Davíðs Oddssonar að bjóða sig fram til for- manns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í næstu viku. Að sjálfsögðu er eðlilegt að þessi frétt yrði fyrsta frétt kvöldsins. Hins vegar er það vægast sagt undarleg ákvörðun fréttastjóranna, ekki síst Rík- issjónvarpsins, að ryðja öllum öðrum fréttum kvölds- ins til hliðar, þar á meðal stórfréttum úr Persaflóa- stríðinu, vegna þess að borgarstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns síns flokks. Rúmlega fyrstu tuttugu mínútur fréttatíma Ríkissjónvarpsins voru helgaðar þessari frétt með löngum viðtölum við þorgarstjóra og núverandi formann Sjálfstæðis- flokksins. Eðlilegra hefði verið að viðtölin við um- rædda frambjóðendur hefðu verið send í fréttauka að loknum aðalfréttatíma. r I framhaldi af þessu mætti spyrja, hvort aðrir stjórn- málaflokkarfái sömu þjónustu? Sem dæmi má nefna að Alþýðuflokkurinn efndi til þlaðamannafundar í fyrri viku til að kynnafyrirfjölmiðlum vandaða og ítar- lega kosningastefnuskrá flokksins í komandi alþingis- kosningum. Hvorug sjónvarpsstöðin sá ástæðu til að senda fréttamenn þrátt fyrir ítrekaðar boðanir. Það er greinilegt að sjónvarpsstöðvarnar hafa meiri áhuga á Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokknum. í lýðræðis- ríki þar sem fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á þekkingu almennings á stefnumálum og straumum stjórn- málaflokka, ekki síst fyrir lýðræðislegar kosningar, er slík mismunun sjónvarpsmiðla auðvitað ekkert ann- að en hneyksli. IÖNNUR SJÓNARMID Engin kona mundi nota þá eldhúsinnréttingu, segir Re- gína Thorarensen, fréttaritari á Selfossi, um annað tveggja for- mannsefna í Sjálfstæöisflokknum. í DV á mánudag varar hún Davíð Oddsson við að fara út á ,,þá hálu braut" að gefa kost á sér í for- mannsembættið í Sjálfstæðis- flokknum. Regína ávarpar Davíð beint: „Þú ert búinn að vinna mörg gódverk sem borgarfulltrúi og þú ert að kollsigla sjálfan þig með því átakanlega sjálfsáliti sem þú hefur. Einnig ertu bú- inn að vera of lengi eins og ein- ræðisherra sem borgarstjóri Reykjavíkur og æðir þar áfram eins og mannýgt naut í hörðu moldarbarði og grjóti. Sjáum hina dýru ráðhúsbyggingu sem er byggð í vatni en ekki á bjargi eins og á að byggja öll hús og sagt er í Biblíunni.“ Regína finnur því flest til foráttu aö Davíð verði formaður — hvað þá forsætisráöherra, en þaö dreymi hann um að verða. Og er þá komið að hinum kandídatin- um: „Auðvitað vita allir og skilja að Þorsteinn Pálsson er lítill maður og kann Iítið til verka enda er hann svo illa innréttað- ur að það mundi engin kona nota þá eldhúsinnréttingu . . .“ Þegar Regína hefur um síðir komist að því að hvorugur kostur- inn sé góöur fyrir flokk allra stétta, víkur hún að öðrum innréttingum í Sjálfstæðisflokknum. Lands- byggðarþingmennirnir bera af, segir Regína. Þorvaldur Garðar og Matthías Bjarnason eru henni að skapi. Friðrik Sophus- son og Einar Oddur fá hæstu einkunn. Eða hvað? Þingmenn Sjálfstæðisflokksins „hugsa ekki um heill og hag þjóðarinnar, eru bara með eitt- hvert bull og kjaftæði, en sjálf- stæðiskonurnar bera alveg af,“ skrifar Regína aö lokum. ■ DAGFINNUR Á Drottins vegum hann gekk Nú syngja barnabörnin mín glöð og ánægð þegar þau koma af dag- heimilinu: „Davíð var dáðadreng- ur/á Drottins vegum hann gekk“. Loksins er kominn maður sem treystandi er á. Það fer ekki á milli mála á hvers vegum Davíð okkar gengur. Hann er fæddur undir heillastjörnu og borinn til að drottna. Hann er minn maður. Sagt er að sagan endurtaki sig í sífellu. Hann Davíðokkar hefur nú hitt fyrir sinn Golíat. Það er verst hvað okkar Golli er lítill fyrir mann að sjá og passar ekki alveg inn í myndina. Davíð, eins og forð- um, hefur gripið til teygjubyssunn- ar og pundar nú grjóti á Steina. Það er ekkert áhlaupaverk því hvað segir ekki í ritningunni. „Sá yðar er syndlaus er kasti fyrstur í Steina.“ Það gat því ekki komið í hlut nein annars en Davíðs að grýta Steina vin sinn. Steini sem sundríður þessa dag- ana er staddur úti í miðju straum- hörðu fljóti. Hann hefur sagt að það kunni ekki góðri lukku aö stýra að venda í miðri á. Hann virðist ekki hafa áttað sig á að ekki stendur til að snúa við. Davíð vin- ur, sem bíður á bakkanum hinum megin, vill aðeins hrekja hann í ána og fá að ríða upp á bakkann sjálfur sem sigurvegari. Sumum finnst að vísu réttlátt að Steini fá að klóra sig í land sjálfur en það er stórhættulegt. Eftir allt volkið í beljandi straumiðunni er honum ekki treystandi til að ríða með reisn inn í sólskinið. Til þess þarf mann með meiri vigt. Einu virðast menn ekki hafa átt- að sig á. Lög okkar sjálfstæðis- manna og hefðir ná aðeins til mannlegra þátta og jarðneskra manna. Um Davíð hin goðumlíka gilda önnur lögmál. Hann er í ætt við spámenn og mannkynslausn- ara fyrri tíma og því ekki hægt að leggja á hann fjötra hefða okkar annars ágæta flokks, Sjálfstæðis- flokksins. Þá er út í hött að bjarg- vætturinn sé að agnúast út í fram- tíðarforingja vorn og spámann. Enda var það hann sem lagði grunninn að falli stjórnar Steina og hefur sýnt að hann metur hags- muni atvinnulífsins meira en flokksins okkar. Slíka menn á ekki að hafa í forystusveit. Bjargvætt- urinn var meira að segja með bráðabirgðalögum kommanna sem er alveg ófyrirgefanlegt. Það hefði örugglega verið hægt að halda laununum niðri með öðrum hætt og skeleggari. Ég er viss um að Davíð hefði getað gert það. Hann hefur sýnt það og sannað í borginni því hvergi á byggðu bóli er að finna lægri laun en hjá óbreyttum borgarstarfsmönnum. Það gefur svo svigrúm tii að borga almennilegum mönnum betur og þörfum sjálfstæ... ég meina þjóðfélagsþegnum skikkanleg laun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.