Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 28. febrúar 1991 FRÉTTASKÝRING ■HmHHBBMBi Atvinnuleysi í janúar 2,5%: Samdráttur í f iskvinnslu — aukning í þjónustu Meöan glæsihaliir rísa i höfuðborginni þar sem skortur er é bygginga- mönnum, blasir við samdráttur og atvinnuleysi í byggingariðnaðinum á landsbyggðinni. Eini kvenfanginn Stúlkan á myndinni, bandaríski hermaðurinn Rathbun-Nealy, er eini kvenmaöurinn sem írakar hafa í haldi sem stríðsfanga um þessar mundir. Hún gekk í Bandaríkjaher af ævintýraþrá. Faðir stúlkunnar var staddur á bjórkrá þegar sjónvarpið sagði frá handtöku bandarísks her- manns af veikara kyninu. Sagði hann þá að ef það væri dóttir sín, þá vildi hann fremur að hún væri fallin en að lenda í klónum á Saddam. Hér reyndist um að ræða dótturina — sem væntan- lega losnar senn úr prísundinni. Loðnan og sfaða hennar i vistkerfinu Loðnan, sá örsmái fiskur, skiptir okkur miklu máli á síðari árum. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur, mætir á rabbfundi Náttúrufræðistofu Kópavogs og Náttúruverndarfélags Suður- Iands í kvöld kl. 21 i Náttúru- fræðistofunni að Digranesvegi 12 í Kópavogi, og fjallar um loðn- una sem tegund ogstöðu hennar í vistkerfinu. Þá mun Hjálmar ræða um loðnuveiðar og sögu þeirra hér við land. Á laugardag- inn kl. 13.30 verður heimsótt fyrirtæki sem starfar við loðnu- vinnsiu. Sænsk bókakynning Á laugardaginn fer fram kynn- ing á sænskum bókum í Nor- ræna húsinu. Gunnel Persson, sendikennari við Háskóla Is- lands, kynnir bókaútgáfuna í Svíþjóð í fyrra. Gestur á kynn- ingunni verður sænska Ijóð- skáldið Bodil Malmsten, 46 ára, þekkt í sínu heimalandi fyrir ljóð, leikritagerð í sjónvarpi og sjónvarpsþætti fyrir börn. Malmsten þykir draga upp góða samtímamynd af landi sínu og þjóð í Ijóðunum. Oft fjallar hún um sorg, tómleika og söknuð, sem hún lýsir af mikilli alvöru, en í allri alvörunni örlar oft óvænt á góðlátlegri glettni. Evrópumót í körfubolta hér Um helgina verður haldin hér í Reykjavík Evrópukeppni karla- landsliða í körfubolta og því mik- ið um að vera hjá hinum há- vöxnu íþróttamönnum. Torfi Magnússon landsliðsþjálfari hef- ur valið 17 manna hóp og er þar öllu því besta tjaldað. Auk þess hefur Torfi fengið aðstoðarþjálf- ara, Glenn Thomas, Bandaríkja- mann sem þjálfar Hauka. Jakob sýnir í Stöðlakoti Á laugardaginn kl. 12 opnar Jak- ob Jónsson listmálari sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti að Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík. Hér er um að ræða 14 verk, unnin með olíupastel og álímingum á pappír. Þetta er sjötta einkasýn- ing Jakobs. Hún er opin daglega frá 12—18 og lýkur sunnudaginn 17. mars. Í könnun sem Þjóðhogsstofnun hefur gert kemur i Ijós að atvinnu- rekendur vilja fækka störfum i fisk- iðnaði um 220, og i byggingariðnaði um 150. Þessi niðurstaða á fyrst og fremst við um landsbyggðina. Á sama tima eru rúmlega 1000 útlend- ingar starfandi hér ó landi, þar af 400 i fiskiðnaði. Viða er ústandið þannig að allt að helmingur starfs- manna er útlendingar; um 125 i heil- brigðiskerf inu og 120 i iðnaði. í þess- um tölum eru Norðurlandabúar ekki taldir með, en úrlega kemur nokkur fjöldi þeirra hingað til lands gagn- gert til þess að vinna við fiskvinnslu. Á sama tima eru laus 60 störf i versl- un og veitingastarfsemi ú höfuð- borgarsvæðinu, og i sjúkrahús- rekstri vildu stjórnendur fjölga um 120 störf. BJÖRN HAFBERG SKRIFAR Þessar niðurstöður koma m.a. fram í könnun sem Þjóðhagsstofn- un hefur gert við athugun á at- vinnuástandi og horfum á vinnu- markaði í janúar 1991. Kannanir af þessu tagi eru nú gerðar þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Könnunum þessum er ætlað að ná til um 75% af allri atvinnustarf- semi í landinu. Fyrirtækin sem leitað er til eru þau sömu aftur og aftur og er þannig talið að betur takist að draga fram traustvekj- andi niðurstöður og fá fram mark- tækar breytingar á atvinnuástand- inu á milli kannana. í síðustu könnun var spurt um fjölda starfsmanna í fullu starfi hjá fyrirtækjunum í nóvember 1990 og janúar 1991. Spurt var hvort einhverjar breytingar á starfs- mannahaldi hafi verið æskilegar í janúar miðað við umsvif. Einnig var spurt um æskilegan fjölda starfsmanna í apríl og september 1991. Helstu niðurstöður___________ Þegar á heildina er litið benda niðurstöður könnunarinnar til að viðunandi jafnvægi sé á vinnu- markaði um þessar mundir. At- vinnurekendur á öllu landinu vilja fækka um 120 störf, þ.e. mismunur á þeim greinum sem fjölga þarf í og þeim greinum sem fækkun er talin æskileg, og er hér litið á land- ið í heild. Þetta er töluverð breyt- ing frá því í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðn- um, þegar atvinnurekendur vildu fækka um 370 störf. Atvinnuleysi_________________ í janúar voru 3200 skráðir at- vinnulausir, eða 2,5% af heildar- mannafla. Þetta er nokkru minna en spár Þjóðhagsstofnunar höfðu gert ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 3,1%. Þetta er ekki talin vísbending um minnkandi atvinnuleysi, heldur aðeins að um breytingu á árstíða- mynstri atvinnuleysis sé að ræða. Atvinnuleysi var að meðaltali 1,7% árið 1990, en Þjóðhagsstofn- un spáir því að atvinnuleysi verði nokkru meira 1991, eða 1,9%. Atvinnuleysi er jafnan minnst yfir sumarmánuðina en hefur auk- ist jafnt og þétt og náð hámarki í janúar. Fiskvinnsla Af einstökum atvinnug;einum vilja atvinnurekendur fækka mest í fiskiðnaði, eða um 220 störf. Þetta ástand er nær eingöngu bundið við landsbyggðina. Á höf- uðborgarsvæðinu ríkir jafnvægi í vinnuaflseftirspurn í fiskiðnaði. Frá því Þjóðhagsstofnun fór að kanna ástand á vinnumarkaði með skipulögðum hætti hefur aldrei áður mælst fækkun í fisk- iðnaði. Þessar niðurstöður lágu fyriráðuren leyftvarað veiða 175 þúsund tonn af loðnu svo ástandið er nokkuð betra en tölurnar gefa til kynna. Almennur iðnaður I almennum iðnaði ríkir jafn- vægi í vinnuaflseftirspurn. At- vinnurekendur vildu fjölga lítil- lega störfum í janúar, en á sama tíma í fyrra vildu þeir fremur fækka störfum. Eftirspurnin nú skiptist jafnt á milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Ef litið er á stóriðju sérstaklega ríkir þar jafnvægi eins og verið hefur. Byggingastarfsemi___________ í byggingarstarfsemi vildu at- vinnurekendur fækka um 180 störf í janúar. Skiptingin er þannig að á höfuðborgarsvæðinu vilja menn bæta við 30 störfum en á landsbyggðinni vilja menn fækka um 210 og munurinn er því 180 störf. Mikil óvissa er almennt í greininni, m.a. vegna þess að ákvörðun um byggingu álvers hef- ur seinkað. Verslun og veitingastarfsemi Atvinnurekendur í verslun og veitingastarfsemi vildu fjölga um 60 störf í janúar. Það er mikil breyting frá því í september en þá vildu þeir fækka um 200 störf. í janúar 1990 vildu stjórnendur í þessum greinum fækka störfum um 70. Eftirspurnin nú er ein- göngu á höfuðborgarsvæðinu, en jafnvægi ríkir á landsbyggðinni. Samgöngur_________________ í samgöngum vildu atvinnurek- endur fjölga um 70 störf í janúar. Á sama tíma í fyrra vildu þeir hins vegar fækka störfum um 170. Eft- irspurnin nú er fyrst og fremst bundin við höfuðborgarsvæðið. Heilbrigðiskerfið__________ í sjúkrahúsarekstri vai í janúar talin þörf á að fjölga störfum um 150. Á sama tíma í fyrra vildu stjórnendur sjúkrahúsanna hins vegar fækka störfum um 60. Skortur á vinnuafli á sjúkrahúsum er mun meiri á höfuðborgarsvæð- inu en á landsbyggðinni, eða 119 störf. I öðrum þjónustugreinum var hins vegar talin þörf á fækkun sem nemur 20 störfum, sem er mun minni fækkun en talin var æskileg á sama tíma í fyrra. Á höf- uðborgarsvæðinu vildu atvinnu- rekendur fækka um 70 í ýmsum þjónustugreinum en á lands- byggðinni vildu þeir fjölga um 50 störf. Höfuðborgarsvæðið i heild Á höfuðborgarsvæðinu var í janúar nokkur eftirspurn eftir vinnuafli, í heild er um 200 störf að ræða, sem er um 0,4% af heild- armannafla. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurekendur fækka störfum um 290. Eftirspurnin var mest í sjúkrahúsarekstri eða 110 störf, í ýmiss konar þjónustu vildu atvinnurekendur fækka um 70 störf. í öðrum atvinnugreinum var eftirspurn að jafnaði meiri en áð- ur. Landsbyggðin_______________ í janúar var atvinnuástandið á landsbyggðinni mun verra en á höfuðborgarsvæðinu. Þar vildu at- vinnurekendur fækka störfum um 320 í heild. Á sama tíma í fyrra vildu þeir hins vegar fjölga störf- um um 80. í september vildu at- vinnurekendur á landsbyggðinni hins vegar fjölga störfum um 365. Af einstökum atvinnugreinum var ástandið hvað verst í fiskiðnaði og byggingarstarfsemi. Nú vilja at- vinnurekendur fækka um 220 störf í fiskiðnaði sem er nýjung, líklega má rekja hluta þessa sam- dráttar til óvissunnar sem ríkti um loðnuveiðar. I byggingariðnaði vildu atvinnurekendur fækka um 210 störf á landsbyggðinni. Lokaorð Það sem vekur líklega mesta at- hygli í þessari samantekt er að um 200 fleiri útlendingar hafa verið ráðnir til fiskvinnslu en atvinnu- rekendur telja þörf fyrir. f almenn- um iðnaði ríkir jaínvægi, í bygg- ingariðnaði er samdráttur, en þörf er á auknum mannafla í margs konar þjónustu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.