Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 3
INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR j HNOTSKURN LEYFISGJALD AF FERÐAGJALDEYRI FELLT NIÐUR ! Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, hefur ver- ið iðinn við að koma á frelsi í viðskiptum manna á milli. I Reglugerð Viðskiptaráðuneytis um gjaldeyris- og við- skiptamál gerir það að verkum að Samstarfsnefnd um gjaldeyrismál hefur samþykkt að greiðslukortafyrirtækin þurfi ekki lengur að innheimta leyfisgjöld af venjulegum úttektum korthafa á ferðalögum utanlands. Viðskipti ferðafólks á erlendri grund verða þar með 1% ódýrari en áður. VESTFJARÐAGÖNG - AUSTFJARÐAGÖNG: tu stendur að bora í fjöll landsins svo um munar á næstu ár- um. Lokaútboð fer nú fram i jarðgöng sem boruð verða á Vestfjörðum, undir Breiðadals- og Botnsheiði, og mun verkið hefjast í sumar en ljúka 1995. Kostnaður áætlaður 3 milljarðar króna. Þá er rætt um að í framhaldi af þessari borun verði farið í samskonar framkvæmdir á Austfjörð- um. Þar vilja menn losna við tvo illyrmislega fjallvegi, Oddsskarð yfir til Neskaupstaðar og Fjarðarheiði til Seyð- isfjarðar. Aætlaður kostnaður eystra er 6—7 milljarðar króna. STYTTIÐ LEIT AÐ UPPLÝSINGUM: Stjórnunarfé- I lagið efnir til námskeiðs 4.-6. mars í skjalastjórnun. Al- kunna er að með auknu skjalamagni í fyrirtækjum og stofnunum eru gerðar auknar kröfur til starfsmanna um skjótan aðgang að upplýsingum. Ástandið í þessum mál- um er víða afar bágborið — víða finnast umbeðin gögn seint og illa. Á námskeiðinu munu bókasafnsfræðingarnir Kristín Ólafsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir leið- beina um það hvernig fara má með upplýsingar í ýmsu formi, þannig að stytta megi leitina, þegar á skjölum þarf að halda. HUGLEIÐSLA OG JÓGA: sh Chinmoy-setrið mun halda námskeið í jóga og hugleiðslu dagana 1.—3.mars. Verða þar kenndar ýmiss konar slökunar- og einbeitingar- æfingar. Verður sýnd kvikmynd um hlutverk iþrótta í and- legri þjálfun. Einnig mun margt annað fróðlegt og skemmtilegt verða á boðstólum. Er námskeiðið ókeypis og opið almenningi. SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN FRUMFLYTUR RACHMANINOFF: Næstkomandi laugardag kl. 14.30 verða frumflutt tvö verk eftir Rachmaninoff í Háskólabíói. Bandaríski píanóleikarinn William Black verður einleikari á tónleikunum. Einnig tekur kór íslensku óperunnar þátt í flutningnum og þekktir einsöngvarar. Kórstjóri er Peter Locke. BÍLSTJÓRASTRÍÐ Á AKUREYRI: Dagursegirfráþví að stríð hafi blossað upp milli bílstjóra á Bifreiðastöð Oddeyrar og Giæsibíla. BSO-menn töldu að bílstjóri Glæsibíla hefði ,,stolið“ frá sér farþega. Stöðvuðu þeir fyrr- nefndu bílstjóra Glæsibíla við steypustöðina Möl og sand hf., og urðu þarna hávær orðaskipti milli fylkinganna og skarst lögregla í leikinn. Farþeginn sem þarna var ,,rænt“ er Bandaríkjamaður og mun hafa orðið nokkuð skrítinn á svipinn, þegar hann lenti í uppákomu þessari. TANNLÆKNASTOFA HÆNGS VANN: Fyrirtækja- keppni Badmintonsambands Islands fór fram í TBR-húsinu í fyrradag. í fyrsta sæti í aðalflokki sigraði Tannlæknastofa Hængs 'Þorsteinssonar. I aukaflokki sigruðu leikmenn Austurbakka hf. og í trimmaraflokki sigraði Samvinnu- bankinn. Úra- og skartgripaverslunin Jón & Óskar gaf verðlaunin. TÍSKUSÝNING HJÁ MÓDELSAMTÖKUN- UM: Annað kvöld verður tískusýning á Dansbarn- um.. Eru það Módelsamtök- in og Unnur Arngrímsdótt- ir sem sjá um sýninguna. Mun verða kynntur fatnað- ur og nýjasta línan í hár- og andlitstísku. Er áætlað að svona sýningar muni verða einnig næstkomandi fimmtiidagskvöld. Hefst þetta klukkan 21.30 annað kvöld. Nýr rektor tekur viö Háskólanum: Prófkjör fer fram á morgun Nokkurs konar forval eöa prófkjör fyrir rekt- orskjör við Háskólann fer fram á morgun, föstu- dag. Sigmundur Guð- bjarnason hefur gengt embætti rektors í tvö kjörtímabil, eða í sex ár, en gefur ekki kost á sér nú. Aliir prófessorar við Háskólann eru í kjöri, en endanleg kosning fer fram þann 5. april þegar kosið verður milli þeirra sem fá flest atkvæði í prófkjöri. Þó svo að allir prófessor- ar skólans séu kjörgengir við rektorskjör er það eins og jafnan áður að sumir eru taldir líklegri en aðrir. Þeir sem helst eru taldir koma til greina núna eru eftirtald- ir: Sveinbjörn Björnsson, prófessor við raunvísinda- deild, Tómas Helgason, prófessor í geðlækningum, Valdimar K. Jónsson, frá- farandi deildarforseti verk- fræðideildar, Þórir Ein- arsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild, og Þórólfur Þórbndsson, fyrrverandi deildarforseti félagsvísindadeildar. Það eru stúdentar við Há- skólann og kennarar sem hafa atkvæðisrétt við rekt- orskjör. Hins vegar vega at- kvæði stúdenta 'h en at- kvæði kennara %. Lítið hef- ur farið fyrir kosningabar- áttu kandídata, að minnsta kosti hefur hún ekki farið hátt. Hækkun tekjuskatts skilaði 2,5 milljörðum í ríkissjóð Tekjuskattshækkun í kjölfar upptöku virðis- aukaskattsins skilaði rík- issjóði óvænt 2,5 milljörð- um króna í fyrra. Atvinna jókst í landinu í fyrra um 1% og það skilaði um 1,5 milljörðum króna í tekju- skatti. Þrátt fyrir samdrátt í neyslu í fyrra er hagur ríkissjóðs góður, m.a. vegna þess að tekjuskatt- ur var hækkaður við upp- töku virðisaukaskatts. Innheimtur tekjuskattur einstakiinga jókst um fjórðung í fyrra að mati fjármálaráðuneytisins. I fyrra urðu tekjur af óbein- um sköttum — eins og virðis- aukaskatti — minni en árið áður. Fjármálaráðuneytið segir að það eigi fyrst og fremst rætur að rekja til þeirr- ar ákvörðunar að lækka hlut- fall nýja virðisaukaskattsins í nýja skattkerfinu. Hlutfall tekjuskatts var þá hækkað á móti og það er ein af ástæð- um þess að staða ríkissjóðs var betri i árslok 1990, að raungildi um 2,5 milljarðar króna miðað við árið 1989. Atvinnutekjur jukust meira á landinu í fyrra en gert hafði verið ráð fyrir. Milli áranna 1989 og 1990 jukust þær um 11% og um 8—9% yfir árið 1990. Þar sem verðbólgan var um 7% á árinu 1990 hefur heildarkaupmáttur aukist lít- illega. Upplýsingar eru þó ekki einhlítar. Kaupmáttur tímakaups er að öllum líkind- um óbreyttur. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslun- armannafélags Reykjavíkur, telur að yfirborganir hafi ver- ið nokkrar í fyrra hjá sínum félögum. Álver í undirbúninei: 600 millj. hafa farið i kostnað Heildarkostnaður við undirbúning álvers á Is- landi er um 600 milljónir króna það sem af er. Landsvirkjun á stærstan hlut vegna undirbúnings virkjana og stofnlína. Einu verki er þegar lokið, en það er vegalagning á Fljótsdalsheiði. Samningar um hag- kvæmniathugun voru undir- ritaðir 4. júlí 1988. Frá þeim tíma hefur Landsvirkjun var- ið 517 milljónum króna, en markaðsskrifstofa iðnaðar- ráðuneytis og Landsvirkjun- ar 78 milljónum. Fjöldi út- boða hefur farið fram, en með útboðsgögnum er vænt- anlegum bjóðendum gert Ijóst að framkvæmdir eru háðar endanlegu samkomu- lagi og heimildum Alþingis og stjórnvalda. Einu verki er þegar lokið. Það er vinnuvegur á Fljóts- dalsheiði, en samningsupp- hæðin var 47,7 milljónir kr. Þá á gerð 100 metra aðkomu- ganga að stöðvarhúsi að vera lokið í vor. Kostnaður við þau er 44,8 milljónir kr. Um hádegisbilið í gær kom upp eldur í húsinu við Njáisgötu 21. Talið er að útigangsmenn hafi haft afdrep í húsinu, en óvíst er hvort rekja má eldsupptök til ferða þeirra. Engin slys urðu á fólki en slökkviliðsmaður fékk í sig rafstraum en sakaði ekki aö öðru leyti. A-mynd E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.