Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 Utvarpsstjórinn, Árni Einar Birgisson, við hljóðnemann í gærdag. NY UTVARPSSTOÐ: Æfinga- og tilraunaskóli Kenn- araháskóla íslands hefur sett á laggirnar nýja ótvarpsstöð. v Stöðin er á bylgjulengd FM 105,9 og næst líklega um gjör- valla Reykjavík. Var fyrsti útsendingardagur á mánudag- inn og mun verða útvarpað fram til föstudags. Er þetta lið- ur í svokallaðri starfskynningu sem er í gangi hjá 10. bekk þessa skóla, eins og talsmaður stöðvarinnar, hinn frækni íslenskukennari Páll Olafsson, sagði okkur. Þess má þó geta að það eru nemendur sem sjá algerlega um alla dag- skrána. HEIMASTJÓRNARSAMTÖKIN BJÓÐA FRAM: Heimastjómarsamtökin vilja, vegna frétta um samstarf Borgaraflokks og Samtaka jafnréttis og félagshyggju í Norðurlandi eystra fyrir næstu alþingiskosningar, taka fram að Heimastjórnarsamtökin stefna enn sem fyrr að framboði í öllum kjördæmum. Meðal baráttumála samtak- anna er að dreifa valdi frá miðstýrðu kerfi til fólksins, að koma í veg fyrir aðild íslands að Evrópubandalaginu og að auka jöfnuð fólks með lögfestingu lágmarkslauna. RÍKIÐÁINNIHJÁSEÐLABANKA: Rekstrarhalli rík- issjóðs árið 1990 varð 4,4 milljarðar króna, eða 1,3% af landsframleiðslu. Hallinn varð minni en fjárlög gerðu ráð fyrirogíárslok 1990 átti ríkissjóður inni 327 milljónir á að- alviðskiptareikningi Seðlabanka. Hvort tveggja telst til merkari tíðinda. Um langt árabil hefur ríkið skuldað Seðla- banka um áramót og erfitt hefur reynst fyrir fjármálaráð- herra að halda sig innan marka fjárlaga. EURONEWS INN A ÍSLENSK HEIMILI: Evrópu- samband útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem RÚV er aöili að, mun láta senda sjónvarpshnött út í himingeiminn á næsta ári. Hnötturinn mun senda út Evrópufréttir, Euronews. Þessi stöð mun að sjálfsögðu nást hingað til lands þegar þar að kemur. Á stöðinni verður níu klukku- tíma dagskrá daglega, frá kl. 16 á daginn til kl. 01 að nóttu. Síðar er stöðinni ætlað að starfa allan sólarhringinn. LEIÐARINN Í DAG Fyrri leiðari Alþýðublaðsins fjallar um stöðuna í Persaflóastríðinu. Blaðið segir að fjölþjóðaher bandamanna verði að tryggja endalok valda Sadd- ams Husseins og einnig verður að tryggja stöðug- leika og frið til lengri tíma í löndunum við Persaflóa og í arabaheiminum. Síðari leiðari blaðsins fjallar um forréttindi Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpsfréttum. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: TRYGGJA VERÐUR ENDA- LOK VALDA SADDAMS HUSSEINS og FORRÉTT- INDI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í SJÓNVARPS- FRÉTTUM. 33. TÖLUBLAÐ 72. ÁRGANGUR Bílastæða- vandamál? Gott atvinnuástand Nýr háskólarektor Talað er um bílastæða- vandamál í miðborg Reykja- víkur. Annað kom í Ijós þegar Alþýðublaðið kannaði í gær „vandamálið". Nýting bíla- stæðanna er ótrúlega lítil. IHér á landi ríkir ekki atvinnu- leysi, að minnsta kosti þarf út- lendinga til að vinna að frumat- vinnugreininni, fiskvinnslunni. Við rennum augum yfir blóm- lega atvinnustarfsemi. IVið segjum frá forvali eða prófkjöri sem fram fer í Háskól- anum í dag. Vinsæll háskóla- rektor mun senn láta af störf- um. En hverjir eru tilnefndir sem arftakar hans? BHMR-málið dómtekið sl. mánudag: Borgardómur í næstu viku? Mál BHMR gegn ríkinu var dómtekið í Borgar- dómi Reykjavíkur síð- astliðinn mánudag og er jafnvel búist við dómi í næstu viku. Talið er ör- uggt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem dómsnið- urstaða verður. Málið sækir einn félaga í Bandalagi háskólamanna. Ekki er hægt að höfða sér- stakt mál gegn ríkinu fyrir brot á stjórnarskránni, en í raun snýst málið um það hvort ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotin. BHMR telur að ákvæði stjórnarskrár um þrískipt- ingu valds hafi verið brotið, þegar ríkisvaldið tók að sér að hnekkja dómsniður- stöðu og launasamningar BHMR-félaga voru felldir að hinni svokölluðu þjóðar- sátt. Þá fjallar málið um heimild ríkisstjórnar til að gefa út bráðabirgðalög. BHMR telur að Alþingi hafi verið fullkunnugt um að hverju dró. Þingmönnum hafi því verið í lófa lagið að setja lög meðan þing sat. Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðuflokks, hafi meira að segja ýjað að því í þingsölum. Þá er fyrir borgardómi látið á reyna hvort eigna- réttarákvæði stjórnarskrár- innar hafi verið brotin. BHMR telur að ríkið hafi tekið ófrjálsri hendi lög- mæt laun starfsmannsins sem sækir málið gegn rík- inu. Honum hafi borið að fá umsamda4,5% kauphækk- un — og að því hafi félags- dómur komist — en ekki þá hækkun sem þjóðarsátt sagði til um. Að síðustu eru ákvæði um félagafrelsi, sem BHMR segir afnumið með setn- ingu bráðabirgðalaganna. Mál þetta þykir hafa for- dæmisgildi. Er því talið full- víst að ekki verði fallist á niðurstöðu Borgardóms og því verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Það væri einsdæmi, ef niðurstaða Borgardóms Reykjavíkur yrði á þá lund að ákvæði stjórnarskrár- innar væru í raun brotin. Þá yrði núverandi ríkisstjórn að bíða dóms Hæstaréttar — og dómur félli ekki fyrr en ný stjórn hefði tekið við í landinu. Stuðningsmerm Davíðs hafa opnað kosningaskrifstofu: „Besti dagur Þorsteins var i fyrradag" Formannsslagurinn í Sjálfstæðisflokknum er að taka á sig afdráttarlausari mynd. í gær opnuðu stuðn- ingsmenn Davíðs Odds- sonar kosningaskrifstofu í Reykjavík. Tveir verða á launum til að byrja með og „eru allavega ekki á laun- um hjá fjármálaráðuneyt- inu,“ að sögn talsmanns skrifstofunnar. Friðrik Friðriksson, einn úr frjáls- hyggjuarmi Sjálfstæðis- flokksins, veitir skrifstof- unni forstöðu. I gær tóku stuðningsyfirlýs- ingar að berast heim á hlað hjá þeim í Hekluhúsinu við Laugaveg, þar sem kosninga- skrifstofan er til húsa. Til dæmis sendu allir fulltrúar af Djúpavogi sem tilnefndir eru á landsfund Sjálfstæðis- flokksins skeyti, þar sem þeir lýstu yfir fyllsta stuðningi við Davíð. Talsmaður skrifstofu Davíðs segir fylgi Davíðs vaxa, en ef kosið yrði í dag, hefði Þorsteinn það líklega. „Besti dagur Þorsteins var í fyrradag," sagði hann i sam- tali við Alþýðublaðið í gær. ins verður kosinn á lands- Formaður Sjálfstæðisflokks- fundi flokksins eftir tíu daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.