Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Könnun Verdlagsstofnunar á verði bankaþjónustu: Laitdsbcmkiitit er ódýrastur en sparisjóðir dýrastir Heildarútgjöld einstaklings vegna ímyndaðra bankavið- skipta á einu ári eru lægst hjá Landsbanka Islands en hæst hjá sparisjóðunum. Þetta kom fram í könnun sem Verðlagsstofnun gerði með því að búa til dæmi um viðskipti miðað við verðskrár bankanna eins og þær voru 1. janúar síðastliðinn. Dæmin sem könnuð voru miðast við ársútgjöld vegna tékkareikn- ings, víxla- og skuldabréfaviðskipta og gjaldeyriskaupa. Annars vegar er dæmi um einstakling sem innir allar greiðslur af hendi á gjalddaga en hins vegar dæmi um einstakling sem lendir í vanskilum með hluta af sínum greiðslum. í fyrra dæminu var kostnaður sparisjóðanna 7,1% hærri en kostn- aður Landsbankans og í hinu dæm- inu var kostnaður sparisjóðanna 6,6% hærri en kostnaður Lands- bankans. Fyrra dæmið kostaði 59.092 krónur í Landsbanka, 61.781 kr. í Búnaðarbanka og 62.545 í ís- landsbanka en 63.271 krónu í spari- sjóðunum samtals. í síðara dæminu var heildarkostnaður samtals m I Landsbankinn tekur lægri gjöld fyrir sina þjónustu en aðrir bankar og sparisjóðir. 70.648 í Landsbanka, í Búnaðar- banka 71.540 og 75.009 í íslands- banka en 75.340 í sparisjóðunum. Þá kom fram að útlagður kostnað- ur og fleira vegna skuldabréfa var um 47% hærri hjá íslandsbanka en Búnaðarbankanum. Gjald vegna innheimtu á skuldabréfi var 43% hærra hjá Búnaðarbankanum en Landsbankanum og tékkhefti voru 14% dýrari hjá sparisjóðunum en bönkunum. Tjón vegna óvedursins: Greiðslur allt að 200 millj* Starfsmenn tryggingafélaga eru enn önnum kafnir við að kanna og meta tjón sem varð í óveðrinu sem gekk yfir landið þann 3. febrúar. Enn er ekki ljóst hve tjónagreiðslur verða háar, en hjá Vátryggingafélagi Islands einu saman er búist við að greiðslur verði 150 til 200 millj- ónir króna. Hjá Vátryggingafélaginu er áætl- að að þar séu milli átta hundruð og eitt þúsund tjón til afgreiðslu, að því er fram kemur í fréttabréfi félagsins. Stærsta tjónið sem þá var til af- greiðslu hjá félaginu var metið á átta milljónir króna og vitað var um mörg tjón á bilinu tvær til sex millj- ónir króna. Félagsstarf aldraðra í Hafnarfirði Kynnum fyrirhugaða sólarlandaferð á fundi fimmtudaginn 28. febrúar 1991 í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 20.30. Allir velkomnir. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan Strandgötu 26—28, 3. hæð, Hafnarfirði, verð- ur opin fyrst um sinn kl. 13—17 virka daga. Símar 650075 og 650472. _. .. .. Sigfus Jonsson, kosningastjóri. Vesturland ísland í A-flokk Ólafsvík — Hellissandur Almennir stjórnmálafundir Alþýðuflokksins í Vest- urlandskjördæmi hefjast sunnudaginn 3. mars. í félagsheimilinu Röst, Hellissandi kl. 16.00. í félagsheimilinu í Ólafsvík kl. 20.30. Þrír efstu menn A-listans í Vesturlandskjördæmi Eiður Guðnason, Gísli S. Einarsson og Sveinn Þór Elínbergsson flytja stutt ávörp og svara fyrirspurn- um. Alþýðuflokkurinn. Péiur á leiðinni i Hann er hress i bragöi smiðurinn sem stendur á dyraskyggni Þjóðleikhússins enda miöar uppbyggingu hússins vel. Þess mun skammt að bíða að Þjóöleikhúsið verði opnað á nýjan leik meö sýningu á Pétri Gaut. A-mynd: E. Ól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.