Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 8
GEVAUA I Það er kaffið 687510 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • OUUVERÐ A UPPLEIÐ: Hækkun varð á hráolíu á mörkuðum í gær þegar fréttir bentu til þess að Persaflóastríði væri að ljúka. Töldu menn að OPEC-ríki tækju ákvörðun um að draga úr framleiðslu á fundi sem boðað er til í Vín þann 11. mars. Þetta gengur þvert á alla spádóma um verðlækkun á olíu í kjölfar vopnahlés við Persaflóa. GREENPEACE GEGN BRÚ MILLI DANMERKUR OG SVÍ- ÞJOÐAR ! Umhverfissamtökin Greenpeace tilkynntu í gær að fyrir- huguð bygging brúar milli Danmerkur og Svíþjóðar gæti valdið frekari spjöllum í hinu mengaða Eystrasalti. Samtökin hvöttu til tafarlausra umræðna um málið áður en lokaákvörðun um brúna yrði tekin. Brúin á að ná yfir Eyrarsund milli Danmerkur og Malmö og verður 17 km löng. Ef af verður á brúin að verða tilbúin árið 1998. Greenpeace telur að brúarsmíðin verði til að draga úr straumi af söltum sjó inn í Eystra- salt sem hafi hjálpað til að losa um mengun í hafinu. ATVINNULEYSI MÓTMÆLT í AUSTURHLUTA ÞÝSKA- LANDS ! Tugþúsundir manna fóru í mótmælagöngu í gær í þeim hluta Þýskalands sem áður tilheyrði Austur-þýskalandi. Fólkið var að mót- mæla atvinnuleysi og hruni ríkisrekinna fyrirtækja. Atvinnuleysi í þessum landshluta hefur farið hraðvaxandi og eru nú liðlega 757 þús- und manns án atvinnu, eða 8,6% af vinnuafli. BORG SKIPTIR UM HEITI: B0rg í Sovétríkjunum sem nefnd var eftir Vladímír Lenín hefur fengið nýtt heiti og er það í fyrsta sinn í sögu Sovétríkj- anna sem slíkt á sér stað. Þing Mið-Asíu- ríkisins Tadjikistan hefur samþykkt að borgin Lenínbad skuli fá aftur sitt forna heiti, sem er Khúdzhand. M - 4 SKAUT/S^ ___ SVELUÐ ■■^■1 laugardalI OPNUNARTÍMI BARNATÍMAR m Mónud. I0-12 Þriðjud. 10-12 Miðvikud. 10-12 fimmtud. 10-12 Föstud. 10-12 Laugord. Sunnud. A LMEh INIR' rÍMAR m 13-22 13-18 13-22 13-18 13-22 13-18 13-18 Æ FING/ iR 3 18-22 18-22 10-13 18-20 10-13 18-20 NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 685533 * Irakar bjóöa vopnahlé: Bandamenn vilja algjöra uppgjöf Flestir írösku hermennirnir kusu frekar að gefast upp en að berjast. írakar tilky nntu síðdegis í gær að þeir hefðu fallist á kröfur Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að láta af tilkalli sínu tii Kú- veits og væru farnir þaðan með her sinn. Þá væru þeir tilbúnir til að greiða stríðsskaðabætur gegn því að bandamenn sam- þykktu vopnahlé við Persaflóa. Irakar sögðust sleppa stríðs- föngum í kjölfar vopnahlés. Út- varpið í Bagdad sagði að Tareq Aziz utanríkisráðherra hefði í bréfi til framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, Perez de Cuell- ar, fallist á kröfur Öryggisráðs- ins númer 662 og 674. Talsmað- ur Hvíta hússins í Washington, Marlin Fitzwater, sagði að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Bandaríkjamenn hefðu fengið hefðu Irakar aðeins samþykkt þrjár af 12 kröfum Öryggisráðs- ins. Seint í gærdag var boðað til fund- ar í Öryggisráðinu til að ræða bréf íraka en það mun hafa verið samið á þriðjudagskvöld. Bandaríkja- menn sögðust ekki til viðtals um vopnahlé fyrr en írakar hefðu lagt niður vopn. Áður höfðu þeir lýst því yfir að þótt írakar drægju sig út úr Kúveit þyrfti það ekki að þýða enda- lok stríðsins. Bandamenn vildu draga mjög úr styrkleika íraska hersins ef svo færi að Saddam Hus- sein yrði áfram við völd að stríðinu loknu. Herir bandamanna umkringdu flýjandi hersveitir íraka á leið frá Kúveit í gærdag. Deild úr úrvals- sveitum Husseins reyndi að veita mótspyrnu en haldið var uppi stöð- ugum árásum á hana úr lofti og af láði. Lið bandamanna frá Bandaríkj- unum, Saúdi-Arabíu, Bretlandi, Eg- yptalandi, Frakklandi, Kúveit og Sýrlandi hafði ígær yfirbugað 26 af 42 herdeildum Iraka sem voru í Kú- veit og Suður-írak. Bandamenn sögðust hafa náð um 60.000 stríðs- föngum en gáfu engar upplýsingar um mannfall í liði íraka. Banda- menn tilkynntu um 75 fallna úr sín- um röðum, þar af eru 28 bandarískir hermenn sem féllu í eldflaugaárás íraka á Saúdi-Arabíu. Mitterrand forseti Frakklands sagði í gærdag, að vopnahlé yrði að koma á eftir að Saddam Hussein hefði fallist á skilyrði Sameinuðu þjóðanna en ekki áður. Loftárásum var haldið áfram á Bagdad í gær. Síðdegis nötraði borgin af þremur kraftmiklum eldflaugasprenging- um. Rashid hótelið, þar sem höfuð- stöðvar vestrænna fréttamanna eru, skalf og gestir þustu út. Þessi árás var gerð tæpum tveim tímum eftir að Irakar höfðu leitað eftir vopnahléi. Ljóst er að gífurleg eyðilegging hefur orðið á þeim sex vikum sem stríðið hefur staðið. Því er haldið fram að það taki eitt ár að koma raf- magnskerfi Bagdad í lag þar sem raforkustöðvar séu meira og minna ónýtar eftir linnulausar loftárásir. Sendiherra Kúveits í Bretlandi sagði í gær, að það kostaði allt að 50 milljarða dollara að byggja ríkið upp að nýju því írakar hefðu skilið við það sem rjúkandi rúst. Uppbygging- in gæti tekið tíu ár. Allharðir bardagar voru um flug- völlinn við Kúveitborg og banda- menn segja að þar hafi 100 skrið- drekar íraka verið eyðilagðir. Allt Kúveit hefur verið frelsað undan Irökum og bandamenn segja að styrjöldinni sjálfri sé að ljúka. Yfir- maður hers Saúdi-Araba varaði brottflúna Kúveita við að flýta sér heim um of. Hann sagði að írakar hefðu komið fyrir sprengjum innan dyra og utan í borginni. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00 1982- 1.fl. 1983- 1 .fl. 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 01.03.91-01.03.92 01.03.91-01.03.92 10.03.91-10.09.91 10.03.91-10.09.91 10.03.91-10.09.91 kr. 127.257,41 kr. 73.936,79 kr. 53.937,24 kr. 35.233,98 kr. 24.285,71**) *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiöar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.