Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. mars 1991
3
INNLENDAR FRÉTTIR
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
Bergur Þórðarson, markaðsstjóri FIAT á Islandi, óskar Einari
Einarssyni góðs gengis í keppninni á Spáni.
FIAT STYRKIR HLAUPARAl Italska verslunarfélagið
hf., sem hefur umboð fyrir Fiat-bíla, hefur ákveðið að
styrkja Einar Einarsson, frjálsíþróttamann í Ármanni,
þannig að hann geti betur sinnt íþrótt sinni. Einar er nú far-
inn utan til að keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum innanhúss í Sevilla á Spáni. Hann á íslandsmet í
60 metra hlaupi sem hann setti í síðasta mánuði, 6,86 sek-
úndur, einnig í 50 metra hlaupi, 5,60 sek. Framtíðarmaður
í mikilli framför og honum og öðrum keppendum okkar í
Sevilla fylgja bestu óskir.
SMATT ER FAGURT: Enski heimspekingurinn John
Papworth kemur til landsins um helgina í boði Birtingar.
Papworth er sjötugur, kunnastur er hann fyrir að vera upp-
hafsmaður hreyfingarinnar Smátt er fagurt, eða á hans
móðurmáli „Small is beautiful". Hann stjórnar í dag útgáfu
málgagnssvonefndraFjórða-heims-samtaka. Fjórða heim-
inn mynda að hans sögn smáþjóðir og þjóðabrot af ýmsu
tagi, sem öðrum fremur hafa það hlutverk að ryðja braut
nýjungum í stjórnmálum, einkum hvað varðar umhverfis-
hugsun og samstarf mannkyns þrátt fyrir ólík trúarbrögð,
menningarmun og misrétti. Papworth kemur fram á fundi
Birtingar á Kornhlöðuloftinu á þriðjudaginn kl. 20.30.
Papworth, sem er prestur í ensku biskupakirkjunni, mun
taka þátt í messu hjá séra Pálma Matthíassyni í Bústaða-
kirkju á sunnudag kl. 14.
VEGALAUS B0RN: Forráðamenn Barnaheillar segja
að þeim fari fjölgandi börnunum í velferðarþjóðfélagi okk-
ar, sem kalla megi vegalaus. Sum þeirra eiga ekki í nein
hús að venda, eiga ekki neina forsjáraðila, og oft eiga þau
við slík hegðunarvandamál að stríða að ekkert fóstur-
heimili sér fært að taka við þeim. I fyrra voru 17 þessara
barna vistuð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Vegalaus börn eru þó mun fleiri að sögn Gunnars Sand-
holt hjá fjölskyldudeild félagsmálastofnunar borgarinnar.
Hann telur þau geta verið um fimmtíu talsins. Barnaheill
efnir nú til málþings 15. mars nk. í Gerðubergi um vanda-
mál þetta.
Myndin er af stjórnarformanninum og alþingismanninum
Guðmundi H. Garðarssyni ásamt stjórninni.
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ HAGNAÐIST VEL: á
síðasta ári skilaði rekstur Fjárfestingarfélags Islands
góðum hagnaði, 32,3 milljónum króna, en það er 18,4%
raunarðsemi af eigin fé. Veltan var 17,9 milljarðar króna,
meira en 50% aukning frá fyrra ári. Ákveðið var á aðal-
fundinum að auka hlutafé félagsins um 30 milljónir króna
og auka með því dreifingu eignaraðildar, en 400 hluthafar
eru í félaginu. Stærstu hluthafar eru íslandsbanki hf., Burð-
arás hf. (Eimskip), og Lífeyrissjóður verslunarmanna. í
stjórn voru endurkjörnir: Guðmundur H. Gardarsson,
formaður, Þórður Magnússon, varaformaður, Tryggvi
Pálsson, Kristján Ragnarsson og Hörður Jónsson.
VINSTRI VÆNGURINN: Nýtt stjórnmálafélag hefur
verið stofnað í Reykjavík. Hlaut það nafnið Vinstri væng-
urinn. í stjórn eru: Birna Þórðardóttir blaðamaður,
Guðlaug Teitsdóttir kennari, og Sigurður Einarsson
vélskólanemi. Eins og nafnið bendir til mun hið nýja félag
starfa vinstra megin á væng stjórnmálanna, leggur áherslu
á verkalýðspólitík og andstöðu við aðild að NATO.
Mikil afföll en stödugt verö á íbúöum
HÚSBRÉFIN
REYNAST VEL
„Húsbréfakerfið er í
sjálfu sér mjög gott en ég
tel að það þurfi að koma
því yfir í bankakerfið í
stað þess að búa til stórt
bákn sem heitir Hús-
næðisstofnun. Annars
verður maður oft gáttað-
ur á hversu fjármála-
þekkingu almennings er
ábótavant og spyr sig
hvort ekki séu brotalam-
ir í skólakerfinu,“ sagði
Ingvar Guðmundsson,
löggiltur fasteignasali, í
samtali við Alþýðublað-
ið. . Ingvar sagði að
hann ræki sig oft á að
fólk vissi ekki muninn á
verðtryggðum og óverð-
tryggðum lánum né
muninn á raunvöxtum
og nafnvöxtum. „Það er
ennþá mjög takmarkað
sem almenningur veit
um húsbréfakerfið en ég
held að þegar fólk hefur
reynt það og kynnst því
sé það almennt ánægt
með fyrirkomulagið,"
sagði Ingvar ennfremur.
Hins vegar kom fram í
máli Ingvars að ýmislegt
mætti betur fara í húsbréfa-
kerfinu en með því hefðu
verið teknir upp nýir við-
skiptahættir og það tæki
fólk tíma að átta sig á þeim.
Hann sagði að afföll af hús-
bréfum væru nú meiri en
góðu hófi gegndi og hlyti
það að koma fram í hærra
húsnæðisverði ef svo verð-
ur áfram. Hins vegar hefðu
alltaf verið afföll við hús-
næðiskaup og miðað við
fyrri tíma væru 10% afföll
af húsbréfum ekki óeðlileg.
Þá væri afgreiðsla Húsnæð-
isstofnunar vegna hús-
bréfaviðskipta of hæg mið-
að við eðlilegan gang.
Annar löggiltur fast-
eignasali, Óskar Mikaels-
son, tók mjög í sama
streng. Hann kvað hús-
bréfakerfi þjóna sínu hlut-
verki mjög vel. Hins vegar
væri fólk ennþá að átta sig
á því. Afgreiðslutíminn hjá
Húsnæðisstofnun væri
samt of langur núna, um
sex vikur. Hins vegar hefði
biðtíminn verið breytilegur
og ástandið t.d. gott sl.
haust.
Óskar kvað húsbréfakerf-
ið ekki skapa tímabundna
spennu á fasteignamarkað-
inum eins og gamla kerfið.
„Fasteignaverð hefur verið
mjög stöðugt að undan-
förnu og raunar ríkti mesta
verðstöðvun á fasteignum
sem ég man eftir. Það er
ekki til komið vegna sölu-
tregðu heldur virðist sem
framboð og eftirspurn hafi
haldist í hendur," sagði Ósk-
ar.
Þá kom fram í máli Ósk-
ars að húsbréfakerfið væri
erfitt fyrir ungt fólk sem
væri að festa kaup á sinni
fyrstu íbúð og það þyrfti
með einhverju móti að
koma til móts við þann
hóp. Hins vegar hentaði
húsbréfakerfið venjulegu
fjölskyldufólki miklu betur
en gamla kerfið og gerir því
auðveldara um vik að
stækka við sig eftir þörfum.
Fasteignasalar segja að
þrátt fyrir mikil afföll af
húsbréfum hafi það a.m.k.
ekki enn komið fram í
hærra íbúðaverði. Afföllin
koma fram þegar og ef selj-
andi vill leysa út húsbréf
sem hann fær við sölu íbúð-
ar. Geymi hann hins vegar
húsbréfin bera þau 6%
raunvexti. Afföllin lenda
því á seljanda húsnæðis en
ekki kaupanda meðan þau
koma ekki fram í hærra
íbúðarverði.
Karl Steinar Gudnason gagnrýnir byggðastefnu og stjórn Byggdastofnunar
HILLUR FULLAR
AF PAFPÍRUM
— um ekki neitt segir Karl Steinar
„Loft,“ kallar Karl Stein-
ar Guðnason tillögur að
breytingum á Byggða-
stofnun, sem forsætisráð-
herra mælti fyrir í lok síð-
ustu viku. Karl Steinar
segir að varla sé stafkrók
að finna í frumvarpinu
sem ekki sé þegar heimild
fyrir að framkvæma sam-
kvæmt núgildandi lögum.
Þingmaðurinn segir stjórn
stofnunarinnar hafa stuðlað
að því að allar hillur séu fyllt-
ar af pappír um ekki neitt.
Vissulega geti verið um góð-
ar hugmyndir að ræða, en
starfslið hafi lítið með að gera
hvort hugmyndum sé hrint í
framkvæmd. Það skorti ekki
frekari heimildir til að auka
við skýrslugerð í Byggða-
stofnun ríkisins — nær væri
að koma gagnlegum hug-
myndum í framkvæmd.
Samkvæmt frumvarpinu á
Byggðastofnun meðal annars
að semja fjögurra ára áætlun
í byggðamálum og ráðherra
að leggja hana fram á Alþingi
til afgreiðslu. Karl Steinar
kvað ástæðulaust að tíunda
atriði sem þegar væru á verk-
sviði stofnunarinnar. Ef
menn tryðu því að skýrslu-
gerðir skiluðu sérstökum ár-
angri, þá fælist í tillögunum
botnlaust vantraust ,á stjórn
Byggðastofnunar fyrjr skort
á frumkvæði. í tillögunum sé
gert ráð fyrir að meirihluti
opinberrar þjónustu verði á
landsbyggðinni, en væri ætl-
ast til að Alþingi samþykkti
að svo skyldi verða, væri
komið í „ansi austrænt kerfi.“
Karl Steinar taldi ófært að
halda óbreyttum kúrs í
byggðamálum. Byggðastefna
hefði fram að þessu einkum
birst í því að mismuna land-
svæðum. Mjög hafi t.d. hallað
Landssambána flugbjörgun-
arsveita, Landssamband
hjálparsveita skáta og Skák-
samband íslands sáu sig knú-
in til'að mótmæla framsetn-
ingu og efnisinnihaldi bréfs
Slysavarnafélags íslands til
allsherjarnefndar vegna
á Suðurnes þar sem þrjú
hundruð manns gengju at-
vinnulausir sem stendur.
Sagði þingmaðurinn að í
byggðamálum þyrfti að
stefna burt frá því sem verið
lagafrumvarps um sjóðs-
happdrætti. Ofangreind sam-
tök töldu sig vera í góðri sam-
vinnu við Slysavarnafélagið í
þessu máli og gagnrýna harð-
lega umrætt bréf félagsins til
Alþingis. í bréfi samtakanna
þriggja segir: „Það er því al-
hefði, þar sem milljóna-
hundruðum hefði verið mok-
að í ákveðin fyrirtæki og
byggðarlög án þess að menn
vissu til hvers.
rangt sem Slysavarnafélagið
heldur fram í bréfi sínu, og
beinlínis ærumeiðandi fyrir
okkar félagasamtök, að við
séum að nýta okkur það
ástand sem er í þyrlumálum
Landhelgisgæslunnar okkur
til fjáröflunar."
Þyrla Landheigisgæslunnar á flugi yfir Reykjavík í gær. A-mynd: E.ÓI.
Slysavarnafélagið ærumeiðandi