Alþýðublaðið - 07.03.1991, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 7. mars 1991 Götótt og dýrt dagvistunarkerfi: Greiða allt að 35 þúsund á mánuði Atvinnuþátttaka kvenna er hvergi i heiminum meiri en á íslandi, nema ef vera kynni að Svíþjóð einni undanskilinni. Árið 1975 var þetta hlutfall 67% en i dag er það komið upp i 90%, hið hœsta sem þekkist á byggðu bóli. Þá er vinnutimi á íslandi lengri en annars staðar á Norðurlöndum. Árið 1987 var meðalvinnutimi kvenna i fullu starfi 48 timar, en karla 57 timar. 30—35 þúsund á______________ mánuði fyrir barn___________ í ljósi þessara staðreynda er dag- vistun barna á vegum opinberra aðila hér á landi æði götótt. Árið 1986 höfðu aðeins 36% barna 6 ára og yngri pláss á opinberri dag- vistarstofnun, og aðeins 3% barna á aldrinum 7—10 ára fengu inni á skóladagheimilum. Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri hjá dagvistun barna hjá Reykjavíkurborg, segir að víða í borginni séu alllangir biðlistar en annars staðar sé ástandið bæri- legt. Það var hins vegar almenn skoðun forystumanna í launþega- samtökunum sem Alþýðublaðið hafði samband við að stjórnvöld og borgaryfirvöld hefðu illa sinnt þessum málaflokki. Sérstaklega var bent á að staða ungra foreldra, sem ekki eiga í önnur hús að venda en að leita til einkadagheimila og dagmæðra, væri slæm. í Reykjavík kostar slík einkavistun nú a.m.k. 25 þúsund á mánuði. Þegar tekið er tillit til þess að skattleysismörkin eru ekki ýkja há, má bæta nokkru við þessa upphæð, og getur þá látið nærri að kostnaður við vistun eins barns geti verið á bilinu 30—35 þúsund á mánuði. Yfir 90% kvenna_____________ á vinnumarkaði______________ Hvergi í heiminum er atvinnu- þátttaka kvenna eins almenn og á Islandi. Það er staðreynd að staða kvenna á vinnumarkaði er al- mennt lakari en staða karla. Launamunur á milli kynjanna er verulegur, þannig eru heildartekj- ur kvenna í fullu starfi um 60% af launum karla í fullu starfi. Aukin atvinnuþátttaka kvenna hefur í fyrsta lagi beinst að tak- rhörkuðum sviðum hins opinbera, aðallega í mennta- og heilbrigðis- kerfinu. í öðru lagi hefur þátttak- an beinst að almennri þjónustu, þ.e. afgreiðslu- og þjónustustörf- um. Launaþróun í þessum starfs- stéttum er í fullu samræmi við aukna þátttöku kvenna, þ.e. hlut- fallslega lækkandi laun miðað við aðrar stéttir. Ef atvinnuþátttaka kvenna er skoðuð kemur í ljós að það eru fyrst og fremst giftar kon- ur sem standa að baki þessari aukningu. í könnun sem BMH hefur gert kemur fram að laun háskóla- menntaðra kvenna í fullu starfi á árinu 1988 eru tæp 75% af launum fullvinnandi karla. í lífskjarakönnun sem gerð hef- ur verið kemur í ljós að 71% kvenna sem eiga eitt barn er í launaðri vinnu, 52% þeirra sem eiga tvö börn, og 44% þeirra sem eiga þrjú börn. SkaWlagning barnafólks Við íslendingar erum skatta- kóngar á meðal OECD-þjóða í óbeinum sköttum. En sú skatt- lagning, sá tilkostnaður, sem flest- ir foreldrar ungbarna greiða til að komast út á vinnumarkaðinn er greinilega of óbeinn til að rata inn í tölur um óbeina skatta. Þessa gíf- urlegu skattlagningu er vert að hafa í huga áður en við sleppum okkur í fagnaðarlátum yfir þeirri niðurstöðu 0ECD að bein skatt- heimta hér á landi sé minni en á hinum Norðurlöndunum, og minni en hún er að meðaltali í OECD-ríkjunum. Af 24 löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) var bein skattlagning hæst í Sví- þjóð árið 1988. Lægst var hún í Tyrklandi og næstlægst allra Evr- ópuþjóða á Islandi. Þessi mynd er frá dagheimili sem rekið er í bárujárns- húsinu fræga við Bergþórs- götu. Þarna reka foreldrar sjálfir heimilið. A-mynd: E.ÓI. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Stundin okkar 18.25 Þvotta- birnirnir 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fjölskyldulíf 19.15 Steinaldarmenn- irnir 19.50 Jóki björn 20.00 Fréttir, veður 20.35 íþróttasyrpa 21.05 Ríki arnarins (5) 21.50 Evrópulöggur 22.40 Háspenna — lífshætta 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Með Afa 19.19 19.19 20.10 Óráðnar gátur 21.00 Á dagskrá 21.15 Paradísar- klúbburinn 22.05 Draumalandið 22.35 Réttlæti 23.25 Úlfur í sauða- gæru (Died in the Wool) 00.55 CNN. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Daglegt mál 07.45 Listróf 08.00 Fréttir og Morgunauki 08.30 Frétta- yfirlit 8.32 Segðu mér sögu 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Upp- haf rússneska ríkisins 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Veður 10.20 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Tónmál 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auð- lindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Vefarinn mikli frá Kasmir 14.30 Miðdegistón- list 15.00 Fréttir 15.03 Leikrit vikunn- ar 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Létt tónlist 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veður- fregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kvik- sjá 19.55 Daglegt mál 20.00 í tón- leikasal 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma 22.30 Leðurblökur, of- urmenni og aðrar hetjur í teiknisög- um 23.10 í fáum dráttum 24.00 Frétt- ir 00.10 Tónmál 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá 17.30 Meinhornið 18.00 Fréttir 18.03 Þjóð- arsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gull- skífan 20.00 Lausa rásin 21.00 Þættir úr rokksögu íslands 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 12.00 Hádegisfréttir 14.00 Snorri Sturluson 15.00 Fréttir 17.00 ísland í dag 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 22.00 Kristófer Helga- son 23.00 Kvöldsögur 24.00 Kristó- fer áfram á vaktinni 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Jóhannes B. Skúlason 22.00 Ólöf Marín Úlfars- dóttir 02.00 Næturbrölt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimil- ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 11.30 Á ferð og flugi 12.00 Hádegis- spjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á teik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestanhafs 16.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 16.30 Akademían 18.30 Smásaga Aðal- stöðvarinnar 19.00 Eðaltónar 22.00 Á nótum vináttunnar 24.00 Nætur- tónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.