Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 8
8 Helgi Skúli Kjartansson Utí ovissuna Vandkvæði á stjórnarsamstarfinu við Framsókn, en þó einkum ágreiningur um hugsanlegt samstarf við komm- únista, leiddi til innanflokksdeilna í Alþýðuflokknum og loks til klofnings hans 1938. Klofningurinn flýtti því, sem þó var e.t.v. óhjákvæmilegt: að skilja Alþýðuflokkinn frá Alþýðusambandi íslands og gera hann að óháðum stjórnmálaflokki. Óvissa aðskilnaðarins bættist ofan á áföll og sárindi klofningsins. Framtíð flokksins virtist mjög tvísýn. Alþýðublaðið réðist af mikilli heift gegn Héðni Valdimarssyni eftir brottvikningu hans úr Alþýðuflokknum. Hér bregst blaðið sterklega við þeim mótleik Héðins eftir brottvikninguna að láta reka Jón Baldvinsson forseta Alþýðusambands íslands og formann Alþýðuflokksins úr Dagsbrún. Héðinn var endur- kjörinn formaður Dagsbrúnar á sama fundi. Jón Baldvinsson lést skömmu eftir hinn sögulega Dagsbrúnar-fund. ALÞYÐUBLAÐIÐ Héðlnn Valdlmarssnn kastar sameiningargrtmnnni. Hann tekur upp oplnbera klofnlngs- i. starfsemi 1 verkalýðsféiðgunum. m JL »11 Stjórnarsamstarf Alþýðuflokks og Framsóknarflokks frá 1934 gerðist allt stirðara á síðari hluta kjörtíma- bilsins. Var þá kosningum flýtt til 1937. Alþýðuflokkurinn tapaði nokkru fylgi, en hélt áfram stjórnar- samstarfinu, þótt enn væri það stirt. Þá kom þar að framsóknarmenn af- greiddu með Sjálfstæðisflokknum lög um lausn á kjaradeilu. Þetta var viðkvæmt mál fyrir Alþýðuflokkinn sem sjálfur var verkalýðssamband, og Haraldur Guðmundsson sagði af sér ráðherradómi. Meðan þessu fór fram um stjórn- arsamstarfið og afstöðuna til Fram- sóknarflokksins komu upp vanda- mál sýnu illvígari innan flokks og vörðuðu afstöðuna til Kommúnista- flokksins. Upp úr 1930 höfðu kommúnistar — á Islandi eins og í öðrum löndum á þeim tíma — rekið mjög hatramm- an áróður gegn jafnaðarmönnum og hlutverki þeirra í verkalýðshreyf- ingunni. En sneru síðan við blaðinu — eins og kommúnistar í öðrum löndum — og hófu að boða svo- nefnda samfylkingarstefnu, þ.e.a.s. að kommúnistar og jafnaðarmenn ættu að starfa saman, einkum í verkalýðsfélögunum, til þess að vinna gegn öfgaöflum til hægri. Var það vitaskuld uppgangur fasista og nasista á meginlandi Evrópu sem þessum stefnuhvörfum olli. Undir merkjum samfylkingar- stefnunnar gegnu kommúnistar tif kosninga 1937 og fengu þá í fyrsta sinn þingmenn kjörna. Höfðu þeir unnið nokkurt fylgi af Alþýðu- flokknum. Hvernig átti hann nú að bregðast við? Sumir forustumenn jafnaðar- manna töldu ekki stætt á öðru en sinna samfylkingarboðum komm- únista, taka upp viðræður við þá og gera kost á einhvers konar sam- starfi. Forvígismaður þessarar skoð- unar varð Héðinn Valdimarsson. Hann vildi svara samfylkingarboð- inu með gagntilboði um að sameina flokkana að nýju. Hann neitaði því ekki að stefna og viðhorf kommún- ista væri um margt fjarlæg Alþýðu- flokknum, en benti hins vegar á að í sameinuðum flokki yrðu þeir í svo miklum minnihluta að sérskoðanir þeirra þyrftu ekki að koma að sök. Alþýduflokkurinn klofnar Þetta var vandasamt úrlausnar- efni fyrir Alþýðuflokkinn og sýndist sitt hverjum. En hitt var allt lakara að í þessum sviptingum urðu árekstrar foringja og fylkinga svo harðir að ekki greri um heilt. Svo var t.d. kringum bæjarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík. Héðinn fékk því ráðið að stilla upp sameiginlegum lista Alþýðuflokks og kommúnista — og var það ekki í síðasta sinn sem áformað landsmálasamstarf var „prufukeyrt" með sameiginlegu framboði í Reykjavík. En fyrir kosn- ingar voru frambjóðendur komnir í hár saman, enda árangur listans í kosningunum eftir því, og kenndi Héðinn flokkssystkinum sínum um. Deilan hélt áfram að magnast uns Héðni var vikið úr Alþýðuflokkn- um. A móti voru andstæðingar hans reknir úr Dagsbrún, þar á meðal Jón Baldvinsson, sem átti skammt ólifað, en kom sjúkur maður á Dags- Y i * : 1. maí 1940: Verkalýðurinn safnast saman f Bankastrætinu undir fánum og lúðraþyt. Nokkrum dögum síðar var ísland hernumið af Bretum. hrökklaðist úr stjórnarsamstarfinu. Var nú furðumikill munur á orðinn á tveimur árum, frá því vegur flokksins var sem mestur 1936, hve staða hans var nú öll orðin ótrygg. Sér í lagi var nú mjög hæpið að unnt væri að varðveita skipulag flokks- ins, að vera verkalýðssamband óg stjórnmálaflokkur í senn. Með því móti gátu þau ein verkalýðsfélög Finnska vetrarstríðið: Stuðningur ís- lenskra kommúnista við Sovétríkinu í innrásarstríði þeirra í Finnlandi of- bauð Héðni í þeim mæli að hann sagði sig úr Sosíalistaflokknum. En Héðinn atti aldrei afturkvæmt í Al- þýðuflokkinn. Hann hætti öllum af- skiptum af pólitík og hejgaði sig fyrirtæki sínu, Olíuverslun íslands tíí dauðadags. Héðinn lést aðeins 56 ára gamall árið 1948. brúnarfund þar sem áskoranir hans um að forðast samvinnu við komm- únista voru ekki teknar til greina. Fráfall Jóns, meðan innanflokksrim- man stóð sem hæst, jók skiljanlega á sárindin sem þó voru ærin fyrir. Niðurstaðan varð sú að Alþýðu- flokkurinn klofnaði, alvarlega og varanlega. Meirihluti flokksins hélt raunar saman, undir forustu nýs for- manns, Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar, en Héðni fylgdi talsverður hluti, bæði almennra flokksmanna og framámanna í samtökunum. Síðan sameinuðust kommúnistar og flokksbrot Héðins í nýjum stjórn- málaflokki, Sameiningarflokki al- þýðu — Sósíalistaflokknum. Og voru hvorir tveggja ámóta fjöl- mennir, svo að þetta var ólíkt þeirri sameiningu sem Héðinn hafði áður r' *L Stefán Jóhann Stefánsson: Fyrsti félagsmálaráðherrann á íslandi á skrif- stofu sinni 1939. Stefán Jóhann varð formaður Alþýðuflokksins eftir klofning fiokksins 1938 og andlát Jóns Baldvinssonar formanns sama ár og varð félagsmálaráðherra í svonefndri þjóðstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. boðað, þar sem kommúnistar yrðu í miklum minnihluta. Allt þetta, frá bæjarstjórnarkosn- ingunum og til stofnunar Sósíalista- flokksins, gerðist á árinu 1938, sama árið og Alþýðuflokkurinn starfað í Alþýðusambandinu sem voru undir forustu jafnaðarmanna — eða sættu sig a.m.k. við forsjá þeirra. Þetta hafði gengið vand- ræðalaust lengi vel. Ekki eins vel eftir að kommúnistar urðu ráðandi í nokkrum verkalýðsfélögum. Og nú höfðu enn nokkur verkalýðsfélög horfið úr Alþýðusambandinu, jafn- vel stór og voldug félög eins og Dagsbrún. Það flækti enn málið að nú voru sjálfstæðismenn farnir að starfa í verkalýðsfélögum á mörg- um stöðum og sums staðar komnir til áhrifa, og þeir vildu auðvitað, ekki síður en kommúnistar eða sósí- alistar, rjúfa það sem kallað var „ein- okun Alþýðuflokksins á verkalýðs- hreyfjngunni". Alþýðuflokkurinn var tregur til, og féíög utan Alþýðusambandsins gerðu meira að segja tilraun til að halda uppi sinu eigin verkalýðssam- bandi. En að lyktum var á það sæst að gera Alþýðusambandið óháð stjórnmálaflokkum, eða a.m.k að gera alla stjórnmálaflokka jafnrétt- háa á þeim vettvangi. Sú breyting var samþykkt 1940 og kom til fram- kvæmda tveimur árum seinna. Þar með var aðalatriðinu í skipu- lagi Alþýðuflokksins kippt burt. í stað verkalýðsfélaganna þurfti hvarvetna að stofna Alþýðuflokks- félög — hliðstæð gömlu jafnaðar- mannafélögunum en miklu víðar — sem urðu grunneiningar flokksins. Heimss*yr|öld og kjqrqbyltmg Víðar var nú ófriður en í Alþýðu- flokknum. Árið eftir að hann klofn- aði hófst heimsstyrjöldin síðari, og árið sem hann samþykkti aðskilnað sinn frá Alþýðusambandinu var ís- land hernumið. Stríðið átti sér aðdraganda, þann- ig að þjóðunum gafst ráðrúm til að hafa nokkurn viðbúnað. íslendingar leituðust við, eins og fleiri, að mynda stjórn á sem breiðustum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.