Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 13
13
A Iþýð uflokku rinn
Alþýðublaðið í dacj: Endur-
speglar fjölbreytm og at-
burðarhraða í íslensku nú-
tímaþjóðfélagi jafnt sem á
erlendum vettvangi; stuttar
og samþjappaðar fréttir f
bland við vandaðar og
ítarlegar fréttaskýringar.
Og blaðið er sem fyrr
málsvari lýðræðislegrar
jafnaðarstefnu.
Þrír farsælir ráðherrar Alþýðuflokksins á yfirstandandi kjörtímabili: Jón
Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir féiags-
malaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. f ríkisstjorn
Þorsteins Pálssonar 1987 — 88 var Jón Sigurðsson ennfremur dóms- og
kirkjumálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar: Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra, Oli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra, Júlíus Sólnes
umhverfisráðherra, JóhannaSigurðardóttir félagsmálaráðherra, Guð-
mundur Bjarnason landbúnðarráðherra, Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Jón Baldvin
Hannibalsson utanrikisráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra, Olafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og
samgönguráðherra.
leyti „bandalag prófkjörssigurveg-
ara“ (eins og haft var eftir einum
þeirra), og leiðir opnuðust fyrir fólk
sem hafði getið sér orðstír á öðrum
vettvangi þótt það ætti ekki langt
starf að baki í flokknum.
Við næstu kosningar, 1978, voru
svo skjót umskipti orðin á gengi Al-
þýðuflokksins að hann vann mesta
kosningasigur sögu sinnar og þing-
flokkurinn stækkaði úr fimm mönn-
um í fjórtán. Alþýðubandalagið
hlaut einnig góða kosningu, og nutu
,,A-flokkarnir“ þess í sameiningu að
hafa verið í stjórnarandsföðu á tím-
um óvinsælla efnahagsráðstafana
sem beindust að skerðingu umsam-
inna launakjara. „Samningana í
gildi" var vígorð kosningabarátt-
unnar, og úrslitin má kalla vinstri
sveiflu. (Hún hafði einnig komið
fram í sveifarstjórparkosningum
sama ár þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn missti meirihluta sinn í Reykja-
vík). Jafnframt hafði Alþýðuflokk-
urinn náð til kjósenda með breytt-
um vinnubrögðum og með róttæk-
um breytingakröfum á ýmsum svið-
um.
Mynduð var ný vinstri stjórn, hin
þriðja, undir forsæti Framsóknar-
flokksins eins og þær fyrri. Hafði
hann þó beðið afhroð í kosningun-
um, enda sætt mjög hörðum ádeil-
um, einkum frá Alþýðuflokknum.
Stjórnin kom ýmsum breytingum
til vegar, og má einkum minnast
þess að hún heimilaði að verulegu
leyti verðtryggingu lánsfjár, en
verðbólgugróði af lánum hafði ein-
mitt verlð eitt helsta gagnrýnisatriði
Alþýðuflokksins. En í heild gekk
stjórnarsamstarfið að mati Alþýðu-
flokksmanna illa, svo að þeir rufu
það eftir rúmt ár og mynduðu
minnihlutastjórn sem Sjálfstæðis-
flokkurinn varði falli fram yfir kosn-
ingar. Við vetrarkosningar síðla árs
Alþýðuflokkinn á
þessum tveimur
áratugum, og önnur
mannaskipti
hafa einnig verið ör í forustu flokks-
ins.
Gylfi Þ. Gíslason, aðaltalsmaður
flokksins í viðreisnarsamstarfinu,
hafði tekið við formennsku af Emil
Jónssyni og stýrði flokknum á erfið-
leikaskeiðinu eftir 1970. Þá vék
hann fyrir Benedikt Gröndal, yngri
manni og þó gamalreyndum á þingi,
sem var í forsvari í sigurkosningun-
um 1978 og hinni skammvinnu
stjórnarsamvinnu sem á eftir fylgdi.
Hann var forsætisráðherra minni-
hlutastjórnarinnar 1979—80. Vara-
formaður hans var Kjartan Jó-
hannsson, ungur maður sem var að
hefja stjórnmálaferil sinn. Hann tók
við formennsku eftir mótframboð
Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir fagna formanns- og
varaformannskjöri á flokksþinginu 1984. Þessi forysta hefur þrívegis ver-
ið endurkjörin.
1979 kom í ljós að fylgi Alþýðu-
flokksins var strax farið að dvína, og
á næsta kjörtímabili var hann aftur
utan stjórnar. A þeim árum magn-
aðist ágreiningur í flokknum, sem
mjög snerist um persónu og stefnu-
mál Vilmundar Gylfasonar. Hann
náði ekki kjöri sem varaformaður
flokksins, og fyrir kosningarnar
1983 stofnaði hann nýjan flokk^
Bandalag jafnaðarmanna. f
þriðja sinn hafði Alþýðuflokkurinn
klofnað við brotthvarf áhrifamikils
forustumanns, en ólíkt flokksbrot-
um Héðins og Hannibals tengdist
fyJking Vilmundar ekki öðrum
flokkum.
Til samans héldu Alþýðuflokkur-
inn og Bandalagið nokkurn veginn
fylgi Alþýðuflokksins frá 1979. Ár-
angur Bandalagsins mátti kallast
góður af nýjum flokki, en dugði þó
ekki til að það yrði varanlegt afl.
Báðir flokkarnir lentu utan stjórnar,
og rann Bandalagið að hluta inn í
Alþýðuflokkinn síðar á kjörtímabil-
inu.
Siðustu timar
Tíð formannaskipti hafa einkennt
I formennskutíð Jóns Baldvins
Hannlbalssonar hafa jafnaðar-
menn sameinast meir en fyrr í Al-
þýðuflokknum. 1986 gekk obbinn
af fylgismönnum Bandalags jafn-
aðarmanna til liðs við flokkinn. Eft-
ir endanlegt hrun kommúnismans í
Austur — Evrópu og fjörbrot hans
í Sovétríkjunum, hafa æ fleiri lýð-
ræðissinnnaðir jafnaðarmenn
gengið til liðs við Alþýðuflokksinn,
ekki síst úr Alþýðubandalaginu.
Hér óskar formaður Alþýðuflokks-
ins Ossuri Skarphéðinssyni fyrrum
ritstjóra Þjóðviljans og eiginkonu
hans Arnýju Sveinbjörnsdóttur til
hamingju með 3. sætið í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjavík í
febrúar 1991.
gegn Benedikt og var formaður á
því skeiði sem einkenndist af deil-
um um Vilmund Gylfason og af
klofningi flokksins við stofnun
Bandalags jafnaðarmanna.
Kjartan féll síðan í formannskjöri
1984 fyrir Jóni Baldvin Hannibals-
syni, ritstjóra Alþýðublaðsins, en
hann var einn þeirra manna úr for-
ustusveit Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna sem gengið höfðu til
liðs við Alþýðuflokkinn.
Raunar hefur ein gömul hugsjón
Samtakanna sett nokkurn svip á Al-
þýðuflokkinn undir forustu Jóns
Baldvins, þ.e. sú stefna að sameina
sem mest lýðræðissinnaða vinstri
menn — og þá utan um Alþýðu-
flokkinn sem kjarna — til að mynda
pólitískt meginafl ,,á vinstri væng“
íslenskra stjórnmála, hliðstætt og
jafnaðarflokkarnir hafa verið í flest-
um nálægum löndum, en Alþýðu-
flokknum auðnaðist ekki að verða,
sem e.t.v. má kenna hinum örlaga-
ríku klofningum hans, einkum
1938. í þessum anda gekk hluti af
Bandalagi jafnaðarmanna í Alþýðu-
flokkinn og síðan hafa hópar úr Al-
þýðubandalagi tekið upp samstarf
við hann (m.a. um borgarstjórnar-
framboð í Reykjavík 1990) og jafn-
vel gengið í hann.
Fyrir Alþingiskosningar 1987
taldi Alþýðuflokkurinn stöðu sína
sterka, jafnvel í átt við það sem ver-
ið hafði 1978. Árangur hans í sveit-
arstjórnarkosningum árið áður
hafði verið góður, í sumum kaup-
stöðum glæsilegur. Nýtt fólk var tal-
ið styrkja framboðslista flokksins,
og skoðanakannanir sýndu mikið
fylgi hans. Sviptingar kosningabar-
áttunnar, einkum stofnun Borgara-
flokksins, urðu hins vegar til þess að
Alþýðuflokkurinn féll nokkuð í
skuggann og sigur hans varð
smærri en vonir stóðu til. Þó má
segja að það ynnist til baka sem tap-
ast hafði við klofninginn 1983.
Alþýðuflokksmönnum fannst nú
tími til kominn að standa að stjórn-
armyndun, eftir að hafa aðeins ver-
ið í stjórn hálft annað ár af síðast-
liðnum sextán árum. Niðurstaðan
varð samstjórn með Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki (eins og
1946—49), þar sem Alþýðuflokkur-
inn stóð að því leyti veikt að stjórn-
armeirihlutinn valt ekki á honum.
Meginveikleiki stjórnarinnar reynd-
ist þó sá, að stjórnarforusta Sjálf-
stæðisflokksins var ekki trúverðug í
augum samstarfsflokkanna. Þeir
rufu því samstarfið og sneru sér til
Alþýðubandalagsins (ásamt fleiri
einingum stjórnarandstöðunnar) til
að mynda núverandi ríkisstjórn.
Og svo er enn komið að kosning-
um. En um þær er eins og annað í
sögunni: Það er ábyrgðarminna að
tala um þær eftir á.