Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 23
HQd'S
Alþýðuflokkurinn
Dr. Gylfi Þ. Gíslason: „Án Alþýðu-
flokksins væri íslenskt þjóðfélag ekki
það sem það er í dag. Island er nú-
tíma iðnríki, þar sem lífskjör eru með
því besta, sem þekkist í heiminum,
og velferðarsjónarmið móta þjóðfé-
lagiö. Að þessu hefur Alþýðuflokkur-
inn unnið."
„Kjördæmaskipunin á þessum ár-
um var þannig, að hægt var að
vinna meiri hluta þingsæta með
rúmum þriðjungi atkvæða. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði stefnt að því
í kosningunum 1953 að vinna meiri
hluta með slíku kjörfylgi. Sú hug-
mynd kom upp í Framsóknarflokkn-
um og Alþýðuflokknum að mynda
bandalag, sem gerði kleift að
stjórna landinu án Sjálfstæðisflokks-
ins og Sósíalistaflokksins. Ég held að
þetta hefði tekist, ef Hannibal Valdi-
marsson hefði ekki yfirgefið Al-
þýðuflokkinn og myndað Alþýðu-
bandalagið, með Sósíalistaflokkn-
um.“
Ný kjördæmisskipan
— Árið 1956 er myndud vinstri
stjórn og þú verdur þá rádherra
mennta- og idnaðarmá/a. Stjórnin
réðst í útfœrslu landhelginnar og
hafði áform um brottför bandaríska
hersins hérlendis sem komu ekki til
framkvœmda. Hvað réö því að
stjórnin varð svo skammlíf sem
raun ber vitni?
„Stjórn Hermanns Jónassonar
1956—58 vann ýmis góð verk. En
grundvallarstefna hennar í efna-
hagsmálum var misheppnuð. Hún
fylgdi enn fram haftastefnu eftir-
stríðsáranna. Gengið var rangt
skráð og reynt að bæta það upp með
innflutningsgjöldum og útflutnings-
bótum. Þessi stefna mistókst. Innrás
Sovétríkjanna í Ungverjaland varð
til þess, að horfið var frá að láta her-
inn hverfa frá Keflavíkurflugvelli."
— Árið 1959 er nýrri kjördœma-
skipan komið á, en Alþýðuflokkur-
inn hafði lengi barist fyrir breyting-
um á henni. Hvað þýddi hin nýja
skipan fyrir þingstyrk flokksins og
vígstöðu?
„Minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins 1959 undir forsæti Emils Jóns-
sonar tókst það, sem nánast má
kalla kraftaverk, aö gera skynsam-
legar bráðabirgðaráðstafanir í efna-
hagsmálum með stuðningi Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
og koma á nýrri kjördæmaskipan,
þeirri sem enn gildir í aðalatriðum,
með samþykki Sjálfstæðisflokks og
Alþýðubandalags. Þá loks var horf-
ið frá einmennings- og tvímennings-
kjördæmaskipulaginu. Ef slíkri kjör-
dæmaskipun hefði verið komið á í
byrjun aldarinnar, þ.e. áður en nú-
tíma flokkakerfi myndaðist hér á
landi, hefði öll þróun íslenskra
stjórnmála orðið allt önnur en raun
varð á.“
Viðreisn: Frjólsræði leysir
höft af hólmi
— Þú verður svo menntamála- og
viðskiptaráðherra í Viðreisnar-
stjórninni sem sat frá 1959-1971.
Hvernig var aðkoman í viðskipta-
málum þegar þú tókst við þeim
málaflokki?
„Sú endurskipulagning efnahags-
mála, sem Viðreisnarstjórnin beitti
sér fyrir 1960, er án efa gagngerasta
breyting, sem gerð hefur verið í
efnahagsmálum landsins með einu
átaki. Frjálsræði leysti höft af hólmi.
Og ekki aðeins skipan efnahags-
mála tók gagngerum breytingum.
Það skapaðist nýtt og heilbrigðara
andrúmsloft i þjóðfélaginu. Eg fór
með tvö mjög stór ráðuneyti,
menntamálaráðuneytið og við-
skiptaráðuneytið. Ég held að óhætt
sé að segja, að um mikil umsvif hafi
verið að ræða á sviði menntaog
menningarmála. Og þess verð ég að
geta, að auðvitað hefði ekki tekist
að koma öllu því fram, sem gert var,
nema vegna þess, að alla tíð var
mjög góð samvinna við fjármála-
ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá
Gunnar Thoroddsen og Magnús
Jónsson. Verkefni viðskiptaráðu-
neytisins voru auðvitað miklu um-
deildari. Á því sviði var stjórnarand-
staðan mjög hörð. En að liðnu tólf
ára stjórnartímabili Viðreisnar datt
samt engum í hug að taka aftur upp
haftastefnu. Og þótt deilurnar um
inngöngu íslands í EFTA árið 1970
hafi verið geysiharðar og ísland hafi
aðeins verið búið að vera aðili í eitt
ár, þegar ný stjórn tók við, datt
henni samt ekki í hug að ganga úr
EFTA.“
— Hvað er þér eftirminnilegast frá
þessum ráðherraárum þínum?
„Þetta voru mjög viðburðarík ár.
Það var ánægjulegt að fá að taka
þátt í miklum framförum og marg-
háttuðum umbótum. Auðvitað
greindi Alþýðuflokkinn og Sjálf-
stæðisflokkinn á um ýmsa hluti. En
það er mér sérstaklega eftirminni-
legt, að um það var samkomulag, að
gera út um allan ágreining innan
ríkisstjórnar og þingflokka, og
standa síðan einhuga að baki þeirri
ákvörðun, sem tekin var. Ég held,
að þetta hafi tekist vegna þess, að
forystumenn flokkanna áttu margt
sameiginlegt, voru að ýmsu leyti lík-
ar manngerðir, sem áttu gott með
aö vinna saman, þótt þeir væru ekki
í sama flokki. Það verður ekki of-
metið, hversu mikið er undir því
komið, að stjórnmálamenn geti
starfað saman af heilindum."
— Telurðu að Viðreisnarstjórnin
muni fá góð eftirmœli í sögunni?
„Ég held, að dómur sögunnar
verði sá, að stefnubreyting Viðreisn-
arstjórnarinnar hafi verið bráð-
nauðsynleg og til hinna mestu
heilla. Allt gekk mjög vel, þangað til
þjóðin varð fyrir mesta efnahags-
áfalli síðan í heimskreppunni, þegar
síldin hvarf 1967—68 og útflutnings-
tekjur minnkuðu um 45%. Mesta af-
rek Viðreisnarstjórnarinnar var þó
fólgið í því, hvernig hún snerist við
þessum erfiðleikum. Sigur vannst á
þeim og þróuninni var snúið við. Ár-
in 1970—71 varð hagvöxtur meiri
en áður hafði þekkst. Þetta var hins
vegar ekki orðið ljóst, þegar kosið
var sumarið 1971. En menn mundu
erfiðleikana 1967—68. Það átti ef-
laust sinn þátt í því, að stjórnin
missti meiri hlutann."
— Árið 1971 var árangur flokks-
ins í þingkosningum slakur. Nýtt
stjórnmálaafl, Samtök frjálslyndra
og vinstri manna, kom til sögunnar
og vann góðan kosningasigur. Tel-
urðu að tilkoma þessa framboðs
hafi ráðið úrslitum um útkomu Al-
þýðuflokksins?
„Á því getur enginn vafi leikið, að
framboð Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna var meginástæðan
fyrir ósigri Alþýðuflokksins í kosn-
ingunum 1971. Kominn var fram á
sjónarsviðið nýr flokkur, sem kvaðst
vera lýðræðissinnaður jafnaðar-
mannaflokkur, en hafði róttækari
stefnu á ýmsum sviðum en Alþýðu-
flokkurinn, t.d. í landhelgismálinu
og í utanríkismálum. En reynslan
sýndi, að lífsorka Alþýðuflokksins
var meiri. Helstu foringjar Samtak-
anna leituðu síðar inngöngu í Al-
þýðuflokkinn. Að ýmsu leyti var
það hliðstætt, sem gerðist 1971 og
1956. Ef þeir, sem stofnuðu Samtök-
in 1971, hefðu gengið til liðs við Al-
þýðuflokkinn, hefðu hann og Sjálf-
stæðisflokkurinn haft þingmeiri-
hluta og getað haldið áfram að
stjórna landinu, auðvitað ekki með
óbreytta stefnuskrá, heldur á grund-
velli nýs stjórnarsáttmála."
— Þú lœtur af þingmennsku árið
1978 og helgar þig nær eingöngu
rannsóknum og kennslu við Há-
skóla íslands eftir það. Hver finnst
þérþróun Alþýðuflokksins hafa ver-
ið eftir að þú lést þar af forystu?
„Þegar ég tók við formennsku
flokksins af Emil Jónssyni 1968, var
ég jafnframt formaður þingflokks-
ins. Eftir kosningarnar 1974 varð
það að samkomulagi milli okkar
Benedikts Gröndal og raunar skoð-
un alls þingflokksins, að greint
skyldi á milli þessara starfa. Bene-
dikt varð formaður, en ég hélt áfram
að vera formaður þingflokksins og
var það, þangað til ég lét af þing-
mennsku 1978 eftir 32 ára setu á
þingi. Mig langaði til þess að skrifa
kennslubækur fyrir viðskiptadeild-
ina í Háskólanum, en þar hafði ég
verið fyrsti fasti kennarinn. Það
gerði ég. áður en ég hætti kennslu.
Ég skrifaði kennslubók í rekstrar-
hagfræði í þrem bindum, kennslu-
bók í fiskihagfræði og bók um fyrir-
tækið og þjóðfélagið.
Mér finnst forysta Alþýðuflokks-
ins síðan 1978 hafa verið í ágætum
höndum, bæði flokksformennskan
og formennskan í þingflokknum.
Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa
gegnt störfum sínum af mikilli
prýði. Og það er sannarlega mikið
ánægjuefni, hversu margir nýliðar
leita nú til Alþýðuflokksins."
— Hvernig metur þú árangurinn
af 75 ára starfi Alþýðuflokksins í ís-
lenskum stjórnmálum?
„Án Alþýðuflokksins væri ís-
lenskt þjóðfélag ekki það, sem það
er í dag.' Island er nútíma iðnríki,
þar sem lífskjör eru með því besta,
sem þekkist í heiminum, og velferð-
arsjónarmið móta þjóðfélagið. Að
þessu hefur Alþýðuflokkurinn unn-
ið.“
— Hver telur þú brýnustu verkefni
flokksins á komandi árum?
„Flokkurinn á ekki aðeins að
halda áfram á sömu braut og hingað
til. Hann á auðvitað að beita sér fyr-
ir varðveislu frelsis og lýðræðis, fyr-
ir auknu réttlæti og meiri mannúð í
þjóðfélagsmálum sem og skynsam-
legri stefnu í efnahagsmálum, nýrri
fiskveiðistefnu og landbúnaðar-
stefnu samfara eflingu iðnaðar og
þjónustustarfa. Og hann á að móta
ábyrga stefnu varðandi aukna þátt-
töku í samstarfi Evrópuþjóða. Ný
verkefni fylgja nýjum tímum. Brýn-
ustu verkefni næstu áratuga verða á
sviði umhverfismála og menningar-
mála. Auðvitað þarf áfram að berj-
ast fyrir batnandi lífskjörum, en
ekki síður fyrir betra og fegurra
mannlífi á öllum sviðum, fyrir betri
skilyrðum allra manna, ungra og
gamalla, til þroska og hamingju,"
segir dr. Gylfi Þ. Gíslason við Al-
þýðublaðið að lokum.