Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 3
Alþýðuflokkurinn 3 ? Jón Balduin Hannibalsson formaöur Alþýduflokksins Afmæliskveöja i ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFN- AÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS er sproti á meiði hinnar alþjóðlegu hreyfingu lýðræðisjafnaðarmanna.. Hún er fjölmennasta og öflugasta stjórnmálahreyfing í heiminum í dag. Á seinasta hálfum öðrum ára- tug hefur alþjóðahreyfingu jafnað- armanna vaxið ásmegin í löndum þriðja heimsins. Hinum afskiptu og kúguðu þegnum þróunarlandanna er að verða það æ Ijósara að kúgun- arkerfi kommúnismans er ekki svarið við ardráni kapítalismans; að sósíalismi án lýdrœðis er öfug- mæli; að jöfnun lífsgœðanna verður að haldast í hendur við frelsi ein- staklingsins til orðs og athafna; að hugmyndir lýðræðisjafnaðarmanna um blandað hagfcer/i'einkaframtaks og opinberrar leiðsagnar er sú leið, sem gefur fyrirheit um útrýmingu fátæktar, jöfnun lífsgæöa og virð- ingu fyrir mannréttindum. Við megum og eigum að vera stolt af því að hafa tilheyrt þessu alþjóð- lega bræðralagi jafnaðarstefnunnar í bráðum 70 ár. Hin alþjóðlega hreyfing lýðræðisjafnaðarmanna er með sanni friðarhreyfing okkar tíma. Jafnaðarmenn hafa hvarvetna í starfi sínu hafnað valdbeitingu í samskiptum þjóða og einstaklinga. Lýðræðið sjálft er okkar pólitíska aðferð. Stefna okkar er mannúdar- stefna. Saga okkar er saga þraut- seigju og seiglu hins óbreytta manns í baráttu gegn öflum ofbeldis og kúgunar — fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. Þess vegna erum við stolt af þvi að vera jafnaðarmenn. II HVERNIG væri umhorfs í íslensku þjóðfélagi nú, ef hugmynda og starfa íslenskra jafnaðarmanna sæi hvergi stað? Imyndum okkur að hugmyridir lýðræðisjafnaðarmanna um pó(litískt lýðræði, jöfnun hinna efnalegu gæða og félagsleg mann- réttindi einstaklingsins hefðu aldrei náð að festa rætur með okkar þjóð. ímyndum okkur að Alþýðuflokkur- inn hefði ekki verið til þessi 75 ár. Og árangurs af starfi hans hvergi gætt. Hvernig vœri þá umhorfs i ís- lensku þjóðfélagi? Spurningin ein út af fyrir sig er nóg til þess, að hver og einn geti skynjað á augabrágði, að Alþýðu- flotykurinn og verkalýðshreyfingin hafp í krafti hugmynda sinna og starfs, umbreytt þessu þjódfélagi. Vitur maður mælti forðum að væri Guð ekki til væri manninum það sáluhálparatriði að finna hann upp. Eins er það að hefði Alþýðuflokkur- inn ekki verið til, hefði það verið vinnandi fólki á íslandi lífsnauðsyn að finna hann upp. III HVER er sérstaða okkar lýðræðis- jafnaðarmanna í litrófi íslenskra stjórnmála? Við þurfum ekki að velkjast i vafa um, hver er munurinn á stefnu okk- ar jafnaðarmanna annars vegar og málsvara markadshyggju og mið- stýringar hins vegar. Ágreiningur okkar við trúboða frjálshyggjunnar er ekki um ágæti einkaframtaks og samkeppni á markaði. Sagan sýnir að Sjálfstæðis- flokkurinn styður hvortugt heils hugar, þegar liann fer með völd. Sagan staðfestir líka spakmæli höf- undar markaðshyggjunnar, Adams Smiths, þegar liann sagði: ,,At- vinnurekendur setjast ógjarnan svo að spjalli yfir kaffibolla, að talið snú- ist ekki upp í samsœri gegn neytend- um'.' Það er einmitt meginhlutverk rík- isvaldsins, fyrir utan það að stuðla að jafnari eigna- og tekjuskiptingu en markaðurinn skilar, að neyða at- vinnurekendur til samkeppni og tryggja þannig lægra verð og lægri framleiðslukostnað, neytendum í hag. Jafnaðarmenn vilja því ekki út- rýma hagnaðarvoninni heldur beisla hana í almannaþágu. Aðalágreiningsefnin eru því þessi: Jafnaðarmenn vilja beita samtaka- mætti fólks og lýðræðislega fengnu valdi Alþingis, ríkisstjórna og sveit- arstjórna til þess að koma í veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna sem hlýst af óheftum markaðsbúskap, fái hann að hafa sinn gang, samkvæmt kokkabókum markaðshyggjunnar. Við höfum lært það af reynslunni að útþenslu ríkisbáknsins eru tak- mörk sett. En við vitum líka að óheftur markaðsbúskapur leiðir til samfélagsgerðar sem er siðferðis- lega forkastanleg. Þess háttar þjóð- félög fá ekki staðist. Þau leysast upp í harðvítugum stéttaátökum, ef ekki nýtur við fyrirbyggjandi, félagslegra umbóta — í anda jafnaðarstefnu. Þess vegna er hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag enn í fullu gildi. Þessi aukna áhersla á athafna- frelsi einstaklingsins er enn eitt dæmi um að sígild jafnaðarstefna getur lagað sig að breyttum viðhorf- um og vinnubrögðum. Við höfum lært það af reynslunni að vera ekki íhaldssamur kerfisflokkur sem boð- ar sivaxandi ríkisforsjá og miðstýr- ingu, hvað sem tautar og raular. Þvert á móti skiljum við, hvar tak- mörk ríkisvaldsins liggja og viljum finna nýjar leiðir til að dreifa vald- inu til smærri eininga, sveitar- stjórna, samtaka og einstaklinga. Á þeim breiddargráðum mun viðleitni okkar á næstu árum liggja til að fylgja eftir pólitísku lýðræði með auknu atvinnu- og efnahagslýð- ræði. Þeir stjórnmálaflokkar sem halda fast i úrræði gærdagsins eru íhaldssamir. Hinir sem laga hug- myndir sínar og vinnubrögð að breyttum þjóðfélagsveruleika eru þvert á móti trúir hugsjónum sínum; þeir eru róttækir í vinnubrögðum sínum. IV í MEIRA EN HÁLFA ÖLD háði sovéttrúboðið íslenska styrjöld á hendur okkur jafnaðarmönnum. Þeir boðuðu formúlusósíalisma samkvæmt Lenín. í nafni þeirra hugmynda klufu þeir fylkingar jafn- aðarmanna oftar en ég hirði að hefna. Þeir þóttust vera svo bylting- arsinnaðir að þeir gætu ekki sam- visku sinnar vegna starfað í sama flokki og jafnaðarmenn. En hvernig fór um sjóferð þá? Nú vitum við öll svarið. Við höfðum á réttu að standa í þessum illvígu deil- um. Þeirra hugmyndir reyndust rangar — og hættulegar. Þær stóð- ust ekki dóm reynslunnar. Þeim dómi verður ekki áfrýjað héðan af. Flokkur okkar varð að vísu fyrir þungbærum áföllum af þessum sök- um. Verkalýðshreyfingin sjálf hefur heldur ekki beðið þess bætur. Þjóð- félag okkar hefur beðið skaða af. Hægri öflin hafa staðið sameinuð. En vegna ítrekaðrar klofningsiðju hefur andófshreyfingin, mannrétt- indahreyfing vinnandi fólks, ekki náð þeim styrk sem þarf til að hafa í fullu tréAdð sérhagsmunaöfl fjár- magns og forréttinda. Vitur maður hefur sagt: Stjórn- málaflokkur þarf ekki að verða gamall, þótt hann eldist í árum talið, m.a. vegna þess að hann getur gengið í endurnýjun lífdaganna. Það getur gerst með nýju fólki og nýjum hugmyndum. En það gerir enginn sem er hættur að hugsa. Það gerir enginn sem staðnar í kreddu. Til þess eru víti kommúnistaflokk- anna að varast þau. Þess vegna skul- um við vera alls ósmeyk við nýjar hugmyndir, við að gagnrýna hið liðna, læra af mistökum. Því ef við ^kki gerum það þá erum við ófær um að veita öðrum leiðsögn á ókomnum tímum. I upphafi voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið ein og sama hreyfingin. Á sama tíma og hægri öflin náðu að sameinast á íslandi, öf- ugt við það sem gerðist annars stað- ar á Norðurlöndum, urðu skamm- sýnir menn þess valdandi að eining Alþýðuflokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar var rofin með ófyrirséð- um illum afleiðingum. Öll var þessi klofningsiðja byggð á sögulegum misskilningi. V HVER er þá þýðingarmesti lœr- dómurinn, sem við getum dregið af þessari sögu? Hann er tvímælalaust sá að ágreiningur í okkar röðum um stundarfyrirbæri, eða um ólíkar leiðir að sameiginlegu marki, má aldrei verða til þess, að þeir sem eiga sér sameiginlegar hugsjónir og sameiginleg markmið láti minni háttar ágreiningsmál glepja sér sýn og veiki þannig styrk hreyfingarinn- ar með óvinafagnaði. Megi það aldrei verða. Besta afmælisgjöfin sem við get- um fært íslensku þjóðinni í tilefni 75 ára afmælis þessarar mannréttinda- hreyfingar fólksins er að gera veg Alþýðuflokksins — Jafnaðarmanna- flokks íslands, sem mestan í kom- andi kosningum. Með baráttukveðju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.