Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 12
12
Helgi Skúli Kjartansson
Síðustu áratugir hafa að mörgu leyti verið sviptingaskeið
í sögu Alþýðuflokksins. Gengi hans hefur verið mjög
breytilegt, mannaskipti tíð í flokksforustu og áherslu-
breytingar miklar í starfsháttum og málflutningi. Lengst
af hefur flokkurinn verið í stjórnarandstöðu. Enn einu
sinni varð hann fyrir því óhappi að klofna vegna ágrein-
ings í forustuliði, en einnig hafa nýir hópar gengið til
samstarfs við hann.
Um 1970 varð veruleg eðlisbreyt-
ing á íslenskum stjórnmálum, þann-
ig að síðastliðin 20 ára hafa stjórn-
málaflokkarnir starfað í öðru um-
hverfi en fyrsta aldarfjórðung lýð-
veldisins.
Breytingin er ekki síst sú að fylgi
flokkanna er orðið miklu hreyfan-
legra en verið hafði. Minna er um að
ungir kjósendur taki (eða erfi)
tryggð við stjórnmálaflokk fyrir lífs-
tíð, en meira um að fólk geri upp
‘ hug sinn til flokkanna að nýju fyrir
hverjar kosningar. Að þessu leyti er
lýðræðið orðið virkara. Einnig hafa
prófkjör verið miklu meira notuð á
þessu tímabili en hinu fyrra, jafnvel
meira og minna opin prófkjör, og
hefur það á sinn hátt víkkað vett-
vang lýðræðisins í starfi stjórnmála-
flokka. Enn má nefna skoðanakann-
anir, sem mjög hafa aukið við-
bragðsflýti almenningsálitsins hvað
varðar aðhald að stjórnmálamönn-
um og flokkum, og miklu gagnrýnni
fjölmiðlun en áður þekktist.
Mótmælahreyfing ungu kynslóð-
arinnar — sem oft er kennd við árið
1968, ár stúdentauppreisna í Banda-
ríkjunum og Vestur-Evrópu — átti
sinn þátt í að ryðja braut nýjum við-
horfum í íslenskum stjórnmálum.
Hugmyndir þessarar hreyfingar
tengdust almennri vinstri sveiflu,
svo og pólitískri kvennavakningu.
Þótt róttækni áttunda áratugarins
hafi á ýmsum sviðum fjarað út á hin-
um níunda, hafa breytingarnar á
eðli stjórnmálanna reynst varanleg-
ar.
Gagnrýni á flokkana og sjálft
flokkakerfið hefur einkennt stjórn-
mál tímabilsins. Stjórnmálaforingj-
ar hafa reynst valtir í sessi, starfs-
hættir flokkanna oft umdeildir, og
tilraunir hafa verið gerðar til breyt-
inga á flokkakerfinu. M.a. hefur
hugmyndin um sameiningu vinstri
manna eða vinstri flokka verið líf-
seig á þessum áratugum, þótt í
reynd hafi ekki síður borið á klofn-
ingi flokka, bæði til vinstri og hægri.
Aherslur stjórnmálanna hafa á
þessum 20 árum færst töluvert milli
málaflokka. Afstaðan til NATO-að-
ildar og bandarískrar herverndar
hafði lengi verið skýrasta ágrein-
ingsmál íslenskra stjórnmála (and-
staða við herinn afmarkaði t.d. löng-
um „vinstri arm“ Alþýðuflokksins),
en upp úr 1970 fór mikilvægi þess í
flokkapólitík að dala. Áhrif komm-
únismans sem alþjóðlegrar hug-
myndastefnu dvínuðu einnig á tíma-
bilinu. Hvort tveggja gerðist löngu
fyrir þá stórviðburði allra síðustu
ára sem e.t.v. má kenna við „hrun
kommúnismans" og „endalok kalda
stríðsins".
Formannaskipti hafa verio or a siðustu tveimur aratugum. Her osk-
ar Benedikt Gröndal Kjartani Jóhannessyni til hamingju eftir að sá
síðarnefndi felldi hinn fvrrnefnda í formannskiöri á flokksbinainu
siðarnefndi felldi hinn fyrrnefnda í formannskjöri á flokksþinginu
1980.
filmundur Gylfason: Einn svip-
mesti stjórnmálamaður jafnaðar-
manna á áttunda áratugnum og í
upphafi hins níunda. Hinn mikla
kosningasigur Alþýðutlokksins
1978 má beint rekja til vinsælda
Vilmundar meðal kjósenda. Hann
var málsvari uppstokkunar flokka-
kerfis, stjórnhátta og atvinnulífs
og talsmaður siðbótar í íslensku
þjóðlífi. Ágreiningur um stefnumál
Vilmundar og persónu leiddi til
þess að hann klauf sig úr flokkn-
um fyrir kosningarnar 1983 og
stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.
BJ sameinaðist að stærsta hluta
aftur Alþýðuflokknum á flokks-
þinginu 1986.
Hins vegar hafa ýmsar hliðar
efnahagsmála færst mjög í sviðsljós-
ið, t.d. byggðastefna, stóriðja, frjáls-
ræði í viðskiptum og viðskiptasam-
vinna Evrópu, og ekki síst baráttan
við verðbólguna. Island hafði að
vísu búið við verðbólguvanda allt
lýðveldistímabilið, en með olíu-
kreppunni fyrri 1973 færðist hann á
nýtt og alvarlegra stig, og er það
varla fyrr en nú á þessum misserum
að sá vandi virðist að nokkru marki
yfirstiginn.
Sfðasta viðreisnarstjórnin, ráðuneyti Jóhanns Hafsteins 1970 - 71. Frá
vinstri: Auður Auðuns dóms- og kirkjumálaráðherra, Magnús Jónsson
fjármálaráðherra, Ingólfur Jónsson landbúnaðar- og samgöngumála-
ráðherra, Jóhann Hafstein forsætis- og iðnaðarráðherra, dr. Kristján Eld-
járn forseti íslands, Emil Jónsson utanríkis- og félagsmálaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gíslason menntamála- og viðskiptaráðherra og Eggert G. Þor-
steinsson sjávarútvegs- heilbrigðis- og tryggingamálaraðherra. Að baki
til vinstri situr Guðmundur Benediktsson rikisráðsritari.
Kosningoófföll
Gengið var til kosninga 1971, eftir
tólf ára setu viðreisnarstjórnarinnar.
Þá gerðist það í fyrsta sinn síðan
1927 að ríkisstjórn missti meirihluta
sinn í kosningum og stjórnarand-
staðan tók við völdum. (Það hefur
raunar ekki heldur gerst síðan. Missi
rikisstjórnir þingmeirihluta gerist
það fyrir kosningar, og við stjórnar-
skipti situr a.m.k. Framsóknarflokk-
urinn áfram í næstu samsteypu-
stjórn.)
Fylgistap viðreisnarstjórnarinnar
kom einkum niður á Alþýðuflokkn-
um. I honum gætti þreytu og óþols
eftir hið langa samstarf þar sem
sumum flokksmönnum fannst eðli
flokksins sem verkalýðsflokks ekki
njóta sín. Þá var staðan í landhelgis-
málinu erfið fyrir Alþýðuflokkinn,
sem farið hafði með utanríkismál á
viðreisnartímanum. Endi var bund-
inn á þorskastríðið með samningum
við Breta 1961, sem m.a. fólu í sér
lögsögu Alþjóðadómstólsins ef deila
risi um frekari útfærslu fiskveiðilög-
sögu. Þróun hafréttarmála varð síð-
an stirðari en íslendingar höfðu gert
ráð fyrir, svo að einhliða útfærsla
fiskveiðilögsögu þoldi náumast bið,
og þá gat samningurinn við Breta
orðið málstað Islands fjötur um fót.
um fót.
Skæðasti keppinautur Alþýðu-
flokksins 1971 var nýr stjórnmála-
flokkur, Samtök frjálslyndra og
vinstri manna, undir forustu einsk-
is annars en Hannibals Valdimars-
sonar, sem orðið hafði viðskila við
Alþýðubandalagið í kosningunum
1967. Þá bauð hann sig fram á sér-
stökum lista, þó undir nafni Alþýðu-
bandalagsins, og fékk verulegt fylgi.
Samtökin kynntu sig sem jafnaðar-
mannaflokk. Þau voru andstæð við-
reisnarstjórninni og á öndverðum
meiði við Alþýðuflokkinn hvað
varðaði hervernd, landhelgismál
o.fl., en höfðu það þó að megin-
markmiði að sameinast Alþýðu-
flokknum og sameina um leið alla
lýðræðissinnaða vinstri menn,
einnig úr Alþýðubandalagi og
Framsóknarflokki. Samtökin urðu
til við klofning Alþýðubandalagsins,
en þau sóttu fylgi sitt mest til Al-
þýðuflokksins.
Eftir kosningar var mynduð ný
vinstri stjórn af Framsóknar-
flokki, Alþýðubandalagi og Samtök-
unum. Alþýðuflokknum var boðin
stjórnaraðiíd sem hann var, eftir
kosningaútreiðina, ekki í aðstöðu til
að þiggja. Að sjálfsögðu var torvelt
að vinna að sam-
einingu jafnaðar-
flokkanna
tveggja þegar
annar var innan
stjórnar og hinn
utan. Þó var á
ýmsan hátt unn-
ið að málinu og
tilraun gerð með
sameiginlegt
framboð til borg-
arstjórnar í
Reykjavík 1974,
en árangur þess
lofaði ekki góðu.
Vandinn var
raunar sá að
Samtökin voru
að liðast i sund-
ur. Þess vegna
hafði líka ríkis-
stjórnin misst
starfhæfan
meirihluta og
flýtti þingkosn-
ingum til 1974.
Samtökin höfðu
þá misst fylgi sitt
að mestu, enda
höfðu margir for-
göngumenn
þeirra yfirgefið
flokkinn og sumir tekið upp sam-
starf við Alþýðuflokkinn. Þótt hann
væri þannig laus við sinn skæðasta
keppinaut, og hefði fengið liösstyrk
sem um ætti að muna, hélt hann
áfram að tapa, fékk 9% atkvæða
sem var hans langminnsta fylgi síð-
an 1919.
Framtíð flokksins var bersýnilega
í hættu. Staða hans var sú að eiga
engan vísan bakhjarl, ekki í fjöl-
mennu fastafylgi, ekki í stuðningi
gróinna afla atvinnulífs eða fjölda-
hreyfinga. En að sama skapi var
hann tiltölulega óbundinn af sér-
hagsmunum og frjáls að taka upp
málefni sem aðrir sniðgengu.
Skyndisókn og
ný kloffning____________________
Alþýðuflokkurinn gekk nú í end-
urnýjun lífdaganna á róttækari hátt
en títt er um stjórnmálaflokka. Ný
kynslóð lét til sín taka í flokknum,
og kvað þar mest að Vilmundi
Gylfasyni sem áður var kunnur úr
fjölmiðlum sem óvæginn gagnrýn-
andi margra hluta í stjórnkerfi og
embættisfærslu. Starfsháttum
flokksins var breytt, m.a. með því að
gera opin prófkjör að reglu. Þau
greiddu fyrir mannaskiptum í for-
vígissveit flokksins og gerðu um
leið þingmenn sjálfstæðari gagnvart
flokksaga. Flokkurinn varð að vissu
Hannibal Vald-
imarsson
sýndi að hann
var ekki dauð-
ur úr öllum
pólitískum æð-
um þegar hann
óvænt gerðist
leiðtogi nýs
flokks, Sam-
taka frjáls-
lyndra og
vinstri manna
1971 og varð
félagsmála- og
samgöngu
málaráðherra
eftir kosningar
í stjórn Ólafs
Jóhannes-
sonar.