Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 22
0-
22
Dr. Gylfi P. Gíslason fyrrum ráöherra og formaður Alþýðuflokksins í vidtali um
sögu Alþýduflokksins og þátttöku í ríkisstjórnum:
Viðreisnin skapaði nýtt
og heilbrigðara andrúmsloft
Dr. Gylfi P. Gíslason er án nokkurs vafa í hópi þeirra
stjórnmálamanna sem mestan svip hafa sett á íslenskt
stjórnmálalíf á eftirstríðsárunurn. Hann sat á þingi í röska
þrjá áratugi; var fyrst kjörinn þingmaður árið 1946 en
hvarf af þingi árið 1978. Gylfi gegndi annasömum ráð-
herraembættum í 15 ár samfellt, frá 1956—1971. Allan
þennan tíma var hann ráðherra menntamála, en sam-
hliða því starfi var hann iðnaðarráðherra á árunum
1956—1958 og viðskiptaráðherra 1958—1971. Hann var
ritari Alþýðuflokksins árin 1946—1966, varaformaður
1966—1968 og formaður 1968—1974. Hann hefur átt
sæti í miðstjórn og flokksstjórn flokksins í tæplega hálfa
öld.
VIÐTAL: GISLI AGUST GUNNLAUGSSON
Ein af stóru stundunum í tíd dr. Gylfa Þ. Gíslasonar sem menntamálaráðherra
var að veita móttöku íslensku handritunum frá Danmörku.
Á litríkum stjórnmálaferli næddu
oft vindar um dr. Gylfa Þ. Gíslason.
í upphafi þingferils síns tók hann
nokkuð aðra afstöðu í utanríkismál-
um en þorri þingmanna Alþýðu-
flokksins og sem ráðherra fékkst
hann við erfið og vandleyst verk-
efni. Sem menntamálaráðherra
lagði hann grundvöll að nýskipan ís-
lenska skólakerfisins og sem við-
skiptaráðherra gekkst hann fyrir
fráhvarfi frá því hafta- og skömmt-
unarkerfi sem viðgekkst á sjötta
áratugnum og opnaði dyr frjálsari
viðskipta og raunhæfari stefnu í
gjaldeyrismálum og gengisskrán-
ingu.
I tilefni af 75 ára afmæli Alþýðu-
flokksins sótti Alþýðublaðið dr.
Gylfa Þ. Gíslason heim og lagði fyrir
hann nokkrar spurningar um stjórn-
málaferil hans og þróun Alþýðu-
flokksins á eftirstríðsárunum.
— Þú ert fyrst kjörinn í midstjórn
Alþýduflokksins skömmu eftir aö
hluti flokksmanna hafdi klofid sig
úr flokknum og stofnað Sameining-
arflokk alþýðu- Sósíalistaflokkinn
með kommúnistum. Skömmu síðar
er gengið frá aðskilnaði Alþýöu-
flokks og Alþýðusambands Islands.
Hvernig var staða flokksins þegar
þú kemur þar fyrst til trúnaðar-
starfa?
Haraldur Guðmundsson
og Jón Blttndal hvöttu mig
„Ég var við háskólanám erlendis,
þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði
1938 og Sósíalistaflokkurinn var
stofnaður. Hugur minn stefndi á
þessum árum til þess að verða há-
skólakennari og fræðimaður. En eft-
ir að ég kom heim rétt fyrir stríð,
eða sumarið 1939, var leitað eftir
því, að ég kæmi til starfa í Alþýðu-
flokknum, enda varð ég jafnaðar-
maður á menntaskólaárum mínum.
Það voru fyrst og fremst Haraldur
Guðmundsson og Jón Blöndal, sem
hvöttu mig til þátttöku í stjórnmál-
um.
Alþýðuflokkurinn hafði frá stofn-
un goldið kjördæmaskipunarinnar,
sem tekin var upp skömmu eftir
aldamótin og byggðist á einmenn-
ingskjördæmum. Slík kjördæma-
skipun veitir í raun og veru aðeins
tveim stjórnmálaflokkum traustan
starfsgrundvöll. Það urðu Fram-
sóknarflokkurinn, og síðar Sjálf-
stæðisflokkurinn. Alþýðuflokkur-
inn varð ekki þriðja aflið í stjórn-
málum landsins fyrr en eftir breyt-
ingu, sem gerð var á kjördæmaskip-
uninni 1933.“
— Hvenœr varstu kosinn í mið-
stjórn flokksins?
„Ég var kosinn í miðstjórn Al-
þýðuflokksins 1942, aðeins 25 ára
gamall. Það ár voru tvennar kosn-
ingar vegna nýrrar breytingar á
kjördæmaskipuninni. Ég var þá
beðinn um að fara í framboð í Vest-
mannaeyjum. í kosningunum 1937
hafði Alþýðuflokkurinn fengið þar
289 atkvæði, en Alþýðuflokkurinn
19% atkvæða á landinu öllu. 1942
hafði Alþýðuflokkurinn klofnað og
fékk í fyrri kosningunum aðeins
15,4% atkvæða, en Sósíalistaflokk-
urinn 16,2%. í Vestmannaeyjum
tapaði þó flokkurinn tiltölulega lítið,
fékk 272 atkvæði. í síðari kosning-
unum minnkaði fylgi Alþýðuflokks-
ins á landsvísu í 14,2%. Fylgi Sósíal-
istaflokksins jókst hins vegar í
18,5%. í Vestmannaeyjum tókst að
auka fylgið um nokkur atkvæði, í
299 atkvæði."
— Árið 1946 ertu kjörinn ritari
flokksins og sama ár ertu kjörinn al-
þingismaður. Hver var aðdragandi
þess að þú fórst í framboð?
Talað um tvö__________________
Alþýðuflokksframboð
„Ýmsir flokksmenn, einkum hinir
yngri, voru mjög andvígir aðild Al-
þýðuflokksins að Þjóðstjórninni
svokölluðu 1939, samsteypustjórn
Framsóknarflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Þeir töldu
óhyggilegt að láta nýstofnuðum
Sósíalistaflokki einum eftir að vera í
stjórnarandstöðu á mjög erfiðum
tímum. Ég var í þeim hópi, en segja
má, að forystumenn hans hafi verið
Jón Blöndal hagfræðingur og Finn-
bogi Rútur Valdimarsson ritstjóri.
Auk þess var nú kominn upp ágrein-
ingur um utanríkismál, um afstöð-
una til áframhaldandi dvalar Banda-
ríkjahers á Keflavíkurflugvelli.
Þegar farið var að undirbúa fram-
boð í Reykjavík 1946 var almennt
samkomulag um, að Haraldur Guð-
mundsson skyldi skipa efsta sætið.
Hópur Jóns Blöndal vildi fá að ráða
öðru sætinu, en kosning tveggja
þingmanna var talin örugg.
Ég var þá orðinn háskólakennari
og var í Kaupmannahöfn, í ársleyfi
við framhaldsnám. Jón Blöndal og
félagar lögðu fast að mér að gefa
kost á mér í annað sætið á móti Sig-
urjóni Á. Olafssyni, formanni Sjó-
mannafélags Reykjavíkur. Ég var
mjög tregur, en lét þó undan. Kosið
var á milli okkar á geysifjölmennum
fundi í Iðnó, að mér fjarverandi. Sig-
urjón fékk meiri hluta, en ekki mun-
aði miklu. Varð nú mikill ófriður í
flokknum og jafnvel talað um tvö
Alþýðuflokksframboð, A-lista og
AA-lista. Niðurstaðan var sú, að
Haraldur Guðmundsson stakk upp á
því, að ég skipaði fyrsta sætið, Sigur-
jón annað og hann hið þriðja. Kosn-
ingaúrslitin urðu mjög glæsileg. Al-
þýðuflokkurinn jók fylgi sitt í
Reykjavík úr 3.303 atkvæðum
haustið 1942 í 4.570, eða um 38%.
Því miður náði Haraldur Guð-
mundsson ekki kosningu, þótt mjög
litlu munaði, og var því utan þings í
eitt kjörtímabil. Þingmannatala Al-
þýðuflokksins í þessum kosningum
jókst úr 7 í 9. Nýju þingmennirnir
vorum við Hannibal Valdimarsson.
En Sigurjón Á. Olafsson kom í stað
Haralds Guðmundssonar."
Vid Hannibal greiddum
atkvædi gegn_______________
Keflavíkursamningnum
og aðildinni að NATO
— Á fyrstu árunum eftir stríð er
staða íslands í samfélagi þjóðanna
mjög á dagskrá og tengdist m.a. ósk
Bandaríkjamanna um herstöðvar
hér á landi og síðar stofnun NATO.
Hvað réð afstöðu þinni til þessara
mála?
„Á stríðsárunum var ég í þeim
fjölmenna hópi manna, sem bar ugg
í brjósti vegna dvalar fjölmenns er-
lends herliðs í landinu, og ekki
minnkaði óttinn, þegar Bandaríkin
fóru í stríðslok fram á herstöðvar á
íslandi til 99 ára. Við Hannibal
Valdimarsson greiddum atkvæði
gegn Keflavíkursamningnum svo-
nefnda, engan veginn vegna neins
konar andúðar á Bandaríkjunum
eða málstað þeirra. Við vildum leyfa
þeim afnot af flugvellinum til þess
að halda uppi sambandi við herlið
sitt í Þýskalandi, en vildum, að Is-
lendingar hefðu yfirstjórn vallarins
með höndum og erlendir starfs-
menn þar lytu íslenskum lögum.
Við greiddum líka atkvæði gegn
aðildinni að Atlantshafsbandalag-
inu. En við tókum fram, að við vær-
um fylgjandi stofnun bandalagsins
og jafnvel aðild íslands að því, að
því tilskildu að því yrði lýst yfir við
undirskrift, að hér yrði ekki her á
friðartímum. Þegar ekki var á þetta
fallist, greiddum við atkvæði á móti.
Reynslan af störfum Atlantshafs-
bandalagsins varð mjög góð, og
áhrif hinna erlendu starfsmanna á
Keflavíkurflugvelli á íslenskt þjóðlíf
urðu miklu minni en við margir
höfðum óttast. Þegar Kóreustríðið
braustút 1951 og Atlantshafsbanda-
lagið taldi hættulegt að hafa Kefla-
víkurflugvöll algjörlega óvarinn,
varð þingflokkur Alþýðuflokksins
sammála um að greiða varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin atkvæði.
Þar með lauk deilum um utanríkis-
mál í þingflokki Alþýðuflokksins."
Nefndarólitið__________________
varð metsölubók
— Alþýðuflokkurinn var tvívegis í
ríkisstjórn frá 1944—1949, Nýsköp-
unarstjórninni og „Stefaníu". Tel-
urðu að hann hafi átt erindi sem erf-
iði í þessum stjórnum?
„Á fyrsta þinginu, sem ég sat,
haustið 1946, klofnaði Nýsköpunar-
stjórnin, einmitt vegna samþykktar
Keflavíkursamningsins. Þá hófst
löng stjórnarkreppa. Meðan á henni
stóð, skipuðu þingflokkarnir fjórir
nefnd hagfræðinga til þess að gera
tillögur um efnahagsráðstafanir. í
henni voru Ólafur Björnsson fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, Klemens
Tryggvason fyrir Framsóknarflokk-
inn, Jónas Haralz fyrir Sósíalista-
flokkinn og ég fyrir Alþýðuflokk-
inn. Það vakti mikla athygli, þegar
við urðum sammála um tillögur.
Menn áttu bágt með að trúa því að,
að hagfræðingar í ólíkum flokkum
gætu orðið sammála. Þegar nefnd-
arálitið var prentað, varð það nán-
ast metsölubók. Ýmis meginatriði
álitsins urðu grundvöllur stefnu-
skrár stjórnarinnar, sem þú kallar
„Stefaníu", þ.e. samstjórnar Alþýðu-
h
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- og við-
skiptaráðherra, á skrifstofu sinni í
Arnarhvoli á sjöunda áratugnum:
„Verkefni viðskiptaráöuneytisins
voru umdeild og stjórnarandstaðan
hörð. En að loknu stjórnartimabili
Viðreisnar datt engum í hug að taka
aftur upp haftastefnu."
flokks, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks undir forsæti for-
manns Alþýðuflokksins, Stefáns
Jóh. Stefánssonar. Þessi stjórn átti
við margháttaða erfiðleika að etja.
Andstaða gegn henni magnaðist
smám saman í flokknum. Ég var í
hópi þeirra, sem voru óánægðir."
Loft lævi blandið
i Alþýduflokknunt______________
— Á fyrri hluta sjötta áratugarins
urðu átök um forystu flokksins og
hann var utan stjórnar fram til 1956.
Hvaða áhrif telurðu að þetta hafi
haft á þróun flokksins og stöðu hans
í íslenskum stjórnmálum?
„Það var einmitt í framhaldi af
gagnrýninni á ríkisstjórn Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, sem andstaða mynd-
aðist í flokknum gegn þáverandi for-
ystu hans og þá einkum gegn for-
manninum Stefáni Jóh. Stefánssyni.
Ég tel að hann hefði á flokksþingi
1953 átt að láta Harald Guðmunds-
son taka við flokksformennskunni.
Um það varð því miður ekki sam-
komulag. Þá var Hannibal Valdi-
marsson kosinn formaður og Bene-
dikt Gröndal varaformaður. Ég var
endurkjörinn ritari. Næstu tvö árin
var loft lævi blandið í Alþýðuflokkn-
um. Á næsta flokksþingi var aftur
skipt um forystu. Þá urðu Haraldur
Guðmundsson og Guðmundur í
Guðmundsson formaður og varafor-
maður. Ég hélt áfram að vera ritari.
Ég held, að atburðir þessara ára hafi
lagt grundvöllinn að brottför Hanni-
bals úr Alþýðuflokknum 1956."
— Árið 1956 myndar flokkurinn
,, Hrœðslubandalagið ‘' svonefnda
með Framsóknarflokki. Hver var
forsenda þess?
Á
7