Alþýðublaðið - 15.03.1991, Side 1

Alþýðublaðið - 15.03.1991, Side 1
42 TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR TVÖFALDUR1. vinningur FÖSURDAGUR 15. MARS 1991 ÁRSÞINGIÐNREKENDA: Félag íslenskra iðnrekenda hélt ársþing sitt í gær. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hélt ræðu á þinginu um innri markað Evrópu. Sjá nánar frétt á bls. 6. EINKAVÆÐING ORKUFRAMLEIÐSLU? Víglund- ur Þorsteinsson, sem látið hefur af formennsku Félags ís- lenskra iðnrekenda, segir að þess sé ekki að vænta að verulegur hagvöxtur sé fram undan. Hann yrði væntan- lega óverulegur miðað við hvað er að gerast í samkeppni- slöndum okkar. Víglundur varpaði fram þeirri hugmynd að hugsanlega væri kominn tími til að einkavæða íslensk- an orkuiðnað og örva þannig samkeppni á því sviði. ,,Við eigum í dag fimm öflug orkufyrirtæki sem nú þegar eru kjörin til slikrar einkavæðingar, þ.e. Landsvirkjun, Hita- veitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Orkubú Suðurnesja og Orkubú Vestfjarða," sagði Víglundur m.a. á aðalfundi FIl. VERKFALL FLUGLEIÐAFLUGMANNA? Féiag ís- lenskra atvinnuflugmanna hefur boðað sólarhringsverk- fall hjá Flugleiðum frá miðnætti aðfararnætur 29. mars, sem er föstudagurinn langi. Flugleiðir telja kröfur flug- manna samanlagt ígildi meira en 80% launahækkunar. Samningar flugmanna runnu út í apríl á síðasta ári og hafa verið lausir síðan. I gær var haldinn árangurslaus fundur samningsaðila hjá sáttasemjara. Bylting gegn vímuefnavanda Sæmundur Guðvinsson skrifar um þingsályktunartil- lögu Rannveigar Guðmunds- dóttur og sex annarra þing- manna Alþýðuflokksins. Hálfnað ver þá /2 hafið er Þorlákur Helgason segir þó í fréttaskýringu sinni að það gildi ekki um Alþingi íslend- inga. Hann ræðir vinnubrögð Alþingis og víxlauppáskriftir nú'rétt fyrir kosningar. Harkan vex „Það má til sanns vegar færa að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið harður í því að koma stefnumálum sínum í fram- kvæmd," segir Guðmundur Einarsson í föstudagsspjalli sínu. Lánsfjárlög og álverstillögur afgreidd á Alþingi í dao, 6 milljarðar bætast við — Landsvirkjun verdur heimilað að taka lán til virkjana Þrír milljarðar króna bætast við á lánsfjárlög- um í dag og rætt er um að Landsvirkjun verði heimilað að taka allt að þriggja milljarða króna lán vegna orkufram- kvæmda í tengslum við álver. 1,7 milljarða heim- ild er gefin til kaupa á 55 þúsund fjár í haust í sam- ræmi við undirritaðan búvörusamning. Til að fást við vanda loðnu- verksmiðja er gert ráð fyrir 600 milljónum króna. Lánsfjárlög og tillögur í álversmáli koma til af- greiðslu Alþingis í dag. Fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar mun af- greiða lánsfjárlög áður en þinghald hefst. Samkvæmt frumvarpinu nú munu láns- fjárlög að öllum líkindum hækka um 3 milljarða, en að auki verður Landsvirkj- un heimilað að taka allt að þrjá milljarða að láni til virkjanaframkvæmda vegna væntanlegs álvers. Og talað hefur verið um að 300 milljónir króna þurfi til að kaupa land undir álver. Fiskveiðisjóður og Síldar- verksmiðjur ríkisins munu sameiginlega taka um 600 milljónir króna að láni og 100 milljónir fara til byggða sem urðu illa úti í kjölfar loðnubrests. Óveðrið í byrjun febrúar dregur dilk á eftir sér. 350 milljóna króna þarf að afla sérstaklega vegna endur- bóta. Ymsir smærri liðir eru í viðbótinni á lánsfjár- lögum. Ölfushreppi er til dæmis heimilað að taka 135 milljónir að láni til end- urbóta á hafnarmannvirkj- um, en sú upphæð er bund- in þeim skilyrðum að þil- plötuverksmiðja rísi í Þor- lákshöfn. Lánsfjárlög munu hækka um þrjá milljarða í dag frá upphaflegri tillögu. Þegar fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram hljóðaði það upp á 11 milljarða og 875 milljónir. Nú er búist við að endanlega talan verði tæplega 15 milljarðar króna. REGLUGERÐ UM FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR: jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verka- manna. í reglugerðinni er m.a. kveðið á um ábyrgð og verksvið sveitarstjórna og húsnæðisnefnda, um lán til fé- lagslegra íbúða, um byggingu eða kaup á félagslegum íbúðum, um rétt einstaklinga til félagslegra íbúða og rétt- arstöðu íbúðaeigenda og leigjenda, og um innlausn og endursölu á félagslegum íbúðum. ALÞJÓÐADAGUR NEYTENDARÉTTAR: í dag er ai- þjóðadagur neytendaréttar. Frá því árið 1983 hafa Alþjóða- samtök neytendafélaga, IOCU, haldið daginn hátíðlegan ásamt neytendafélögum um allan heim. Neytendafélög um heim allan hafa sett fram sjö meginkröfur sem lúta að öryggi, upplýsingum, vali, áheyrn, bótum, fræðslu og um- hverfi. BÆNDUR STAÐFESTA BÚVÖRUSAMNING: Stéttarsamband bænda staðfesti á fundi sínum i gær ný- gerðan búvörusamning með miklum meirihluta atkvæða. Samningurinn verður ekki staðfestur af ríkinu fyrr en nýtt þing hefur fengið að fjalla um samninginn að afloknum kosningum í vor og að því gefnu að það fallist á hann. LEIDARINN í DAG Alþýðublaðið fjallar um afturhaldsöflin í íslensku þjóðfélagi í leiðara dagsins. Blaðið segir að svartasta afturhaldið leynist hjá Framsókn og Alþýðubanda- lagi og hin makalausa ræða Hjörleifs Guttormssonar þingmanns um álmálið í fyrrakvöld sé talandi dæmi um hvernig ofbeldisöflin misnoti sér lýðræðislegar leikreglur. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: OFBELDISVERK AFTUR- HALDSSINNA Á ALÞINGI. Enginn kattarþvottur þetta Nú þegar lýður að þinglokum er ekki seinna vænna en að skola af sér skítinn eftir veturinn og mæta hreinn og strokinn í kosningabaráttuna sem er framundan. Þá dugar enginn kattarþvottur til. A-mynd: E.Ól. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.