Alþýðublaðið - 15.03.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 15.03.1991, Side 2
2 \FRÉTTASKÝRING\ Föstudagur 15. mars 1991 Hálfnað verk þá hafið er — gildir þó ekki um Alþingi íslendinga Fyrirspurnaþing mætti kalla samkunduna. Búið er að svara um 150 fyrirspurnum þingmanna, en mörg stórmál frá ríkisstjórn eru enn óafgreidd, og enginn veit daginn fyrir þinglausnir hver útkoman verður. Listalíf um helgina Mikið er um að vera í sýningar- sölum höfuðborgarsvæðisins um helgina. í Hafnarborg og að Vesturgötu 17 sýnir Kjartan Gudjónsson, verulega fallegar sýningar. Hjá Sævari Karli er Pórunn S. Þorgrímsdóttir, list- málari og leikmyndateiknari með sýningu á verslunartíma (hún er á meðfylgjandi mynd). Pórdís Alda Sigurdardóttir sýnir í Ásmundarsal. í Gallerí Borg er sýning Ásgeirs Smára Einarsson- ar, Borgarlandslag. í Nýlistasafn- inu er sýning Kristins Gud- brands Hardarsonar — og á Kjarvalsstöðum eru verk Meist- ara Kjarvals, Kjarval og Náttúr- an. Ljósmyndasýningar Ljósmyndarar bladanna eru með forvitnilega sýningu í Lista- safni ASl, sem gaman verður að skoða. Þeir fjölmörgu sem hafa áhuga á Ijósmyndum sem list, munu ennfremur skoða lslensku Ijósmyndasýninguna á Kjarvals- stöðum. Hugleikur i nýju leikhúsi Hugleikur, áhugamannafélag ungs leikhúsfólks, frumsýnir spánýtt íslenskt verk annað kvöld, Saga um Svein sáluga spánnýtt íslenskt verk annað ungu hans. Höfundar eru Unn- ur Guttormsdóllir og Anna Krist- ín Krístjánsdóttir. Frumsýnt er í nýju „leikhúsi" að Brautarholti 8 í sal Kvikmyndaverksmiðjunnar hf. Sýningar verða 10—12 talsins fram til 8. apríl. Sími miðasölu 623047. Geðsjúkdómar og fordómar Geðlæknafélag íslands heldur opinn kynningar- og umræðu- fund í Gerðubergi á laugardag kl. 16. Tilgangurinn er að ræða ýmis mál sem snerta geðlæknis- fræði, geðsjúkdóma, fordóma og framtíðarstefnur. Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um vanda geðsjúkra í þjóðfélagi okkar og vilja læknar nú leggja orð í belg og örva umræðu um þessi mál. Frummælendur verða geðlæknarnir Magnús Skúlason og Jón Brynjólfsson. Finnsk menningarvika Finnsk menningarvika er að hefjast i Reykjavík. Á morgun, laugardag kl. 16, verður finnsk bókakynning í Norræna húsinu. Timo Karlsson, sendikennari kynnir bækur sem komu út í Finnlandi á síðasta ári. Gestur bókakynningarinnar verður rit- höfundurinn Kjell Westö, maður um þrítugt, blaðamaður við Hafvudstadsbladet í Helsinki. Westö hefur átt miklu gengi að fagna í ritstörfum sínum og vak- ið mikla athygli í heimalandinu. I Háskólabíói verður sýnd nýj- asta kvikmynd Mika Kaurismak- is, en hún heitir Amazon. Alþingismenn haldo ó morgun heim i kosn- ingabaráttu og sjö mán- aða fri — eða á vit ann- arra starfa. Fólk hefur að undanförnu litt botn- að i þvi sem fram hefur farið siðustu daga þings. Nokkur hundruð mál eru enn óafgreidd. Enginn vissi i gær hvaða mál fengju fulln- aðarafgreiðslu. Seina- gangur i þinginu er með ólikindum, þar sem langflest mál þurfa að fara til umræðu og i nefndir i hvorri deild fyrir síg. Og á siðustu dögum verða þingmenn stikkfri, af þvi að kosn- ingar eru á næsta leiti. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Fyrirspurnaþing Þing það sem nú er að ljúka mætti kalla „fyrirspurnaþing." Þingmenn hlaða inn fyrirspurn- um, sem margar hverjar virðast fyrst og fremst vera hugsaðar til þess að vekja athygli fjölmiðla. Og þegar prófkjör stjórnmálaflokk- anna stóðu yfir í haust fylltust hill- ur af fyrirspurnum til ráðherra og voru augsýnilega lagðar fram til að vekja athygli kjósenda á ágæti fyrirspyrjenda. Svipað er að segja um þings- ályktunartillögur. Onefndur þing- maður hefur að undanförnu lagt inn eitt mál á dag í von um að eitt- hvert þeirra fari í gegn. „Orð dags- ins“ er póstur viðkomandi þing- manns kallað á göngum. Mikil vinna fer oft fram í nefndum. Fjöl- mörgum aðilum í þjóðfélaginu er ætlað að gefa umsagnir um mál og þess vegna taka þau stundum langan tíma í meðförum utan þings sem innan. Það breytir því ekki að hlutirnir ganga býsna seint og erfitt er að sjá að málum sé rað- að í forgangsröð. Það er að vonum að almenning- ur spyrji hvað allir þessir þing- menn séu að gera? Hvernig standi á því að mál séu á dagskrá um miðjar nætur og þingmaður tali fjórðung úr sólarhring? Myndirðu liða þessi vinnubrögð heimq____________ hjá þér?____________________ Hvað gerir heimili eða fyrirtæki sem þarf að afgreiða 462 mál á einum vetri? Og hefur einn dag til stefnu? Reynir að komast að því hvaða mál skipta máli og hver eru þýðingarminni? Eru sum mál í heimilisrekstrinum viljandi hun- suð af því að fjölskyldunni er um megn að takast á við þau eða af því að allir vita að það er tilgangs- laust að komast að niðurstöðu ef fjárhagur leyfir ekki? Tilefnið er augljóst. Alþingi ís- lendinga hafði í gær tekið 462 mál á dagskrá. Fram undan eru töðu- gjöld, því að til stendur að þing- heimur verði sendur heim á morg- un — frá hálfnuðu verki að því er sýnist. Aragrúi mála mun lenda í pappírskörfunni og verða prentuð að nýju og lögð fram á næsta þingi, vegna þess að þau náðu ekki fullnaðarafgreiðslu nú. Hvers vegna eru þau ekki afgreidd? Þeir sem fylgjast með þingstörfum hljóta að sjá að venjuleg fjölskylda myndi tæplega fallast á vinnu- brögðin. Setið á þjóðþriffamálum Sum mál daga uppi af því að flutningsmaður er ekki í réttum flokki. Stjórnarandstaðan er í al- mennum sætum. Fyrir framan þá eru stjórnarliðar — og allra fremst ríkisstjórn. Stjórnarfrumvörp hafa alla jafna forgang. Þó ekki í öllum tilvikum. Mörg stórmál sem ríkis- stjórnin leggur fram í eigin nafni daga uppi á þinginu. Tökum eitt dæmi: Ef frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra um að loka gamla húsnæðiskerfinu frá 1986 nær ekki fram að ganga, munu fimm þúsund fjölskyldur búa við algjöra óvissu í þeirri bið- röð sem fólkið hefur verið í. Allir aðilar sem fjallað hafa um frum- varpið út frá fjárhagslegri hlið þess telja það hið mesta þjóðþrifa- mál að eitt húsnæðiskerfi gildi áfram. Allir — nema Alþingi ís- lendinga? Framsóknarmenn „sitja á málinu." Það er viðurkennd að- ferð til að hindra að mál komist í gegn sem viðkomandi er ekki sátt- ur við. Stundum eru þetta einn eða tveir þingmenn sem koma í veg fyrir að þjóðþrifamál fari rétta leið í gegnum þingið. Stiórnarliðar sHlckffri Þinglok nú eru með sérstökum hætti, þar sem kosningar eru fram undan. Það gerist æviniega rétt fyrir kosningar að þingflokkar vilja vera sjálfstæðir og verða laus- beislaðri. Um einstaka mál eru menn ekki sammála á ríkisstjórn. Það hefur alltaf verið kunnugt, þó að Steingrími sem verkstjóra hafi tekist aö halda hópnum saman. Landbúnaðarmálin eru slík mál, álmálið á mörkunum og í húsnæð- ismálum hafa núverandi og fyrr- verandi félagsmálaráðherra stundum verið eins og oddvitar tveggja fylkinga. Sjávarútvegs- stefnan er svo enn annað mál, þar sem þingmenn skiptast í marga flokka þvert á sína eigin flokka. Nú, þegar kosningaskjálftinn er farinn að villa mönnum sýn, koma ágreiningsmálin aftur upp á yfir- borðið. Stjórnarandstaðan segir að ekki standi á henni að afgreiða þingmál. Vandinn sé að ríkis- stjórnin sjálf hafi ekki komið sér saman um hvaða mál beri að af- greiða fyrir þingmál. Þessa síðustu daga gerist það að þingmenn eru komnir í framboðsleik. Það var Ól- afur Ragnar fjármálaráðherra sem gaf þeim undir fótinn. Ólaffur gaff út_______________ ffyrsta vixilinn Ölafur Ragnar Grímsson sagði fjölmiðlum frá því í síðustu viku að það væri nauðsynlegt að flýta ýmsum framkvæmdum. Tveir rnilljarðar króna áttu að fara í það. Ástæðan var sú að álverksmiðja virtist vera langt undan. Það reyndist vitleysa og enginn ráð- herra kannaðist við loforð Ólafs. Loforð ólafs reyndust fyrsti kosn- ingavíxillinn. Nú bíða þingmenn í röðum eftir því að fá að vera með á víxlum. í gær neituðu þrír þingmenn að fall- ast á að ráðstafa peningum, sem m.a. áttu að renna til verkafólks sem varð af mikilli vinnu þegar loðnan brast. Þeir áttu kjósendur sem biðu eftir peningum. Þing- mennirnir sögðu ófært að Ólafur Ragnar fengi einn að ráðstafa milljörðum. Og þóttust finna autt víxilblað. Aragrúi_______________________ óaffgreiddra mála_____________ Ljóst er að við þinglok, sem væntanlega verða á morgun, munu fjölmörg þingmál liggja óbætt hjá garði. Um síðustu helgi höfðu a) 175 frumvörp verið lögð fram, en 38 orðið að lögum. b) 88 þingsályktunartillögur verið lagðar og 20 af þeim sam- þykktar. c) 20 skýrslur lagðar fram og 12 verið ræddar. d) 162 fyrirspurnir verið lagðar fram og 134 verið svarað. Á þeim tíma sem liðinn er hafa fjölmörg mál litið dagsins Ijós. „Orð dagsins" berast enn og um- ræður hafa dregist á langinn í sumum málum. Ef þingi verður slitið í dag munu fjölmörg mál renna í gegn á síðustu stundu. Það eru heldur ekki góð vinnubrögð að málin fari um sali á færibandi án umræðu, eins og gerst hefur undanfarna daga. Á byrjunarreit i haust? Alþingi íslendinga er löggjafar- samkunda. Starfsemi þings hefur sætt gagnrýni, m.a. fyrir það að þingmenn hafi meiri áhuga á að komast að í framkvæmdavaldinu en að vinna að bættri löggjöf. Bankaráðsstólar eru spennandi, Byggðastofnun, sjóðsstjórnir o.fl. o. fl. Væri skilið milli löggjafar- sviðs og framkvæmdasviðs kynni margt annað að leysast. Ein mál- stofa er einnig til bóta. Marg- flokkastjórnir kalla á árekstra og verða til þess að mál fara ekki með hraði um málstofur. Á næstunni sækjast þingmenn eftir endurkosningu. Þá munu þeir draga úr pússi sínu verkin, sem læstust inni í nefndum eða hlutu náð fyrir augum þings. Ein- hverjir hafa getað efnt loforðin sem voru gefin fyrir síðustu kcsn- ingar. En þaö sem bjargar þing- heimi er timinn. Vika er langur timi í pólitík. Þingmenn koma ekki til starfa fyrr en í haust eftir 7 mánaða hlé. Þá hefst sama um- ræðan um vinnubrögð á Alþingi og það sem var er gleymt. Við fær- umst öll á byrjunarreit að nýju.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.