Alþýðublaðið - 19.03.1991, Side 4

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Side 4
4 Þriðjudagur 19. mars 1991 MMHLtlIII HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Ocfdi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 SKILAR DAVÍÐ AUDU Í VOR? IVIyndi nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins skila auðu í kosningunum 20. apríl, ef hann væri ekki í Sjálfstæðisflokknum? Ýmislegt bendir til þess. Ekki gæti hann sett kross við flokkinn í kjörklefanum, þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins um næstliðna helgi komst að engri ákveðinni niðurstöðu. Kosninga- yfirlýsing flokksins er svo almenns eðlis að fólk úr öll- um flokkum getur tekið undir hana. Flokkurinn er með öllum og á móti kommúnisma og sósíalisma. Á þetta er rækilega bent í fréttaskýringu Alþýðublaðs- ins í dag. Það verður heldur ekki ráðið af viðtali við ný- kjörinn formann í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að hann hafi sérstakar skoðanir á þjóðmálum. Kjós- endum til huggunar segir Davíð Oddsson „aðeins fjögurra sólarhringa gamall formaður Sjálfstæðis- flokksins" að þjóðin verði þreytt á stjórnmálamönn- um, og þess vegna megi þeir ekki gera ráð fyrir því að sitja of lengi. Lesandinn verður litlu nær um skoðanir Davíðs í landsmálum, en nokkur korn fljóta þó með. Formaðurinn telur t.d. að einkarekstrinum verði að gefa sem allra best færi til að skapa sem mestar tekj- ur, „til að við getum tryggt kjör þeirra, stöðu og öryggi sem lakast kunna að vera settir á hverjum tíma." Markmið Sjálfstæðisflokksins, segir formaðurinn, sé „auðvitað að hjálpa slíku fólki eins og kostur er, til þess að nýta sér kosti frjáls hagkerfis, þar sem einka- reksturinn fær notið sín." Illmögulegt er að gera sér grein fyrir hvað við er átt, en helst má ætla að dafni einkarekstur megi reikna með að kjör þeirra lakast settu verði tryggð. Síðar í viðtalinu kemur þó fram að formaður Sjálfstæðisflokksins telur að ekki verði sett undir „alla leka." Það sé ekki hægt að hjálpa öllu fólki. „Þannig er bara lífsins lögmál," segir Davíð. Telji vinir formannsins — eins og blaðamaður kallar þá — úr frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins sig hafa fengið viðunandi skammt af réttri skoðun, verða þeir hinir sömu fyrir vonbrigðum með ummæli Dav- íðs um Sjálfstæðisflokkinn. Davíð segir nefnilega að ekki komi til greina að breyta flokknum í flokk þröngra lífsskoðana. Á því verði vinir sínir að hafa skilning. Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram feta „gullinn með- alveg." Síðar í viðtalinu kemur þó í Ijós að þingflokkur- inn, sem Davíð kallar„kannski þýðingarmesta appar- aratið í stjórnkerfi Sjálfstæðisflokksins," verður að hætta að tjá sig „í hálfkveðnum vísum," eigi formað- urinn að vera sáttur. Hætt er við að dyggustu stuðn- ingsmenn Davíðs verði fyrir nokkrum vonbrigðum með fyrsta viðtalið sem kemur fyrir augu almennings eftir formannskjör. Hvergi örlar á heilsteyptri stefnu. Það er slegið úr og í — stundum á „kratískum" nótum og stundum í anda einfaldrar frjálshyggju. Þegar for- maðurinn er í lokin spurður um megináherslur Sjálf- stæðisflokksins í kosningabaráttu næstu vikna, seg- ist hann sjálfur ætla að leggjast í ferðalög um öll kjör- dæmi svo að fólki gefist færi á að spyrja sig út úr. Dav- íð segir að kosningabaráttan verði byggð á þeim lín- um sem lagðar hafi verið á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Til fróðleiks segir formaðurinn þetta um þær línur: „IVIegininntakið held ég að hljóti að verða það að menn vilji öðruvísi ríkisstjórn heldur en nú er." Um megináherslur flokksins í kosningabaráttunni segir formaður Sjálfstæðisflokksins að þær séu „að þessi þjóð eigi það skilið að hafa það betra og það eru öll skilyrði til þess. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórn- ar að þvælast ekki fyrir í þeim efnum, eins og þessi ríkisstjórn hefur gert." Ljóst er að formaður Sjálfstæð- isflokksins getur ekki stuðst við þá stefnu Sjálfstæð- isflokksins sem landsfundarfulltrúar flokksins sam- þykktu. Tvö mál virðast eiga að leiða Sjálfstæðisflokk- inn í kosningabaráttunni. Að koma ríkisstjórninni frá og kynna nýjan formann. Það er aumt að stærsti flokkur þjóðarinnar geti ekki boðið upp á stefnu til að kjósa um. Þjóðin á að skila auðu. Það er boðskapur Sjálfstæðismanna. Heilagur Georg eg drekinn Nú or „móður allra striða" lokið og mömmu- drengurinn Saddam kominn undir pilsfald móður sinnar, gömlu frú Geggjun. Vinurinn heldur því nefnilega fram að frakar hafi borið sigurorð af bandamönnum i hildarleiknum mikla. En ef marka má upplýsingar bandamanna var ósigur íraka al- ger, af þeirra liði féllu tugir þús- unda, aðeins nokkur hundruð úr sveit fjenda þeirra. Flóabardagi minnir ekki eilítið á „kraftaverkið á degi heilags Krispíns". Sam- kvæmt ekki ómerkari heimild en William Shakespeare féllu aðeins fáein hundruð úr liði Hinriks 5, en um tíu þúsund Frakkar lágu í valn- um daginn þann. Frelsun Kúveits eða Pax Saddama?_______________ En stríð Frakka og Breta á fimm- tándu öld voru barnaleikir miðað við þetta, altént voru hildir þeirra snöggtum vistvænni. Af Persaflóa- stríðinu hafa hlotist skelfileg um- hverfisspjöll og má skrifa þau nán- ast öll á reikning íraka. Skálkurinn Saddam lét hella olíu út í flóann og kvittað svo fyrir sig í Kúveit með því að kveikja í olíubrunnunum. Eftir frelsun Kúveits kom í ljós að allt sem Amnesty hafði sagt um sadisma Saddams var satt. Það er því fram úr hófi ósmekklegt hjá ,,friðarsinnum“ að leggja stríðs- rekstur beggja aðilja að jöfnu. Bandamenn hefðu getað lagt Bagdad í rúst en létu sér nægja að varpa nákvæmnissprengjum. Auðvitað voru þær sprengjur ekki nógu nákvæmar en það er ekki hægt að búa til omelettu nema að brjóta egg. „Friðarsinnar" hér í Noregi hafa sýnt sitt rétta andlit með því að setja kröfuna um heimkvaðningu Bandaríkjahers á oddinn og rétt minnast á hernám íraka í auka- setningum. Þeir hafa heldur ekki mótmælt meðferð íraka á Kúveit- um en velt sér upp úr þeim spjöli- um er loftárásir bandamanna ollu. Kúveitar hafa nefnilega unnið það sér til óhelgi að vera vellauðugir og ríka pakkið er sem frægt er orðið réttdræpt. „Friðarsinnarnir" norsku eru réttnefndir „Saddam- istar", í reynd börðust þeir fyrir „Pax Saddama". Sjúkt hatur þeirra á Bandaríkj- unum fær suma þeirra til að trúa því að Saddam sé brjóstvörn þriðja heimsins í baráttunni við arðræningja úr norðri. En hvernig má það vera að fátæku þjóðirnar velflestar studdu við bakið á Bandaríkjunum í stríðinu. í einn stað hefðu þeir fordæmdu jarðar- innar stórtapað ef vilji Saddams hefði náð fram að ganga. Hann vildi hærra olíuverð gagnstætt Kú- veitum en á slíkri hækkun hefðu fátæku þjóðirnar stórtapað. í ann- an stað hefði innlimun Kúveits gefið öðrum einræðisherrum átyllu til innrása í nágrannaríkin. Þannig hefði sigur Saddams aukið öngþveitið í þriðja heiminum og þótti ýmsum nóg um. Samfélag þjóðanna getur einfaldlega ekki leyft að viðurkennd ríkisheild sé gleypt af öðru ríki. í þessu máli áttu því fátækar og ríkar þjóðir samstöðu, báðir hafa hag af lágu olíuverði og sæmilegu pólitísku jafnvægi. En hefðu bandamenn getað náð sömu markmiðum með viðskipta- banni? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi. En hræddur er ég um að Jórdanir og íranir hefðu ekki reynst bandamönnum tryggir í þeim efnum. Palestínumenn hefðu getað þrýst á Hússein kon- ung um að aflétta banninu og íran- ir hefðu getað þénað stórfé á við- skiptum við sína fornu fjendur. Slíkur gróði hefði orðið Persum mikil freisting því þeir eru nánast á kúpunni eftir stríðið við sína ágætu granna. Drottinn gaf og drottinn tók. En íranir voru ekki eina vanda- málið, það varð að senda her til að verja Saúdí-Arabíu og nærvera hans var ekki trúverðug nema Saddam væri gefinn frestur til að hypja sig heim fyrir ákveðinn tíma. Sankti Georg?_________________ En er Bush svo fullur af mann- elskunnar mjólk að hann megi ekki vatni halda af löngun til að frelsa Kúveita úr klóm drekans? Auðvitað ekki, þótt Saddam sé réttnefndur dreki þá er Georg ekki helgur maður. Það er ekki hægt að útiloka að hann hafi einfaldlega viljað „fæting", til að tryggja sér endurkjör og til að eyða stríðsvél Saddams í eitt skipti fyrir öll. Því hefur verið haldið fram að Banda- ríkin hafi viljað lokka Saddam í gildru, gabba hann inn í Kúveit til að hafa átyllu til að mölva hann mélinu smærra. En þessi tilgáta er svona álíka sennileg og komma- rausið um að hergagnaiðnaðurinn standi á bak við stríðið, fyrir hvor- ugri kenningunni er til nokkuð sem minnir á sannanir. En það veit trúa mín að ekki vantar valdafíkn og tvöfalt siðgæði í borginni við Potomac-fljótið, hvar voru Banda- ríkin þegar Indónesar hernámu Austur-Tímor? Bandaríkjunum til varnar má svo benda á að gagn- stætt Kúveit var Austur-Tímor ekki almennt viðurkennd ríkisheild. En Kanarnir eru hreint engir engl- ar. C.I.A. steypti Mossadeq í íran og átti að líkindum hlut að máli er herinn framdi valdaránið í Chile 1973. Og þær hættur fylgja sigri Bandaríkjanna, fyrst í kalda stríð- inu og nú í heita stríðinu, að Kan- arnir fyllist óþolandi hofmóði og telji sig hafa heilagan rétt til að skipa heimsmálunum eftir eigin höfði. Bandaríkin eru nú langöfl- ugasta ríki á jarðarkringlunni og eins og Acton lávarður segir: „Vald spillir og algert vald spillir algjör- lega.“ tokaord____________________ En því má aldrei, aldrei gleyma að-Bandaríkin frelsuðu Kúveita frá kúgun sem var skelfilegri en orð fá lýst. Og ef eitthvert réttlæti er til þá munu sögubækur framtíðar- innar segja um gagnsókn banda- manna það sama og var sagt um frækilega vörn Breta gegn loft- árásum Hitlers: „That was their finest hour." Stefán Snævarr skrifar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.