Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 5

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 5
Þriðjudagur 19. mars 1991 5 Sjálfstætt fpumkvsði í utaiNíkis- málum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra í opinskáu viötali um sjálfstœtt frumkvœdi íslendinga í utanríkis- málum, Litháen-málid, diplómatískar deilur vid Sovét- ríkin, afvopnun á höfunum, afnám einkaleyfa SÍF, yfir- töku ríkisins á Adalverktökum, adlögun Islands aö nýrri Evrópu og opnun íslensks samfélags. VIÐTAL: INGÓLFUR MARGEIRSSON Utonrikisstefnn______________ okknr byggist á______________ tryggingarpólitik____________ — I þinni tíd sem utanríkisráö- herra hefur borid á hugmyndum og geröum sem teljast ekki til hefd- bundinna þátta íslenskra utanríkis- mála. Hér er m.a. vitnaö til stefnu ís- lands í málefnum Eystrasaltsland- anna, baráttu fyrir afvopnun á höf- unum, opnun á utanríkisverslun o.fl. Hefur þú sem utanríkisráöherra lagt áherslu á nýja utanríkisstefnu — sjálfstœtt frumkvædi íslendinga í utanríkismálum? „Grunnlínupunktarnir — svo að ég vísi til landhelgismáisins — í stefnu lýðveldisins’ í öryggis- og varnarmálum voru dregnir á árun- um eftir strið. Með fráhvarfi frá hlut- leysi, aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningn- um við Bandaríkin skipaði ísland sér með afdráttarlausum hætti í sveit með vestrænum lýðræðisríkj- um. Utanríkispólitík er stundum líkt við það að taka út tryggingu gagn- vart ófyrirséðu hættuástandi, sem kann að skapast. >að er ráðlegt að hafa brunatrygginguna í lagi jafnvel þótt brunavarnir — vinsamleg sam- skipti þjóða — séu í lagi. Þessi stefna byggðist á raunsæju mati á mörgum þáttum. Sögulega séð endurspeglar hún beiska reynslu hlutlausra smá- þjóða á millistríðs-og heimsstyrjald- arárunum, frámmi fyrir hernaðarof- beldi nasismans. Hún lýsir einnig raunsæju mati á stöðu vopnalausrar smáþjóðar, sem byggir land á ein- hverju hernaðarlega mikilvægasta svæði heims. Hún var skynsamleg tryggingarpólitík gagnvart ófyrir- sjáanlegum háska, sem gat borið að höndum fyrirvaralaust, á viðsjár- verðum tímum hins kalda stríðs. Þessi utanríkisstefna hefur reynst íslendingum haldgóð og farsæl. Ég hef í engu hvikað frá meginforsend- um hennar. Þvert á móti hef ég lagt metnað minn í að rödd okkar hljóm- aði skýrt og með jákvæðum hætti í samstarfinu innan Atlantshafs- bandalagsins. Íslenskt frumkvæði Hitt er rétt að ég hef breytt áhersl- um í ýmsum málum við útfærslu stefnunnar og ekki hikað við að taka frumkvæði í mikilsverðum málum eins og þú nefnir dæmi um. Það endurspeglar að sumu leyti sér- íslenska hagsmuni eins og t.d. varð- andi máiflutning okkar og tillögu- gerð innan Atlantshafsbandalags- ins um nauðsyn afvopnunar á höf- unum. Að öðru leyti endurspegla þessar breyttu áherslur stefnu og baráttumál okkar jafnaðarmanna eins og t.d. varðandi aukið frjáls- ræði í utanríkisverslun og endur- skipulagningu Aðalverktaka. Ein- læg samstaða okkar með sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsþjóða lýsir vilja okkar til að sýna samstöðu með öðr- um smáþjóðum, sem risaveldi og stórþjóðir vilja helst fá að gleyma í friði og hins vegar viðbrögðum okk- ar við breyttri heimsmynd m.ö.o. sú afstaða er tímabær nú, en hefði ver- ið óframkvæmanleg fyrir nokkrum árum. Sú breyting, sem varð á verka- skiptingu innan stjórnarráðsins 1987, að utanríkisverslunin færðist frá viðskiptaráðuneyti til utanríkis- ráðuneytis, breytti eðli og inntaki ut- anríkisþjónustunnar og mun gera svo i vaxandi mæli á næstu árum. ís- lendingar lifa nefnilega á utanrikis- verslun. í þeim skilningi er utanrík- isráðuneytið orðið eitt þýðingar- mesta atvinnumálaráðuneytið í stjórnkerfinu. Forveri minn í starfi mun hafa kallað utanríkisráðuneyt- ið fílabeinsturn. Oft hafa menn haft á orði að stjórnmálamenn í starfi ut- anríkisráðherra nánast hverfi af vettvangi innanlandsmála — inn í fílabeinsturninn. En ekki lengur. Ut- anríkisverslunin tryggir jarðsam- bandið. Samningar okkar við Evr- ópubandalagið verða stærsta ein- stakt viðfangsefni íslenskra stjórn- mála og Alþingis á næsta kjörtíma- bili. Breytingar á utanríkisverslun og markaðsmálum, ekki síst sjávar- útvegsins, verða einnig fyrirferðar- mikil. Utanríkisráðherra býr því Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: „Skrefið verður stigið til fulls: ísland mun viðurkenna sjálfstæði og full- veldi Litháens og stofna til formlegs stjórnmálasambands. Það er hins vegar samkomulag milli okkar og Litháens um að gagnkvæm skipti á sendimönnum geti beðið." ekki framar í fílabeinsturni heldur í hringiðu stjórnmálabaráttunnar miðri. Þessi breyting hefur orðið á þeim skamma tíma sem ég hef gegnt starfi utannkisráðherra. Síð- an bætist við sú staðreynd að ég hef gegnt þessu starfi á sögulegu breyt- ingaskeiði, þegar við höfum staðið frammi fyrir og orðið að taka af- stöðu til róttækustu breytinga, sem orðið hafa í alþjóðamálum, á tíma- bilinu eftir stríð: Þar á ég að sjálf- sögðu við hrun heimskommúnism- ans, lýðræðisbyltinguna í Austur- Evrópu og viðleitni manna til þess að koma á nýju öryggiskerfi í Evr- ópu. I samanburði við þessi stóru mál hverfa flest önnur í skuggann." Enginn er eylnnd — Nú erlsland eins og þú segir ad- ili að Atlantshafsbandalaginu, eitt af EFTA-löndunum, og tilheyrir Noröurlöndum. ísland er þar ad auki í föstum samskiptum og vid- skiptatengslum vid fjölda ríkja og þjóöa. Eru hagsmunatengsl Islands viö ofangreind samtök og þjóöir ekki svo fast mótuö af heföum og samskiptum aö erfitt er fyrir fslend- inga aö tala um „sjálfstœöa utanrík- isstefnu"? „Það er mikið til í þessu. Lítum á landakortið. Af því getum við lesið margt um það, hvað er ákvarðandi fyrir utanríkisstefnu okkar þjóðar og samskipti við aðrar þjóðir. Hnatt- staða landsins, sögulegur og menn- ingarlegur uppruni þjóðarinnar, viðskiptatengsl okkar við grann- þjóðir, sú staðreynd að ísland er eins og „fljótandi flugmóðurskip" á þeirri siglingaleið, sem kölluð hefur verið lífæð Atlantshafsbandalagsins og tengir saman þjóðir Evrópu og Ameríku og Atlantshafsbandalagið dregur nafn sitt af. Þessum stað- reyndum verður ekki breytt, hvern- ig svo sem allt veltist í veröldinni og hvaða stjórnmálaflokkar og menn eru við völd hér innanlands hverju sinni. Að vísu er til í dæminu að inn í stjórnarráðið slysist einhverjir óvit- ar sem vildu rjúfa tengsl íslands við bandalagsþjóðir og skipa því á bekk með þriðjaheims löndum, en þeir myndu trúlega fljótlega reka sig á veggi veruleikans og hafa verra af. En að þessu sögðu er auðvitað verulegt svigrúm til að móta og þróa sjálfstæða utanríkisstefnu sem endurspeglar séríslenska hagsmuni. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að væri ísland hlutlaust ríki, ein- angrað og utangarðs frá samtökum grannþjóða, þá værum við ekki ein- asta áhrifaminni heldur beinlínis ósjálfstæðari í mótun utanríkis- stefnu okkar. Aðrar þjóðir þyrftu ekki að taka tillit til okkar. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu alveg sérstaklega hefur styrkt sjálf- stæði íslands með eftirtektarverð- um hætti. Tökum dæmi: Það var að- ild okkar að Atlantshafsbandalag- inu og nauðsyn forysturíkja Atlants- hafsbandalagsins að taka tillit til ís- Iands af þeim sökum, sem að lokum tryggði okkur sigur í landhelgisdeil- unni, stærsta hagsmunamáli ís- lensku þjóðarinnar eftir stríð. Sú staðreynd að við erum ein af banda- lagsþjóðunum og getum látið rödd okkar heyrast á þeim vettvangi, veldur því að taka verður tillit til málflutnings okkar og tillagna varð- andi nauðsyn traustvekjandi að- gerða og að lokum afvopnunar- samninga á höfunum. Ella þyrfti enginn að hlusta á okkur. Það er innan Atlantshafsbandalagsins, sem okkur hefur orðið best ágengt í því að tala máli Eystrasaltsþjóð- anna og knýja lýðræðisríkin í Vest- ur-Evrópu til að standa frammi fyrir óþægilegum spurningum um rétt þessara þjóða til að fá leiðréttingu sinna mála, ekki síður en t.d. Þjóð- verja, sem nutu öflugs stuðnings bandalagsþjóða sinna við að knýja fram sameiningu Þýskalands og við- urkenningu Sovétríkjanna á áfram- haldandi aðild Þjóðverja að Atlants- hafsbandalaginu. Sama máli gegnir um aðild okkar að EFTA. Á því leik- ur enginn vafi að aðild okkar í því fríverslunarsamstarfi hefur styrkt stöðu okkar mjög í samskiptum við Evrópubandalagið. Á því leikur heldur enginn vafi að að aðild okkar að Norðurlandaráði og náið samstarf við aðrar þjóðir Norðurlanda styrkir mjög stöðu Is- lands á alþjóðavettvangi. Þar sem Norðurlöndin koma fram sem ein heild er meira tillit til þeirra tekið en hvers og eins. Allt ber þetta að sama brunni. Enginn er eyland — m.a.s. ekki við, eyþjóðin í miðju Atlantshafi. Ekkert ríki hefur óskorað fuliveldi, í þeim skilningi að það geti farið sínu fram, án tillits til annarra. M.a.s. Bandarík- in hlusta, ráðgast við og taka tillit til sjónarmiða bandalagsþjóða eftir því sem unnt er. Öflugur stuðningur okkar við málstað Eystrasaltsþjóð- anna, í sjálfstæðisbaráttu þeirra, er dæmi um að smáþjóð, sem á aðild að öflugum alþjóðasamtökum, get- ur látið rödd sína heyrast og smám saman haft áhrif á afstöðu annarra og voldugri ríkja. Fyrst eftir sjálf- stæðisyfirlýsingu Litháens vorum við aðeins tveir utanríkisráðherrar Vestur-Evrópuríkja, Uffe Ellemann- Jensen og ég, sem tókum upp mál þeirra í öllum þeim alþjóðasamtök- um, þar sem við áttum aðild: I Evr- ópuráðinu, innan Atlantshafs- bandalagsins, innan Ráðstefnunnar um samvinnu og öryggi í Evrópu (RÖSE) og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Danir hafa auk þess get- að gert það innan Evrópubanda- lagsins. Smám saman hefur dropinn holað steininn. Aðrir hafa hlustað, metið okkar málflutning og rök- semdir og afstaða þeirra hefur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.