Alþýðublaðið - 19.03.1991, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 19. mars 1991 breyst. Aðildin að Atlantshafs- bandalaginu er lykilatriði í þessu máli. Hinar pólitísku viðræður, sem þar fara fram, hreinskilnislega og hispurslaust, fyrir luktum dyrum eru trúlega áhrifamesti vettvangur- inn sem við eigum aðild að. Þau per- sónulegu kynni sem þar takast milli manna geta á úrslitastundum orðið lykillinn að lausn vandamála. Það er þess vegna engin tilviljun að ég lít á sjálfan mig spm einn dyggasta stuðningsmann aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu meðal is- lenskra stjórnmálamanna. Sú um- deilda ákvörðun stjórnmálaieiðtoga okkar frá fyrri tíð, þeirra Bjarna Benediktssonar, Emils, Eysteins o.fl., að ísland gerðist aðili að Atl- antshafsbandalaginu, er einhver sú giftudrýgsta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskum utanríkis- málum." Mólefni________________________ Eystrasqltsríkiqnnq eru ekki innqnríkismál____________ Sovétrikjanna — Heimsókn þín nýverid til Eystrasaltslandanna og yfirlýsingar um hugsanlega viðurkenningu ís- lands á sjálfstœdi og fullveldi Eystrasaltsríkja var gagnrýnd hard- lega af Sovétmönnum og talad um afskipti af innanríkismálum Sovét- ríkjanna. Eru málefni Eystrasalts- ríkjanna innanríkismál Sovétríkj- anna? „Svarið er nei, ef þú lítur á málið út frá sögulegum staðreyndum og grundvallarreglum þjóðarréttar. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár endur- heimtu sjálfstæði sitt við lok fyrri heimsstyrjaldar á sama tíma og ís- lendingar. Sjálfstæði þeirra og full- veldi var viðurkennt af Sovétríkjun- um og staðfest í sérstökum samning- um. Hernám þeirra og innlimun í Sovétrikin var framkvæmt með hernaðarofbeldi. Lýðræðisbyltingin í Austur-Evrópu, sameining Þýska- lands og tilraunir til að koma á nýju öryggiskerfi í Evrópu, sem byggist á grundvallarreglum þjóðarréttar, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða, almennum mannréttindum og grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis — allt lýsir þetta viðleitni til að uppræta afleiðingar ofbeldis- verka á tímum seinni heimsstyrjald- arinnar og koma samskiptum Evr- ópuríkja á annan grundvöll. Þetta hefur að vissu marki tekist, að öðru leyti en því, að enn hefur ekki verið samið um að Eystrasalts- þjóðirnar endurheimti sjálfstæði sitt. Til þess eiga þau allan rétt, sam- kvæmt þjóðarrétti. lnnlimun þeirra í Sovétríkin var á sínum tíma rétt- lætt í skjóli samninga Hitlers og Stal- ins um áhrifasvæði í Austur-Evrópu, með svokölluðum Molotov-Ribben- trop-samningi og þeim leyniskjöl- um, sem honum fylgdu og nýlega hafa verið birt. Sovéska þingið sam- þykkti þann 24. desember 1989 að þessir samningar væru ólöglegir og marklausir frá upphafi. Þau rök að sjálfstæðar ríkisstjórnir hafi óskað eftir inngöngu i Sovétsamveldið eru falsrök. Löndin voru hernumin; kosningarnar voru ólöglegar; um- ræddar ríkisstjórnir voru lepp- stjórnir í skjóli erlends hervalds, þar var ekki farið að ákvæðum stjórnar- skrár í löndunum þremur. Að því er okkur varðar íslendinga þá viðurkenndum við þessi ríki sem sjálfstæð ríki á sínum tíma og gerð- um við þau viðskiptasamninga. Af- staða okkar er þessi: Við höfum aldrei viðurkennt lögmæti hernáms og innlimunar; við höfum aldrei dregið viðurkenningu okkar til baka; við höfum áréttað að viður- kenningin frá 1922 sé enn í fullu gildi. M.ö.o. það þarf ekki að koma á óvart að við höfum aldrei viður- kennt að hér sé um sovéskt innan- ríkismál að ræða. Við erum ekki einir um þessa afstöðu. Þetta er í grundvallaratriðum afstaða flestra vestrænna ríkisstjórna, ekki síst þeirra, sem aðild áttu að þjóða- bandalaginu gamla, þar sem Eystra- saltsþjóðirnar voru aðilar. Það er grundvallarregla í þjóðar- rétti að landvinningar, sem fengnir eru með hernaðarofbeldi, eru ólög- legir og skapa engan rétt. Það er rangtúikun á Helsinki-lokaskjalinu að undirskrift vestrænna ríkja undir ákvæði þess skjals hafi falið í sér viðurkenningu á ólögmætum landamærum eða brot á þeirri meg- inreglu þjóðarréttar, að ofbeldi skapar ekki rétt.“ — Sovétmenn hafa m.a. svarad afskiptum íslendinga af málefnum Eystrasaltsríkjanna með því að kalla sendiherra sinn heim til Moskvu. Er kalt stríð skollið á milli íslands og Sovétríkjanna? „Nei, við höfum ekki gefið neitt tilefni til þess. Ályktun Alþingis um að koma á formlegu stjórnmálasam- bandi við Litháen svo fljótt sem unnt er byggðist á ákveðnum fors- endum. í fyrsta lagi var á það lögð áhersla að málstaður okkar og rök- stuðningur yrði rækilega kynntur bandalagsþjóðum okkar innan Atl- antshafsbandalagsins og utanríkis- ráðuneytum annarra Norðurlanda. Hins vegar var ákveðið að óska eftir fundi með utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna eða hverjum þeim öðrum sem hann tilnefndi til þess að skýra rækilega rökstuðning íslendinga í þessu máli. Við höfum gefið kost á þremur dagsetningum í þessum mánuði til þeirra funda. Sovétmenn hafa hins vegar ekki gefið kost á því þar til nú nýlega er þeir boðuðu að sendiherrann sneri aftur á sinn póst. Ég geri ráð fyrir að við munum koma greinargerðum okkar á fram- færi við sovésk stjórnvöld fyrir milli- göngu sovéska sendiherrans í ' Reykjavík. Við skulum hafa í huga að það er stigsmunur en ekki eðlis á afstöðu okkar annars vegar og flestra ann- arra lýðræðisríkja á Vesturlöndum til sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- þjóðanna. Það er sameiginleg af- staða flestra vestrænna ríkja að þau viðurkenndu sjálfstæði Eystrasalts- ríkja á sínum tíma, hafa aldrei viður- kennt hernám þeirra og innlimun í Sovétríkin sem lögmæta aðgerð og hafa lýst því yfir að viðurkenningin sé enn í fullu gildi. Lokaskrefið, að taka upp formlegt stjórnmálasam- band, er aðeins rökrétt niðurstaða þessarar afstöðu. Það eru ekki hald- bær rök að bera því við að þetta sé ekki framkvæmanlegt þar sem löndin eru hersetin. Noregur og Danmörk, svo ég taki dæmi, voru hersetin á stríðsárunum af Þjóðverj- um. Það hvarflaði ekki að neinu vestrænu ríki að afturkalla viður- kenningu og stjórnmálasamband við þau ríki. Eða eigum við að nefna dæmið um Kúveit? Þannig mætti tína til fjöldamargar hliðstæður sögulega séð. Eða hvað vilja menn segja um afstöðu rússneska lýðveid- isins undir forystu Jeltsíns? Það hef- ur gert gagnkvæma samninga við Eystrasaltslöndin sem fela i sér gagnkvæma viðurkenningu þar sem boðað er að löndin muni skipt- ast á sendifulltrúum fyrir nú utan að það má lita á þessa samninga sem eins konar varnarbandalag. Þessi dæmi sýna að íslendingar eru eng- an veginn einir á báti um að viður- kenna rétt Eystrasaltsþjóðanna til sjálfstæðis með þjóðréttarlegum rökum. Það er því ekkert sérstakt tilefni til fjandskapar við ísland af þessu tilefni." Saiwkomulag um að_________ bidq mod »klpti___________ q sowdimönnum_____________ — Enn hefur Island ekki viöur- kennt sjálfstœði og fullveldi Lithá- ens né stofnað til formlegs stjórn- málasambands, þrátt fyrir yfirlýs- ingar í þá veru. Verður skrefið ekki stigið til fulls? „Skrefið verður stigið til fulls! Með ályktun Alþingis var sjálfstæð- isviðurkenningin frá 1922 formlega áréttuð og staðfest. Undirritun sam- komulags eða nótuskipti tii staðfest- ingar því að formlegt stjórnmála- samband hafi verið tekið upp á ný er hins vegar ekki lokið. Við höfum beðið með það þar til fullnægt er forsendum ályktunar Alþingis, þ.e. að sjónarmið og rökstuðningur okk- ar Islendinga hafi verið ræddur og skýrður gagnvart sovéskum stjórn- völdum svo sem ráð er fyrir gert samkvæmt samskiptareglum RÓSE. Því er svo við að bæta að forsætis- og utanríkisráðherrar Eistlands, þeir Savisaar og Meri, sem hingað komu í opinbera heimsókn óskuðu sérstaklega eftir því að íslendingar endurtækju tilboð sitt um að gegna einhvers konar milligönguhlutverki til þess að greiða fyrir beinum samningaviðræðum milli ríkis- stjórna Eystrasaltsríkjanna og Sov- étstjórnarinnar. íslenska ríkisstjórn- in varð við þeirri ósk. Við bíðum enn eftir því að ríkisstjórnir Eystra- saltsríkjanna staðfesti það með formlegum hætti að þau standi sam- eiginlega að þessari ósk. Þegar sú niðurstaða er fengin er gert ráð fyrir því að efnt verði til fyrsta fundar um málið í Reykjavík. Niðurstöðum þess fundar yrði síðan komið á framfæri við Sovétstjórnina. Verði þessu tilboði hafnað, nær það ekki lengra. En báðum aðilum kom sam- an um að láta á þetta reyna, bíða niðurstöðu í þessu máli, áður en skrefið yrði stigið til fulls og form- legu stjórnmálasambandi komið á við Litháen. Sá misskilningur er útbreiddur að formlegt stjórnmálasamband þýði sjálfkrafa skipti á diplómatískum sendimönnum. Það er ekki svo. ís- lendingar hafa formlegt stjórnmála- samband við u.þ.b. 80 ríki en við höldum úti sendiráðum hjá aðeins 12 þeirra. Svo ég nefni dæmi þá hafa Finnar opnað sendiráð í Reykjavík og lengi vænst þess að það yrði gagnkvæmt með því að íslendingar stofnsettu sendiráð í Helsinki. Við höfum ekki treyst okkur til þess enn sem komið er af fjárhagsástæðum. Það má skipta þessum samskiptum í þrjá áfanga: í fyrsta lagi væri póli- tísk viðurkenning á sjálfstæði ríkja; í annan stað formlegt stjórnmála- samband. I þriðja lagi samkomulag um að skiptast á sendimönnum með gagnkvæmum hætti. Fyrsta atriðið er frágengið, Alþingi hefur ítrekað viðurkenningu á sjálfstæði Lithá- ens. Annað stigið, formlegt stjórn- málasamband, er forsenda þess að skipst sé á sendimönnum en það þarf ekki að gerast sjálfkrafa. Það er unnið að því að koma á formlegu stjórnmálasambandi eftir tímaáætl- un sem báðir aðilar eru sammála um. Samkomulag er um, milli okkar og stjórnvalda í Litháen, að þriðja stigið, gagnkvæm skipti á sendimönnum, geti beðið. Um það þarf alla vega að gera sérstakt samkomulag." Tvö qðskiliw wtal______________ — Island hefur lengi átt mikilvœg viðskipti við Sovétríkin. Er veriö að stofna þessum þýðingarmiklu við- skiptum í hœttu með ótímabœrum yfirlýsingum sem ekki hefur verið staðið við? Nei, það er alveg á hreinu að þetta eru tvö aðskilin mál. Því til sönnun- ar getum við tekið dæmi af Finnum. Allir vita að Finnar hafa haft náin og vinsamleg samskipti við sovésk stjórnvöld á eftirstríðstímanum. Það er svæða-pólitísk grundvallarstærð í finnskri utanríkisstefnu. Finnar hafa farið mjög varlega í öllum yfir- lýsingum um stuðning við sjálfstæð- ishreyfingar í Eystrasaltslöndunum. Hins vegar er ekkert launungarmál að Finnar hafa reynst grannþjóðum sínum vinir í raun, ekki síst Eistum, með dyggilegum praktískum stuðn- ingi. Sovésk stjórnvöld hafa ekkert út á afstöðu finnskra stjórnvalda að setja, þvert á móti talið þau vera til fyrirmyndar um jákvæð samskipti. Éngu að síður er viðskiptasamband Finna og Sovétríkjanna í djúpri kreppu. Á einu ári hefur hlutfall Sovétviðskipta í finnskri utanríkis- verslun hrunið úr fjórðungi niður fyrir 10%. Sovétmenn hafa ekki get- að staðið við viðskiptaskuldbind- ingar sínar gagnvart Finnum og greiðsluerfiðleikar eru miklir. Fjöldi fyrirtækja í Finnlandi hefur af þess- um sökum orðið gjaldþrota og tugir þúsunda misst atvinnu. Þetta sannar að hér er um tvö að- skilin mál að ræða. Sama máli gegn- ir um okkur. Við höfum í meira en eitt ár reynt að fá samkomulag um nýjan fimm ára viðskiptasamning við sovésk stjórnvöld, án árangurs. Þessir erfiðleikar höfðu staðið lengi áður en Sovétstjórnin hafði nokkra átyllu til þess að lýsa vanþóknun sinni á íslenskri utanríkispólitík. Staðreyndin er sú að erfiðleikar í viðskiptum okkar við Sovétstjórn- ina eiga sér viðskiptalegar skýring- ar og þarfnast ekki annarra skýr- inga.“ — / þinni tíð sem utanríkisráð- herra hafa verið veitt útflutnings- leyfi utan ramma útflutningsleyfa heildarsamtakanna. Er verið að Jón Baldvin með Franz Andriessen, varaforseta Evrópu- bandalagsins: „Ad loknum ráðsfundi EB í fyrri viku, svaradi Andriessen frétta- mönnum á þá leið, að EB myndi halda til streitu kröfum sínum um veiðiheimildir í staðinn fyrir tolla- ívilnanir — hugsan- lega með undantekn- ingunni Islandi.“ binda enda á einokun SÍFog SH eða hafa þessi leyfi aðeins verið tíma- bundið fráhvarf frá fyrri stefnu í út- flutningsleyfum ? „Hér er ekki um að ræða tíma- bundið fráhvarf frá fyrri stefnu held- ur stefnumörkun til framtíðar. Að hluta er hér um að ræða eðlilegan aðdraganda að þeim breytingum sem verða á utanríkisverslun okkar með aðild að Evrópsku efnahags- svæði. Eitt meginmarkmið okkar í þeim samningum er að tryggja toll- frjálsan aðgang sjávarafurða að þessum helstu mörkuðum okkar, þ.e. að sjávarafurðir verði með- höndlaðar eins og iðnaðarvörur og þjónusta á grundvelli fríverslunar. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Takist okkur að ná þessum markmiðum getum við ekki jafn- framt viðhaldið ríkisverndaðri ein- okun í útflutningi í formi magntak- markana eða kvóta. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, rauf haustið 1987 einokun SH á freðfiskmörkuðum í Bandaríkjun- um. Ég hef tilkynnt forsvarsmönn- um SIF að ég stefni að afnámi á einkaleyfi þeirra til útflutnings á saltfiski í tengslum við samningana um aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Þeim beri að líta svo á að þeir séu nú á aðlögunar- tíma. I millitíðinni höfum við veitt framleiðendum og aðilum utan SÍF nokkur leyfi, í undantekningartil- vikum. Það gerðum við til þess að veita SÍF aðhald. Það eitt út af fyrir sig hefur borið mikinn árangur og bætt mjög hag einstakra framleið- enda innan SIF, t.d. með því að greiðslum fyrir útflutningsafurðir hefur verið mjög hraðað. Greiðslu- fresturinn hefur styst úr mörgum mánuðum niður í fáeina daga. Það er mikill misskilningur að af- nám einkaleyfis SÍF sé einhver æv- intýramennska sem muni veikja stórlega samningsstöðu íslenskra aðila til þess að halda góðu verði á grundvelli góðra gæða. SÍF hefur notið einokunaraðstöðunnar ára- tugum saman. Það hefur því mikið forskot umfram alla aðra aðila. Að sjálfsögðu mun SÍF halda áfram sem langsamlega öflugasta útflutnings- fyrirtækið í þessari grein. Aðrir aðil- ar, sem vilja fá að spreyta sig, munu verða að uppfylla ströng skilyrði um reynslu, fjárhagslega getu, verð, gæði o.s.frv. Það stendur m.ö.o. ekki til að hleypa neinum ævintýra- mönnum lausum er geti orðið til að spilla áliti og gæðum eða sam- keppnisstöðu íslensks útflutnings. Én hér kemur fleira til. Útflutn- ingsverslun er nefnilega þýðingar- mesti atvinnuvegur íslendinga. Það er ekki nóg að veiða fisk og vinna hann einhvern veginn. Við þurfum að vinna okkur sess á neytenda- mörkuðum erlendis sem framleið- endur hágæðavöru. Tilgangurinn er sá að hámarka það vinnsluvirði sem eftir verður í höndum íslenskra fyrirtækja. Skammtímahagsmunir útgerðar, sem vill nota tækifærið og flytja sem mest út af óunnum fiski á uppboðsmarkaði erlendis, sem að stærstum hluta fer í framhalds- vinnslu í fiskvinnslufyrirtækjum keppinauta okkar, geta einatt rekist á langtím^markmið um vöruþróun og þjóðhágsleg markmið um há- mörkun vinnsluvirðis. Þetta nefni ég til dæmis um að það er röng af- staða í grundvallaratriðum, að í þessum efnum eigi svokallaðir „hagsmunaaðilar" að vera einráðir um stefnu og þróun. Það sem er gott fyrir General Motors er ekki ævin- lega gott fyrir Bandaríkin. Það sem er gott fyrir LÍÚ er ekki endilega ævinlega gott fyrir landið þegar til lengri tíma er litð. Tollfrjáls aðgangur fyrir fiskafurð- ir að Evrópumörkuðum mun ger- breyta starfsskilyrðum innlendrar fiskvinnslu. Þar með hefðu skapast skilyrði til að stíga stórt skref fram á við. Að byggja hér upp matvælaiðn- að sem hefur það að markmiði að koma tilbúnum réttum endanlega á borð neytandans undir íslenskum vörumerkjum þannig að neytand- inn þekki vörumerkið og sé tilbúinn að greiða hærra verð fyrir gæða- vöru en einhvern „ótiltekinn fisk“ sem enginn veit hvaðan kemur. Olía er bara olía, en Porche er annað en freðmýra-Benz. Við hljótum að stefna að því að koma hágæðamat- vöru undir eigin vörumerkjum á borð neytandans. Baccalao Islandia á að vera herramannsmatur sem vandfýsnir neytendur eru tilbúnir að borga meira fyrir en hvurn ann- an saltfisk. Almewwqr reglur i stad skömmtuwarkontórq Sjávarútvegsráðuneytið og utan- ríkisráðuneytið þurfa að komast að sameiginlegum niðurstöðum um markmið og leiðir í þessum efnum; reka sameiginlega markaðspólitík. Hér hafa verið uppi að undanförnu ólík sjónarmið sem þarf að ræða til botns og leiða til lykta. Ég hef t.d. enga trú á því að skömmtunarkerfi við útflutning á óunnum fiski, eins og Aflamiðlun, verði á vetur setj- andi. Það má búa við þetta sem bráðabirgðaráðstöfun til skamms tíma, eins konar neyðarúrræði. Ég hef verið þeirrar skoðunar að þessu ætti að stjórna með almennum regl- um fremur en skömmtunarkontór. Þannig að allir kvótahafar í núver- andi kvótakerfi hafi heimild til að flytja út óunninn fisk að tilteknum hluta og að þeir hlutir yrðu framselj- anlegir. Þetta væri gert til þess að Stefwi oö qfwáwii eiwkaleyffa SlF

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.