Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 9

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Síða 9
Þriðjudagur 19. mars 1991 9 Árni Gunnarsson alþingismadur um Eystrasaltsríkin og umheiminn VESTURVELDIN SKAMMAST SÍN Árni Gunnarsson þingmaður segir við Alþýðublaðið, að Vesturveldin hafi kosið að gleyma Eystrasaltsríkjun- um þegar Vesturveldin og Sovétríkin sömdu um skipt- ingu Evrópu að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Hin dræmu viðbrögð vestrænna þjóða við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna megi rekja til þessa. „Ég held viðbrögð vestrænna ríkja byggist á því að þau skammist sín. Þau glíma við samviskubit þjóða sem hafa látið það yfir sig ganga að þessar þrjár þjóðir hafa orðið að lúta yfirráðum Sovétríkjanna án þess að við hreyfðum hönd eða fót. Og allt byggist þetta á því að menn þorðu ekki að hrófla við því jafnvægi sem menn héldu að yrði til lengri tíma hin formlega skipan mála,“ segir Árni Gunnarsson alþingismaður. VIÐTAL: BJÖRN HAFBERG Árni Gunnarsson alþingismaður: „íslendingar hafa sýnt djörfung og dug í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Við megum aldrei gteyma því að stuðningurinn sem við höfum veitt þessum þjóðum er þeim ómetanlegur. Þetta fólk er að berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæöi. Við höfum ekki bara pólitískar skyldur gagnvart þessum þjóðum heldur einnig siðferðislegar skyldur." íslendingar hafa undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra sýnt frumkvæði á al- þjóðavettvangi í stuðningi við bar- áttu Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálf- stæði. Þingmenn flokksins hafa á vett- vangi Evrópuráðsins og víðar verið helstu málsvarar þjóðanna við Eystrasalt. Árni Gunnarsson alþingismaður hefur kynnt sé sérstaklega stöðu mála í Eystrasaltsríkjunum og fór m.a. í heimsókn til Litháen þegar rósturnar stóðu þar sem hæst í febrúar. Alþýðublaðið ræddi við Árna um málefni Eystrasaltsríkja og afstöðu Vesturvelda til þeirra. ,,í hugum margra eru löndin við Eystrasalt skoðuð sem ein heild, það er kannski ekki nema eðlilegt því þessi lönd hafa á síðustu árum ekki verið mikið í sviðsljósinu," seg- ir Árni. „Evrópuþjóðirnar hafa nán- ast þagað þessi lönd í hel með því að gera engar eða litlar athugasemdir við innlimun þeirra í Sovétríkin. En þessar þjóðir hafa allar sína sjálf- stæðu sögu, menningu og tungu- mál.“ Litháen: Frá frelsi til einræðis „Litháar hafa í gegnum tíðina tengst nokkuð náið bæði Þjóðverj- um og Pólverjum, og ef litið er aftur til aldamóta þá var Litháep innlim- að í Rússland eftir skiptingu Pól- lands árið 1895. Og ef við förum hratt yfir sögu þá lýstu Litháar yfir sjálfstæðu lýðveldi árið 1918. Lithá- en var sjálfstætt lýðveldi til 1940 þegar Sovétmenn innlimuðu ríkið. Litháar voru hersetnir af Þjóðverj- um sem unnu þar mikil grimmdar- verk, útrýmdu m.a. gyðingum að mestu. Sovétmenn endurheimtu síðan Litháen og herleiddu þeir þá yfir 145 þúsund Litháa til afskekktra staða í Sovétríkjunum. Á síðustu árum hefur svo lítið far- ið fyrir Litháum á alþjóðavettvangi, en eftir að Gorbatsjov komst til valda 1985 hefur sjálfstæðishreyf- ingum í landinu vaxið fiskur um hrygg. Litháar fengu sjálfsstjórn í efnahagsmálum um áramótin 1989—1990. í kjölfar kosninga í landinu árið 1990 komst Landsberg- is til valda og Litháar lýstu yfir sjálf- stæði í óþökk Moskvustjórnarinnar sem þá greip til efnahagsþvingana." Lettland: Saga baráttu fyrir frelsi „Saga Lettlands frá aldamótum er saga mikillar baráttu smáþjóðar fyr- ir frelsi. Þeir eiga ekki ólíka sögu og Litháar, tímabil sjálfstæðis og her- setu. Sovétmenn innlimuðu Lett- land sem Sovétlýðveldi 1940 og her- leiddu á milli 30 og 40 þúsund Letta til Rússlands. Lettland var hersetið af Þjóðverjum en í lok stríðsins end- urheimtu Sovétmenn landið. Lett- neskir skæruliðar héldu uppi bar- áttu í nokkur ár en Rússar náðu smátt og smátt að yfirbuga nær alla andspyrnu. Frá stríðslokum hefur fjöldi Rússa flust til Lettlands og eru Rússar nú meira en helmingur landsmanna. Frá því 1985 hafa Lettar haldið uppi kröfum um sjálfsstjórn og um áramótin 1989—1990 fengu þeir sjálfsstjórn í efnahagsmálum og í maí sama ár gáfu þeir út sjálfstæðis- yfirlýsingu." Eistland:____________________ Sjálfssljórn og kúgun „Um Eistland má að nokkru segja það sama og um sögu hinna land- anna tveggja, þar skiptast á tímabil sjálfstjórnar og kúgunar. Eftir rúss- nesku byltinguna 1917 var Eistland lýst sjálfstætt ríki og í stríði 1918—1920 tókst Eistlendingum að verjast yfirráðum Sovétmanna. Sov- étmenn innlimuðu svo ríkið í Sovét- ríkin 1940 og 60 þúsund Eistlend- ingar voru herleiddir til Sovétríkj- anna. í seinni heimsstyrjöldina her- námu Þjóðverjar landið, en Sovét- menn unnu það af tur, og síðan hefur fjöldi Rússa flust þangað. Upp úr 1985 fóru Eistlendingar að krefjast sjálfstjórnar og árið 1989 var eist- neska lögleidd sem opinbert mál. Árið 1989 fengu svo Eistlendingar sjálfsstjórn í efnahagsmálum og jafnframt sleit Kommúnistaflokkur- inn tengsl sín við yfirvöld í Moskvu. 1 framhaldi af því hafa farið fram viðræður um framtíðarform á sam- skiptum þjóðanna." Valdnidslq og kúgun__________ — Sýnist þér að þessar þjóðir hafi náð að halda menningarlegum ein- kennum sínum þrátt fyrir áralanga kúgun Sovétmanna? „Þrátt fyrir gífurlegan brottflutn- ing framámanna í menningarmál- um þessara þjóða er með ólíkindum hvað þeir hafa náð að varðveita ein- kenni sín og siði. Þessir brottflutn- ingar minna helst á útrýmingarher- ferðir Þjóðverja en þrautseigja og sameiginlegur menningargrunnur hefur hjálpað þessu fólki að missa ekki vonina og halda saman hvað sem á dynur. Það er álit flestra sem til þekkja að í þessum þjóðflutning- um hafi Sovétmenn ætlað að kæfa í eitt skipti fyrir öll allar sjálfstæðis- hræringar þessara þjóða en ekki tekist' eins og nú hefur svo berlega komið í ljós." — Á hvaða hátt snertir samningur Pjóðverja og Sovétmanna, sem kenndur er við Molotov og Ribben- trop, þessi lönd? „Það sem ég held að flestir Vest- urlandabúar hafi ekki áttað sig á er veruleikinn sem felst í þessum hroðalega sáttmála. I þessum samn- ingi lýsa Þjóðverjar því yfir að Sov- étmenn megi nýta og fara með þess- ar þjóðir eins og þeir helst kjósa. Sovétmenn réðust inn í Litháen í júní 1940 og hernámu landið, og þar með voru Litháar endanlega sviptir frelsi sínu. Að allra mati var þessi innrás algjört brot á milliríkjasamn- ingi sem löndin höfðu undirritað ár- ið 1933. í framhaldi þröngvuðu Sov- étríkin leppstjórn upp á Litháen, efndu til sýndarkosninga og innlim- uðu síðan landið. Þetta var upphaf hins litháíska harmleiks, sem enn er ekki lokið. Samskiptasaga Sovétríkj- anna og hinna ríkjanna er í eðli sínu keimlík, einkennist af valdníðslu og kúgun.“ Vesturveldin_________________ kusu qð gleymq_______________ Eystrasqltslöndunum — Hefur verið virk sjálfstœðis- hreyfing í þessum löndum i langan tíma? „Allt frá lokum seinni heimsstyrj- aldar hefur verið virk andstaða við yfirráð Sovétmanna. Að vísu var gengið hart fram í því að knésetja allar hreyfingar sem höfðu uppi til- burði til sjálfstæðis. Öll félagsstarf- semi sem ekki var hliðholl Rússum var bönnuð en ýmiss konar leynileg samtök voru þó starfandi. Það er svo ekki fyrr en Gorbatsjov kemst til valda að raunveruleg þjóðernisalda rís. Segja má að þá leysist þetta afl úr læðingi, afl sem alltaf hafði verið fyrir hendi. í kjölfar þessarar vakn- ingar verður til byltingarkennd af- stöðubreyting til Sovétstjórnarinn- ar. Því má heldur ekki gleyma að á Vesturlöndum hafa útlagar frá þess- um löndum haldið uppi linnulaus- um áróðri en fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna." — Hver er skýringin á því að Vest- urveldin hafa ekki stutt þessar þjóð- ir í sjálfstæðisbaráttu sinni? „Það er í raun ein löng hörmunga- saga og Vesturveldunum til hábor- innar skammar. Eftir að stórveldin höfðu skipt upp á milli sín heimin- um eftir seinni heimsstyrjöldina kusu Vesturveldin að gleyma þess- um ríkjum algerlega. Þetta gerðu ríkin þrátt fyrir að langflest vestræn ríki hafi t.d. viðurkennt Litháen sem sjálfstætt ríki árið 1922. Þetta var liður í því að halda því ógnarjafn- vægi sem samið hafði verið um á Jöltu í lok stríðsins. Þannig að Vest- urveldin hafa i raun aldrei gert neina kröfu eða stutt þessar þjóðir á einn eða annan hátt. Það gerist svo ekkert í þessum málum fyrr en Hels- inki-sáttmálinn var undirritaður. Sovétmenn túlkuðu sáttmálann á þann veg að Vesturveldin viður- kenndu þar með innlimun þessara ríkja, aðeins Bandaríkjamenn hreyfðu einhverjum mótmælum." — Hvaða áhrif hefur samþykkt Alþingis um málefni Litháens haft á stjórnir vestrœnna ríkja? „Ég held viðbrögð vestrænna ríkja byggist á því að þau skammist sín. Þau glíma við samviskubit þjóða sem hafa látið það yfir sig ganga að þessar þrjár þjóðir hafa orðið að lúta yfirráðum Sovétríkj- anna án þess að við hreyfðum hönd eða fót. Ög allt stafar þetta á því að menn þorðu ekki að hrófla við því jafnvægi sem menn héldu að yrði til lengri tíma hin formlega skipan mála. Það er svo ekki fyrr en Gor- batsjov fer að gefa undir fótinn með að hugsanlegt sé að landamæri landa kunni að breytast, að þessar þjóðir fá einhverja athygli. Það er ljóst að þótt aðrar þjóðir hafi ekki þorað að taka eins afgerandi afstöðu og við, þá eigum við víða stuðning, samanber breytta og ákveðnari af- stöðu Dana. Það er hræðilegt til þess að hugsa að hagsmunir sem snúast um litlar fjárhæðir eru nú notaðir til að dreifa athygli manna frá þessum málum. Við megum aldrei gleyma því að stuðningurinn sem við höfum veitt þessum þjóðum er þeim ómetanleg- ur. Þetta fólk er að berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Við höfum ekki bara pólitískar skyldur gagnvart þessum þjóðum heldur einnig sið- ferðislegar skyldur," segir Árni Gunnarsson alþingismaður að lok- um.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.