Alþýðublaðið - 19.03.1991, Page 15

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Page 15
15 T5 ára afmœlishátíö Alþýöuflokksins Feðgarnir Jon Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, og Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi formaður flokksins og forseti ASÍ, heilsast við upphaf hátíðarinnar prakk Hátt í þúsund manns mœttu á afmœlishátíö Al- þýduflokksins á Hótel Sögu á sunnudaginn, og sprengdu Súlnasalinn svo opna varð alla hliðar- sali til að rúma gestafjöldann. Súlnasalurinn og allir hliðarsalir hans á Hótel Sögu troðfylltust þegar Alþyðu- f lokkurinn hélt þar upp á 75 ára afmæli sitt á sunnudaginn. Alþýðuf lokkurinn var stofnaður 12. mars árið 1916, sama dag og Alþýðusamband íslands, þessar tvær hreyf ingar voru samtvinnaðar í upphafi. Hátt í þúsund manns mættu á afmælis- hátíð Alþýðuflokksins. í pontu getur að líta Össur Skarphéðinsson, kynni á há- tíðinni og frambjóðanda Alþýðuflokksins í Reykjavík. Ossur Skarpheðinsson, fiskeldis- maður og frambjóðandi Alþýðu- flokksins í Reykjavík, var kynnir á afmælishátíð Alþýðuflokksins og sýndi gífurlega einbeitingu í því starfi. A afmælishátíðinni voru fram- boðslistar Alþýðuflokksins um allt land kynntir. Þess á milli voru lystaukandi skemmtiatriði og kveðjur fluttar frá jafnaðarmönn- um og jafnaðarmannaflokkum víða að úr heiminum meðan af- mælisgestir nutu kaffiveitinga. Ungir sem aldnir gæddu sér á glæsilegri afmælistertu Alþýðuflokksins en á henni stóð skýrum stöfum slagorð Alþýðu- flokksins fyrir komandi kosningar. ísland i A-flokk! Hljómþýð rödd Hauks Mortens hefur lengi fylgt Alþýðuflokknum. Hann lét sig ekki vanta á þessa hátíð flokksins frekar en svo oft áður. Blái hatturinn söng létt lög frá bernskuskeiði afmælisbarnsins. Það voru þau Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Backmann, Jóhann Sigurðarson og Ása Hlín Svavarsdóttir sem sungu við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.