Alþýðublaðið - 09.04.1991, Síða 4
4
Þriðjudagur 9. apríl 1991
JWDUBIMl
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Odtíi hf.
SÍMI 625566
Eftir iokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
STEFNUÍAUS FLOKKUR ER
MÓÐGUN VIÐ KJÓSENDUR
Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? Þetta er stóra
spurningin í yfirstandandi kosningabaráttu. Það er
með ólíkindum að stærsti flokkur þjóðarinnar geti
leyft sér að melda pass í öllum helstu málaflokkum
sem varða framtíð atvinnuvega og almennings á
næsta kjörtímabili og til lengri framtíðar.
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins var í
hálftíma yfirheyrslu ríkissjónvarpsins síðastliðinn
sunnudag. Þar staðfesti formaður stærsta flokks
þjóðarinnar málefnaleysi og stefnuþurrð Sjálfstæðis-
flokksins. Davíð var ófáanlegur til að svara einu eða
neinu um landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, iðnað-
armál eða önnur atvinnumál þjóðarinnar. Þetta er í
reynd með öllu ótrúlegt. Þegar Davíð var spurður um
yfirlýsta niðurskurðarstefnu Sjálfstæðisflokksins í
skattamálum, hvar ætti að skera niður eða hvernig
ætti að bæta ríkissjóði tekjumissinn, svaraði formað-
ur stærsta flokks þjóðarinnar, að skattamál væru
spurning um hugarfar!
Slík svör eru auðvitað út í bláinn. En slík svör eru
einnig móðgun við kjósendur. Formaður stærsta
flokks þjóðar^innar getur ekki komið fram við lands-
menn eins og idjóta. Kjósendur eiga heimtingu á því
að vita hver stefna helstu stjórnmálaflokka er fyrir
kosningar. Kjósendur eiga að hafa skýra valkosti. Það
er ekki nóg að flagga skemmtilegum mönnum; þeir
verða einnig að geta flutt kjósendum stefnumál
flokksins.
Þettaereinnig niðurstaða Morgunblaðsins. í Reykja-
víkurbréfi blaðsins sl. sunnudag segirorðrétt: „Nú eru
tvær vikur til kosninga. Fiskveiðistefnan er, ásamt
EB-EFTA-málum, stærsta málefni, sem þessi þjóð
þarf að taka afstöðu til. Það er óviðunandi með öllu,
að frambjóðendur skjóti sér undan þeirri skyldu að
reifa stærstu mál þjóðarinnar fyrir kosningar af ótta
við kjósendur." Stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins ber
einmitt keim af þessum kjósendaótta: Það er betra að
halda þjóðinni hálfvolgri á Davíðsbröndurum en að
þurfa að horfast í augu við kjósendur með skýr
stefnumál. Óttinn hefur verið heiðarleikanum yfir-
sterkari.
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokks-
ins hefur verið spurður á fundum og í fjölmiðlum um
hugsanlegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks. Formaður Alþýðuflokksins hefur svarað
því til, að það sé alls ómögulegt að svara spurning-
unni fyrr en stefna Sjálfstæðisflokksins liggi fyrir.
Þetta telur leiðarahöfundur Morgunblaðsins sl.
sunnudag, að séu léttvæg rök. En þar stangast reynd-
ar leiðarahöfundur á við höfund Reykjavíkurbréfs
sem segir það skyldu stjórnmálaflokka að gefa upp
stefnu sína fyrir kosningar. Þannig er Morgunblaðið
ósamkvæmt sjálfu sér í þessum tveimur ritstjórnar-
greinum sem birtust sama dag á sömu opnu.
Rök Jóns Baldvins eru að sjálfsögðu ekki léttvæg.
Þau eru réttilega þau, að það er ekki hægt að ræða
Stefna jafnaðarmanna er að auka jöfnuð og rétt-
læti i þjóðfélaginu, styrkja velferðarkerfið og
treysta atvinnuvegina. Áherslur Alþýðuflokksins á
jöfnuð og félagshyggju hafa komið glöggt fram i
stjórnartið hans og vil ég nefna breytingar á hús-
næðislöggjöfinni sem hvað skýrast dæmi um þetta.
Lokun húsnæðislánakerfisins nú rétt fyrir þinglok
eru stórkostleg framfaraspor i húsnæðismálum.
Nú í síöustu viku voru kynntar
niðurstöður nefndar sem Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra skipaði til að vinna fram-
kvæmdaáætlun í húsnæðismálum
aldraðra til næstu 5 ára (sjá frétta-
skýringu í Alþbl. 5. apríl sl.). Þess-
ar tillögur marka tímamót í hús-
næðismálum ef þær ná fram að
ganga, og hefðu mátt vera forsíðu-
frétt allra blaða þess vegna. Þarna
fara saman snjöll og skynsamleg
leið tii lausnar húsnæðismála eldri
borgara og um leið léttir vanda
hins opinbera vegna sjúkrarýmis
fyrir þetta fólk. Ég hvet alla til að'
kynna sér þessar tillögur ræki-
lega. Þannig hefur á kjörtímabil-
inu náðst góður árangur á sviði
húsnæðismálanna. En hvað gerist
eftir kosningar? Hverjir munu þá
fara með félagsmálaráðuneytið?
Verða nýir húsbændur hlynntir
jafnaðarstefnu og félagshyggju
eins og nú eða verður annað uppi
á teningnum?
Sumir virðast gera því skóna að
Alþýðuflokkurinn fari í stjórn með
Sjálfstæðisflokki eftir kosningar.
Lítum aðeins á hver stefna hans er
í húsnæðismálum. I stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins frá síðasta
landsfundi segir: „Staðinn verði
vörður um sjálfseignarstefnuna í
húsnæðismálum og tafarlaust haf-
stjórnarmyndun við neinn flokk, nema að hann hafi
stefnu og á grundvelli þeirrar stefnu og stefnu sam-
starfsflokks eða samstarfsflokka sé byggt stjórnar-
samkomulag sem yrði stefna hinnar nýju ríkisstjórn-
ar. Meðan stefna Sjálfstæðisflokksins er þoku hulin
treystir enginn ábyrgur stjórnmálaflokkur sér til að
reifa stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Menn
verða nefnilega að átta sig á því að til Viðreisnar eða
annarra stjórna er ekki stofnað vegna hugtakanna
einna eða sögunnar. Viðreisn er ekki endurlífgað fyrir-
bæri frá sjöunda áratugnum. Forsendur Viðreisnar í
lok sjötta áratugarins voru endurreisn atvinnulífsins
eftir langvarandi haftastjórn vinstri stjórna. Stjórnar-
samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks nú væri
byggt á allt öðrum forsendum: Áframhaldandi upp-
byggingu á grunni þess stöðugleika og efnahagsbata
sem fráfarandi ríkisstjórn skilar af sér. Meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn getur ekki lagt fram stefnu sem
tryggir þetta áframhald er hann einfaldlega ekki besti
valkosturinn fyrir þjóðina. Störf hans í síðustu ríkis-
stjórn styrkja ekki þá trú, að Sjálfstæðisflokknum sé
treystandi til mikilla verka. Vissulega verða mikil
mannaskipti á þingliðinu eftir kosningar, en það sann-
ar ekkert í sjálfu sér. Þess vegna er auglýst eftir stefnu
Sjálfstæðisflokksins: Hvort flokkurinn sé á vetur setj-
andi. Stóra spurningin er: Getur stefnulaus flokkur
borið ábyrgð á stjórn landsins á hinu mikilvæga tíma-
bili sem framundan er?
Tímamóta tillögur í
húsnæðismálum aldraðra
Valgeröur Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari skipar 5. sœti A-listans í
Reykjavík
Sjélfstæðismenn tala um „frelsi og mannúð". Stefna flokksins vitnar þó
ekki um slíkt hvaö varðar húsnæðismál eldri borgara.
ist handa um að bæta úr ófremdar-
ástandinu sem þar ríkir.“ Það eina
sem ég get skilið út úr þessari
makalausu málsgrein er að Sjálf-
stæðisflokkurinn vilji hverfa aftur
til húsnæðiskerfisins frá '86 eða
jafnvel enn lengra aftur í tímann.
Sjálfstæðisflokkurinn vill þá kerfi
þar sem allir eiga aðgang að nið-
urgreiddum lánum án tillits til
efna og ástæðna. Hann vill kerfi
sem þýddi að 5 ára biðtími væri nú
eftir lánum og að búið væri að ráð-
stafa 25 milljörðum fram í tímann.
Er hægt að taka flokk með svona
stefnu alvarlega?
Kjörorð landsf undar Sjálfstæðis-
flokksins var frelsi og mannúð.
Hvernig samræmist frelsi og
mannúð séreignastefnu Sjálfstæð-
isflokksins í húsnæðismálum?
Svarið er: Hún gerir það ekki.
Við launafólk og almenningur á
Islandi vitum hvað þessi stefna
hefur kallað yfir okkur. Hún er
ómanneskjulegt þrælahaldstæki,
skelfir ungra fjölskyldna, sem
neyðast til að ganga undir okið
einmitt á þeim tíma þegar fjöl-
skyldan er viðkvæmust, þ.e. með-
an börnin eru ung. Égspyr, hvar er
mannúðin í þessari stefnu? Og
hvað með frelsið? Hvaða valkosti i
húsnæðismálum vill Sjálfstæðis-
flokkurinn þá bjóða upp á? Enga.
Sjálfstæðisfíokkurinn kallar fé-
lagslega íbúðakerfið leiguliðakerfi
og hryllir sig. Félagslega íbúða-
kerfið gefur þó fólki frelsi til að
velja. Og húsbréfakerfið gerir ung-
um fjölskyldum kleift að eignast
eigið húsnæði með reisn og án
drápsklyfja gamla kerfisins.
Gefum ekki afturhaldinu mögu-
leika á að eyðileggja það sem hef-
ur áunnist á þessu kjörtímabili í
húsnæðismálum. Stöndum vörð
um framfarirnar og veljum til þess
rétta fólkið. Kjósum A-listann.