Alþýðublaðið - 09.04.1991, Page 9

Alþýðublaðið - 09.04.1991, Page 9
Þriðjudagur 9. apríl 1991 9 Húsbréfalánin inn í bankana Afgreiðsla lána verður skjótari — segir Grétar J. Guömundsson adstoðarmaður félagsmálaráðherra „Það getur verið að húsbréfakerfið þýði minni íbúðakaup en það þýðir öruggari íbúðakaup," segir Grétar J. Guð- mundsson. Frá og með nœsta mánudegi, 15. apríl, geta þeir sem eru að kaupa eða byggja íbúð gengið inn ísinn uiðskipta- banka oggengið frá lánum þar samkvœmt húsbréfakerf- inu að uppfylltum skilyrðum um greiðslugetu og veð- hæfni. Lágmarksupphœð er 345 þúsund krónur en há- mark er miðað við rúmar níu milljónir króna. Lánstími er 25 ár á 6% vöxtum. Sem dœmi um greiðslubyrði má nefna, að föst ársfjórðungsleg greiðsla án verðbóta af húsbréfi upp á þrjár milljónir er á verðlagi í janúar 58.367 krónur eða tœplega 20 þúsund krónur á mánuði. VIÐTAL: SÆMUNDUR GUÐVINSSON um og lána þá út á lægri vöxtum jafnt til þeirra sem þurfa á þannig aðstoð að halda og svo þeirra sem þurfa ekkert á henni að halda. En það eiga allir rétt á lánafyrirgreiðslu að uppfylltum settum skilyrðum," sagði Grétar J. Guðmundsson. Enn verið að afgreiða úr gamia kerfinu____________________ Enn er verið að afgreiða sam- kvæmt gamla kerfinu lánsioforð sem gefin voru út í fyrra. Grétar var spurður hvort það kerfi færi ekki að Húsbréfakerfið hefur nær alveg tekið við gamla húsnæðislánakerf- inu. Það er nú aðeins rekið til að af- greiða lánsloforð er lágu þar fyrir þegar kerfinu var breytt. Gamla kerfið mun síðan hverfa alveg innan skamms. Alþýðuflokkurinn með Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra í broddi fylkingar barðist fyrir húsbréfakerfinu og kom því á. En hvers vegna var þetta kerfi tek- ið upp og hverjir eru helstu kostir þess? Þessari spurningu var beint til Grétars J. Guðmundssonar aðstoð- armanns félagsmálaráðherra. Hátekjumenn fengi* sömu aðstoð og lágtekjumenn „Aðalröksemdafærslan fyrir því að taka upp húsbréfin var sú að gamla kerfið fullnægði ekki þeim kröfum sem við gerum til að geta fengið húsnæðislán þegar við þurf- um á því að halda. Bæði var þar um að ræða biðtíma og svo ekki síður það að gamla kerfið úthlutaði öllum lánum á þessum hagstæðu kjörum án tillits til aðstæðna. Hátekjumenn fengu sömu aðstoðina og lágtekju- menn gegnum kerfið. Þá var það einn megingalli á kerfinu að hinir betur settu tóku upp pláss í biðröð- inni frá þeim sem þurftu nauðsyn- lega á aðstoð að halda og skjót svör við spurningu um hvort þeir gætu keypt tiltekið húsnæði," sagði Grét- ar. — En fá ekki allir sem vilja fyr- irgreiðslu í formi húsbréfa hversu tekjuháir sem þeir eru og hve margar íbúðir sem þeir eiga? „Jú það er rétt. En aðstoðin sem áður var með þessum niðurgreiddu vöxtum á lánum og svo í gegnum skattakerfið í formi húsnæðisbóta og vaxtaafsláttar hefur nú verið færð alfarið yfir í skattakerfið í þess- ar svokölluðu vaxtabætur. Þess vegna borga nú allir sem fá lán þá markaðsvexti sem eru á þessum bréfum, en þeir sem eru það tekju- lágir að þeir þurfa á aðstoð að halda fá hana í formi vaxtabóta í ágúst- mánuði. Það sitja því allir við sama borð hvað vexti snertir. Húsnæðis- stofnun er því ekki að kaupa pen- inga dýrum dómi frá lífeyrissjóðun- ... r . 1 6 . ^ | ^ ] | V . '■ f kmfsmk 'j' W / w/ Jf|, f l fÆÍóSSj/i ! JiPjjSElCf ! Áðurfengu allir lán til íbúðabygginga eða kaupa með niðurgreiddum vöxtum. Húsbréf bera markaðsvexti en tekjulágir fá kúfinn tekinn af vaxtabyrðinni með greiðslu vaxtabóta. syngja sitt síðasta svo ekki væru tvö mismunandi form almennra lána í gangi. „Þetta gamla kerfi er við lýði fram i september og borgað út sam- kvæmt lánsloforðum þangað til. Þar að auki var samþykkt á síðustu dög- um þingsins að loka þessu kerfi en þó þannig, að þeir sem eru í biðröð- inni eftir lánum, en það eru um fimm þúsund fjölskyldur sem ekki hafa fengið lánsloforð, verði gefinn kostur á að staðfesta umsóknir sín- ar. Ef lífeyrissjóðir viðkomandi um- sækjenda gera samning við Hús- næðisstofnun um skuldabréfakaup mun þetta fólk eiga rétt á þessum gömlu lánum. Vextir á þeim eru núna 4,5% en þeir eru breytilegir og ríkisstjórn getur tekið ákvörðun um að hækka þá aftur í tímann, eða allt til 1. júlí 1984. Þar er munur á hvað varðar húsbréfakerfið. Vextir í því eru 6% og þeim er ekki hægt að breyta eftir á. Því vita menn að hverju þeir ganga. Á Alþingi kom fram gagnrýni frá til dæmis Geir Ha- arde og Alexander Stefánssyni í garð Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra fyrir að hafa ekki hækkað vextina. Þetta eru nú mennirnir sem bjuggu kerfið til og fóru á stað með 3,5% vexti 1986. Með lagafrumvarpinu um þetta mál fylgdi að vextir yrðu ekki hækkaðir meðan þáverandi ríkisstjórn væri við völd. Þeir voru með öðrum orð- um að gefa í skyn að vextir mundu hækka, enda liggur fyrir að svo verði að gera ef ekkert annað kem- ur til. Annars fer byggingarsjóður- inn á hausinn," sagði Grétar. Greiðslubyrðin ekki hærri iweð húsbrélum________________ Lán í gamla kerfinu voru með 4,5% vöxtum og lánstíminn var 40 ár. í húsbréfum eru vextir 6% og lánstíminn er 25 ár. Grétar var spurður hvort húsbréfin væru þar af leiðandi ekki mun óhagstæðari kostur og greiðslubyrðin þar þyngri en var í gamla kerfinu. „Samkvæmt gamla kerfinu fá þeir sem eru að byggja sína fyrstu íbúð 4,7 milljón króna lán að hámarki og 3,3 er hámark á seinni íbúð. Þeir sem kaupa notað fá 3,3 milljón króna hámarkslán út á fyrstu íbúð og 2,3 út á seinni íbúð. Samkvæmt reynslunni af lánum í gamla kerfinu þá duga þessir peningar skammt. Annað fjármagn þarf þá að koma frá bönkunum, lífeyrissjóðum, selj- endum íbúða og kanski fleiri aðil- um. Þetta þýðir að fólk er með skammtímaskuldir vegna íbúða- kaupa, en það er ekki hægt á sama hátt í húsbréfakerfinu. Þar er fólki ekki hleypt á stað með meiri skammtímaskuldir ofan á húsbréfa- lán en það stendur undir. Það getur því vel verið að húsbréfakerfið þýði minni íbúðakaup, en það þýðir líka öruggari íbúðakaup. Við segjum að þegar upp er staðið þýðir það ekki meiri greiðslubyrði þegar dæmið er reiknað í heild. Vaxtabyrðin er nokkuð mikil hjá meðalfjölskyldu en á móti koma vaxtabætur sem eru að hámarki 180 þúsund fyrir hjón og taka mjög kúfinn af vaxtabyrð- inni. í gamla kerfinu voru þetta nið- urgreiddir vextir og svo húsnæðis- bætur sem voru takmarkaðar í sex ár fyrir þá sem voru að kaupa í fyrsta sinn. Nú fá þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn lánað 75% af íbúðarverðinu í húsbréfakerfinu eða öllu heldur af markaðsverði og þeir sem eiga íbúð fyrir fá 65%“. Færist inn i bankana Fram að þessu hafa þeir sem sækja um húsbréfalán þurft að láta starfsmenn Húsnæðisstofnunar meta sína greiðslugetu og þeir hafa einnig séð um að afgreiða húsbréf fyrir fasteignaveðbréf. — Nokkuö hefur borið á kvört- unum þess efnis að afgreiðslan gangi ekki nógu hratt. Er ekki hægt að laga þetta, Grétar? „Þetta fáa starfsfólk í húsbréfa- deildinni og við ráðgjöf hefur ein- faldlega ekki haft undan og því hafa komið tappar. En frá 15. apríl verður byrjað að afgreiða þetta í bönkun- um. Þeir sem ætla að kaupa íbúð fara þá bara í sinn viðskiptabanka með upplýsingar um sína stöðu og fá þar uppgefið hvað þeir geta keypt dýra íbúð samkvæmt húsbréfakerf- inu. Þetta greiðir auðvitað mjög fyr- ir allri afgreiðslu". — Á þetta húsbréfakerfi svo að rúlla áfram sjálfkrafa? „Já, það mun gera það. Að vísu eru tímabundnir hnökrar á því núna. Mikil afföll og há ávöxtunar- krafa. Ástæðurnar hafa verið marg- tíundaðar sem eru mikið framboð af allskonar kjörum þar sem ríkissjóð- ur er að keppa við sjálfan sig og líf- eyrissjóðirnir eru ennþá að fjár- magna gamla kerfið, en það er aðal- lega fjármagn frá þeim sem þarf inn í þetta. Svo verður að segjast eins og er að markaðskynning á húsbréfum hefur ekki verið sem skyldi til dæm- is miðað við ríkisskuldabréf. Margir vita ekki hvað húsbréfin eru þó þetta sé mjög einfalt kerfi og skulda- bréf verið notuð í fasteignaviðskipt- um hér um langan tíma“. —• Munu húsbréfin alfarið taka yfir húsnæðislánin í haust? „Já, nema gangvart þeim sem eru í biðröð gamla kerfisins og vilja vera þar áfram. Það á hins vegar að vera búið að afgreiða þá fyrir 1. mars 1994 og þeir komast ekki í húsbréfa- kerfið á meðan. Þetta verður því af- markaður hópur sem dreifist á þennan tíma og mun ekki hafa mikil áhrif á húsbréfakerfið," sagði Grétar J. Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.