Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 13
/ Þriðjudagur 9. apríl 1991 Ranitsóknar- verkelni til að lækka bygginga- kostnað Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að koma af stað sérstöku rannsókn- arverkefni, með aðild Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins, sem hefur það verkefni að greina heistu þætti byggingarkostnaðar og athuga þróun þessara mála. Nefnd- in gerir einnig tillögur um hvernig stuðla megi að hagkvæmum bygg- ingarháttum og lækkun byggingar- kostnaðar. Lánakerfinu frá 1986 lokað Hætt verður að taka við umsóknum um lán úr lánakerfinu frá 1986. Þetta var annað meginatriða í frum- varpi félagsmálaráðherra um hús- næðislánakerfi sem samþykkt var á Alþingi þ. 19. mars sl. Felld hafa ver- ið brott ákvæði í lögum um Hús- næðisstofnun sem veita öllum rétt til iáns úr Byggingasjóði ríkisins sem greitt hafa í lífeyrissjóð að því tilskildu að viðkomandi lífeyrissjóð- ur hafi gert samning við Húsnæðis- stofnun um skuldabréfakaup. Ákvæði kerfisins munu þó halda. gildi sínu fram til 1. mars 1994 gagn- vart þeim umsækjendum sem þegar hafa fengið lánsloforð frá Húsnæðis- stofnun. Og einnig þeim umsækj- endum sem eigi hafa fengið lánslof- orð en fengið svar almenns eðlis frá Húsnæðisstofnun um að þeir eigi rétt á láni. Úrbóta að vænta í hús- næðismálum geðveikra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að gera til- lógur um úrbætur í húsnæðisog fé- lagsmálum alvarlega geðsjúkra sem eru útskrifaðir og búa við óviðun- andi aðstæður. Um er að ræða 35- 40 manns, alls staðar af landinu en aðallega úr Reykjavík. Ákveðið hef- ur verið þegar að tvö sambýli fyrir geðsjúka verði tekin í notkun á þessu ári. 13 Við bjóðum þér að kynnast nýjum útgáfum af Axei-bókhaldS' kerfinu fyrir ríkisstofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög. Axel-bókhaldskerfið er heildarlausn þar sem allir þættír fjárhagsbókhaldsins érg samtengdir. Sýning verður hajdin að Háaleitisbraut 1 (í Valhöll) í húsakynnum Axél-hugbúnaðar á 3. hæð, eftirtalda daga: 6/lánudaginn 8. apríl frá kl. 10.00 tiM7.00 og þriðjudaginn 9. april frá kl. 10.00 tií 17.00. Auk þess býðst þér að hringja í okkur og fá sérstakan kynningartíma þegar þér þentár. Verið velkomin. fölvölur hf. • Háaleitisbraut 1 Sími 679410 • Myndriti 679430

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.