Alþýðublaðið - 10.04.1991, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Síða 4
4 Miðvikudagur 10. apríl 1991 JWMIBim HVERFISGÖTU 8-1 0 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 HRÆÐSÍUÁRÓÐUR FORSÆTISRÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur lýst því yfir, og reyndar gert þá yfirlýsingu að megin- stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokksins í komandi al- þingiskosningum, að kosningarnar 20. apríl séu þjóð- aratkvæði um aðild að Evrópubandalaginu. Þetta er ekki einungis stórfurðuleg yfirlýsing frá forsætisráð- herra íslands, heldur einnig lúaleg hræðslupólitík. Forsætisráðherra hefur stjórnað ríkisstjórn íslands, sem átti í viðræðum sem EFTA-ríki við Evrópubanda- lagið um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) er allt annar hlutur en aðild að Evrópubandalaginu. Menn hljóta að gera þá lágmarkskröfu til forsætisráðherra landsins að hann geri greinarmun á þessu tvennu. Og auðvitað gerir Steingrímur Hermannsson greinarmun á þessu tvennu. Umræður um aðild að Evrópubandalaginu eru alls ekkert á dagskrá. Hins vegar hefur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar átt í viðræðum, eins og ríkisstjórnir annarra EFTA-ríkja, við aðildarlönd Evr- ópubandalagsins um Evrópska efnahagssvæðið. Það er því með öllu óskiljanlegt að Steingrímur Her- mannsson skuli flytja þá hræðslupólitík nú, sem eink- um beinist gegn Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, að kosningarnar snúist um aðild íslands að Evrópubandalaginu. Viðræður íslands sem EFTA-ríkis við EB-löndin um EES: Um hvað snúast þær? Ekki um aðild íslands að EB. Heldur um stofnun evrópsks efnahagssvæðis. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur mótað þá stefnu fyrir íslands hönd og verkstýrt henni í nánu samráði við forsætisráðherra íslands, Stein- grím Hermannsson. Utanríkisráðherra hefur upplýst það í fjölmiðlum, að enginn ágreiningur hafi verið milli þeirra tveggja um hvernig skuli haldið á þeim málum. Það er því dapurlegt að forsætisráðherra skuli koma nú í bakið á samráðherra sínum með slíkum hætti og rugla á meðvitaðan hátt saman viðræðum íslands við EB um Evrópska efnahagssvæðið annars vegar og inngöngu íslands í EB hins vegar. Og auðvitað gerir forsætisráðherra þetta sem formaður Framsóknar- flokksins í kosningaslag: Nýtir sér sorglega takmark- aða þekkingu íslendinga á Evrópumálum og einfaldar málið niður í tilbúinn hræðsluáróður, að Alþýðuflokk- urinn haldi „að eina von íslands sé að skríða í kjöltuna á EB," eins og forsætisráðherra orðaði það á stjórn- málafundi á Akureyri um síðustu helgi. Samningarnir um Evrópska efnahagssvæðið verða með stærstu hagsmunamálum íslendinga á næsta kjörtímabili. Takist þessir samningar munu þeir spara Islandi tolla, sem Islendingar nú greiða, sem sam- svara 20—25 milljörðum á þessum áratug. Þetta eru þó smámunir hjá þeim upphæðum sem sparast fyrir íslendinga ef tollar verða niður felldir á fullunnar fisk- afurðir þjóðarinnar. Þar með yrði starfsskilyrðum fisk- vinnslu og matvælaiðnaðará íslandi gjörbreytt. Þetta þýddi nýtt vaxtarskeið í fiskvinnslunni. Að viðbætt- um fiskmörkuðum þýddu samningarnir heilsteypta fiskveiðistefnu: Hindrunarlausan markaðsaðgang, eflingu atvinnu innanlands í fiskvinnslu og tollafríð- indi á útfluttarfiskafurðir. íslendingaryrðu ekki lengur hráefnisframleiðendur, heldur iðnaðarþjóð í matvöru. Forsætisráðherra hefur veitt ríkisstjórn forstöðu sem hefurveriðsammála um þessa miklu hagsmuni. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að samningum um Evrópskt efnahagssvæði milli EFTA-ríkjanna og aðildarríkja Evrópubandalagsins, sem fyrir ísland myndi þýða framangreindarframfarirílandinu. Þaðer því með öllu óskiljanlegt að forsætisráðherra íslands vilji fórna þessum miklu þjóðarhagsmunum með hræðsluáróðri um alls óskylda hluti, ekki síst þar sem hann sjálfur hefur verið í forsvari fyrir ríkisstjórn sem hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í samningum EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið um sameigin- legt evrópskt efnahagssvæði. SKJALDBORG UM RÍKISREKSTUR ? Alþýðublaðið, rikisstyrkt málgagn Alþýðuflokks- ins, hefur að undanförnu lýst yfir miklum áhyggjum yffir einni setningu i ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um menningarmál. Þessi setning „að ffela einkaaðilum rekstur Rásar 2" var m.a. tilefni leiðara hér i blaðinu sem bar yfirskrift- ina: „Sláum skjaldborg um Rás 2". Þar var þeim hugmyndum að fela einkaaðilum rekstur Rásar tvö rikisútvarpsins algjörlega hafnað. Þessi höfnun kemur undarlega fyrir sjónir þar sem Alþýðuflokk- urinn hefur að undanförnu aug- lýst sig sem frjálslyndan flokk sem hafni miðstýringu og ríkisrekstri á flestum sviðum. Reyndar hefur meira farið fyrir þessu frjálslyndi í orði en á borði eins og starf flokks- ins í ríkisstjórn hefur verið. En hvað um það, stefnan hefur verið aukinn markaðsbúskapur og auk- ið svigrúm einstaklinga í atvinnu- lífinu þrátt fyrir að lítið hafi verið um efndir. En hvað með rekstur dægurmálaútvarps? Er það skoð- un alþýðuflokksmanna að einka- aðilar séu ófærir um að reka slíkar útvarpsstöðvar? Munurinn á mjólk og músik__________________ Alþýðuflokksmenn hafa gerst sérstakir talsmenn þess að núver- andi landbúnaðarkerfi verði brot- ið upp og samkeppni verði á milli innlendrar og erlendrar fram- leiðslu. Þeir vilja að ríkið hætti af- skiptum sínum af þessari atvinnu- grein og virðast skilja að það kæmi íslenskum neytendum til góða ef ríkið losaði um tök sín á greininni. En þegar kemur að út- varpsefni þrýtur skilninginn ef marka má leiðara Alþýðublaðsins. Einkaaðilar sem að sögn alþýðu- flokksmanna eru mun færari en ríkið til að útvega fólki mjólk eru ófærir um að senda fólki músík og mannamál í gegnum útvarp. Þar virðist allt í einu nauðsynlegt að ríkið komi til sögunnar með til- heyrandi bruðli. Niðurgreidd rikisdagskrá_______________ Alþýðuflokkurinn vill þannig bjóða þeim einstaklingum eða fé- lagasamtökum sem ætla að hefja útvarpsrekstur upp á að keppa við niðurgreidda dagskrá Rasar 2. Hvað ætli þeim sem hafa áhuga á útvarpsrekstri á landsbyggðinni þyki um þessa stefnu? Ætli þeim þyki vænlegt að hefja útvarps- rekstur í sinni heimabyggð í sam- keppni við niðurgreiddan ríkisrisa úr Reykjavík? Hvar fá þeir auglýs- ingar á meðan ríkisútvarpið býður upp á niðurgreiddar auglýsingar. Að taka frá________________ Setningin úr ályktun landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins hefur einn- ig verið rangtúlkuð á þann veg að það eigi hreinlega að skrúfa fyrir allar utvarpssendingar á lands- byggðinni. Þetta er mikill mis- skilningur. Dreifikerfi Rásar tvö gufar ekki upp þó að einkaaðilar kaupi það eða leigi. Það er því ekki verið að taka nokkurn hlut frá fólkinu úti á landi. Þvert á móti er verið að gefa því tækifæri til að hefja eigin útvarpsrekstur á jafn- réttisgrundvelli. Eða í það minnsta, tækifæri til að hafa áhrif á dagskrá með því að hlusta eða hlusta ekki. Slík áhrif hefur fólk ekki á ríkisútvarpið. Það fær sín af- notagjöld hvort sem fólk hlustar eða ekki. Hefur Alþýðublaðið samkennd með Rúv? Afstaða málgagns Alþýðu- flokksins er því með öllu óskiljan- leg. Þær hugmyndir sem flokkur- inn hefur boðað að undanförnu eru ekki í neinu samhengi við þessa afstöðu. Það er ef til vill Ijótt að láta sér detta það í hug að af- staðan í þessu máii sé byggð á ein- hverju öðru en stefnu flokksins. Var það ef til vill freistandi að snúa út úr þessu máli og koma þar með höggi á Sjálfstæðisflokkinn rétt fyrir kosningar? Eða er ef til vill erfitt að taka afstöðu til þess að af- nema forréttindi eins fjölmiðils þegar maður rekur annan á svip- uðum forsendum þ.e. með skyldu- áskrift skattgreiðenda? Glútnur Jón Björnsson (Höfundur er háskólanemi, á sœti í stjórn Heimdallar og sat í menn- ingarmálanefnd Sjálfstœdis- flokksins á nýafstödnum lands- fundi flokksins, sem m.a. ályktadi um sölu Rásar 2.) Athugasemd. Alþýðublaðið þiggur enga ríkis- styrki. Skoðanir blaðsins sem fram koma í leiðara blaðsins, túlka einvörðungu álit og stefnu Al- þýðublaðsins og ber ekki að túlka öðruvísi. Ritstjóri. Starfsmenn Rásar 2: Greinarhöfundur vill selja Rás 2.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.