Alþýðublaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. apríl 1991 9 Kjósum ekki kolkrabbcmn — segir Össur Skarphéöinsson sem skipar3. sœti á lista Alþýöuflokksins meöal annars í grein sinni í hinni gömlu hugmyndafraeði Sjálfstæðisflokks- ins var margt gott að finna. Þar bar vitaskuld hæst áherslu og fastheldni flokksins á frelsi einstaklings- ins og frjálsræði. Nú er þetta því miður breytt. í orði vill Sjálfstæðisflokkurinn að visu ennþá frelsi ein- staklingsins og frjálsa samkeppni. í borði er flokk- urinn hins vegar i vaxandi mæli fulltrúi einokunar og miðstýringar. Staðreyndin er einfaldlega sú, að innan Sjálfstæðisflokksins eru handlangarar fjöl- skyldnanna fjórtán, kolbrabbans i islensku at- hafnalifi, búnir að brjótast til valda. Flokknum er nú beitt i þágu einokunar — ekki frelsis eins og fyrrum. Valdamiðjan Eimskip Fjölskyldurnar. sem mynda hina fjórtán arma kolkrabbans í heimi íslenskra fjármála. eru vel jrekkt- ar. betta eru fjölskvldur Thorsar- anna. Halldórs H. jónssonar sem stundum er nefndur stjórnarfor- maöur íslands hf.. Garöars Gísla- sonar stórkaupmanns. H. Bene- diktssonar. Kni»eyjarættin. John- sonar. venslafólks lni>vars Vil- hjálmssonar oi> örfáar aörar. I’ræöir ættanna mætast í Kim- skipafélai>inu. sem er hin raun- yerulei>a valdamiöja kolkrabbans. í Kimskipafélaginu eru líka sér- stakir trúnaöarmenn fjölskvIdn- anna fjórtán. svo sem Höröur Sii>- urgestsson, forstjóri félagsins oi> stjórnarformaöur Flugleiöa. og Baldur Guölaugsson. formaöur fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Keykjavík. I'aö er athygli vert. aö veldi kol- krabbans varö ekki til í upphafi vegna þess aö fjölskyldurnar fjór- tán sýndu frumkvæði, dugnaö eöa áræöi umfram aöra. I’vert á móti. Meöan raunverulegir frumkvööl- ar í athafnalifinu hafa ævinlega jjurft aö byggja sig upp meö því aö taka áhættu og leggja allt sitt und- ii: |)á spruttu ítök kolkrabbans í skjóli lögbundinnar einokunar og forréttinda. sem aörir nutu ekki. Kinokun kolkrabbans er skýr- ingin á því. hvers vegna engin ný stórívrirtæki hafa oröiö til — og haldiö velli — sl. 40 ár. Um leiö og eitthvert fyrirtæki véröur nógu stört til aö ógna veldi fjölskyldn- Flokknum er nú beitt í þáf>u einokunar, — ekki frelsis eins oi> fvrrum." anna er |)aö annaö hvort slegiö niöur (Hafskip) eöa gleypt (Stöö 2). Tökin herf_______________________ Lítum á nokkur dæmi frá síö- ustu vikum um hvernig Kinokun- arfélagiö ísland hf. hefur gengiö grímulaust til verks: (1) Forstjóri Kimskips, Höröur Sigurgestsson. fylgdi eftir yfirtöku Kimskips á Flugleiöum meö því aö láta kjósa sjálfan sig sem stjórnar- formann Flugleiöa. Benedikt Sveinsson. úr Sjóvá og Kimskip- um. er þar einnig í stjórn. (2) Hægt og rólega hafa fjöl- skyldurnar fjórtan yfirtekiö eign- arhaldsfélög lönaöarbankans og Verslunarbankans meö þaö fvrir augum aö koikrabbinn hafi ytir- buröi í íslandsbanka. Síöast var eignarhaldsfélag Verslunarbank- ans yfirtekiö, og aöstoöarforstjóri Kimskipa. Þóröur Magnússon ásamt einum úr fjölskyldubatterí- inu. K. Johnson. settur í stjórn. (2)1 framhaldinu var K.inar Sveinsson úr fjölskyldunum fjór- tán. og forstjóri Sjóvá-Almennra. geröur aö formanni bankaráös ís- landsbanka. (4) Fjðlskyldurnar 14 eiga Morg- unblaÖiö. Meö yfirtöku sinni á Kignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans ráöa þær nú Stöö 2. Þannig er heimur fjölmiölanna kominn í þeirra hendur líka. (5) Nýkjörinn formaöur Sjálf- stæöisflokksins nýtur sérstakrar velþóknunar fjölskyldnanna fjór- tán. Hann hefur i staðinn stutt þær á móti innan flokksins. og er þaö táknrænt aö síöustu árin hefur hann stýrt aöalfundum Kimskipa- félagsins. Ísland hf.______________________ Fjölskyldurnar fjórtán ráöa þannig lögum og loíum í sam- göngum til og frá landinu gegnum Kimskip og Flugleiöir. I>;er ráöa heimi fjölmiölanna gegnum Morg- unblaöiö og Stöö 2. I>ær hafa seilst til áhrifa í bankakerfinu gegnum Kignarhaldsfélög Verslunarbanka og Iönaöarbanka. Þær stýra Is- landsbanka. I’ær ráöa hinum vold- uga heimi trygginganna gegnum Sjóvá-Almennar. I'etta mikla vald örfárra fjöl- skyldna er hættulegt. I>aö vinnur gegn hagsmunum einstaklinga og fvrirtækja. og er í andstööu viö lýöræöishefö íslendinga. Kina svar okkar gegn vaxandi einokun er aö styrkja öfl. sem i raun og sann berjast fyrir heil- brigöri samkeppni og frelsi ein- staklingsins. Öfl. sem berjast gegn einokun og styöja í verki aö hér rísi buröug fyrirtæki. fjölmiölar og flokkur tii andsvars viö kolkrabb- ann. I>aö gerum viö ekki meö þvi aö styrkja Sjálfstæöisflokkinn. Viö gerum þaö meö því aö styöja A- listann á laugardaginn kemur. Þarf að sameina jafnaðarmenn aftur ,,Ég er einn þeirra sem er þeirrar skoðunar að flokkakerfið sé orðið úrelt. Ég tel að klofningur jafn- aðarmanna á Islandi i tvær fylkingar fyrr á öldinni hafi verið sögulegt slys. Með hruni kommúnismans og breytingum i Austur-Evrópu hafa myndast for- sendur til að bæta þetta sögulega slys og sameina jafnaðarmenn aftur," sagði Össur Skarphéðinsson, þriðji maður á lista Alþýðuflokksins i Reykjavik i stuttu samtali við Alþýðublaðið milli kosninga- funda. ..I>aö er auövitaö skiljanlegt og eölilegt aö fyrir kosningar eins og núna revni þessir flokkar aö skerpa sína málefnalegu sérstööu en ég neita því ekki. aö þaö liafa oröiö mér viss vonbrigöi hversu alltof mikiö bar á krytum millum A-flokkanna í upphafi kosninga- baráttunnar." sagöi Ossur og bætfi viö: ..Samt sem áöur er ég algjörlega |)eirra skoöunar aö á þessum ára- tug muni veröa til ein stór hreyfing jafnaöarmanna sem tekur vfir Al- þvöuflokkinn eins og hann er í dag. flest af því góöa fólki sem er í Alþýöubandalaginu. obbann af Kvennalistanum og auk þess v;ena sneiö af frjálslyndum úr Sjálfstæöisflokknum. í stjórnmál- um veröa nienn aö eiga sér draum og þaö er minn draumur aö frjáls- lynd hrevfing jafnaöarmanna myndi í fvllingu timansöflugt mót- vægi viö Sjálfstæöisflokkinn. Til þess er ég í pólitík." sagöi Ossur Skarphéöinsson. Góður árangur ^ - st|ornarinnar______________ Um ríkisstjórnina sagöi Óssur meöal annars: ..Alþýöuflokkurinn hefur veriö alltof feiminn viö aö benda fólki ;i liinn góöa árangur i verkum þessarar ríkisst jórnar. Hún skapaöi grunninn fyrir þjóö- arsáttina sem tók veröbólguna úr 2ö".. niöur í!)"... I’etta er í rauninni sögulegt stórvirki. l>aö er athyglis- vert. aö þetta tókst meö Sjálfstæö- isflokkinn utan ríkisstjórnar og afsannar þar meö aö þátttaka lians sé nauösvnleg til aö koma á stööugleika í efnahagsmálum. Stjórnin hefur líka unniö afrek í húsnæöismálum. Undir forystu Jóhönnu Siguröardóttur hefur biötími eftir lánum styst úr fimm árum í fimm vikur. Ungt fólk þarf ekki lengur aö bíöa í tvö ár eftir því einu aö komast inn í kerfiö eins og áöur. Vaxlabæturnar gera þaö líka aö verkum aö fyrir fólk meö miölungs- og lágar tekjur eru segir Össur Skarp- hédinsson og telur aö ein stór hreyf- ing jafnaöar- manna veröi til á þessum áratug vextirnir ekki nema 2—3%." sagöi Ossur ennfremur. í framhaldi af því var hann spuröur um mögu- leika þess aö bæta kjör launþega. Nýja þjóðarsáW____________ „Kn hitt er rétt, að herkostnaö- inn af þjóöarsáttinni bar launafólk aö langmestu leyti. I>ess vegna er kominn tími til aö gera nýja þjóö- arsátt sem miöar aö því aö auka kaupmátt í laudinu. Kíkisstjórnin hefur snúiö vörn í sókn þannig aö fvrirtækin eru íarin aö græöa hraustlega. Kg segi afdráttarlaust: Aukin hagnaöur i atvinnulifinu er ávísun á hærri laun. K.n ég vil líka beita skattkerfinu til aö auka kaupmátt. I’annig er ég þeirrar skoöunar. aö Alþýöuflokkurinn eigi alls ekki aö fara í ríkisstjórn nema skattfrelsismörk veröi hækkuö rösklega. í því sambandi bendi ég á aö ef þau heföu veriö ha'kkuö á kjörtímabilinu í takt viö skattprósentuna ættu þau nú aö vera (>5 þúsund. A fjölmörgum vinnustaöafundum hef ég oröiö þess var aö launafólk brennur í skinninu eftir aö Alþýöuflokkur- inn fái styrk til aö koma þessu í framkvæmd. Aö því er snýr aö málefnum leigjenda þá er þaö svo aö í þeirra hópi er ungt fólk og líka aldraöir sem ekki hafa náö aö eignast fasteignir um ævina. Kjör þessa fölks viljum viö bæta meö húsaleigubótum." Oflugt atvinnulif Aö endingu var komiö inn á at- vinnulífiö ogOssur haföi mikiö og margt aö segja um þann mála- flokk. Meöal annars eftirfarandi: „Kg geri mér fyllilega grein fyrir aö ekki er hægt aö halda uppi öfl- ugu velferöarneti nema viö höfum heilbrigt atvinnulíf sem getur staöiö undir kostnaöinum. I>ví vil ég beita mér fyrir nýjungum í at- vinnulífi. Kg er alfariö þeirrar skoöunar aö þaö eigi aö stefna aö frekari stóriöju í landinu enda veröi fullkomnar mengunarvarnir viöhaföar. Kinnig vil ég aö orka fallvatnanna veröi beisluö í ríkum mæli til aö selja um streng til Kvr- ópu. en fyrst ogsíöast er égáhuga- maöur um sjávarútveg. I>ar ber hæst aö hér veröi komiö upp öfl- ugum uppboösmarkaöi fyrir allan fisk sem veiddur er á okkar miö- um. I>á veröa fiskkaupendur frá mörkuöunum í Bretlandi og l’ýskalandi aö koma til okkar og kaupa fisk. A næstunni veröur reglum í Kvrópubandalaginu breytt þannig aö ferskan fisk má ekki flytja til landa þess nema hatin sé innan viö átta daga gam- all. I'etta þýöir aö fiskur sem er keyptur á markaöi á íslandi þarf aö fara í vinnslu hérlendis. I’annig myndum viö ekki aöeins bæta jaröveginn fyrir sérhæfö fisk- vinnsluíyrirtæki á íslandi og auka þjóöarverömæti fyrir sama afla- magn heldur lika færa atvinnuna viö þennan fisk heim frá Kvrópu." sagöi Óssur Skarphéöinsson aö lokuiú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.