Alþýðublaðið - 18.04.1991, Side 3

Alþýðublaðið - 18.04.1991, Side 3
Fimmtudagur 18. apríl 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR ÍHNOTSKURN VILJA KAUPA GAMLA SKÚTU: Sjóminjasafni ís- lands býóst nú til kaups gömul og nýlega uppgerö segl- skúta. sem áður hét FríðaRE 13. Kaupveröið er ÍS.8 millj- ónir króna. Fríöa var við fiskveiðar frá Reykjavík og Hafn- arfirði á árunum 1897 til 1913. Kannar safnið nú leiðir til að fjármagna kaupin á þessu gamla og glæsilega fiskiskipi. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að eignast haffært seglskip. sem minnir á liöna tíð i sjávarútvegi. Færeyingar eiga þrjú slík gömul seglskip í haffæru ástandi, við ekkert. SKAUTASVELLI BRÁTT LOKAÐ: Skautasvellið i Laugardal hefur verið vinsælt í vetur. Nú er skammt í að þar veröi lokaö. enda hlýnar nú í veðri. Síðasti möguleiki til að renna sér á skautum þar er á sunnudaginn. en á mánudaginn verður lokaö og ekki gert ráð fyrir að svelliö verði opnað aftur fyrr en 1. október í haust. NORDAL VILL EINKA- VÆÐINGU BANKA: Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri. hélt fram þeirri skoðun sinni að einkavæðing bankanna sé mikilvægasta verkefnið í ís- lenskum bankamálum á n;estu árum. betta kom fram á þingi Sambands ísl. bankamanna á dögunum. Anna G. ívarsdóttir frá Búnaðarbanka íslands var kjörin forinaöur Sambands ísl. bankamanna. en Yngvi Örn Kristinsson, sem veriö hefur formaöur undanfarin tvö ár. gaf ekki kost á sér. Varaformaður er Friðbert Traustason, Reiknistofu bankanna. 2. varaformaður er Sigurjón Gunnarsson, Landsbanka lslands. IHALDSMANNUÐ Hagyrðingar eru í essinu sínu núna rétt fyrir kosningarnar. Þessi ferskeytla kom inn á faxtæki Alþýöublaðsins í gær: Ihaldsmannúö. einskært hjóm sem úlfsins sauöakraginn. Þeirra' eru orðin innantóm eins og fyrri daginn. Höfundurinn segir að frelsi og mannúð íhaldsins eigi við um frelsi peningafurstanna. en hitt orðið. mannúðin. fari þeim álíka vel og úlfi sauðargæran. SIGURVEGARAR MA: Akureyringar gerðu það gott í spurningakeppni framhaldsskólanna og unnu frækilegan sigur yfir liði Flensborgar í úrslitasennunni með 23 stigum gegn 13. A mvndinni er sigurliðið með sín góðu verölaun. farandbikar og íslensku alfræðiorðabókina frá Krni og Ör- lygi. Frá vinstri: Jón Pálmi Óskarsson, Magnús feits- son og Finnur Friðriksson. Nánasti aðstoðarmaður þeirra í undirbúningi var Sverrir Páll Eriendsson ís- íenskukennari. Til hamingju. Akureyringar! NORRÆN TONLIST: Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar i kviild verða verk eftir norræn tónskáld á dagskrá. |).e. |)á Leif Þórarinsson, Carl Nielsen og Jean Sibelius. Kinleikari verður rúmenski fiðluleikarinn Eugene Sarbu. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. RÍKISSTARFSMENN UNDIR í LAUNUM: Lögð hefur verið fram skýrsla Gallups um samanburð á launum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og þeirra sem starfa hjá einkafyrirtækjum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunn- ar hafa þeir sem starfa hjá einkafyirtækjum að jafnaði um 74% hærri föst laun en þeir sem starfa hjá ríkinu. FÍB ÁLYKTAR UM MINNISLEYSISTEINGRÍMS: Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér frétt þar sem segir að það sé lágmarks krafa að landsfeðurnir viti hvaða skatta þeir leggja á þegnana og til hvers eigi að nota þá. FIB segir tilefnið vera ummæli Steingríms Hermanns- sonar í Þjóðarsál Rásar 2 þegar hann svaraði spurningu um svonefnt bifreiðagjald. Fyrirspyrjanda hafi misminnt um upphaflegan tilgang skattsins en svör ráðherrans byggst á ennþá meira minnisleysi. Sannleikurinn sé sá að þetta gjald, sem á að skila einum milljarði á þessu ári, hafi aldrei runnið til vegagerðar. Viötal uid Jón Balduin Hannibalsson utanríkisrádherra Upplognar sakir forsætisráðherra „Ég sá ástæðu til að birta þessar staðreyndir úr fundargerð þar sem skýrt er frá viðræðum sjávarútvegsráðherra við sjávarútvegs-„kommiss- ar“ Evrópubandalagsins vegna framkomu Fram- sóknarflokksins í Evrópu- málunum," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanrík- isráðherra í samtali við Al- þýðublaðið í gær aðspurð- ur um hvort Halldór Ás- grímsson sjávarútvegs- ráðherra hefði Ijáð máls á veiðum EB-ríkja á ísland- 'smiðum. .lón Baldvin sagði jafn- framt: ..Framsóknarmenn liafa gert sig seka um það í þessari kosningabaráttu að beita aðferðum sem Stein- grímur Hermannsson hefur sjálfur kennt við Rikka bragöaref. eða Richard Nix- on. og eru i því fólgnar að bera ekki aðeins andstæð- inga sína, heldur samstarfs- menn í einu þýðingarmesta máll sem að þjóðin fæst við, upplognum sökum. Þeir skeyta engu um að í leiðinni eru þeir að sá fræjum úlfúöar og sundurlyndis um þetta mál. Það hefur verið mér sem ráðherra í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar sér- stakt keppikefli að skapa og halda utan um samstöðu þjóöarinnar um þetta mál enda er það hafið yfir, og á að vera hafiö yfir, pólitískar erj- ur flokka á lokaspretti kosn- ingabaráttu. Staöreyndir málsins verða ekkert umdeildar. Já. það er rétt að Halldór Ásgrímsson er eini stjórnmálamaðurinn sem mér er kunnugt um að bafi átt í formlegum viðræð- um við forsvarsmenn sjávar- útvegsmála í KB opnað á spurninguna um veiðiheim- ildir Kvrópubandalagsflotans í íslenskri fiskveiðilögsögu. Aðalatriði málsins er í sjálfu j.sér ekki hvaða skoðun menn jhafa á því, og ég legg á það áherslu. að hann var að ræða um gagnkvæmar veiðiheim- ildir. Þessar tillögur hafa hins vegar legið mestan part í þagnargildi. Kn af því að þetta eru formlegar tillögur þá hefði framsóknarmönn- um verið nær að reifa þær við þjóðina. hugsanlega leggja þær undir þjóöaratkvæöa- greiðslu fremur en að Ijúga upp á andstæöinga sína að þeir stefni á inngöngu í KB. vegna þess að Framsóknar- menn þekkja allar staðreynd- ir þess máls. Kg hef svarað því svo rækilega hvers konar firra það er hjá forsætisráö- herra aö kosningarnar núna geti snúist um þjóðarat- kvæðagreiðslu um inngöngu í KB sem engin flokkur hefur á stefnuskrá, sem ekki hefur veriö svo mikið sem rætt í rík- isstjórn. sem utanríkismála- nefnd og Alþingi hefur ekki fjallað um af þeirri einföldu ástæðu að enginn stjórn- málaflokkur, ég endurtek, enginn stjórnmálaflokkur. hefur þetta mál á sinni stefnu- skrá. Þegar þar við bætist að það liggur Ijóst fyrir að ríkisstjórn á næsta kjörtímabili getur ekki, þótt hún vildi, lagt mál- ið fyrir í þjóðaratkvæöa- greiðslu. Ástæðan er sú að frá því að uinsókn yröi lögð fram tekur það 4—(i ár að Ijúka samningum og menn leggja ekki hugmyndir um óorðna hluti fyrir þjóöaratkvæða- greiöslu heldur samninga. KB tekur ekki við nýjum um- sóknum fyrr en árið 1993. Það er þekkt staðreynd. Það tekur langan tíma af hálfu KB að leita eftir umboöi til samninga og skilgreina það. Þaö tók t.d. Austurríkis- menn hálft annaö til tvö ár. Það veröur komið fram á árið 1997 áöur en nokkur fræði- legur möguleiki væri á því að samningsdrög lægju fyrir og þangaö til eru sex ár. Þangaö til eigum við eftir að hafa tvennar alþingiskosningar a.m.k., eða reyndar þrennar kosningar. vegna þess að samningur um inngöngu í KB fæli í sér breytingar á stjórn- arskrá íslenska lýðveldisins sem eru þess eðlis að þær þarf að leggja fyrir í tvennum þingkosningum. Það er alveg sama hvernig á máliö er litið, þetta er þvílík fjarstæða ogstenst engin rök. Þar að auki hefur forsætisráö- herra opinberað vanþekk- ingu sína á málinu þegar hann heldur því fram að sam- eiginleg fiskveiðistefna KB eigi sér stoð í tiltekinni grein „Rómarsáttmálans" og sé þar af leiðandi óumbreytanleg nema með því að breyta Rómarsáttmálanum. Mis- skilningur haiis er fólginn í tiltekinni grein Rómarsátt- málans, sem kveður á um að af hálfu bandalagsins skuli móta samræmda stefnu i landbúnaðarmálum og fisk- veiðum. Kn hin sameiginlega fiskveiöistefna á sér stoð í tveimur reglugerðum sem framkvæmdastjórn og ráð- herraráö hafa staðfest og þeim er hægt aö breyta með einfaldri meirihlutasamþykkt í ráöherraráöinu. Það er vitaö að meðan KB heldur til streitu kröfum um veiðiheimildir í íslenskri fisk- veiðilögsögu í staðinn fyrir tollfrjálsan aðgang að KB-mörkuðum þá hafa allir stjórnmálaflokkar sagt nei. Þ.e.a.s., nema með þessari undantekningu að Fram- sóknarflokkurinn hefur einn flokka gert það með formleg- um hætti. Ráðherra í ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar og varaformaður Fram- sóknarflokksins, yfirmaður sjávarútvegsmála. hefur að vísu í þéssum viöræöum KB sagt: jú. ef til vill. Það er þá eins gott að þjóð- in viti það áður en lengra er gengiö í því að spila á tilfinn- ingar og ala á tortryggni og fjandskap í garð flokka á grundvelli aðférða sem eru langt, langt fyrir neðan virð- ingu manns sem gegnir starli forsætisráðherra. Sér í lagi í Ijósi þess að ég hef sem utan- ríkisviöskiptaráöherra þess- arar ríkisstjórnar mótað stefnu og haft á hendi verk- stjórn í viöræöum okkar við KB án þess að nokkurn tím- ann hafi komiö upp ágrein- ingsmál viö Steingrím Her- mannsson. Hann býr sér að tilefnislausu til ágreining. gerir sér leik að því að ala á tilfinningum annars vegar þjóðrækni og hins vegar ill- viija í garð útlendinga í von um að krækja sér í atkvæði á kostnað annarra. gersamlega að tilefnislausu. Það er ómerkilegt, svo að ekki sé meira sagt, að forsæt- isráðherrann sjálfur og aðrir ráðherrar Framsóknarflokks- ins og frambjóöendur hans um allt land skuli fara til funda þar sem þeir vísvitandi falsa ummæli og slíta úr sam- hengi þaö sem fram kemur í stefnuskrá Alþýðuflokksins. Þar segir skýrum stöfum að algjört skilyröi fyrir nánari samskipti viö KB sé að íslend- ingar haldi forræði sínu yfir bæöi fiskimiöunum og orku- lindunum. Þetta skilyrði þýðir að mál- ið er ekki að óbreyttu á dag- skrá af hálfu okkar. Þeim var fullkunnugt um það að á flokksþingi Alþýðuflokksins kom fram tillaga um það aö sækja um aöild að KB sem fékk þá útreið að hún var felld með öllum atkvæöum gegn einu. Samt sem áður gera þeir sér að leik að fara vísvitandí tneö rangt mál. Þetta atferli þeirra hefur óneitanlega valdið trúnaðar- bresti i Samskiþtum við þá. Maður spy.r sjálfan sig, er þessum mönnum að treysta? Kr þeim ekkert heilagt? Þeir virða ekki einu sinni það þýð- ingarmikla markmiö að stuöla aö samheldni þjóðar- innar í samskiptum við ríkja- bandalag af þessu tagi. Þeir hafa gert sér leik að því í full- komnu ábyrgöarleysi að kveikja hér elda úlfúöar. Kld- ar af því tagi geta breiöst út fyrr en varir," sagði Jón Bald- vin að lokum. Veisla ársins á Nesinu Ráðherm- hjónhgna áfanga Trúlega hafa fá fimmtugs- afmæli verið haldin hér á landi, sem fjölmennari hafa verið en hjá þeim ráðherra- hjónum, Jóni Sigurðssyni og Laufeyju Þorbjarnar- dóttur. Bæði urðu fimmtug í þessari viku, Laufey á sunnudag og Jón maöur liennar i gær. Þrátt fyrir annir við kosningaundir- búning gafst tóm til að halda myndarlega upp á af- mælið í Félagsheimili Sel- tjarnarness. Þangað mættu mörg hundruö manna, pöl- itískir samherjar jafnt sem andstæðingar, vinir. ætt- ingjar, kunningjar og sam- starfsfólk. Ræður voru margar og góðar. 1 einni þeirra var Jóni hrósað fyrir skipulagshæfileika sína og bent á að fá hjón geta sam- einaö afmæli sín eins og þau Laufey og Jón nú, — auk þess sem fáir hafa get- að skipulagt fimmtugsaf- mæli sitt þrem dögum fyrir alþingiskosningar! Hvað um þaö, þetta var veisla árs- ins á Nesinu. A-mynd: K.OI.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.