Alþýðublaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 1
JUJHRUID 60.TÖLUBLAÐ- 72. ÁRGANGUR Föstudagurinn 19.apríl 1991 Vaxandi fylgi A-listans í skoöanakönnunum Niöurstööur skoðanakannana aö undanförnu sýna aö kjósendur snúast gegn hinni köldu og reikulu stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þess í staö velur fólk vel- feröarleiö Alþýðuflokksins. Þetta kerrjur glöggt fram í niðurstöðum skoöanakönnunar DV sem var birt í gær. Þar kemur fram aö Alþýðuflokkurinn bætir lang- mest viö sig á landsvísu frá könnun blaösins í mars- lok. Þetta er í samræmi við útkomuna úr þeim skoð- anakönnunum sem gerðar hafa verið á vinnustöðum og Alþýðublaðiö hefur haft spurnir af. Má taka sem dæmi að í skoðanakönnun sem gerð var meðal starfsmanna Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi í vikunni fékk A-listi Alþýðuflokksins flest atkvæði, eða rúman þriðjung. Nánar tiltekið fékk Alþýðuflokk- ur 28 atkvæði, eða 34,6%. Sjálfstæðisflokkurfékk 24 atkvæði, eða 29,7%, og Alþýðubandalag 13 atkvæði, eða 16,1%. Framsóknarflokkurinn fékk 12 atkvæði, eða 14,8%. Aðrir flokka sem bjóða fram í kjördæm- inu fengu sáralítið fylgi. Þeir forystumenn Alþýðuflokksins sem blaðið ræddi við í gær voru sammála um vaxandi fylgi við Alþýðuflokkinn að undanförnu en lögðu áherslu á að allir fylgjendur velferðarstefnu A-listans þyrftu enn að herða róðurinn á lokasprettinum. Aðrir flokkar gerðu nú allt sem þeir gætu til að hamla gegn vax- andi velgengni A-listans. En það væri greinilegt að eftir því sem fleiri kjósendur hefðu kynnst stefnu Al- þýðuflokksins á fundum í kjördæmum og umræðu- þáttum í sjónvarpi, vildu æ fleiri styðja velferðar- stefnu flokksins. Þ E I R R A V E G N A X-AIÞÝÐUFLOKKURINN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.