Alþýðublaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 8
FRAMBJOÐENDUR I A-FLOKKI „Vil efla forvarnir“ Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir skipar 6. sæti á A-listans í Reykjavík Fædd í Reykjavík þann 28.7. 1954. Menntun: Stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Próf frá Lögregluskóla ríkisins. Útskr. 1978. Störf: Lögreglumaður við embætti Lögreglustjórans í Reykjavík í 9 ár. Dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpi og útvarpi. Hlutastarf hjá Umferðar- ráði. Var einn af stofnendum Áhugahóps um bætta umferðarmenningu og situr nú í nefnd á vegum dómsmálaráðherra sem endurskoðar reglu- gerð um ökukennslu og ökuréttindi og í nefnd á vegum félagsmálaráð- herra sem fjalla á um úrbætur á málefnum barna og ungmenna í Reykjavík og nágrannasveitafélögunum. Maki: Jóhann Sævar Óskarsson, verktaki. Börn: Svavar Jóhannsson, 19 ára, og Jökull Jóhannsson, 7 ára. „ístörfum mínum ílögreglunni kynntist égskuggahliðum mannlífsins í hnotskurn. Þar áttaði ég mig á nauðsyn þess að hlúa að þeim sem minna mega sín. Þar kynntist ég fólki sem vegna skorts á félagslegum úrrœðum hafði orðið und- ir í lífsbaráttunni. Þar varð ég einnig vitni að hörmungum umferðarslys- anna og fíkniefnavandans og áttaði mig á hversu þjóð- hagslega hagkvœmt það er að efla forvarnir bæði hvað varðar umferðar og fíkniefnamál. Ég vil einnig sjá aukið framboð affélagslegu húsnœði fyrir öryrkja og aldraða og aðra þá sem lœgst hafa launin. Sjálfgekk ég til liðs við Alþýðuflokkinn vegna þess að ég taldi jafnaðarstefnuna endurspegla lífsviðhorf mín og því vera vœnlegasta baráttuvettvanginn til góðra mála. Frá vinstrí: Ragnheiður Davíðsdóttir og eiginmaður hennar Jóhann Öskars■ son. Með þeim á myndinni eru Jökull, 7 ára, sem situr i fangi móður sinnar, Svavar, 19 ára ogÁgústa, 5 ára fósturdóttir Svavars. „Lífskjör verda að batna“ Magnús Jónsson skipar 4. sæti A-listans í Reykjavík Fæddur í Reykjavík 2. júlí 1948 Menntun: Stúdent frá M.A. 1968, veðurfræðingur frá Uppsalaháskóla 1979. Störf: Veðurfræðingur á Veðurstofu íslands. Áður kenn- ari við Hagaskóla, Menntaskólann við Sund og Menntaskólann á Akureyri. Sjómennska í 13 sumur og fl. Maki: Karítas R. Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn: Lena, 19 ára, nemi í M.S., Sigurður Freyr, 18 ára nemi í M.R. og Magnús Karl, 10 ára. Magnás Jónsson og Karítas R. Sigurðardóttir ásamt börnum sínum, þeim Magnúsi Karli, 10 ára, Lenu, 19 ára, og Sigurði Frey, 18 ára. ',,r „Eftir að hafa verið áhugamaður og áhorfandi í stjórnmálum ákvað ég að vera með nú. í mínum huga eru fram undan örlagaríkar ákvarðanir um framtíð íslenskrar þjóðar sem varða lífskjör hennar í víðasta skilningi. Nú, þegar böndum hefur verið komið á verðbólguna og komið er húsnœð- iskerfi sem vit er í, verður að eiga sér stað gríðarleg uppstokkun í helstu at- vinnuvegum okkar. Mesta hœttan er fólgin í því að lífs- kjör hér dragist svo aftur úr því sem nágrannaþjóðirnar bjóða upp á , að vaxandi fólksflótti úr landi fari í hönd. Þá fara þeiryngstu og hæfustu fyrst og engin þjóð hefur efni á því. Eitt aflyk- ilatriðum til bœttra lífskjara er að þjóðin átti sig á gildi menntunar og rannsókna. Efling Háskóla íslands og aukin samvinna hans og rannsókna- stofnana við atvinnuvegina eru því að mínu mati forgangsverkefni og koma öllum til góða. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.