Alþýðublaðið - 19.04.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1991, Síða 2
2 Föstudagur 19. apríl 1981 UM Kveðja frá Jóni Baldvini Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra Alþýðuflokkurinn leitar liðveislu kjósenda fyrir þessar kosningar i krafti þess, að hann hefur sýnt það i verki i rikisstjórn, að honum er treystandi. Al- þýðuflekkurinn hefur staðið við þau fyrirheit, sem hann gaf kjósendum fyrir kosningar 1987. Og stjórnmálamenn og flokka á að dœma af verkum þeirra. Alþýðuflokkurinn hefur staðist það próf. sjávarútvegurinn fjarri því kom- inn að endimörkum vaxtar. Hann mun enn sem fyrr leggja fram drýgsta skerfinn til iífskjarasóknar þjóðarinnar. Tækifærin blasa hvarvetna við, ef við losum um of- stjórn og höft. Vonir standa til að í sumar náist samningar um aðild ingu og auka vinnsluvirði. Þrátt fyrir harða andstöðu Framsóknar náði Aiþýðuflokkur- inn því fram að koma ákvæðinu um fiskistofnana sem sameign þjóðarinnar inn í 1. gr. kvóta- laganna Þetta er stjórnarskrárá- kvæði auðlindastefnu Alþýðu- En það er einnig kosiö um fram- tíðina. Spurningin er: Hverjum er best treystandi til að nýta þann stórkostlega árangur, sem náðst hefur á seinni hluta kjörtímabils- ins, til þess að bæta og jafna lífs- kjörin á næsta kjörtímabili. Kosn- ingabaráttan hefur leitt það í Ijós, að ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sem er í felum í kosningabaráttunni og skilar auðu við spurningum kjós- enda, hefur Alþýðuflokkurinn skýr svör á reiðum höndum við þeim spurningum, sem stjórn- málamenn þurfa að finna svör við, á næsta kjörtímabili. Inneign fyrir________________ kjarahótum___________________ Helsta fyrirheit Alþýðuflokksins fyrir seinustu kosningar var að lækka verðbólgu og vexti. Við það höfum við staðið. Verðbólga hefur aldrei verið lág á Islandi, nema þegar Alþýðuflokksins hefur notið við í ríkisstjórn. Með iækkun verðbólgu og vaxta höfum við fært meðalskuldaran- um íslenska raunverulega kjara- bót, sem samsvarar nokkrum mánaðarlaunum. Þetta er líka skýringin á því að okkur hefur tek- ist að snúa skuldasöfnun og hallarekstri fyrirtækjanna i myndarlegan hagnað. Þannig hefur okkur tekist að búa til inn- eign fyrir kjarabótum á næsta kjörtímabili — án verðbólgu. Þannig hefur okkur tekist að láta hrakspár Sjálfstæöisflokksins um fjöldaatvinnuleysi og hrun í sjávar- útvegi verða sér rækilega til skammar. En það er ekki einasta að hrak- spárnar hafi orðið sér til skammar. Arangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum. Við höfum lagt traustan grunn að nýrri framfara- sókn. Islensku þjóðarinnar bíður björt framtíð, ef hún ber gæfu til að varðveita þann stöðugleika, sem nú hefur náðst. Sverjum þess dýran eið í þessum kosn- ingum aö aldrei, aldrei aftur skuli óðaverðbólga, ábyrgðar- ieysi og upplausn ná að læsa klónum um íslenskt þjóðlíf. Þessar kosningar snúast um það, hvernig við getum nýtt ár- angurinn til þess að bæta og jafna lífskjörin á næsta kjörtímabili. Annars vegar á vettvangi atvinnu- lífsins með því að afnema leifar einokunar og hafta og leysa úr læðingi hugvit og atorku fólksins. Hins vegar á vettvangi ríkisstjórn- ar og Alþingis með því að fylgja fast fram úrræðum okkar jafnað- armanna til að jafna lífskjörin, gegnum skatta- og tryggingakerfi. Virkjum orkunq_______________ Þetta gerum við með því að virkja vannýttar orkulindir lands og þjóðar. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, hefur unnið sleitulaust að því að rjúfa 15 ára kyrrstöðu Hjörleifa fyrri tíðar í þessu máli. Fyrstu skrefin eru stór- virkjanir á Austurlandi og Suöur- landi og styrking dreifikerfisins um land allt. Alveriö þýðir 5000 ný ársverk á byggingartímanum. Það þýðir 650 vel launuð störf, þegar rekstur er hafinn. 200 þús. tonn af áli eru ígildi 200 þús. tonna af þorski upp úr sjó. Það munar um minna. Það þekkja og skilja allir. Það verður kosið um þessa stefriu. Hvert atkvæði greitt Alþýðuflokknum er krafa um það að bægja frá hættu á atvinnuleysi og fólks- flótta í framtíðinni. Til sjós______________________ Þrátt fyrir aflatakmarkanir er íslands að Evrópska efnahags- svæðinu. Tollfrjáls aðgangur sjáv- arafurða að Evrópumörkuðum sparar sjávarútveginum á þessum áratug litla 25 milljarða króna. En það eru hreinir smámunir hjá öðru. Afnám tolla á unnar sjávar- afurðir mun skapa fiskvinnslunni á íslandi nýtt vaxtarskeið. Eftir það getum við náð með fullunna neytendavöru, undir íslenskum vörumerkjum, fram hjá uppboðs- mörkuðum erlendis. beint inn á neytendamarkaðina. Það mun auka vinnsluvirði framleiðsl- unnar í íslenskum höndum. Það mun flytja vinnuna heim — því það mun draga úr útflutningi á óunnum fiski. Efling fiskmarkaða mun renna frekari stoðum undir þessa þróun. Þeir gefa fiskvinnsl- unni tækifæri til að bjóða í hráefn- ið á sömu kjörum og útlendingar. Það mun auka sérhæfni, bæta nýt- flokksins. Þetta tryggir að í fram- tíðinni getum við þokað okkur smám saman út úr viðjum kvóta- kerfisins og tryggt að arðurinn af þinglýstri eign þjóðarinnar renni framvegis, ekki til fáeinna útval- inna, heldur til þjóðarinnar allrar. Til lands ___________________ Sama máli gegnir um landbún- aðinn. Alþýðuflokkurinn fékk því ráðið að drögin að búvörusamn- ingnum, sem landbúnaðarráð- herra hripaði stafina sína undir, koma ekki til framkvæmda að þjóðinni forspurðri. Undirskriftin var með fyrirvara um samþykkt Alþingis í haust. Þegar umbúðun- um hefur verið svift utan af eru þessi búvörusamningsdrög fram- sóknarflokkanna þriggja um það, að fækka bændum um 800—100 og lækka verð til bænda. Það er hins vegar hvergi hróflad við milliliðun- um. Alþýðuflokkurinn einn flokka kvað upp úr um, að taka yrði á einokun milliliðanna. Það er eina tryggingin fyrir því að verðlækk- anir á landbúnaðarafurðum skili sér beint til neytenda. Það er hið stóra sameiginlega hagsmuna- mál bæði neytenda og bænda. Bændur mættu gjarnan hafa í huga, að með vini eins og þá, sem þeir hafa átt í framsóknarflokkun- um þremur, þurfa þeir ekki á óvin- um að halda. Og Alþýðuflokkur- inn er ekki sá óvinur. K(ósum um framtiðina Framtíðin er því björt ef Alþýðu- flokkurinn fær nokkru um hana ráðið. Orkulindirnar munu mala okkur gull. Arðurinn af auðlind- um sjávar mun renna til eigenda hennar — þjóðarinnar allrar. Breytt landbúnaðarstefna mun skila lækkuðu verði til neytenda og um leið bæta hag bænda. Hagnaður fyrirtækjanna er ávísun á kjarabætur, án verðbólgu, í næstu samningum. Við eigum ekki að bíða til haustsins. Strax í maí, að loknum kosningum, á að setjast að samningaborði og deila réttlátlega arðinum af þjóðarsáttinni. Þessu á að fylgja eftir með því að festa í sessi hið heilstæða og hag- kvæma húsnæðislánakerfi, sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur byggt upp, á rústum Alexandríu, og standa mun til frambúðar. Alþýðuflokkurinn lýsir sig skuldbundinn af því að hækka skattfrelsismörk aftur í það horf, sem þau voru í, þegar ég stillti þau af við upphaf stað- greiðslukerfisins 1988. Og við munum standa við tillögur Jó- hönnu Sigurðardóttur um húsa- leigubætur til láglaunafjöl- skyldna, sem sæta þurfa afarkost- um leigumarkaðarins. Loks mun- um við einbeita okkur að því að knýja fram fækkun og samein- ingu lífeyrissjóðanna og sam- ræma lífeyrissréttindin, sem ekki náðist samstaða um á þessu kjör- tímabili. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í felum geta frjálslyndir og fram- farasinnaðir kjósendur ekki tekið þá áhættu að skila auðu með Sjálf- stæðisflokknum. En þeir þurfa ekki að örvænta fyrir því. Alþýðu- flokkurinn hefur sýnt það í verki, að hann nær árangri í ríkisstjórn. Þjóðin þarf á öflugum jafnaðar- mannaflokki að halda í ríkisstjórn, til að halda aftur af öfgaöflum til hægri og vinstri. Við jafnaðar- menn munum sjá um það að ís- land tryggi sinn réttmæta sess í A- flokki meðal Evrópuþjóða. Þar megakjósendur ekki láta sinn hlut eftir liggja. Med baráttukveðjum, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.