Alþýðublaðið - 19.04.1991, Síða 9

Alþýðublaðið - 19.04.1991, Síða 9
FRAMBJOÐENDUR I A-FLOKKI „Ég á mér draum“ Össur Skarphéðinsson skipar 3. sæti á A-listanum í Reykjavík Fæddur í Reykjavík, 19. júní, 1953. Menntun: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973. Lauk síðan B.Sc. prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1979 og doktorsprófi í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá enskum háskóla 1983. Framhaldsrannsóknir 1983-1984 á vegum British Council. Störf: Ritstjóri Þjóðviljans 1984-1987. Lektor við Háskóla íslands 1988. Aðstoðarforstjóri Reykvískrar Tryggingar frá 1989. Maki: Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, deildarstjóri á Raunvísindastofnun Háskólans. ,,Til að vera í stjórnmálum þurfa menn að eiga sér draum. Minn er sá að búa til eina öfluga hreyfingu frjáls- lyndra jafnaðarmanna á íslandi, sem nær ekki barayfirAl- þýðuflokkinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistann, heldur tekuryfir drjúga sneið af frjálslyndum Sjálfstœðismönnum. Þessi draumur er eldsneytið sem knýr mig áfram ípólitík. ” Ossur Skarphéðinsson og eiginkonan, Árný Sveinbjörnsdóttir. „Vil berjast fyrir umbótum“ Valgerður Gunnarsdóttir skipar 5. sæti á A-listanum í Reykjavík Fædd: Á Akureyri 26.10. 1950. Menntun: Stúdent frá Verslunarskóla íslands 1971. Lauk prófi frá Sjúkraþjálfunar- skólanum í Kaupmannahöfn 1979. Lauk meistaraprófi í þjálfunarlífeðlisfræði og hjartaendurhæfingu árið 1985 frá Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum. Störf: Starfaði sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi 1979-1981. Við heilsugæslustöð Kópavogs 1981-1982. Unnið á Landspítalanum síðan 1985 og er nú framkvæmd- arstjóri sjúkraþjálfunar þar. Var lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla ís- lands 1987-1989. Hefur sinnt stundakennslu við deildina síðan. Maki: Bjarni Daníelsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Börn: Dýrleif Dögg, stúdent, 21 árs. Finnur, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, 17 ára. Daníel, 12 ára. Valgeröur Gunnarsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Danielssyni, og börnunum, Daniel, 12 ára, ogFinni, 17 ára. „Ég fór í framboð vegna þess að ég vil berjast fyrir umbótum í þjóðfélag- inu. Það sem mér finnst að ekki megi lengur bíða að tekið verði föstum tök- um erm.a. eftirfarandi: Að fram fari endurskoðun á launa- kerfinu ílandinu með það fyriraugum að jafna kjörin og sérstaklega að bœta hag þeirra sem hafa fyrir börnum að sjá. í heilbrigðismálum þarf að móta nýja stefnu fyrir nœsta áratug þar sem sérstök áhersla verði lögð á forvarnar- starf í víðum skilningi. Mjög brýnt er að koma á samfelldum skóladegi og skólamáltíðum. Ég vill leggja áherslu á að við eigum að fjárfesta í menntun, á sviðum atvinnulífsins og lista, því hugvit og listirgeta orðiðdýrmœt auð- lind fyrir smáþjóð eins og við íslend- ingar erum. “

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.