Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 27. apríl 1991 4r mhiiibuiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 SÖGULEGAR VIÐRÆÐUR Pað er ekki launungarmál, að innan Alþýðuflokksins eru skoðanir skiptar um hvers konar ríkisstjórn jafn- aðarmenn eigi að beita sér fyrir. Það er vitanlega ein- ungis af hinu góða, því í frískum flokki er það dæmi um pólitískt heilbrigði að geta í bróðerni vegist á með rökum. Sá þróttur, sem í dag býr í Alþýðuflokknum — Jafn- aðarmannaflokki íslands — kom vel fram á fjölmenn- um pólitískum eldhúsdegi, sem flokksstjórnin hélt að kveldi sumardagsins fyrsta. Á þeim fundi fóru fram einstaklega fjörugar og hreinskiptar umræður um hvernig stjórn flokksmenn vilja mynda. Eins og við var að búast voru menn ekki á einu máli, — en um eitt voru menn þó sáttir: Hver sem niðurstaðan yrði myndi flokkurinn standa þétt að baki forystunni. Það er vert að minna á, að Alþýðuflokkurinn gekk til kosninga með þrjú meginstef í boðskap sínum til þjóðarinnar. Flokkurinn vildi gera nýja þjóðarsátt um aukinn kaupmátt og lága verðbólgu, hann vildi Ijúka samningum um evrópskt efnahagssvæði og síðast en ekki síst hugðist hann beita sér fyrir rækilegri um- sköpun atvinnulífs í landinu. Þar bar hæst uppstokk- un í sjávarútvegi og landbúnaði, auk byggingu álvers á Keilisnesi. Þegar forystumenn Alþýðuflokksins voru fyrir kosn- -ingar ítrekað inntir eftir afstöðu þeirra til myndunar ríkisstjórnar var svar þeirra ævinlega á sömu lund: Málefnin ráða. Því var aldrei lýst eða lofað, að tilteknir flokkar nytu forgangs við myndun stjórnar. Því var hins vegar þrá- faldlega lýst, að stefnt yrði að ríkisstjórn með flokk- um, sem treystust til þess af fullum heilindum að taka á ofangreindum atriðum. Margir jafnaðarmenn eru skiljanlega þeirrar skoð- unar, að það sé ekki aðeins eðlilegt — heldur nauð- synlegt — að kanna möguleika til myndunar vinstri stjórnar áður en gengið er til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um ríkisstjórn. Eftir samtöl við forystumenn vinstri flokkanna er það niðurstaða formanns Alþýðuflokksins — Jafnað- armannaflokks íslands, að ekki sé kleift að mynda starfhæfa ríkisstjórn með þessum flokkum, sem gæti tekið á þeim atriðum, sem flokkurinn leggur til grund- vallar nýrri ríkisstjórn. Flokkurinn gerir breytta stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum að forsendu fyrir nýrri stjórn. Að lo'Rnum óformlegum viðræðum við forystumenn hinna flokkanna er það niðurstaða formanns Alþýðu- flokksins, að þessi breyting nái ekki fram að ganga í ríkisstjórn flokkanna þriggja, sem hefði einungis 32 þingmenn að baki sér. Á grundvelli þessa munu á næstu dögum hefjast viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um myndun ríkisstjórnar. Það er hins vegar allsendis óvíst ennþá, hvort málefnalega samstaða næst mill- um flokkanna. Á það mun reyna. Svipuð sjónarmið eru uppi með flokkunum hvað varðar samninga um evrópska efnahagssvæðið og byggingu álvers. Sömuleiðis er líklegt, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé ekki fjarri hugmyndum Alþýðuflokksins um frekari nýtingu orkulinda til stóriðju næstu aldar og orkusölu til útlanda um streng. Alþýðuflokkurinn hefur sömuleiðis marglýst yfir, að hann gangi ekki til myndunar stjórnar, nema hækk- un skattfrelsismarka verði að veruleika. Hann hefur sömuleiðis boðað umbætur í skattamálum. Væntan- lega næst samstaða um þetta millum flokkanna, þótt forysta Alþýðuflokksins sé að vísu ekki sammála þeirri bernsku yfirlýsingu oddvita Sjálfstæðisflokks- ins að breytingar á sköttum séu spurning um hugar- far! Þannig mætti nefna til sögu fleiri mikilvæg mál, sem líklegt er að samstaða náist um milli flokkanna. Hins vegar er ekki víst, hvort Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til að taka undir stefnu Alþýðuflokksins í málefnum sjávarútvegs og landbúnaðar. Dæmi: Vilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja að veiðileyfa- leiga verði tekin upp í áföngum? Það er líka algerlega Ijóst, að Alþýðuflokkurinn mun hvergi hvika frá afstöðu sinni í húsnæðismálum. For- senda stjórnarþátttöku af hans hálfu er að húsbréfa- kerfið verði styrkt, félagslega íbúðakerfið eflt, og tekjutengdar húsaleigubætur teknar upp í áföngum. Eru Sjálfstæðismenn reiðubúnir til að styðja þessi markmið? Ný viðreisn — góöur kostur, ef lagöur ueröur skynsamlegur samstarfsgrundvöllur Nú helKst yfir þjúdina tímabil ofstœkis, menn sjú annoðhvort svart eia hvitt. Hér er að sjálfsögdu átt við þnr wmrmúwr sem eiga sér stað í swmbwwdi við stiémwrmywdwwwrvilrmiwr eftir wé stjém Stein- frins Hermwnnssenwr baést Iwwsnwr sl. þriijwdwg. Alþýðuflokksfólk er ekkert sér- lega ánægt með fyrrverandi sam- starfsaðila, Framsókn og Alþýðu- bandalag. Það þarf ekki að nefna fleira en málþófsþras hjörleifanna á síðustu dögum þingsins, svo að ekki sé minnst á ódrengiiegt útspil Framsóknar um EB málið í kosn- ingabaráttunni. Alþýöubandalag- ið studdi Framsókn síðan dyggi- lega í þessum ódrengilegu bar- áttuaðferðum. Hvernig geta svo þessir flokkar ætlast til þess að Al- þýðuflokkurinn láti eins og ekkert sé, jafnvel þó að fimm kvenkyns hjörleifar kokgleypi nú kosninga- loforð sín daginn eftir kosningar, til þess að komast í valdaaðstöðu? Mesta hitamálið þessa daga er hvort Alþýðuflokkurinn hyggst starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn næsta kjörtímabil eða að lappað verði upp á fráfarandi ríkisstjórn, þar sem Kvennalistinn kemur inn í stað Borgaraflokksins sáluga. Endalaust þras og upp- ákomur um þau mál, sem Alþýðu- flokkurinn leggur mesta áherslu á, eru ekki fýsilegur kostur. Það kom berlega í ljós á síðustu vikum þingsins í vor. Ekki er Iíklegt að slíkt myndi breytast með tilkomu Kvennalistans, nema síður sé. Menn lofa ýmsu fögru þegar ofur- ást á ríkisstjórnarstólum hefur hel- tekið þá. Ýmsir menn dæma nú fyrir fram svokallað viðreisnarmynstur og vitna óspart til sjöunda áratugar- ins, þegar farsæl stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks gjörbreytti ís- lensku samfélagi til betri vegar. Andstæðingar slíkrar stjórnar benda í örvæntingu á síðustu ár þeirrar 12 ára samvinnu, þegar halla tók undan fæti. Þeir sem vilja vita, vita það að helsta orsök þess var, að síldin hvarf, auk annarra utanaðkomandi vandræða. Við- reisnarstjórnin hafði að fullu náð tökum á vandanum, þegar kosið var til Alþingis vorið 1971. Allt þetta tímabil hafði Alþýðuflokkur- inn 15—16% fylgi, en nú tókst Framsókn og Alþýðubandalaginu að telja þjóðinni trú um að það væri Alþýðuflokknum að kenna. að síldin hvarf og flokkurinn hlaut 9,1% fylgi. Það er eðlilegt og raunhæft að reynd verði stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á ný, en aðalatriðið er hverskonar samstarfsgrundvöll flokkarnir leggja fram. Um það hlýtur málið að snúast. í því sam- bandi er rétt að vitna til skynsam- legra ummæla Ögmundar Jónas- sonar í Tímanum á miðvikudag, þar sem hann segir að aðalatriðið sé að ný ríkisstjórn sé tilbúin að taka þátt í að auka kaupmátt lægstu launa, án tillits til þess, hver situr hinum megin við borð- ið. Skynsamlega mælt hjá Ög- mundi. Orn Eiðsson skHfar „Pað er eðlilegt og raunhæft að reynd verði stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á ný," segir Örn Eiðsson j grein sinni. Á myndinni eru þeir nafnarnir, Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson í miðri hringiðu þreifinga um stjórnarmyndun. — A-mynd EÖI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.