Alþýðublaðið - 27.04.1991, Side 2
2
FRÉTTASKÝRINGl
Laugardagur 27. apríl 1991
Fólk
/
Arnar Jónsson fær
lof fyrír Péfur Gaut
Norsk og sænsk blöð hafa skrif-
aö ritdóma um uppfærslu Þjóð-
leikhússins á Pétri Gaut, en sýn-
ingum á því verki er nú senn að
ljúka í leikhúsinu. Arnar Jóns-
son fær góða dóma fyrir túlkun
sína á Pétri Gaut. Meðal annars
segir svo í ritdómum í norræn-
um blöðum: „Arnar Jónsson
sem Pétur Gautur endurskapar
af aðdáunarverðri snilld fall per-
sónunnar frá herramanni með
valdsmannslega rödd að gráð-
ugu villidýri”. Þórhildur Þor-
leifsdóttir og Sigurjón Jó-
hannsson fá einnig góða dóma
fyrir sitt tillag til sýningarinnar.
Afhenti Lech Walesa
trúnaðarbréf
Einar Benediktsson afhenti
forseta Póllands, Lech Walesa,
trúnaðarbréf sitt í síðustu viku í
Belweder-höll í Varsjá.
Starfsmenn Sorpu eru tilbúnir að hefja vinnu. Störf þeirra sem þar starfa eru mjög þýðingarmikil í umhverfisvernd höfuðborgarsvæðisins. A-mynd E.OI.
Fílharmonía með
stórverkefni
Söngsveitin Fílharmonía
heldur Hayden tónleika í Krists-
kirkju Landakoti laugardaginn
27. apríl kl. 17:00 og á sunnudag
28. kl. 20:30. Á efnisskrá tónleik-
anna eru m.a. sinfónía nr. 26 i d-
moll og Nelson messan. Auk 80
manna kórs Fílharmoníu koma
fram á tónleikunum einsöngvar-
arnir Olöf Kolbrún Haröar-
dóttir, Þuríöur Baldursdóttir,
Þorgeir J. Andrésson og Tóm-
as Tómasson og er þetta í fyrsta
sinn sem þeir Þorgeir og Tómas
koma fram með Fílharmoníu.
Einnig leikur 24 manna hljóm-
sveit og er Szymon Kuran kons-
ertmeistari.
Þrífalegur vinnu-
staður
Magnús Helgason, rafvirki hjá
ísal, dvaldi fyrir skömmu hjá
systurfyrirtæki ísals í Essen.
Magnús segir að það hafi vakið
sérstaka athygli hans hve verk-
smiðjusvæöið allt var þrifalegt.
Magnús segir að þarna úti sé
ekki allt þetta rusl hingað og
þangað eins og sé svo algengt
hér á landi. Magnús segist hall-
ast að því að umgengni hvers og
eins ráði mestu um þaö hvernig
umhverfið sé.
Hrafnavinafélag
Islands
Hrafnavinafélag Islands á efiaust
eftir að gleðja alla hrafnavini
segir í frétt frá hinu nýstofnaða
félagi. Tilgangur félagsins er aö
standa fyrir margs konar kynn-
ingarstarfsemi sem stuðlað geti
að verndun fugla almennt, en þó
sérstaklega smáfugla. Hrafna-
vinafélagið stefnir að því að af-
hjúpa það æði mannsins að
vinna skynlausri græðgi og sí-
vaxandi neyslufikn á öllum sviö-
um segir ennfremur í fréttinni.
Forystumenn hins nýja félags-
skapar eru þeir Hrafn Harðar-
son, Hrafn Pálsson og Hrafn
Sæmundsson.
Stórt skref til
umhverfisverndar
— segir Ögmundur Einarsson, framkvœmdastjóri nýju sorpeyðingarstöðvarinnar
Ný öflug og fullkomin sorpeyðingarstöð fyrir höf-
uðborgarsvæðið var formlega tekin i notkun i gær.
Stöðinni hefur verið gefið heitið SORPA. Stofnkostn-
aður við móttöku- og flokkunarstöð i Gufunesi og
urðunarsvæði i Álfsnesi er um 600 milljónir króna ó
verðlagi órsins 1991. Árlegur rekstrarkostnaður er
óætlaður 325 milljónir eða rúmlega þrefallt hærri
upphæð en rekstrarkostnaður sorphauganna i
Gufunesi.
Samstarf
sveitarfélaganna
Stofnun Sorpeyðingar höfuð-
borgarsvæöisins er stærsta verk-
efniö sem sveitafélögin á svæðinu
hafa í sameiningu hrint í fram-
kvæmd, en undirbúningur verks-
ins hófst formlega áriö 1988. Á
undanförnum misserum hefur
samruni fyrirtækja mjög verið á
dagskrá hjá íslensku atvinnulífi. í
þessu sambandi má nefna að
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu, að undanskilinni Reykjavík
og Seltjarnarnesi, hafa stofnað
með sér samtök um rekstur al-
menningsvagna.
Ibúar sem standa að sorpeyð-
ingarstöðinni eru um 145 þúsund,
eða tæp 57% landsmanna.
Helstu markmið Sorpu
Á vegum Sorpu mun verða rek-
in móttöku- og flokkunarstöð úr-
gangs á höfuðborgarsvæðinu á
sem hagkvæmastan hátt fyrir eig-
endur sína þ.e. sveitafélögin átta á
höfuðborgarsvæðinu.
Að reka urðunarsvæði sorps
þannig að umhverfisvernd sitji í
öndvegi, samhliða því sem hag-
kvæmni verði gætt. Að stuðla að
söfnun og hættulausri eyðingu eit-
ur- og umhverfisspillandi efna.
Aö fylgjast meö tækniframför-
um á sviði endurvinnslu hérlendis
og erlendis með tilliti til hag-
kvæmnimöguleika móttöku- og
flokkunarstöðvarinnar. Að stuöla
að því þjóðfélagslega mikilvæga
máli að ibúarnir verði meðvitaðir
um ábyrgð sína í umhverfisvernd
og geri sér jafnframt grein fyrir að
litín kostar fé, sem með einum eða
öðrum hætti kemur frá þeim sjálf-
um.
Opnir sorphaugar_____________
úr sögunni___________________
Þessar breytingar munu m.a.
hafa það í för með sér að opnir
sorphaugar á höfuðborgarsvæð-
inu eiga að heyra sögunni til. Ög-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri stöðvarinnar, segir að þessar
breytingar kalli á gjörbreytt hug-
artar þar sem allir verði að taka
saman höndum eigi þetta átak að
takast.
í stöðinni á Gufunesi verður
húsasorp pressað og vírbundið í
bagga, en iðnaðarúrgangur flokk-
aður í samræmi við endurnýting-
armöguleika og hagkvæmni.
Sorpbaggarnir verða síðan urðað-
ir í landi Álfsness á Kjalarnesi. Sér-
stök móttökustöð verður einnig í
Gufunesi fyrir alls kyns umhverfis-
spillandi efni.
Horf* til framtíðar____________
Samhliða starfrækslu móttöku-
og flokkunarstöðvar verður rusla-
gámaþjónusta sett upp á átta stöð-
um á á höfuðborgarsvæðinu.
Þangað eiga íbúar að geta komið
með margskonar úrgang sem ekki
flokkast undir húsasorp.
Ögmundur segir að með þess-
um framkvæmdum sé horft til
framtíðar og kappkostað verði að
fylgjast með nýjungum, t.d. á sviði
endurvinnslu, sem búast megi við
að eigi eftir að stóraukast á næstu
árum.
Losun sorps á heimilum verður
með sama hætti og verið hefur, en
almenningur verður hvattur til að
taka frá hættuleg efni, eins og t.d.
rafhlöður. Einnig verður húsráð-
endum bent á að safna saman öll-
um pappír því gera á tilraun með
að nota hann á einhvern hátt til
endurvinnslu.
Um 60% af úrgangi kemur frá
atvinnulífinu. Fyrirtækin koma til
með að borga sjálf gjald vegna
sorplosunar í samræmi við það
magn sem frá þeim kemur. Allt x
timbur sem kemur til SORPU,
verður kurlað niður og selt til
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga þar sem það verður
notað sem kolvetnisgjafi.
Einnig verður komið á laggirnar
móttökustað fyrir eiturefni sem
síðan verða flutt til Danmerkur til
eyðingar. Fyrirtækjum verður
boðið upp á þjónustu þar sem
hægt verður að eyða trúnaðar-
skjölum.
Ilrðun sorps___________________
Með flokkun sorps og vírbögg-
un er stigið ótvírætt framfara-
skref. Með þessu móti mun rúm-
mál sorps sem fer til urðunar ein-
göngu nema 8—10% alls þess
magns sem til fellur á höfuðborg-
arsvæðinu.
Urðunarsvæðið verður á Álfs-
nesi í Kjalarneshreppi og er svæð-
ið sem skipulagt hefur verið til 25
ára, samtals um 40 hektarar að
stærð.
Fast á hæla urðunar fylgir upp-
græðsla og trjáplöntur í stórum stíl
munu prýða svæðið. ítarlegar
rannsóknir á berglögum í Álfsnesi
sýna að bergið þar er með því
þéttasta sem finnst á höfuðborgar-
svæðinu. Undir svæðinu verða
frárennslislagnir sem leiddar
verða í sérstakan hreinsibúnað.
Mengað vatnsrennsli til sjávar er
því ekki fyrirsjáanlegt.