Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. apríl 1991 5 Hagræðing i Það er eitt af verkefnum heilbrigðisyfir- valda að vinna að rekstrarhagræð- ingu. Islenska heil- brigðisþjónustan er fyrirtæki sem veltir næstum 23 millj- örðum kr. á þessu ári ef miðað er við f járlög. Að auki koma greiðslur sjúklinga fyrir lyf og læknishjálp, þannig að áætla má að heildarvelt- an verði á milli 24—25 milljarðar. heilbrigðisþjónustunni Áhugi á hagræðingu hjá starfsfóiki________________ I svo stóru fyrirtæki eru mörg tækifæri til hagræðingar. Það eru starfsmennirnir sjálfir, heilbrigðis- stéttirnar, sem sjá þetta best af öll- um, enda hefur áhugi þeirra á hag- ræðingu sést hvað eftir annað á undanförnum árum. Haldnar hafa verið nokkrar ráðstefnur um þau málefni á vegum heilbrigðisstétt- anna, hin síðasta á vegum Hjúkr- unarfélags íslands í sept. 1990. Þar komu á þriðja hundruð manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar. Á árabilinu 1970—1986 jukust útgjöld til heilbrigðisþjónustunnar ár hvert verulega umfram þjóðar- framleiðslu. Síðustu 2—3 árin hef- ur dregið úr þessari aukningu, enda hefur flötum niðurskurði mest verið beitt í því skyni að draga úr kostnaði. Flestallir eru sammála um að slíkur niðurskurður er leið sem síst á að viðhafa til að koma á hag- ræðingu í heilbrigðisþjónustunni. Ástæður þess eru margar. 1. Þegar upp er staðið er líklegra, að niðurskurður valdi óhag- ræði fremur en hagræði. 2. Flatur niðurskurður hefur leitt til samdráttar í þjónustu. 3. Slíkur niðurskurður veldur óstöðugleika í viðkvæmum rekstri þar sem sífelld vanda- mál eru í starfsmannahaldi. 4. Þessi aðferð er líkleg til þess að skekkja framboð hinna ýmsu þjónustugreina þar sem það er ekki mat á þörfum, sem ræður því hvar skorið er niður. 5. Síðast en ekki síst hefur sparn- aður reynst minni en leitað var eftir vegna þess að eftirspurn flyst yfir á annað svið og þá vex kostnaður þar. Virkari qðgcrftir______________ Á undanförnum árum hafa komið fram nýjar aðstæður til að beita virkari aðgerðum í hagræð- ingarskyni heldur en áður. Þar á ég við, að sjálfstæðum ábyrgðar- aðilum í rekstri í heilbrigðisþjón- ustu hefur fækkað og er ábyrgðin nú fyrst og fremst hjá einum aðila, ríkinu. Rekstrarfé kemur nú að mestu úr einum sjóði í stað þess að vera fjölbreytilegur samsetningur framlaga frá ríkissjóði, sveitarsjóð- um, Tryggingarstofnun og sjúkra- samlögum. Hagræðing í heilbrigðiskerfinu á að byggjast á rannsóknum á þjónustunni, þ.e.a.s. vitneskju um notkun hennar, svo sem dreifingu eftir héruðum: 1) á heimsóknar- fjölda til lækna, 2) á sjúkrahúsinn- lögnum og 3) á lyfjanotkun og notkun dýrra rannsókna. Ákvarð- anir um notkun heilbrigðisþjón- ustunnar liggja ekki síður hjá lækninum en hjá fólkinu sjálfu og er talið að þar eigi læknirinn með starfi sínu jafnvel stærri hlut. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að því að samræmi sé í þeim ákvörðunum. Það þarf að bera saman starfshætti hinna ýmsu lækna og leita svo eftir skýringum á því hvað liggur að baki þess að einn læknir hefur tilhneigingu til að gera dýrari lyf en aðrir eða einn læknir nýtir sér þjónustu sérfræðinga og dýrra rannsókna- stofa meira en aðrir og að síðustu þarf að athuga hvers vegna einn læknir leggur fleiri sjúkiinga inn á sjúkrahús miðað við aðra í sam- bærilegu starfi. Hagræðingarvinna í heilbrigðis- þjónustunni byggist einnig á því að nota í auknum mæli lögmál heilsuhagfræðinnar. Það þarf að gera það að skilyrði, að mun betur sé unnið að forgangsröðun verk- efna en nú er og það dettur engum í hug að fjárveitinganefnd sé best til slíkra verka fallin. Flciri verkefnl________________ en haeg* er ad »innq í heilbrigðisþjónustunni eru ávallt miklu fleiri verkefni fyrir hendi en unnt er að sinna og þarfir á fjölmörgum sviðum jpar sem skortir fé. Það er eðli heilbrigðis- þjónustunnar, að varla fyrirfinnst það svið þar sem unnt er að full- nægja öllum þörfum. Það er sama hvar þjónustuframboð er aukið, ávallt myndast eftirspurn. Sé fram- boð á þjónustu dregið saman á einu sviði, þá leitar eftirspurnin í nýjan farveg, með samskonar eða svipuðum þörfum á öðru sviði. Sá sem reynir að reka heilbrigðis- þjónustu án þess að taka tillit til framangreindra undirstöðuatriða lendir fljótt í vandræðum. Aðgerðir til að auka hagræð- ingu í heilbrigðisþjónustunni þurfa sem mest að byggjast á skipulagsbreytingum. I skipulagi þarf að miða við að mæta þörfum fyrir þjónustu á sem hagkvæmast- an hátt, með því m.a. að stýra framboði. Sé það ekki gert er hætta á, að framboðið verði smám saman háð því hvað starfsfólkið helst vill vinna við, því það er í þess höndum að vissu leyti að ákveða hverjar þarfirnar eru. Það er staðreynd, að um langt árabil hefur framboðið á sérhæfðu sjúkrarými hér í Reykjavík verið við vöxt en skortur á langlegu* deildum aldraðra og hjúkrunar- heimilum annars vegar og sjúkra- rými fyrir geðsjúka hins vegar. Á sama hátt er hér í Reykjavík of lít- ið framboð á almennri læknis- þjónustu en fullt framboð á sér- hæfðri, sérstaklega eftir að tilvís- anir voru lagðar niður án þess að takmarka jafnframt þann fjölda sérfræðinga sem hefðu heimild til að vinna fyrir sjúkratryggingarn- ar. Það er alveg víst að eftirspurn eftir sjúkrarými stendur að nokkru leyti í sambandi við það fyrirkomulag að sérfræðingar í fastri vinnu hjá stofnunum, stunda einnig sjálfstæðan stofurekstur. Þetta fyrirkomulag leiðir að lík- indum ekki aðeins til aukinnar eft- irspurnar eftir plássum á sjúkra- húsum, heldur getur það einnig leitt til mismununar meðal sjúkl- inga eftir því til hvaða sérfræðings þeir leita. Sérfræðingur, sem jafn- framt starfar á sjúkradeild, hefur betri aðgang til innlagnar sinna sjúklinga heldur en sérfræðingur, sem ekki starfar 4 slíkri deild. Ef- laust eru allir sammála um, að þetta fyrirkomulag eigi ekki að verða langlíft. Nauðsynlegt er að byrja á að setja fastar reglur um skráningu biðlista á sjúkrahúsum og innlagnir af þeim. Skipulag fjánwálanna Eitt helsta tækið til hagræðingar er tilfærsla frá einum þjónustu- þætti til annars. Það er ekki síst skipuiag fjármálanna og þeir kost- ir, sem felast í að fjármálin eru komin á eina hendi sem gerir þetta kleift. Ein stærsta rannsókn- in, sem gerð hefur verið á starf- rækslu heilbrigðisþjónustu var gerð í mörgum löndum samtímis fyrir nokkrum árum á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þessi rannsókn sýndi, að það atriði, sem best sagði til um þarf- irnar fyrir sjúkrahúsþjónustu, var ástand heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þess vegna er nauð- synlegt að líta á rekstur sjúkra- húsa og rekstur heilbrigðisþjón- ustu utan þeirra sem eitt fyrirtæki. Það er annað skilyrði til að ná fram tilfærslu innan þjónustunnar að fela sama aðilanum að hafa ábyrgð á gerð árlegra fjárhags- áætlana fyrir alla heilbrigðisþjón- ustu á hverju landsvæði eða hér- aði. Þetta verkefni á að færa nýj- um aðila, heilbrigðismálaskrif- stofu læknishéraða, sem staðsett væri í stjórnkerfinu milli stofnana og ráðuneytis. Með slíkri skrifstofu væri unnt að flytja verkefni út í héruðin aftur, sem flutt voru til Heilbrigðisráðuneytisins við það að sveitastjórnir hættu afskiptum af heilbrigðismálum og sjúkra- samlög voru lögð niður. Sami aðili, heilbrigðismálaskrifstofan, þarf einnig að undirbúa gerð áætl- ana um framgang og forgáng verkefna til tveggja til þriggja ára fram í tímann og jafnframt gera rammaáætlanir til lengri tíma um þróun heilbrigðismálanna í hér- aði. Það var með merkustu viðburð- um í heilbrigðismálum á síðari ár- um, að skömmu fyrir þinglok, samþykkti Alþingi þingsályktun- artillögu um íslenska heilbrigðis- áætlun. Þessi áætlun feiur í sér undirstöðustefnumörkun í íslensk- um heilbrigðismálum, sem aðrar áætlanir munu miðast við í náinni framtíð. Með íslenskri heilbrigðis- áætlun er að hefjast nýr kafli í heil- brigðismálasögunni því nú er færi á að taka upp gjörbreytt vinnu- brögð í stjórnun heilbrigðismála. Uppsetning heilbrigðisáætlunar er byggð á stjórnunaraðferð sem nefnist sóknaráætlun (project management, strategic planning). Varla leikur vafi á að árangur í starfi heilbrigðisyfirvalda, getur vaxið til muna ef þessari aðferð er beitt enda er hún skilvirkari en eidri aðferðir. Það er einmitt eitthvert mikil- vægasta skrefið í hagræðingar- aðgerðum í heilbrigðisþjónust- unni að tekin verði upp ný vinnu- brögð við stjórnun hennar. Skúli G. Johnson mW^m HWeMUIUVfV/ skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.