Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. apríl 1991 Draugatrú Hrafns Jökulssonar íslendingar trúðu á forynjur og drauga i hverju slcúmaskoti allt fram eftir þessari öld. Fáfræði, ein- angrun og skammdegismyrkur ólu og endurnærðu þessa mögnuðu þjóðtrú. ungis hlustað á draugasöguna um Viðreisnartímabilið — draugasög- una, sem pólitískir skrumskæl- ingameistarar mögnuðu á sínum tíma og hafa alið á fram á þennan dag. Hvernig var ástand þjóðmála þegar Viðreisnarstjórnin tók við? Það ætti Hrafn Jökulsson að kynna sér, ef hann vill hafa það sem sannara reynist. I stuttu máli: Allt athafnalíf og almenningur var reyrður í marg- földum viðskiptafjötrum, skömmt- unarskrifstofur í Reykjavík sátu yf- ir hvers manns hlut og veittu m.a. byggingarleyfi fyrir efri hæð í húsi á Akureyri en synjuðu um bygg- ingu neðri hæðarinnar! Gengi krónunnar var í alls konur skötu- líki: ferðagjaldeyrir, bátagjaldeyrir og margs konar annað gengi eftir tegundum in'nfluttra vara. Draugatrú Hrafns Jökulssonar í Alþýðublaðinu síðastliðinn mið- vikudag sýnir okkur og sannar að draugatrú er enn ekki úr sögunni í landi voru, og lifir hún og hrærist í fáfræði á sama hátt og fyrr á tím- um. Stundum getur fáfræðin orðið svo yfirþyrmandi að eigi verði orða bundist og þess vegna éru þessar línur ritaðar en ekki til þess að taka afstöðu til yfirstandandi umræðna um myndun nýrrar rík- isstjórnar. Hrafn er barnungur maður og veit því ekkert af eigin reynslu um íslenskt þjóðfélag fyrir 20 árum og þaðan af síður fyrir 40 árum. Auð- vitað eru til sannar og óyggjandi upplýsingar um Viðreisnartíma- bilið í bókum og blöðum, en þær hefur Hrafn svo sannarlega ekki lesið. Hann hefur hins vegar ein- Þessu austantjaldsástandi sóp- aði Viðreisnarstjórnin út af borð- inu og kom hér á fót frjálsu við- skipta- og athafnalífi á þeirra tíma mælikvarða. Það var Viðreisnin. En síðar kom stóra áfallið 1967 og 1968, þegar útflutningsafurðir okkar hrundu í verði á erlendum mörkuðum um allt að 50% og stórfellt atvinnuleysi fylgdi í kjöl- farið um land allt. Getur Hrafn Jökulsson séð fyrir skáldlegum augum sínum, hvern- ig ástandið yrði í þjóðfélaginu, ef við yrðum nú fyrir sams konar áfalli? Eða mundi hann treysta sér til að mynda einhverja þá ríkis- stjórn, er gæti leitt þjóðina gegn- um slíkar þrengingar, án þess hiín yrði þess vör, að undirstaðan und- ir lífsafkomu hennar hefði hrunið? Auðvitað kemst engin ríkis- stjórn með heilt skinn frá slíkum áföllum þótt hún berjist um á hæl og hnakka. Okkur hættir alltaf til að hengja bakara fyrir smið þegar gefur á bátinn. Alþýðuflokkurinn fékk að kenna á því, overðskuldað. Þar að auki fannst nýjum árgöngum kjós- enda, sem ekki mundi neitt annað en Viðreisn, að nú þyrfti að breyta til breytinganna vegna. Og síðast en ekki síst þá klofnaði Alþýðu- flokkurinn, af því að klofningur- inn úr honum hljóp eftir villuljósi. Að sjálfsögðu dettur engum í hug að halda því fram að Viðreisn- arstjórninni hafði aldrei orðið neitt á í messunni fremur en öðr- um ríkisstjórnum. Henni hafði samttekist.þegar húnfórfrá 1971, að koma okkur upp úr öldudaln- um og skapa skilyrði til batnandi lífskjara með verðbólgu á svipuðu stigi og nú er. Þá hvarf Alþýðuflokkurinn af vettvangi og við tók langt og ör- lagaríkt verðbólguskeið Fram- sóknar, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags. Þessir þrír flokkar voru síðan, eins og alþjóð veit, á látlausu verðbólguhundasundi þar til Alþýðuflokkurinn kom aft- ur til skjalanna fyrir fjórum árum. Þessi verðbólguhrollvekja þrí- flokkanna hefur ekki aðeins reynst þjóðinni dýrkeypt efnalega og gert hana að láglaunavinnu- þrælum, heldur ruglað almenning jafnt og atvinnulifið svo í ríminu, að við verðum lengi að bíða þess bætur. Kannski að næsta draugasaga Hrafns Jökulssonar verði um sálu- hjálp þessa tímaskeiðs? Jón H. Guðmundsson. Hvert líf kraftaverk Yoko Ono segir að lífhuers og eins sé kraftaverk og allir, huer á sinn hátt, geti lagt sitt fram til að skapa frið og gera mannlífið fegurra. Fjöllistakonan Yoko Ono er nú stödd hér á landi og opnar yfir- litssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum í dag. Sýningin ber yfirskriftina FRIDUR, en friðarhreyfingar sjöunda ára- tugarins tengjast sterkum bönd- um nafni Yoko Ono. Yoko segir að þegar talið berist að listferli hennar miði margir það við árið 1960, um það leyti sem hún kom til New York. Hún segist í raun ekki vita hvenær hún byrjaði að fást við list. Öll börn séu að fást við að skapa eitthvað þó þau séu ekki köll- uð listamenn. Yoko Ono er kannski ekki síst þekkt fyrir að hafa verið kona bítils- ins fræga, Johns Lennon, sem var skotinn til bana fyrir rúmum tíu ár- um. Hún er og hefur þó um langa hríð verið framsækinn og djarfur listamaður sem notið hefur hylli og virðingar. Á sýningu Yoko Ono er að finna 111 verk, sem ýmist eru hlutir, hljóð- verk eða leiðbeiningaverk. Yoko Ono er einn af frumkvöðlum FLUX- US-hreyfingarinnar sem spratt upp í New York í byrjun 7. áratugarins. Þótt list hennar sé nátengd hug- myndafræði Fluxus, bæði hvað varðar skammtíma verk hennar og beinar tilvísanir í hversdagsleikann, hefur hún þó mikla sérstöðu sem listamaður. Yoko Ono hefur notað hvert tæki- færi sem gefist hefur til að boða frið og segist ætla að halda þeirri bar- áttu áfram eins lengi og hún mögu- lega geti. Á blaðamannafundi sem hún hélt í gær sagði húh að hvert líf væri kraftaverk og sérstætt á sinn hátt. Allir geta lagt sitt af mörkum til að bæta ástandið í heiminum, ekki síst með því að hvetja aðra og þannig gætu lítil lönd eins og lsland haft áhrif ekki síður en stærri þjóðir. Yoko Ono sagði að þrátt fyrir að ýmsar breytingar hafi orðið á því formi sem hún noti til að koma hug- myndum sínum á framfæri væri það barátta fyrir friði í heiminum sem skipti hana mestu máli. Þó heimur- inn væri kannski flóknari en ungt fólk á sjöunda áratugnum hefði látið að liggja mætti alls ekki gefast upp í baráttunni fyrir friði. Yoko Ono sagðist vera ánægð með að vera komin til íslands, og hún ætlaði að nota tækifærið til að skoða sig eitthvað um í þessu fallega landi. Hún sagðist að minnsta kosti ætla að sjá Bláa lónið og einhvern stað þar sem hún fengið að sjá hver gjósa. A Kjarvalsstöðum verður einnig opnuð sýning á verkum listamanna úr hinni svonefndu Fluxus-hreyf- ingu. í grófum dráttum var Fluxus afsprengi þeirrar miklu grósku sem var í framsækni í listum um 1960 og beindist sérstaklega gegn sjón- blekkingum og óhlutlægri myndlist, sem Fluxus-menn nefndu hinar „dauðu listir". Sýningarnar munu standa yfir frá 27. apríl til 6. júní og verða opnar daglega frá 11.00 til 18.00. Sjényarpið 15.00 íþróttaþátturinn 18.00 Alfreð Önd 18.25 Kasper og vinir hans 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Popp- korn 19.25 Háskaslóðir 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Söngva- keppni sjónvarpsstöðva Evrópu 20.55 '91 á Stöðinni 21.20 Fólkið í landinu 21.45 Skálkar á skólabekk 22.15 Riddarinn hugprúðj 23.45 Skólastúlka hverfur 01.25 Útvarps- fréttir í dagskrárlok. SUNNUDAGUR 14.00 íþróttir 16.15 Hús lífsins 17.15 Hreinar línur 17.50 Sunnudagshug- vekja 18.00 Bland í poka 18.30 Rauði sófinn 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Bleiki pardusinn 19.30 Fagri-Blakkur 20.00 Fréttir, veður og Kastljós 20.50 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evr- ópu 21.00 Þak yfir höfuðið 21.25 Ráð undir rifi hverju 22.20 Eiturbyrlarinn 23.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð2 9.00 Með Afa 10.39 Regnbogatjörn 10.55 Krakkasport 11.10 Táningarnir í Hæðargerði 11.35 Fjölskyldusögur 12.20 Úr ríki náttúrunnar 13.10 Á grænni grein 13.15 Svona er Elvis 14.55 Opera mánaðarins 17.00 Falcon Crest 18.00 Popp og kók 18.30 Björtu hliðarnar 19.19 19:19 20.00 Séra Dowling 20.50 Fyndnar fjöl- skyldumyndir 21.20 Tvídrangar 22.10 Fletch lifir23.45Tviburar01.35 Mánaskin SUNNUDAGUR 09.00 Morgunperlur 09.45 Pétur Pan 10.10 Skjaldbökurnar 10.35 Trausti hrausti 11.00 Fimleikastúlkan 11.30 Mímis- brunnur 12.00 Popp og kók 12.30 Beverly Hills ormarnir 14.05 Heim- draganum hleypt 15.45 NBA-karfan 17.00 Listamannaskálinn 18.00 60 minútur 18.50 Að tjaldabaki 19.19 19:19 20.00 Bernskubrek 20.25 Laga- krókar 21.15 Inn við beinið 22.15 Neyðaróp 23.50 Lestarránið mikla 01.40 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurf regnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Á laugardagsmorgni 09.00 Fréttir 09.03 Spuni 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Tónlist 11.00 Vikulok 12.00 Útvarpsdagbókin 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður- fregnir 13.00 RimsiramsGuðmundar Andra Thorssonar 13.30 Sinna 14.30 Átyllan 15.00 Tónmenntir 16.00 Fréttir 16.05 íslenskt mál 16.15 Veð- urfregnir 16.20 Útvarpsleikhús barn- anna 17.00 Leslampinn 17.50 Stél- fjaðrir 18.35 Dánarfregnir 18.45 Veð- urfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Djassþáttur 20.10 Meðal annarra orða 21.00 Saumastofugleði 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veður- fregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Úr söguskjóðunni 23.00 Laugardags- flétta 24.00 Fréttir 00.10 Sveiflur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturút- varp SUNNUDAGUR 08.00 Fréttir 08.07 Morgunandakt 08.15 Veður- fregnir 08.20 Tónlist 09.00 Fréttir 09.03 Spjallað um guðspjöll 09.30 Tónlist 10.00 Fréttir 10.10 Veður- fregnir 10.25 Af örlögum mannanna 11.00 Messa í Garðakirkju 12.10 Út- varpsdagbók 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 Hratt flýgur stund á Suðurlandi 14.00 Dagskrá um svissn. rithöfundinn Max Frisch 15.00 Myndir í músík 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.20 Fornveður lesið úr ískjörnum 17.00 Harmoníku- hatíð 18.00 Smásaga 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Spuni 10.30 Hljómplöturabb 21.20 Kíkt út um kýraugað 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.25 Á fjölunum 23.00 Frjálsar hendur llluga Jökulssonar 24.00 Fréttir 01.10 Stundarkom í dúr og moll 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás2 08.05 fstoppurinn 09.03 Þetta lif, þetta líf 12.20 Hádegisfréttir 12.40 Helgarútgáfan 16.04 Söngur villi- andarinnar 17.00 Með grátt í vöng- um 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Cliff Richard 20.30 Safnskðfan 11.07 Gramm á fóninn 01.10 Nóttin er ung 02.00 Næturútvarp SUNNUDAGUR 08.07 Hljómfall guðanna 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests 11.00 Helgarútgáfan 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Helgarútgáfan 15.00 ístoppurinn 16.05 Þættir úr rokksögu Islands 17.00 Tengja 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Kvöldtónar 21.00, Djass 22.07 Landið og miðin 01.10 I háttinn 01.00 Neeturútvarp. Bylgjan 08.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Brot af því besta 13.00 Snorri Sturluson o.fl. 18.00 Haraldur Gíslason 22.00 Krist- ófer Helgason 03.00 Björn Sigurðs- son SUNNUDAGUR 09.00 I bítið 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Viku- skammtur 13.00 Heimir Jónasson 19.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 22.00 Heimir Karlsson 02.00 Björn Sigurðsson á næturvakt. Stfarnan 09.00 Jóhannes B Skúlason 13.00 Lífið er létt 17.00 Páll Sævar Guð- jónsson 20.00 Maður á réttum stað 22.00 Stefán Sigurðsson 03.00 Har- aldur Gylfason SUNNUDAGUR 10.00 Guðlaugur Bjartmarz 12.00 Páll Sævar Guðjónsson 17.00 Hvíta tjaldið 19.00 Léttar sveiflur 20.00 Statísk ró 24.00 Guðlaugur Bjart- marz. Aðalstöðin 08.00 Loksins laugardagur 12.00 Há- degistónlistin 13.00 Gullöldin 15.00 Fyrir ofangarð 17.00 Á hjólum 19.00 Á kvöldróli 24.00 Nóttin er ung SUNNUDAGUR 0a00 Morguntónar 10.00 Úr bókahillunni 12.00 Hádegi 13.40 Leitin að týnda teitinu 15.00 í þá gömlu góðu 19.00 Á nótum vin- áttunnar 22.00 Úr bókahillunni 24.00 Næturdagskrá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.