Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 8
Húsbréf Greiðslumat á 168 stöðum STÆRSTU LÁNASTOFNANIR LANDSINS HAFA TEKIÐ HÖNDUM SAMAN: Greiðslumat umsækjenda í húsbréfakerfinu fer hér eftir fram í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Frá og með 29. apríl nk. munu neðangreindarfjármálastofnanir veita viðskiptamönnum sínum mat á greiðslugetu þeirra: Jafnframt hættir Húsnæðisstofnun með öllu að veita umsækjendum greiðslumat vegna húsbréfaviðskipta. Þær umsóknir um greiðslumat sem nú þegar-liggja fyrir í Húsnæðisstofnun, verða þó afgreiddar. Allt frá upphafi húsbréfakerfisins, í nóvember 1989, hefur staðiö til að lánastofnanir tækju sjálfar upp þá þjónustu í þágu viðskiptamanna sinna að veita þeim mat á greiðslugetu þeirra, hyggðust þeir sækja um í húsbréfakerfinu. Er nú komið að því. Ofangreindir aðilar grundvalla greiðslumat sitt á sömu forsendum og Húsnæðisstofnun hefur gert til þessa og nota tölvuforrit hennartil þess. Er umsögn um greiðslugetu umsækjanda enn sem fyrr skilyrði fyrir afgreiðslu í húsbréfakerfinu. Þjónusta þessi verður veitt í alls 168 afgreiðslustöðum ofangreindra lánastofnana. Það er von okkar að þessi nýja tilhögun verði til hagsbóta fyrir almenning, auðveldi umsækjendum aðgang að húsbréfakerfinu og auki á öryggi væntanlegra húsnæðiskaupenda. Hér með bendum við því tilvonandi umsækjendum í húsbréfakerfinu á að hafa samband við viðskiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki og fá allar nánari upplýsingar um þessa nýju þjónustu. Reykjavík í apríl 1991 C&l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 PRESSON Forsvarsmenn * Alafoss BJÚDA RÍKINII AD GEFA SÉR PENINGA SEM ÞEIR ERU BÚNIR AD EYDA tií Já líklega. Alla vega versnarðu ekki við það, segja þeir sem reynt hafa. MIKILVIRKUR HASSSMYGLARI SLAPPMED VÆGAN DÚM VEGNA MISTAKA LÖGREGLUNNAR Öfgasinnaði jafnaðar- maðurinn Guðmundur í viðtali EIMSKIP SÖLSAR UNDIR SIG SORPMARKAÐINN Hverjir sigruðu og hverjir voru dragbítamir á sínum flokkum? PRESSAN Fullt blað af slúðri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.